Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 2
2 FF Það þarf að rann- saka betur nýtingar- meguleika grcenmetis segir Jón Ottar Ragnarsson matvœlaefnafrœðíngur Laugardagur 8. júli 1978 VISIR Jón Óttar Ragnarsson matvælaefnafræðingur. ,,Ég er sannfærftur um aö auka má uýtingarmöguleika islensks grænmctis ef komiö yröi á lagg- irnar samvinnu milli Kannsóknarstofnunar Landbún- aöarins, Garöyrkjuskóla tslands og Búnaöarfélags islands, sagöi dr. Jón Óttar Kagnarsson mat- vælaefnafræöingur i viötali viö Vísi. ,,Þaö skortir hins vegar al- veg fé til þess aö gera rannsóknir sem þessi samvinna gæti byggst á. „Aðeins á grundvelli slikra rannsókna verður hægt að leysa framleiöslu vandamál garöyrkju- bænda tii frambúöar. Sagöi dr. Jón Óttar aö Rannsóknarstofnum Landbún- aöarins hefði fariö fram á þaö viö Alþingi sl. haust aö fé yröi veitt til rannsókna á betri nýtingu á islensku grænmeti. Alþingi skar þessa fjárbeiöni nær alveg niöur. Hins vegar fékk Rannsóknar- stofnunin 40 milljón króna styrk frá Kellog stofnuninni i Bandarikjunum og þeim pening- um var variö til kaupa á tækjum til slikra rannsókna og aö auki var kostuö þjálfun fólks til þess aö vinna viö þau. NU væri svo komiö að fé vantar til þess aö borga þessu fólki laun. Þess vegna hafa þessar rannsóknir ekki hafist. „Rannsóknarstofnunin þarf aö ráða 2-3 menn til þess aö sinna þessum rannsóknum, en þaö þýö- ir um 9 milljón krdna fjárstyrk,” sagði Jón óttar. „Ef viö fáum þetta fé erum viö sjálfbjarga hvað þessar rannsóknir snertir. Veröi þessir menn ráönir myndu þeir sinna grænmetisrannsóknum svo og mjólkur- og kjötverkefn- um. Þaö er i raun og veru mest ógert I rannsóknum á fslensku grænmeti og yröu þær þvi látnar sitja I fyrirrúmi fyrst i staö. Þaö verður svo aö ráöast er fram liöa stundir hvort viö fáum stærri eöa minni verkefni, en mig grunar aö i framtiöinni veröi þetta miklu stærri þáttur i starfsemi Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins en nú er. Ekki leyst á skömmum tima „Þær rannsóknir sem þarf aö gera felast annars vegar i efna- greiningum á Islensku grænmeti og hinsvegar i vinnsluathugun- um. Viö höfum efnagreiningar- tækin og erum aö koma okkur ipp vinnslutækjum I samvinnu viö Háskóla Islands. Þaö þarf aö athuga hver sé besta aðferöin viö aö vinna Ur grænmetinu þannig aö næringargildiö rýrni sem minnst viö vinnsluna. Þá þarf einnig að athuga hvaöa tegundir grænmetis henta best i hvaða vinnslu. Þaö eru til margar teg- undir af tómötum. Sumar henta best til neyslu en aðrar i safa eða sósu svo dæmi séu nefnd. Sama máli gegnir um aðrar tegundir grænmetis. Siðan þarf einnig aö athuga hvernig sé best að geyma islenskt grænmeti t.d. meö frystingu eöa niðursuöu til þess aö þaö endist frám á vetur. „Þetta grænmetismál veröur ekki leyst á skömmum tima en þaöer hugsanlegt aö ef fé fæst til þessara rannsókna næsta vetur veröi unnt aö komast hjá þvi aö grænmeti veröi fleygt næsta sum- ar. Samvinna að skipulags- áætlun Jón taldi aö á grundvelli niöur- staöna þessara rannsókna ættu Rannsóknastofnun landbúnaöar- ins og Garöyrkjuskóli tslands ásamt Búnaöarfélaginu og Sölu- félagi garöyrkjumanna aö vinna saman aö skipulagsáætlun fyrir græn metis f ramle iöslu. „Þaö þarf aöskipuleggja fram- leiösluna þannig aö þaö skapist samræmi milli framleiöenda og bænda. Erlendis er grænmetis- framleiðslunni oft þannig háttað að vinnslustöðvarnar útvega bændunum rétt fræ sem þeir siö- anræktafyrir hverja vinnsluteg- und. Það er hins vegar vart hægt að ætlast til þess að Sölufélag Garöyrkjumanna, sem aöeins er söluaöili geri sllkt. Ekki við sölufélagið að sakast „Mér finnst Sölufélagið hafa orðið fyrir óréttmætri gagnrýni. Þaö er ekki viö þaö aö sakast heldur fyrst og fremst viö lög- gjafann og fjárveitingarvaldiö. Fé hefur ekki verið veitt i þær rannsóknirsem eru nauösynlegar svo aö sérfræöingar og tækni- menn geti sagt til um hvaö skuli gert. Það er kjarni málsins.” „Sölufélagiö hefur gert ýmis- legt til þess aö auka sölu á grænmeti, m.a. með þvi aö lækka verðið mikiö meöan framboöiö er mest yfir sumarmánuðina. Hins vegar þyrfti að auglýsa islenska grænmetiö miklu betur en nú er gert. En meðan framboðiö á grænmeti er jafn sveiflukennt og raun ber vitni um er ekki von á góðu. Þaö er varla við þvi aö bú- ast aö fólk rjúki til og kaupi grænmeti um sumariö þegar þaö hefur ekki vanist því aöra mánuöi ársins. 'Grænmetisframleiðendur verða að gera sér grein fyrir þvi aö sé ferskt grænmeti ekki fáan- legt nema nokkra mánuöi á ári er veriö aö grafa undan því aö grænmetið verði fastur þiáttur i fæöuvenjum Islendinga og þá er um leið veriö aö skemma mark- aðinn fýrir slika vöru. „Þaö er mikilvægt frá nær- ingarfræöilegu sjónarmiöi að grænmetiö komi sem ferskast til neytenda allt árið. Þaö er óhjákvæmilegt aö flytja inn grænmeti, en þá þarf að losa um þau innflutningshöft sem nú rikja. Jafnframt verður aö hafa i huga aö ekki sé gengiö á hlut bændá og innflutningurinn skipulagður þannig að ekki sé flutt inn grænmetiþegarnóger til af islensku grænmeti.” En þetta er einnig mál löggjafans og þessu þarf aö breýta. —ÞJH íslenskt grœnmeti: Tómataauglýsingar prýöa nú strætisvagna Reykjavíkur. Unnið í tómatsósu og asíur Sölufélag Garöyrkju- manna er söluaðiii fyrir um 80—90% af tómata og agúrkuframleiðslu islenskra ylræktarbænda. Síðast liðið ár voru i sölu hjá félaginu 328 tonn af tómötum og 330 tonn af agúrkum Tómatareruá boðstólnum frá miðjum mai og fram i nóvember og agúrkur frá mars og fram i október. Framboðið af þessum grænmetistegundum er mismikið þessa mánuði. I mai mánuði siðastliðnum komu 30 tonn á markaðinn en framboðið jókst i júni upp i tæp 85 tonn. Óneitanlega hljóta þessar sveiflur að valda nokkrum erfiðleikum i sölu grænmetisins og ekki við þvi að búast að þaö takist að koma öllu þessu magni fersku til neytenda. Hér á landi eru einungis starf- andi tvö fyrirtæki sem nota islenska tómata annars vegar og agúrkur hins vegar til vinnslu á fullunnum matvælum. Efnagarðin Valur notar islenzka tómata til tómatssósu- gerðar og niðursuðuverksmiðj- an ORA notar agúrkur til asiu- gerðar og við framleiðslu agúrkusalats. Hjá efnagerðinni Val var okk- ur tjáð að fyrirtækið gæti tekið við öllum tómötum sem sölu- félaginu tækist ekki að koma i sölu. Siðast liðið ár heföi fyrir- tækið tekið við 36 tonnum af tómötum til vinnslu. Ástæðuna fyrir þvi að fyrir- tækið hefði ekki getað unnið úr þeim tómötum, sem ekiö var á öskuhaugana fyrir stuttu, væri sú, að vélarbilun hefði orðið i efnagerðinni. Hefði bilunin ekki orðið væri nú búið að sjóða tóm- atana niður til þess að nota viö tómatsósugerðina, en slikt væri gert svo hægt væri að nota tóm- atana allt árið i vinnslu. 1 júni i fyrra þurfti einnig að fleygja tómötum og sögðu þeir hjá Val að yfirvinnubannið semþá hefði verið i gildi hafði útilokað að tómatarnir væru soðnir niður. Niðursuðan færi einungis fram á kvöldin eða á yfirvinnutima og þess vegna hefði ekki verið hægt að nýta tómatana. En undir eölilegum kringumstæðum væru þeir tóm- atar sem væru orönir nógu þroskaðir nýttir. Allar agúrkur nýttar Hjá ORA fengum við þær upp- lýsingar að fyrirtækið tæki við allri umframframleiðslu frá sölufélagi garðyrkjumanna. Magnið væri breytilegt frá ári til árs en undanfarin ár hefðu um 18—30 tonn verið unnin i asiur og agúrkusalat á hverju ári. —ÞJH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.