Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 26

Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 26
26 Laugardagur 8. júli 1978 VISIR DAUÐINN OG DJÖFULLINN BÝR ( ÚTSUÐRI EN LÍFIÐ OG FÖGNUÐUR- INN f LANDNORÐRI Texti: Omar Þ. Halldórzzon Myndir: Gunnar Sigurgeirsson Seinni hálfleikur viðtals við Guðmund Daníelsson rithöfund á Selfossi Viö Gunnar Ijósmyndari komum okkur vel fyrir í sófanum i vinnuherbergi skáldsins. Ég dró upp skrif- færin meðan Ijósmyndarinn skrúfaði saman tól sínog beindi þeim að skotmarkinu. Það var auðséð að Guðmundi likaði ekki meir en svo við þetta glampandi hlaup myndavélarinnar og setti upp alvörusvip. Fyrri hálfleik í þessu viðtali okkar var lokið og seinni hálf- leikur að hefjast. Staðan í leikhléi nokkuð óljós og aldrei að vita nema nýjum leikaðferðum yrði beitt. Nei annars. Líklega var mitt hlutverk í leiknum ekki annað en að þegja en fá þó viðmælandann til að leysa frá skjóðunni. Kannski hafði ég þó byrjað of snemma að þegja, a.m.k. gleymdist að bera upp spurningu svo skáldið svaraði i sömu mynt og þagði sem fastast. Ætluöum við ekki að ræða um lífsviðhorfin? spurði ég loks en sást yfir að svona byrjar enginn blaðamaður með sjálfsvirðingu viðtal. Ég held það sé best að þú ráðir ferðinni/ bætti ég við og kórónaði skömmina. Guðmundur hló og minnti mig á að ég hefði beðið um þetta viðtal en ekki hann. Það væri mitt að spyrja. Gáfusvipurinn sem ég hafði sett upp nokkru áður var nú týndur eftir alla þessa byrjunarörðugleika. Það var jafnvel dautt í vindlinum. En Guðmundur leysti úr þessum vanda, iét sér nægja óburðuga spurningu mína og flautaði til leiks. Heilbrigö skynsemi innan gæsalappa „Ég skal segja þér að það þýðir ekki fyrir mig að fara að tala eitt- hvert spekimál, Það er annað sem er miklu sterkara en öll vit mannsins. Eitthvert afl sem um- lykur mann, kannski erfðirnar, þaö sem liggur i blóðinu og kynslóöirnar á bak við mann sem eru að verki i manni og ekki er hægt aö komast frá. Heilbrigö skynsemi er afstætt hugtak og þótt þaö sé ijótt til frásagnar þá er hún fjandmaöur manns. Heilbrigð skynsemi, — þú mátt gjarna hafa það innan gæsalappa — er bara þetta sem maður hefur lesiö, uppeldi og tiðarandinn. Aö láta stjórnast af þessu er aö vera rekald á lifsins ólgusjó. Hitt afliö, það sem rnaður er, það er það sem skiptir máli. Og þaö að hlýöa þvi og komast að þvi hvað maður er. Ég geri ráð fyrir þvi að þú hugsir sem svo: Nú, hann er forlagatrúar. Heldur aö örlaga- disirnar hafi ákveðið honum þetta hlutskifti og vilji lúta þvi. Já og þetta er aö nokkru leyti rétt. Ég neyðist til að taka tillit til heilbrigðrarskynsemi þótt hún sé algjör fjandmaöur mannsins. Þá á ég viö eðli hans, en þó fyrst og fremst skáldskap. Heilbrigö skynsemi i skáldskap er það að búa til markaðsvöru, vöru sem hægt er að selja. Og til að hægt sé að selja verða að vera neytendur. Til að þeir kaupi þarf varan að falla þeim i geö, annars vilja þeir ekki sjá hana. Æskilegast væri það fyrir skáld að yrkja ekki fyrir neytendur heldur aðeins fyrir sjálfan sig og kannski allra nánustu vinu. Ég held að það yrði betri skáldskapur. Já, þaö væri æskilegast aö geta leyft sér aö yrkja með það fyrir augum að loka handritiö niöur þegar maður hefur gengið frá þvi og geyma það. Þá gæti fundist góður skáld- skapur í einni eöa tveimur skúff- um hér og þar. Náttúran bindur mann — Viltu meina það að eðli mannsins og heilbrigö skynsemi sé eitthvað ósættanlegt? „Það er hugsanlegt að það veröi engir árekstrar á milli þess- ara andstæðu afla i fólki. Sumir eru svo hversdagslegir og veröa aldrei varir við neitt sérstakt i eðli sinu. Eru verksmiðjuvara eins og allir hlutir i dag. Þessi skyrta sem ég er i er eins og milljón aðrar skyrtur og það er heilbrigð skynsemi aö búa til svona skyrtur. Það er lika heilbrigð skynsemi aö afla sér tekna sem nægja manni til viður- væris. En viöleitni i þá átt getur lika verið óvinur þess sem maöur kysi sér til handa. Ég veit ekki hvort ég er með þessu farinn að boöa trú á eitthvaö súperfrelsi. Þó ég segi þetta er mér alveg ljóst aö við erum ekki óbundin. Við erum rigbundin án þess að vita það frá kyni til kyns og það er náttúran sem bindur mann og setur reglurnar.” „Sólarhringurinn er 24 klukku- stundir. Ein nótt og einn dagur. Svo er annar hringur, hringur ársins. Þannig er að timi er allur i afmörkuðum hringjum. Arið i ár, mér finnst það ekki endilega vera árið 1978. Bara árið eitt og árið á undan þvi lika árið eitt. Þegar ég var að alast upp fannst mér allt ganga út á þennan hring. Maður vissi að i júnimánuði kemur sólin upp klukkan fjögur. Svo liöa tvær stundir, klukkan verður sex. Þegar sólin var yfir Dagmála- vörðu var klukkan tiu, yfir Hádegisfelli klukkan tólf. Yfir Miðmundarfelli var hún klukkan tvö, yfir Nónhólum klukkan þrjú og svo framv. Allt var mælt i eyktum. Þær eru átta, þrjár stundir hver. Þar sem forsjónin bjó ekki til eyktarmörk hlóðu menn vörður. Svo mikil áhrif hafði gangur sólarinnar á lif manna. Ekki sist á lif foreldra minna sem ekkert áttu úrið seint á öldinni sem leið. Sem krakki stóð mamma á engjunum i Mið- krika i Hvolhreppi og vissi að þegar skuggi hennar stefndi á Núpsfjall i Fljótshlið, þá var miðaftann. Sól i vestri. Til að vera alveg viss mældi hún skuggann með hrifuskafti. Þegar hann var þrjár álnir og stefndi á Núpsfjall þá var klukkan sex. Fólk gat alltaf vitað nærri upp á minútu hvað klukkan var ef sást til sólar.” Dauöinn og djöf ullinn i útsuðri „Attir eru rikur þáttur i mér og tákna raunverulega eitthvað i minum huga. Hver átt hefur sinn sérstaka geðblæ i för með sér. Ég fór að skoða hvernig þetta kemur út i bókunum minum og sá það að öll min þrá stefnir i norðaustur. En ef einhver hverfur fyrir fullt og allt i bókunum eða einhver ólukka er á ferð þá kemur hún eða fer i útsuður. Eins og dauðinn og djöfullinn byggi i útsuðri en lif- iö og fögnuðurinn i landnorðri.” — Kanntu einhverja skýringu á þessu? „Ég kann ekki viðhlýtandi skýtingu á þessu en þó eina sem er nothæf fyrir sjáifan mig. Hæst kemst sólin á himininn og lengstur er hennar gangur um Jónsmessuleytið. Þá er lifgefandi eldur hennar og varmi sterk- astur og þá ris hún i landnoröri. Ef við litum á dýrahringinn — stjörnumerkin — þá er krabba- merki i landnorðri. Andstæðan er i útsuðri og þar rikir steingeitin. Þaö er um jólaleytið og þá er gangur sólarinnar stystur, hún ris seint og sest snemma. Eftir gamalli trú endaði árið þar. Heiðnir forfeður okkar trúðu þvi að fimm daga um sólstöður stæði timinn kyrr. Það var þannig til- komið að þeir skiftu árinu i tólf þrjátiu daga timabil og þá voru fimm dagar afgangs. A jólum kvöddu þeir gamla árið meö eldi. Eldi já. Eðlisþættir lifsins voru að þeirra mati eldur loft og vatn og efnafræðilega er ekki hægt að hrekja það. Eldur loft og vatn. Endurtekningin á tölunni þremur er athyglisverð. 1 ævintýrunum eiga hjón þrjár dætur eða 3 sonu. Guð er einn en þó þrieinn. And- vörpin og ólögin eru þrjú. Er ekki sagt að orlofsnæturnar séu þrjár og á ekki að berja þrjú högg á dyrnar? Var ekki heimur fornmanna i þremur hringjum. Það var Útgarður, Miðgarður og Asgarður. Nú svo er talan marg- földuð með sjálfri sér, verður niu. Þetta gengur gegn um alla okkar þjóðtrú og goðafræöi.” Hugrænt sprengiefni „Það hafa sótt að mér heilabrot um upphafið og þau eru svo erfið að ég kemst ekki að neinni niður- stöðu. Það er ofvaxið minum skilningi og reyndar efast ég um að nokkur geti leyst þá gátu. Ég

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.