Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 10
Laugardagur 8. júli 1978 VISIR Utgefandí: Reykjaprent h/f Framkvæmdarstjori: Davíö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ur Pétursson. Umsjón meö helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaöamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guöjón Arngrímsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. Utlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglysinga. og sölustjóri: Páll Stefánssor Dreifingarstjóri: Sigurður R Petursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8 simar 84611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 2000 á mánuöi innanlands. Verö ! lausasölu kr. 100 eintakiö. Endurhœfing- in byrjar Athyglisvert er, að fram til þessa hafa forystumenn í röðum stjórnarf lokkanna fremur lítið rætt opinskátt um orsakir þess mikla fyjgistaps, sem báðir flokkarnir urðu fyrir í ný- afstöðnum kosningum. Að svo miklu leyti, sem slíkar umræður hafa farið fram, hafa þær að mestu verið fyrir luktum dyrum. Formenn beggg ja stjórnarf lokkanna hafa báðir drégið þá ályktun af kosningaúrslitunum að þeim hafi ekki tekist að skýra fyrir landsmönnum efnahagsráðstafanirnar frá því í febrúar og maí- bráðabirgðalögin. Þetta er að mörgu leyti rétt, en seg- ir ekki alla söguna. Tveir af yngri borgar- fulltrúum Sjálfstæðis- manna hafa á hinn bóginn reynt að brjóta til mergjar þær spurningar, sem óhjá- kvæmilega vakna í þessu sambandi. Eftir borgar- stjórnarkosningarnar sagði t.d. Davið Oddsson í grein, að bakari hefði verið hengdur fyrir smið, því að kjósendur hefðu i raun og veru verið að kveða upp refsidóm yfir ríkisstjórn- inni. Markús Orn Antonsson hefur nú eftir þing- kosningarnar komið fram með sömu sjónarmið. Hann segir í blaðagrein í vikunni, að óvinsældir ríkisstjórnarinnar hafi verið aðalorsök að fylgis- tapi flokksins. Vandi rikis- stjórnarinnar var vissu- lega ekki sá að febrúarráð- stafanirnar hafi verið rangar. Þvert á móti var hann fólginn í því að stjórnin velti vandamálun- um of lengi á undan sér. Ástæðan fyrir þvi, að ríkisstjórninni tókst ekki að skýra efnahagsráð- stafanirnar er sú, að hún hafði misst traust, þegar hún loksins greip í taum- ana. Markús Orn segir réttilega í grein sinni, að mistök stjórnarinnar hafi verið þau að gefa þjóðinni ekki kost á því að kjósa fyrir heilu ári um nauðsyn- leg úrræði, eða ómengaða sjálfstæðisstefnu eins og hann orðar það, enda voru allar afleiðingar kjara- samninganna þá þegar Ijósar. En í grein sinni dregur Markús Orn Antonsson fram annað atriði, sem lengi hefur verið feimnis- mál innan Sjálfstæðis- flokksins. Hann segir hreinlega að togstreita hinnar þríhöfða forystu Sjálfstæðisf lokksins, Geirs, Gunnars og Alberts, hafi skaðað f lokksstarf ið meir en orð fá lýst. Engum vafa er undir- orpið, að þessi djúpstæða togstreita milli þessara foringja í flokknum hefur lamað starf hans bæði inn á viðog í ríkisstjórn. Að því leyti er allt annað upp á teningnum í Sjálfstæðis- flokknum en Framsóknar- flokknum, sem lotið hefur mjög sterkri og óumdeildri forystu inn á við. Báðir þessir flokkar höfðu fremur slöppu þing- liði á að skipa síðasta kjör- tímabil. Aðeins einn ungur maður kom i þinglið Sjálf- stæðismanna eftir kosn- ingarnar, en Framsóknar- menn töpuðu sínum efni- legasta unga þingmanni. Ljóst er því, að Sjálf- stæðisf lokkurinn og Fram- sóknarf lokkurinn snúa ekki þróuninni við nema með verulegri endurnýjun. Það á bæði við um þing- flokkana sem heild og þann þrönga hóp sem telst til forystusveitar í hvorum flokki. Vandi Framsóknar- manna er þó meiri því að í raun og veru var það mið- f lokkahugmyndaf ræði flokksins, sem beið skip- brot. Framsóknarmennskan í þingliði Sjálfstæðismanna réði vafalaust meira um afhroð flokksins í kosningunum en hug- myndafræðin. Það sést m.a. af þvt að unga fólkið, sem stóð að endurnýjun Al- þýðuflokksins með Vil- mund Gylfason í broddi fylkingar gekk fram undir efnahagsstefnuskrá, sem í öllum aðalatriðum var í samræmi við hugmynda- fræðilegar stefnuyfir- lýsingar landsfunda Sjálf- stæðisf lokksins. Einnaf stjórnarmönnum í Sambandi ungra Sjálf- stæðismanna, Bessí Jó- hannsdóttir kennari, hefur bent á það í grein, að bar- áttumál ungra manna í flokknum hafi ekki náð f ram að ganga. Hún nefnir þar til tillögur um minni ríkísumsvif, valddreif- ingu, jafnan kosningarétt og úrbætur í vegamálum. Úr röðum ungra Fram- sóknarmanna bólar einnig á gagnrýni af svipuðu tagi. Hún beinist gegn stjórn forystunnar á flokksmál- gagninu, Tímanum, og fel- ur í sér kröfur um endur- skoðun á tengslum flokks- ins við verkalýðshreyfing- una og samvinnusamtökin. Þessi fyrsti vísir að opin- skáum umræðum innan stjórnarf lokkanna um kosningarúrslitin og þann lærdóm, sem af þeim má draga, er um margt at- hygli verður. Endur- hæfingin sýnist vera að byrja. En hún verður ekki að veruleika nema með nýju fólki. Ef allir eru ameríkaniseroðir... Fyrir hverjum snobba Ameríkanar þó? Ýmsir nota orðið ameríkanisering til að lýsa vanþóknun sinni á eftiröpun á siðum eða hátterni Ameríkana. Að vera ameríkaniseraður þykir næsta dónalegt háttarlag í augum sumra. Einhvernveginn þykir amerikanisering verri en ann- arra-landa-isering. Eflaust er þaö vegna þess aö áhrif ameriskrar menningar eru meiri hér en áhrif flestra annarra. Otlend áhrif hafa ætfö veriö litin horn- auga á Islandi. Aöur voru þaö dönsk áhrif. Nú eru þaö amerisk. Þeir sem hneykslast yfir amerikaniseringu eru þó ekki endilega menningarfrömuðir eða kommúnistar. Satt aö segja þarf að fara út fyrir landstein- ana til aö finna fólk sem skiiur bara ekkert i þvi hvernig nokk- ur hefur geö i sér til aö apa eftir Amerikönum. Þetta fólk eru Amerikanar sjálfir. Auövitaö þykir mörgum Amerikönum ágætt aö aörir vilji taka upp háttu þeirra. En fjöldinn klórar sér bara i hausn- um og roönar af skömm. Margir Amerikanar eru nefnilega ekkert sérlega hrifnir af menningu sinni eða þjóöhátt- um. Sú mikla gagnrýni sem kemur fram daglega i fjölmiöl- um þar vestra á þjóöfélagiö endurspeglar þessa afstööu. Margir Amerikanar hreinlega fyrirveröa sig fyrir menningu sina, sem þeir nefna oft fjölda- mennrngu sin á milli. Og satt er það, að miöað við hversu fjölmennt þjóðfélagið er og landið stórt, þá er ótrúlegt hversu svipuð menningin er alls staðar. Ameriska þjóðin les sömu timaritin og sömu metsölubæk- urnar, horfir á sömu sjónvarps- þættina, klæðist eins, borðar eins, sefur á sömu stærðum og gerðum af rúmdýnum, ekur eins bilum, og byggir eins hús. Þykir mörgum að þegar menning og þjóðhættir eru aölagðir að kröfum allra, þá veröi útkoman fremur svip- brigðalitill hrærigrautur. Amerikanar skilja þvi oft illa hvernig aðrar þjóðir geta haft áhuga á. að taka upp þessa fjöldaaölögun. Fjöldamenningin er ekki endilega gagnrýnd á þeim forsendum að hún sé verri en önnur menning. Gagnrýnin byggist á þvi að fjöldamenning- in aðlagi einstaklinginn að sér, og geri hann aö sviplitilli ein- ingu innan um allar hinar ein- ingarnar, og allt er þetta eins. En á meðan allra þjóða fólk tekur sér þessa amerisku hætti til fyrirmyndar, þá er fjöldi Amerikana önnum kafnir við aö tileinka sér menningu annarra þjóða vegna þess að þeir hafa ekki áhuga á þeirri sem heima býðst. Semsagt, á meðan milljónir viða um heim gleypa allt sem ameriskt heitir, þá gleypa milljónir Amerikana allt sem ekki heitir ameriskt. Reynsla höfundar þessara lina er sú að Amerlkanar „snobba" meira fyrir öllu sem útlenskt heitir heldur en ann- arra þjóða fólk gleypir við ameriskum áhrifum. Þetta kemur berlegast fram i bilaeign. Ekki má gleyma að billinn er mikilvægari og áhrifa- meiri i Ameriku en i nokkru öðru landi heims. Amerikanar dýrka sem sé útlenda bila, en tala illa um heimaframleiðsl- una. Það þykir litið merkilegt i Ameriku aö eiga fimmtán þúsund dollara Cadillac. Þeir sjást á öðru hverju götuhorni. En þegar fimmtán þúsund dollara venjulegur Mercedes Benz meö disilvél birtist, þá liggur við að tekið sé ofan fyrir eigandanum. Mörgum Amerikönum þykja innlendir bilar bilanagjarnir, eyðslusamir, og stórir, of pláss- frekir og of rúmlitlir. Þýskir bil- ar þykja á hinn bóginn sendir af himnum ofan, öruggir, hrað- skreiðir, þægilegir, vel hannaðir og allt það. Þýskur bill er merki um velgengni, góðan smekk, og tilfinningu fyrir þvi hvernig raunverulegir bilar eiga að vera. Vinsældir ameriskra bila fara minnkandi i Ameriku, sem sést á þvi að fimmtungur allra seldra bila þar eru útlenskir, og i Kaliforniu eru útlenskir bilar þriðjungur af öllum nýjum bil- um. Úr þvi minnst er á Kaliforniu má geta þess að þar eru framleidd úrvals vin, alls ekki siöri en þýsk, frönsk eða itölsk vin. En Amerikanar mega ekki til þess vita að framreiöa þarlend vin ef mikið skal við haft. Þá er pyngjan dregin fram, og pungað út fimmfalt meira, til að kaupa evrópsk vin. Sumir ganga svo langt að framreiða ódýr amerisk vin i frönskum vinflöskum fyrir fólk sem þekkir ekki muninn. „Menningarfrömuðir” hafa varla fyrir þvi að minnast á sjónvarpsþætti ef þeir eru ameriskir. En um leið og eitthvað enskættaö birtist á skerminum eru lofpennarnir dregnirfram. Fatnaður þykir ekki i stælnum nema hann sé keyptur i Evrópu. Dönsk húsgögn seljast á okur- veii&i eins og heitar lummur. Þau eru ekki endilega þægilegri en amerisk húsgögn, en hvaða húsráðandi hefur ekki ánægju af að sjá gesti sina falla i stafi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.