Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 9
9 VISIR Laugardagur í. júli 1978 SPURT A KRQSSGffTftN GOTUNNI Hvert fer sólin þegar hún sést ekki á himn- um? Elsa Nilsen, fjögurra ára. Hún er bara heima. Eg veit aö sólin á heima I Sólheimum 35, þvi aö mér hefur veriö sagt þaö. A nóttunni fer hún þangaö og sefur, en þegar rignir er hún bara heima og leikur sér. Nei, annars. Mamma hefur sagt mér aö hún fari bak viö skýin þegar rigningin kemur. Ég skil samt alls ekki af hverju hún er aö fara aö heiman frá sér i hellirigningu og á bak viö eitthvaö ský. Mér. finnst alveg ferlega leiöinlegt i rigningu. Ég gæti kannski farið I Sólheimana og vakiö sólina, en ég held bara ég rati ekki. Hafþór Árnason, fjög- urra ára Mamma sagöi mér, aö i rigningu færi sólin bak við ský, og ég hugsa aö þaö sé alveg satt. Ég hef eiginlega litiö hugsaö um þaö samt, svo aö ég er ekki alveg viss. Ég held aö þetta sé bara svona, aö á veturna fer hún bak viö ský, og biður þangað til sumariö kemur. I rigningu felur hún sig lika bak viö ský. Guðmundur Guðjóns- son, fjögurra ára. Sólin er núna á bak viö skýin, og verður þar þangað til sumariö kemur á morgun. Sumarið hlýtur að koma á morgun þvi aö ég er orðinn svo leiður á rigningunni. Það er svo hryllilega kalt, og mér finnst erfitt að vera úti i svona veðri. Ég ætla líka aö hjálpa afa minum að mála húsiö hans að ut- an I sumar, en þaö er varla hægt ef rigningin heldur áfram. A nótt- unni fer sólin auðvitaö niöur á jörðina og sofnar heima hjá sér. Ég held ábyggilega að hún eigi heima uppi I sveit, llklega fyrir norðan af þvi aö þar er alltaf sól. Elisabet Urbacic, fimm ára A nóttinni og á veturna fer hún til annarra landa. Liklega fer hún til Kina, þvi aö ég heyröi ein- hverntlma aö það væri dagur I Klna þegar nótt er hér, og sumar þegar vetur er á tslandi. Þegar er bara rigning er hún bak viö skýin. Þau eru svo þykk, aö hún getur alls ekki skinið I gegnum þau. Ég fattaði þetta sjálf einhverntima, en ég man ekki hvernig. Mig minnir aö ég hafi séö hana gægj- ast aðeins framundan skýi fyrir nokkrum árum. MJOLKURDRYKK- IR „SHAKE" Hér eru nokkrir hressandi og ljúffengir drykkir á góöviöris- dögum. Hver uppskrift er fyrir 2. Hræriö eöa hristið hvern drykk saman. Best er aö nota sérstakan blandara (mixer) Einnig má nota venjulegt hristi- glas eða hljólþeytara eða gormþeytara. Banana-shake: 1- 2 bananar 1 msk sykur 1 msk sitrónusafi 3-4 dl isköld mjólk 2- 3 msk vanilluis Merjið bananana meö gaffli ef þið notiö ekki blandara (mixer) Ananas-shake: 1 dl saxaður ananas 1 msk sitrónusafi rifiö hýöi af hálfri sitrónu 4 dl köld mjólk 3-4 msk vanilluls Mokka-shake 4 dl mjólk 1-2 tesk duftkaffi 2 tesk sykur 3-4 msk súkkulaðiis Sitrónushake: 4 dl miólk 3/4 dl sitrónusafi 1—2 msk. sykur 4 msk vanilluls Jaröarberja-shake 4 dl mjólk 1-2 msk jarðarberjasulta 4 msk jaröarberjaís Súkkulaði-shake 4 dl mjólk 4 tesk kakó 2 tesk sykur 4 msk vanilluls Sólberja-shake 4 dl mjólk 1 dl sólberjasaft 4 msk vanilluis Aprikósu-shake: 4 dl mjólk 1-2 msk aprikósumauk 1/2-1 msk sltrónusafi 4 msk vanillu is Notið einungis iskalda mjólk i drykkina. Beriðdrykkinafram i háum glösum. Setjiö i þau sogrör eöa skeiöar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.