Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 16

Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 16
,,Ég haföi þá náttúru sem kallast fiskigald- ur . . ,,Ég lield af> ég hafi ekki skaöaö þjóöina meö minni textagerð”. ,,Þ'aö er mun skemmtilegra að semja lög en texta . ." „Kannski hefur þessi náttúra mln til aö skrifa verið byggö á fordild . mörgu leyti verið einangruö og við höfum orðið að tjalda þvi sem til var hverju sinni.” Er einhver skýring á þvi, að svo virðist sem öll íög og tcxtar sem verða til i Eyjum eru frábrugðin öðru sem samiö er hér á landi? ,,Það er auðvitað til skýring á þvi. Textarnir eru bundnir sinu umhverfi og varpa ákveðnum blæ á lagið og þegar textarnir festast við lögin verða þau bundin um- hverfinu lika Við þetta bætist að Eyjaþjóð er sérstök þjóð þar sem lifshættir og samskipti manna eru að mörgu leyti frábrugðin þvi sem gerist á meginlaridinu. Þarna spilar þjóðhátiðin mikið inn i en hún er að minum dómi stórmerkilegt þjóðfélagslegt fyrirbrigði. Þarna flytur allur bærinn i tjaldbúðir inn i Herjólfs- dal og þarna verður til samfélag sem hvergi á sér hliðstæðu. Þarna er engin stéttaskipting, enginn stórútgerðarmaður, kaup- maður, bæjarfógeti. Þarna eru einfaldlega menn. öskukarlinn tjaldar við hliðina á bankastjór- anum og þeir taka saman lagið og bjóða hver öörum sjúss. Þetta setti varanlegan svip á mannlifið i bænum þvi daginn eftir gat bankastjórinn ekki sagt við ösku- karlinn: „Hverert þú, —ég þekki þig ekki.” Eyjarnar hafa sérstöðu að mörgu öðru leyti. Innan svona af- markaös svæðis er samvinna miklu nauðsynlegri og almennari en almennt gerist. Og á svona eyju liggur það alltaf i loftinu að menn verða að standa saman og leysa sin vandamál án utanað- komandi hjálpar.” //Fór aö skrifa innan við tvítugt" En svo við snúum okkur að rit- höfundinum Asa i Bæ: Já, ég fór að fondra við skriftir innan við tvitugt og þaö var af miklum vanbur^um til aö byrja með. Kannski hefur þessi náttúra min til að skrifa veriö byggð á fordild. Það er sagt aö bæklaðir menn hafi tiihneigingu til að vinna bæklunina upp á einhvern hátt en ég hef nú takmárkaöa trú á þvi. Ég fer t.d. fyrst að skrifa fyrir alvöru eftir að hafa veriö á sjó samfleytt i 15 ár, — eftir að mér fannst ég hafa sýnt að ég gat verið á sjó og fiskað þrátt fyrir bæklunina. Fyrstu smásöguna birti ég skömmu eftir 1940. Hún hét „Stormur” og fjallar um gamlan mann i stormi. Þetta var drama- tisk þjóðfélagsádeila um sam- skipti sjómannsins og stórút- gerðarmannsins. Siðan skrifaði ég skáldsöguna „Breytileg átt”, sem út kom 1948. Skömmu siðar fór ég á sjóinn og þá kom litið frá mér i óbundnu máli. En þegar ég hætti til sjós sneri ég mér aftur að þessu og fór til Færeyja 1965 þar sem ég skrifaði „Sá hlær best” en sú bók fjallar að mestu um lif mitt á sjónum. Nokkru seinna fór ég til Græn- lands en sú ferð væri efni i annað viðtal. Um Grænlandsferðina skrifaði ég tvær bækur „Grann- ann i vestri” og „Grænlandsdæg- ur”. Og svo er eitthvað á leiðinni frá þér I haust? Já, en ég held að við látum það liggja á milli hluta að sinni. Það er best að vera ekkert að blása það upp fyrr en þar að kemur.” //Svo getur ellin leikið mig grátt" Nýlega kom á markaðinn hljómplata þar sem Asi syngur lög og texta eftir sjálfan sig og ég spyrhann um tilurð þeirra hljóm- plötu: „Það kemur nú til af hálfgerðri uppgjöf af minni hálfu. í gengum árin hafa ýmsir útgefendur haft á oröi við mig að syngja inn á plötu en ég hef aldrei haft áhuga á þvi. Ég hef alltaf álitiðað það af þessu dóti minu sem væri þess virði að lifa mundi lifa hvort eð var. Svo varð mér einn daginn reikað inn til Iðunnarútgáfunnar og þeir spurðu mig hvort ég væri ekki upplagður i plötu? Ég svaraði þvi á þá leið og ég hefði nú aldrei haft áhugaáþvi en svo gæti ellin leik- ið mig grátt að ég gæfist upp fyrir ágangi annarra, — og ég sló til. Ég hafði mjög gaman af að vinna með þessu unga fólki og þá sérstaklega vil ég geta Karls Sig- hvatssonar sem stóð sig með af- brigðum vel. Ég hafði lika gaman af að kynnast þeim vinnubrögð- um sem höfð eru við upptökur og samvinnan var i alla staði ákaf- lega skemmtileg. Ég fór i 7 vikna bindindi fyrir upptökuna og hefðu fáir trúað þvi, — en það gerði ég vegna raddar- innar. Og þegar til kom gekk mér bara ágætlega að raula þetta inn og söng meira að segja sum lögin beint með hljómsveitinni. Nú, annað er ekki um þetta að segja nema að á plötunni er annað hvort lag eða texti eftir mig og i sumum tilfelium hvort tveggja. Og ennþá er af nógu að taka ef einhver skyldi fá þá dillu að plata mig aftur út i svona ævintýri.” Sv.G. „Þaðer vist vissara að fylgjast með þvi að hann hafi betta rétt eftir . .” Lauyardagur 8. júli 1978 VISIH BILAVARAHLUTIk Ford pickup '66 Volvo duet '65 Rombler American '67 Moskvitch '72 Chevrolet Impolo '65 Skodo 100 '72 Cortina '67-70 BILAPARTASALAN Hotóatuni 10, sími 11397. Op.ð fra kl. 9-6.30, lauqardaga kl. 9 3 oy sunnudaqa kl 1 3 OKEYPIS myndaþjónusta Opið 9-21 Opið i hádeginu og á laugardögum kl. 9-6 BÍLASALAN SPYRNAN VITATORGI milli Hverfisgötu og Lindargötu Símar: 29330 og 29331 Fiat 127 árg. '74. Ekinn 44 þús. km. Rauður. Gott lakk. Skoðaður '78. Gull- fallegur. Einn sá besti af sinni gerð. Verð kr. 780 þús. Trabant árg. '76. Ekinn 23 þús. km. 3ja dyra Gl-ár Mjög gott ástand. Skoðaður '78. Sumar og vetrardekk. Verð kr. 550 þús. gegn Peugeot árg. '72. Hvítur, gott lakk. 4ra dyra. Vetrardekk. Skoðaður '78. Gott ástand. Verð kr. 1.430 þús. Skipti. Bronco árg. '66, 6 cyl. Grænn. Gott lakk. Útvarp. Skoðaður '78 Mjög gott ástand. Skipti. Verð kr. 1.400 þús. Toyota Mark 11 árg. '70. Ekinn 98 þús. km. 4ra dyra. Skoðaður '78 Útvarp. Sumardekk. Hvítur Gott lakk. í góðu ástandi. Skipti Samkomulag. Verð kr. 1.050. þús. Þetta gengur ekki lengur. Komið og f áið ykkur góðan bíl á Bilasölunni Spyrnan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.