Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 8. júli 1978 vism Undanfarnar þrjár vikur hefur sænsk/islenska popphijómsveitin Vikivaki dvalist hér á landi og leíkið vítt og breitt. Er þetta í þriðja skipti sem þeir heimsækja fósturlandið. Hljómsveitina skipa þeir Hans, Jón og Gunnar Gíslasynir (allt bræður) og Kenny Olsson. Einnig er í för með þeim stóri bróðir, Björn Gíslason. Vikivaki er stöðugt að þreifa fyrir sér á heims- markaðnum og hefur orðið nokkuð ágengt. T.d. hafa þeir tvisvar sinnum átt lög sem hafa náð langt i European Song Contest: fyrra lagið hafnaði í f jórða sæti og það síðara í öðru sæti. Og um þessar mundir er ýmislegt á döfinni s.s. fram kemur í eftirfarandi viðtali sem Helgarblaðið átti við þá á dögunum. Skólahljómsveit i byrjun — Hvenær hóf Vikivaki feril sinn? Jón: „Við fluttum frá íslandi til Sviþjóðar árið 1966 og það sama ár byrjuðum við Hans að leika meö skólahljómsveit. Tveimur árum seinna vorum við farnir að leika á klúbbum i Gautaborg og uppfrá þvi urðu umsvifin meiri og við fórum að spila viðsvegar um Sviþjóð.” Hans: „Við gáfum svo út tveggja laga plötu ’73, en hún gekk ekkert. Ari seinna komum viö i fyrsta skipti til að spila hér á landi. En áður en við lögðum af stað ákváðum við að taka upp nokkur lög og hugsuðum okkur að fá þau leikin i Rikisútvarpinu. Sá sem stjórnaði upptökunni varð hrifinn af þvi sem við vorum að gera og sendi nokkur lög til Leifs nokkurs Carlquist sem starfar hjá Polydor i Stokkhólmi. Hann hafði svo samband við okkur og kvaðst hafa mikinn áhuga á að gera meö okkur plötu Þessi plata var siöan tekin upp um haustið eftir að við komum úr tslands- ferðinni. Ber hún nafnið Olds- mobile og kom út voriö ’75. Og eitt lag af þeirri plötu, „Didn’t I”, komst i fjórða sæti i European Song Contest, sem er keppni sem fer fram einu sinni i mánuði. Þar er sent i beinni útsendingu til flestra landa Evrópu og fer kosn- ingin þannig fram aö i hverju landi er u.þ.b. 100 manns saman- komnir i útvarpssal og greiða lög- unum atkvæði. Um svipað leyti komum við fram á heljarmiklum hljómleikum með hljómsveitinni Black Sabbat i iþróttahöll i Gautaborg.” I Englandi — Þið hafið farið til Englands að spila, ekki satt? Hans: „Jú, viö fórum um vorið ’76 i fyrsta sinn til Englands og vorum þar i þrjár vikur. Þar lék- um viö i Marquee, Speakeasy og fleiri Lundúnaklúbbum auk þess sem við ferðuöumst talsvert um S-England. Þetta var mjög skemmtileg ferö og við fengum alls staðar góðar móttökur. Sér- staklega var gaman að spila i menntaskólunum.” Jón: „Um leið og við fórum bessa ferö gaf Sonet, sem er sænskt/enskt hljómplötuíyrir- tæki, út tveggja laga plötu með okkur og var hún eitthvað spiluð i útvarpinu, en gerði samt litiö, enda erfitt að gnæfa yfir fjöldann i Englandi.” Meö hljóðstjóra ABBA — Hvað geröuð þið svo eftir Englandsferðina? Jón: „Þá fórum við aö vinna og semja íög á nýja plötu sem við tókum upp um haustið. Hún heitir Cruisin og kom út vorið ’77”. Björn: „Aður en hún kom var gefin út með Vikivaka litil plata meö laginu „Crazy days” og það „Islendingar hafa mikið vit á tónlist" — Roett við SOMIsk- íslensku hljðm- sveitina Vikivaka Viðtalt Páll Pálssen Myndir Jens Alexandersson erfitt að gnæfa yfir fjöldann i Englandi”. „..næsta plata okkar veröur að vera lfkleg til vinsæida á heimsmarkaði”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.