Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 27

Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 27
27 vism Laugardagur 8. júll hef séö á prenti ýmsar skoöanir visindamanna, stjörnufræöinga og heimspekinga en þeir hafa ekki leyst gátuna fyrir mig. Hvar endar t.d. steinn eöa einhver álika hlutur sem hent er út i geiminn og alltaf heldur beint áfram? Maöur veröur vitlaus ef maöur hugsar um það. Þegar ég var strákur hugsaði ég mikiö um slika hluti og fékk oft martröð út frá þvi. Fannst höfuðið á mér vera tvö þúsund pund. Ég réö ekki við þetta. Hvenær byrjar timinn og hvenær endar hann? Or þvi þetta er óleysanleg gáta og enginn gelur svarað þessu má þá ekki hugsa sér óteljandi hluti aöra sem sama má segja um. T.d. i sambandi viö lif og dauða. Jú, sumir segja aö viö lifum áfram i verkum okkarog afkomendum en þaö er ekkert svar. Ég veit ekki hvort ég lifi af likamsdauða. Það er fjarri þvi að ég segi að það sé útilokað. tJr þvi efnishyggjumenn hafa ekki getað sannað hvar rúm- ið endar geta þeir ekki sannað hvar lifið endar. Þarna er enn eitt dæmi sem ekki er hægt að leysa. Samt sem áður er ég að glima við þessar gátur, vonlaus um að geta nokkurn tima ráðið þær. Það er meira að segja svo með mig aö ég tel, að ekki bara svokölluð sál geti lifað áfram heldur lika hver ein- asta hugsun. Ef maður sleppir orði, er það ekki lifandi i tilver- unni? Osk sem maður ber upp bara með sjálfum sér, heldur hún ekki áfram að vera til?” ,,Ég veit ekki hvað Guð er, ég kann ekki að útskýra Guð. En óskin, hún er einskonar bæn. Einn maður sagði eitt sinn við mig, þetta var skarpgáfaður maður og skáld, — Það eru einhver hjól sem snúast i tilverunni sem láta óskir þinar rætast. Þú verður kafinn af þeim á fimmtugsaldri. Það er likt með bölbænir og þess vegna varasamt að beita slíku. Það verður að umgangast með gát hluti sem maður þekkir ekki. Sprengiefni i höndum barns er hættulegt. Sama er að segja um annars konar sprengiefni i hönd- um fullorðinna: hugrænt sprengi- efni 1978 ,,öll mln þrástefniri norðaustur” Hver skapaði Guð? Nú bendir Guðmundur mér á það að enn sé ég ekki farinn að spyrja þeirrar sjálfsögðu spurn- ingar, hvað hann telji skáldskap. Það er hér með gert. ,,Að yrkja er sama og að skapa. Sama hvort það er ljóð eða skáld- saga. En hvað er þá að skapa? Það er að breyta óskapnaði, formleysu i form. t upphafi Bibliunnar er þvi lýst þegar Guö tók leir: bara drulluköggul, og gerði úr honum mann. Við sjáum það að öll sköpunarsagan er á þessa leiö. En hver skapaði Guð? Ég hef ekki fundiö nema eitt svar: Hann hefur hlotiö að gera það sjálfur. Vissir einstakir hlutir geta þetta i raun og veru, sumar tvikynja jurtir sem bæði eru karlkyns og kvenkyns. Guö er samkvæmt þessari kenningu tvikynja og sú trú finnst i bókum. Kveðeðli Guðs kölluðu Hebrear Elohim en karleðli Jahve. Það er svo merkilegt að þeir gerðu ráð fyrir Guði sem hring. Karleðlið var þvermál hringsins en Elokim ummálið. Hlutföllin eru niu á móti sextán en við skulum nú ekki fara lengra út i þá sálma. Það væri allt of langt mál. Þessir gömlu spekingar voru miklu meiri en þeir sem við höfum i dag. Þeir hugsuðu allt i tölum. Við notum tölur til að ákveöa magn eða fjölda en hjá fornspek- ingunum merktu þær allt ann- að.” Dæmdur til dauða. Náðaður af kónginum. „Allt byggist á samanburði. Ekkert getur verið gott meðan ekkert er illt. Ekkert fallegt ef ekkert er ljótt. Höfundar trúar- bragðanna eru að búa til kosmos úr kaos, þ.e.a.s., þeir eru að gera skipulagða heimsmynd úr óskapnaði — fella i kerfi. Eitt er rétt og annað rangt eftir að kerfið hefur verið sett upp. Það ranga er oft nefnt synd i kristinni trú: Synd gegn heilögum anda. Ég hallast að þvi að synd sé það að brjóta gegn betri vitund. Synd er svo afstætt hugtak að það sem i eina tið var kallað synd kallast dyggð i dag. Langafi minn sem var uppi frá 1806 til 1879 var dæmdur til dauða fyrir að eiga barn með hálfsystur konu sinnar. Hver myndi telja það synd I dag? Ég „t fimm daga stóð tíminn kyrr” „Selfoss var eins og púki á fjósbitanum” ,,Það er heilbrigð skynsemi að búa til svona skyrtu” rak augun i þaö um daginn aö afi minn var meðdómandi i þessu máli og að eiginkona dómarans og dóttir hins dæmda voru báðar ömmur minar. Maðurinn var dæmdur til dauöa á öllum dómstigum en var svo náöaður af kónginum.” Engum eru Islendingar líkir „Við Islendingar búum á eld- fjalli. En okkur verður ekki órótt og sofum á hverri nóttu. Hér sunnanlands er spáð miklum jarðskjálftum áður en langt um liöur en okkur dettur ekki i hug að flytjast á öruggari svæði. Norsk menntakona sem frétti að við værum að byggja sautján milljarða raforkuver niðri i eld- gig klappaði saman höndunum af hrifningu og sagði: Engum eru tslendingar likir. Að byggja orku- ver á gjósandi eldfjalli. Eeyndar vitum við ekki frá degi til dags hvort við lifum þvi heimsendir vofir yfir okkur. Þegar kalda- striðið reis sem hæst skrifaði ég bókina „Musteri óttans” undir áhrifum atómbombunnar. Það viðurkenna allir að það þarf ekki nema einn geggjaðan mann til aö sprengja allt I loft upp. Annars er ég jákvæður, gleöst yfir vel- gengni annarra og nýt min betur á stað sem er i vexti en i hrörn- un”. Aö byggja bæ „Þegar eitthvað hrynur ris blómatimi lista. tslendingasög- urnar eru skrifaðar þegar borgarastyrjöld er I landinu og þjóðin að glata frelsi sinu. Bestu bókmenntir okkar eru skrifaðar þegar glæsilegt skeið er á enda og við aldaskil. Þegar menningar- timabil er að hrynja eða er hrun- ið. Meðan ég bjó á Eyrarbakka byrjaði Selfoss aö soga Eyrar- bakka i sig. Eyrarbakki sýndist visna og ibúarnir týndu tölunni. Selfoss var eins og púki á fjósbit- anum og fitaðisigáhinu plássinu. En Eyrbekkingar voru alltaf að vona að nú væri Selfoss orðinn nógu stór til að geta ekki veitt fleirum atvinnu. öllum að óvör- um hélt Selfoss áfram að vaxa og ég hef ekki fundið að hér sé minni atvinna en annars staðar nema siður sé. í fjögur ár sat ég i hreppsnefnd hér mér til töffs en setti mig ekki svo inn i sálarlif ibúanna að ég geti sagt til um aðra velsæld. Mér finnst gaman að búa á stað þar sem ég tek þátt i að búa hann til. Með þvi að byggja hér hús er ég að byggja þennan bæ. — En hvað meö mannlifiö hér áöur fyrr. Fannst þér það skemmtilegra? „Sú mynd sem ég man af hlaöinu fyrir framan kaupfélagið frá þvi ég kom hérna fyrst bendir nú ekki til þess? Þar himdu illa klæddir og kuldalegir menn vaðandi polla og for biðandi eftir einhverju. Mér fannst þetta vera útigangsjálkar og heyra undir dýraverndunarfélög aö kippa þessu i lag. Annars varð ég einn af þessum jálkum og varð aö hima i þessu ömurlegasta hlaði allra hlaða.” Um hagvöxt „Jæja” segir Guðmundur og litur á mig hugsi. Heldurðu að það verðiekki erfitt að vinna úr þessu eitthvað sem fólk hefur áhuga fyrir? „Við Gunnar ljósmyndari bendum báðir á að sá hópur fólks sem eins og hann veltir fyrir sér ráðgátum tilverunnar fari stækk- andi eftir þvi sem talið er. Hvort mér svo tekst að gera þetta að lifandi viðtali er önnur saga. Ef ekki, þá hef ég tapað leiknum en Guðmundur unnið án þess nokkur fái að sjá það. Seinni hálfleik er að ljúka i þessum viðtalsleik okk- ar. Auðvitað er það bara leikur eins og allt annað skemmtilegt i tilverunni, það vinnur enginn, enda ekki að þvi stefnt en Guðmundur á siðasta orðið. „Það er vist rétt að ungt fólk veltir vöngum yfir þvi hvað það er og hvar. Það er likt og óvita barn sem fær leikfang i hendurnar. Það vill skoða innani það. En i hverjum manni er visir að guði og djöfli. Það er ánægju- legt ef ungt fólk i dag hugsar meira um lifið og tilveruna en áður. Já, það er ekki bundið við hagvöxtinn heldur lætur sér einnjg annt um hagvöxt sálarinn- ar. ÓÞH Bifreiðaeigendur athugið Við lagfærum hemla á öllum gerðum bif- reiða. 17 ára starfsreynsla tryggir yður góða þjónustu. Framkvæmum ennfremur almennar viðgerðir, ef óskað er. Höfum á- vallt fyrirliggjandi hemlahluti i allar gerðir ameriskra bifreiða á mjög hag- stæðu verði. STILLING HF.“11 :u:mo-82740. Ókeypis myndaþjónusta. Ekkert innigjald. Opið fró kl. 9—19. Dodge Charger Brougham árg. '73 Brúnn með hvítan vinyltopp, 8 cyl 400 cub. 2ja hólfa, sjálfskiptur. Powerstýri og bremsur. Ný sumardekk. Loftdemp- arar, tvöfallt pústkerfi. Teinakoppar. Innfluttur í júlí '78. Verð tilboð. Mercury Comet árg. '72 6 cyl sjálfskiptur. Power stýri og bremsur. Ný dekk. Skoðaður '78. Skipti á ódýrari station bíl. Verð kr. 1.700 þús. mmm M. Benz árg. '68 6 cyl beinskiptur, með topplúgu. Mjög fallegur bíll. Verð kr. 1.600 þús. Mazda 818 4ra dyra árg. '75 ekinn 51 þús. km. Litur brúnn. Cory demparar. Skoðaður '78. Einn eigandi. Ath. Skipti á Bronco '73—74 BÍLAGARÐUR BÍLASALA — BORGARTÚNI 21 — S 29480 S 29750 Opið laugardaga fré 10-19. Cortina árg. '71 ekinn 108 þús. km. Ath. skipti á Cortinu '74—75 XL. Land Rover diesel árg. '67 ekinn 102 þús. km. Ný sprautaður. Verð kr. 850 þús.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.