Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 28

Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 28
VÍSIR Viðrœður Alþýðubandalags og Framsóknar á mónudag: rGefum Alþýðu- bandalaginu ákveðið svar' — segirl Ólafur Jóhannesson „Við munum gefa AlþýAubandalaginu ákveðiö svar um afstöðu okkar til vinstri stjórnar”, sagði Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknar- flokksins, er Vlsir ræddi við hann fyrir framkvæmda- stjórnarfund i flokknum siðdegis I gær. Ólafur sagöi, aö þing- flokkur Framsóknar- flokksins kæmi saman til fundar um helgina og lik- legt væri aö viöræöurnar viö Alþýöubandalagiö hæf- ust á mánudagsmorgun. „Þvi fer fjarri”, sagöi Ölafur, „aö ég vilji útiloka neina möguleika varöandi stjórnarsamstarf. Hitt er ljóst, aö Framsóknar- flokkurinn sækist ekki eftir þátttöku i stjórn, en viö höfum gert þaö sem i okk- ar valdi stendur til aö gefa sigurvegurum kosn- anna færi á myndun stjórn- ar”. —Gsal/ÓM Ungir Sjálfstœðismenn I Mýrasýslu: Vilja landsfund „Fundurinn teiur eðlilegt, að miðstjórn og þingflokkur boði til landsfundar i september n.k.” segir I ályktun félagsfundar ungra Sjálfstæöismanna I Mýrasýslu sem haldinn var á miövikudag. 1 ályktuninni er flokks- forystan vöruö eindregiö viö aö stiga skref i átt til stjórnarmyndunar i ein- hverri mynd án samráös viö hin ýmsu félagasamtök flokksins stór eöa smá. Tel- ur félagsfundurinn þaö Ijósa staöreynd aö flokks- forystan hafi gleymt vaxtabroddi flokksins, unga fólkinu. Komi þaö best i ljós i skoöanakönn- unum sem hafi sýnt, aö fylgi ungs fólks viö stjórnarandstööuflokkana væri sex sinnum meira en hjá Sjálfstæöisflokknum. Telur fundurinn þessari þróun aöeins veröa snúiö viö meÖ þvi aö auka áhrif unga fólksins á stefnu og starf flokksins. Gsai/ÓM „Bwumst við umbretum við Kröflu í nótt" Sagði Guðmundur Sigvaldason jarðffrœðingur í viðtali við Visi í gœrkvöldi //Viö reiknum fastlega meö að þaö byrji umbrot við Kröflu í nótt" sagði Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur við Vísi í gær- kvöldi. „Land byrjaöi aö siga um hádegisbiliö i dag, og slgur nokkru hraöar held- ur en áöur þegar þetta hefur gerst. Þaö er ómögulegt aö segja um hvort þaö verö- ur gos, þaö er alls ekki vist aö byrji i nótt, en viö eigum semsagt von á aö einhverjar jaröhræringar byrji”. Guömundur Sigvalda- son fór noröur i gærkvöldi ásamt hópi annarra jarö- fræöinga, og veröa þeir á umbrotasvæöinu næstu daga. Jaröfræöingar telja liklegra en ekki aö um- brot aö þessu sinni veröi meö þeim hætti aö þaö byrji gos. Tvennt kemur þar til greina. Þaö gæti komiö upp i Leirhnjúk, eöa þá aö kvikan gæti hlaupiö neöanjaröar i suöurátt og komiö upp i Bjarnarflagi. Þar eru fyrir Kisiliöjan og ýmis önnur mannvirki. ÓT Framsbkn og Samtökin: „HLYNNTUR SAMSTARFI Ff „ Já, ég væri hlynntur þvi að samstarf tækist milli Framsóknarflokksins og Samtakanna”, sagði ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins i sam- tali við Visi i gær, er hann var inntur eftir áliti á þessari hugmynd, sem reif- uð hefur verið af ákveðnum ráðandi mönnum innan flokksins. Kvaö ólafur of snemmt aö segja nokkuö til um þaö hvernig slikt sam- starf yröi, en fullyrti aö engar formlegar viöræö- ur færu fram á næstunni. „Þetta veröur kannaö á annan hátt”, sagöi hann. Magnús Torfi Ólafsson formaöur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna sagöi i samtali viö Visi i gær, aö hann heföi ekki tekiö þátt i neinum viöræöum viö Fram- sóknarflokkin og ekki heyrt um þetta mál fyrr en hann heföi lesiö frétt Visis i gær, — og vildi þar af leiöandi ekkert um máliö segja. I frétt Visis i gær sagöi m.a. af óformlegum fundi fulltrúa þessara tveggja stjórnmálaflokka. —Gsal/ÓM Spólwðu ó vímum Fjölmargir Reykvik- ingar komu tii aö sjá Cimarrobræöurna hjóla á linu á milli Iðnskólans og Hallgrfmskirkjuturns i hádeginu i gær. Aö visu komust þeir ekki alla leiö þar sem vir- inn var enn blautur og háll eftir rigningar um morguninn. Þegar þeir komu i mesta brattann spólaöi hjóliö. Strax um tólf leytiö dreif fólk aö úr öllum áttum og rikti mikil eftirvænting hvort bræöurnir ætluöu aö láta veröa af þessu viö þessar aöstæöur, en þetta haföi staöiö lengi til. Mathias Cimarro gaf vel i áöur en þeir lögöu af staö en þrátt fyrir marg- ar tilraunir tókst þeim ekki aö komast alla leiö. Hins vegar stoppuöu þeir út á virnum og léku ýms- ar listir. Annar bróöirinn var i eins konar rólu niöur úr hjólinu. Þaö fór kliöur um áhorfendur þegar hann hékk þar á öörum fæti i lausu lofti meöan hinn sleppti höndum á stýri og lék jafnvægislist- ir á hjólinu. Þeir hafa veriö i rúm- lega 20 metra hæö yfir götunni en Cimarro bræö- ur nota aldrei öryggisnet viö iöju sina. Flestir áhorfendur voru á unglingsaldri og þegar Cimarro bræöurnir komu niöur þyrptust stúlk- urnar i kring um þá. Mathias faömaöi eina eöa tvær þeirra aö sér og uröu þær alsælar á eftir. —KS VÍSIR-SMÁAUGLÝSINGAR Árekstur j Breiðhelti Talsvert harður árekstur varö i Breiðholtinu I gær- morgun. Þá rákust á jeppabifreiö, sem ekið var noröur Stekkjabakka og fóiksbill sem kom vestur Alfabakka. ókumaður jepp- ans kvaðst ekki hafa áttað sig á að honum bar að biða á gatnamótunum, þannig að bilarnir rákust saman af miklu afli. Þrennt var i jeppanum, og slösuðust ökumaður og farþegi i framsæti. öku- maöur fólksbilsins slasað- ist einnig og voru öll flutt á slysavaröstofuna til rann- sóknar. Meiðslin voru ekki talin mjög alvarlegs eölis. —GA Dregið í bikarnum 1 gær var dregið um það hvaða liö leika saman i 8- liða úrslitum Bikarkeppni Knattspyrnusambands Islands, og drógust liðin þannig saman: Einhverji—Akranes Breiðablik-FH eða Fram KR—Þróttur IBV—Valur Stefnt er að þvi að allir leikirnir fari fram þann 19. júii, en leikur FH og Fram i 16—liða úrslitum veröur háður n.k. miðvikudag. —GK. Opið virka daga til kl. 22 Laugardaga kl. 10-14. Sunnudaga kl. 18-22 VISIR Simi 86611 VISIR VISIRsmi 86611 VISIR VISIR simi 86611 VISIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.