Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 11
VISIR Laugardagur 8. júli 1978 Eftir hverju fer það? Heldur finnst manni núna aö lifiö sé fariö aö skriöa saman aftur til venjulegs horfs, eftir kosningarnar númer eitt og tvö sem allmjög röskuöu mannllfinu, og jafnvel hugsanlegt aö fólk sé fariö aö lesa blööin aftur en þvi munu flestir hætta fyrir kosning- ar, og ef þeir gera þaö ekki þá ættu þeir aö gera þaö. En þótt bú- iö sé aö exa viö og telja, er loftiö ekki hætt aö vera lævi blandiö, fjarri þvl, og stjórnarmyndun helsta umræöuefni fólks, jafn- vel þótt þau stórmerki hafi gerst aö við höfum átt sólskinsdaga. Fólk veltir þvi nú m jög fyrir sér, sem eölilegt er, hverjir muni setj- ast I ráðherrastólana, en aðeins hinir hugrökkustu þora aö hugsa þaðtilenda, þvi aö sennilegt virö- ist að I þeim efnum gerist undar- legir hlutir, sem jafnvelyröu orö- aöir viö framúrstefnu, ef um bók- menntir væru aö ræöa. Þaö verður nú æ ljósara, sem margir hafa bent á, aö eitt mesta mein i islensku stjórnmálalifi er skortur á mannvali. Hér hefur of mikið af óhæfu fólki gegnt of mörgum þýöingarmiklum embættum. Þaö er nú einu sinni svo, að það þarf mjög litið til þess að veraóhæfur stjórnmálamaður, það erekkieinu sinni nóg aö vera góöur, ábyrgur og heiðarlegur, þaðþarflika kraft, festu og góöar gáfur, og sjálfsagt eitthvað fleira. Þaðer ekki að efa, aö tilernóg af fólki i landinu sem hefur þá eigin- leika, sem til þarf, en það er nógu skynsamt til þess aö snúa sér aö ööru, efnafræöi eöa dýralækning- um, ogláir þeim enginn þótt þeim sé meira annt um slna sálarheill en þjóöarheill. Mikiö vildi maöur samt óska þess aö i næstu kosn- ingum yröi um auöugri garö aö gresja, aö eitthvaö af þessu fólki hætti dýralækningum og sneri sér aö pólitfk. En þessa dagana er semsagt veriö aö ráöa örlögum okkar, og mikiö lifandi skelfing væri fróö- legt að vita soldiö meira um hvernig þaö fer fram, og eftir hverju þaö fer I rauninni, hverjir vilja I stjórn meö hverjum, eöa ekici. Sú spurning vaknar sem sagt hvort þaö sé nokkuö veriö aö hugsa um þjóðarheill ( oft var þörf en nú er nauðsyn); eru ekki allir bara aðhugsa um, hvort þeir fái nokkuö aö veröa ráöherrar, eða hvort þaö sé flokknum fyrir bestu aö fara i stjórn, hvort það muni þá ekki hrynja af honum fylgiö i næstu kosningum. Nei, þetta var nú bjartsýni þvi það er sennilega hugsun sem litið kemst að, hvort þaö borgi sig aö fara i stjórneöa ekki. Valdafiknin virð- ist ávallt veröa ööru yfirsterkari, og flokkarnir æða galvaskir i stjórn, i staö þess að sitja hjá og biða sins vitjunartima. Ja, ein- hver verður aö stjórna. Og þaö verður vonandi gert öðru vlsi á næstunni en gert hefur verið þessi siöustu ár, einkum meö tílliti til hinna óttalegu efnahagsmála. Það er óskandi, að gert veröi eitt- hvaðannaö i þeim málum en þaö sama og hefur alltaf verið gert, og má helst likja hinum siendur- teknu úrræðum viö bilaöa grammafónplötu. Maöur segir bara eins og Halli og Laddi: „Takiði nálina af mér”. Þvi miður er ekki fyrirsjáanlegt, hvaða flokkar ættu aö veröa til þess, en eftir reynslunni aö dæma eru þeir allir á sama plani i úrræöaleysinu, þótt svo eigi aö heita sem stefnur þeirra séu ólik- ar. Til dæmis er þaö sennilega nokkurn veginn sama, hvaöa flokkar verða i stjórn, áöur en langtliður veröur farið að sauma aö þeim, sem sist mega viö þvi, en nátekjufólk og skattleysingjar látnir eiga sig. Strax er fariö aö tala um stundarfórnir, en fórnir hverra eru þaö? Auövitaö fórnir Gullu á Eyrinni og Sigga skúr- ingamanns, og Svönu búöarkonu, eöa hjúkrunarkonu. Alli, sem á tvo bila, eöa jafnvel þrjá, og Kalli, sem á þrjú hús, eða fjögur, þótt eitt væri andskotans nóg handa honum, þeir verða látnir I friöi. Manni getur nú sárnaö. Eina huggunin er sú, aö þaö er alls ekki vi'st að fólk ætli að þola þetta miklu lengur, þola þaö að aldrei sé hróflaö viö málum mál- anna, skattamisréttí og óréttlátri tekjuskiptingu. Það er nefnilega að minnsta kosti eina lexiu aö læra af siðustu kosningum, sem sagt þá, aö nú mega stjórnir fara aö vara sig (en þær viröast litt hafa þurft þess hingaö til). Hin mikla hreyf- ing á atkvæðasúpunni, hvaö annaö sem má um han segja, bendir til þess, að kjósendur eru nú farnir aö gera það sem þeim sýnist, og það út af fyrir sig er gleöilegt. the En^lish express themSelves. !^e Syfyear. Generai Has Out ifeiiö Sinolung 1$ OangerouS toYoui Heaith 555 Internation*! The taste of dlstinction from State Express of London. im Auglýsingar fyrir erlendar vörur i Ameriicu spegia mætavel þá afstöðu Amerí- kana# að margt sé fínna i útlandinu. þegar hann telur upp erlendan uppruna þeirra. Islendingar eiga kannski erfitt með aö skilja þessa aðdá- un á útlendum fyrirbærum i Ameriku. Flest það sem Islend- ingar nota er framleitt erlendis, og mesti ljóminn af útlendum vörum horfinn. Þetta er daglegt brauð hérlendis. En hafa veröur I huga aö Amerika er sjálfri sér nóg um allar þarfir. Þjóðfélagið framleiðir allt sem nöfnum tjáir að nefna, og þarf i raun og veru ekkert að flytja inn — nema þá helst oliu i orkuhitina. Amerika er þar aö auki langt frá öörum löndum, og erlendar vörur þvi dýrar. Fólk hefur raunar alltaf hrif- ist af erlendum áhrifum og framleiöslu, og Amerikanar eru ekkert frábrugönir aö þvi leyti. Aö sjálfsögöu er langt þvi frá aö meirihluti Amerikana liti á heimahagana sem eitthvaö drasl. Þvi fer fjarri. Þaö er óhætt aö halda þvi fram að meirihluti Amerlkana telur land sitt þaö besta I heimi, og vildi hvergi annars staðar búa, og væri mikiö sama þótt erlendu vörurnar og áhrifin þekktust ekki. Útlönd lokka samt og laöa. Fjöldamenningin hefur steypt meirihlutann af fólkinu og land- inu i sama farið, og þvi þykir Amerikönum litiögræöandi á aö feröast um eigiö land til að kynnast framandi háttum. Paris og Lundúnir njóta sér- staks uppáhalds Amerfkana. Þeir heimsækja Lundúnir vegna þess að þar geta þeir notiö sin innan um fólk sem talar sömu tungu. I Englandi gefur lika aö lita aðra ættliöi og skyldmenni forfeðranna. Hins vegar fara Amerikanar til Parisar vegna þess aö þeir halda að þaö sé fint. Enn þann dag I dag geta Parisarfarar kreist fram aðdáunarstunur hjá áheyrendum sinum meö þvi einu að læöa þvi inn þegar þeir voru i Paris. Reynaar er ákaflega mikið snobbaö fyrir franskri menn- ingu i Ameriku. Aöur var getiö franskra vina. Frönsk fatatiska hefureinnig mikil áhrif, eöa nóg er a.m.k. talaö um hana, þótt minna verði úr aö Amerikanar api eftir franska klæöaburöin- um. Franska er þriðja vinsælasta tungumálið i skólum (á eftir ensku og spönsku), og veitingahús i Ameriku sem elda upp á franskan máta fara fram á okurprisa fyrir kostinn án þess að nokkuö dragi úr aösókn. Ekki ber mikiö á þvi aö Amerikanar eltist við Islensk menningaráhrif. Sjálfsagt eru Islendingar amerikaniseraöri heldur en Amerikanar eru islandiseraöir. Amerikanar sem þekkja til Islands tala samt ákaflega vel um land og þjóð. Næst þegar einhver bölsótast yfir amerikaniseringu mætti sá sami minnast þess aö kannski er útlitið ekki mjög svart. Þvi ef Amerikanar eru einnig aö apa eftir öörum þjóöum, þá hlýtur aö koma aö þvl að þegar allir eru búnir að apa eftir öllum nógu lengi, þá veröa allir eins. En gaman.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.