Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 8. júli 1978 Vikivaki hefur tvisvar átt lög sem hafa náö langt í European Song Contest [p> f 4- wBkSí' I b w- * m komst i annað sæti vinsældalista European Song Contest. Það lag fékk einnig góða dóma i popprit- inu New Musical Express.” Hans: „Sá sem stjórnaði upptöku Cruisin var Clais af Gejerstan, sem er hljóðstjóri ABBA á hljómleikaferðalögum.” Björn: „Hann er þekktur fyrir ýmislegt i Sviþjóð. T.d. spilar hann sjálfur inná hljómplötur, stjórnar poppþáttum i sjónvarpi og útvarpi auk þess sem hann er vinsæll upptökustjórnandi.” — Hvernig gekk svo þessi plata? Jón: „Hún seldist mun betur en sú fyrsta.” Björn: „Hún var stórt skref frammávið fyrirhljómsveitina en eins og Jón segir engin metsölu- plata.” Enn í Englandi Jón: „Vorið '77 förum við svo aftur til Englands. Sú ferð var mjög svipuð hinni fyrstu, en stóð viku lengur. Þá var Kenny kom- inn til sögunnar. Gunni byrjaði hinsvegar ’75 sem bassaleikari og hóf að leika á gitar þegar Kenny gekk i hljómsveitina.” Hans: „Þegar við lékum á Speakeasy i þessari ferð, kom eigandi staðarins að máli við okk- ur og spurði hvort nokkrir strákar mættu ekki „jamma” meö okkur. Við játtum þvi. Þá kom i ljós að þessir „strákar” voru ekki ófræg- ari menn en Jimmy Bain sem var i hljómsveit Ritchie Blackmore, Rainbow, Brian Robertson gitar- leikari Thin Lizzy, Gene Parsons sem var i Byrds. Við „jömmuðum” með þeim hálfa nóttina. Eftir þessa ferð spiluð- um við vitt og breitt um Sviþjóð og vorum með hljómplötu i sigti, en við töldum okkur ekki vera með nógu mörg góð lög i takinu þá stundina, þvi að næsta plata okkar verður að vera likleg til vinsælda á heimsmarkaði.” CBS — Hvernig komst hljómsveitin á samning hjá CBS? Björn: „Þegar Vikivaki var að hljóðrita „Cruisin” heima i KungSlv i Sviþjóö, fór Lengstrand hjá Bohusfyrirtækinu með nokkur lög til Cannes á hina kunnu Midem-ráðstefnu. Þar voru mörg fyrirtæki sem sýndu áhuga á Vikivaka og þetta endaði þannig að það var geröur samningur við CBS sem gaf svo plötuna út. En i haust ætlum við að segja þessum samningi upp þar sem hann bind- ur okkur of mikið.” Til Japan? — Björn, hvað er að frétta af þinum sólóferli? Björn: „Ég er um þessar mundir aö ljúka við sólóplötu sem áformað er aö komi út i ágúst. Aö þvi loknu er ætlunin að við gerum plötu saman. Maður að nafni Roland Ferneborg, sem hefur mikil sambönd útumallan heim, vill gefa plötuna mina út i Japan og sennilega i Frakklandi lika. t kjölfar þess höfum viö i hyggju að fara til Japan i vetur og reyna einhverjar nýjar leiðir til að koma okkur á framfæri. Þess vegna er einmitt ætlunin að rifta samningnum við CBS, þvi að þessi stóru fyrirtæki eru alltaf svo treg og hægfara og það er slæmt að verða innlyksa hjá þeim. Það er miklu réttara að hljóðrita plöt- ur hjá litlu fyrirtæki en láta siðan þau stóru sjá um dreifinguna og sá háttur er raunar orðinn mjög algengur.” Ekki eingöngu spila- mennska — Hafiö þið getaö lifað sæmi- lega á spilamennskunni? Björn: „Ég hef ekki lifað á þvi að spila. Ég hef verið i skóla. Nú, Gunni var að klára Menritó og Kenny var i lýðháskóla, þannig að það hefur nú verið gert ýmislegt með spileriinu. En núna stendur hinsvegar til að viö snúum okkur eingöngu að tónlistinni. Viö von- um að eitthvað gerist i haust. 1 gegnum Roland ættum við að komast til ýmissa landa. Og það er nú þegar ákveöið að við mun- um spila á hljómleikum meö Dr. Hook&The Medicine Show i haust og það kemur jafnvel til greina að viö förum með þeim i hljómleika- ferðalag um Skandinaviu.” íslendingar hlusta — Nú, hafið þið leikið viða, — hvernig finnst ykkur islenskir áheyrendur vera i samanburði við aðrar þjóðir? Hans: „Mér finnst Islendingar hafa mikið vit á tónlist og þeir fylgjast vel með þvi sem er aö gerast i þeim efnum.” Björn: „Fólkið hérna hlustar meira á það sem hljómsveitin hefur fram að færa, en i Sviþjóð vill það bara dansa.” Hans: „Ja, hér dansar fólkið nú mikið úti á landsbyggðinni.” — En hvað viljið þið segja um islenska vinmenningu? Björn: „Fólkið hér drekkur allt öðruvisi en i Sviþjóð. Það er að visu mikið drukkið i Sviþjóð, en ekki eins sterkt og mikið i einu.” Hans: „Þar eru allir i bjórn- um.” — Og böllin — er mikill munur að leika á islensku og sænsku balli? Jón: ,,Við spilum nú ekki mikið á böllum i Sviþjóö. Þar er meira um diskótek og við spilum á þeim sem skemmtiatriði, „Scene show” eins og það kallast. Það eru auðvitað til danshljómsveitir i Sviþjóð, en þær eru á dálitið annarri bylgjulengd en viö.” Björn: „Mér finnst nú fólk á sænskum klúbbum yfirhöfuö daufara og áhugalausara gagn- vart þvi.sem er að gerast i kring- um það en hér. Hér sýnir fólkið t.d. mikinn áhuga þegar ný hljómsveit er að koma fram. Jón: „Mér hefur fundist, af þeim stöðum sem ég hef spilað á, vera best að spila i Englandi. Þar hefði maður nú kannski haldiö aö erfiðast væri að koma fram þvi þar er úrvalið svo mikið en þar er fólkið mjög jákvætt á tónlist og i rauninnier það mjög svipað hér á Islandi.” Islenskar hljómsveitir — Hvað finnst ykkur um islenskar hljómsveitir og hljóð- færaleikara, — eiga þeir erindi á heimsmarkaðinn? Björn: „Mér finnst hér vera margir mjög góðir tónlistarmenn en af einhverjum ástæðum — ég veit ekki hverjum — þá spila þeir bara ekki saman, heldur dreifast á milli hljómsveita. Fólksfæðin hér hefur örugglega mikið að segja, þvi hún krefst þess að hljómsveitirnar skipti stöðugt um andlit. Hér rikir mikið skipulags- leysi I þessum efnum.” Hans: „Maður heyrir oft i Sviþjóð fólk segja aö það hafi heyrt góða tónlistá Islandi, ef það hefur heimsótt landið.” Björn: „Eins og ég segi, þá eru hér tvimælalaust hæfileikar og gæði fyrir hendi, en það sem vantarer góð hljómsveit,sem hef- ur fengið góðan tima til að æfa saman. Og ef ég á að nefna ein- stakling, þá á Gunnar Þórðarson. sem lagasmiöur og gitarleikari að minum dómi mikla framtið fyrir sér.” Island á iandakorti poppheimsins — Hvernig er þaö, —■ eruð þið alltaf kynntir sem sænsk/islenska hljómsveitin Vikivaki? Björn: „Já, þeir vilja gjarnan gera það, bæði i Sviþjóð og Englandi. Það þykir svo sérstakt að heyra getið um hljómsveit ættaða frá Islandi, kannski svipað þvi og og Grænlendingum þætti skritið að heyra um snjóhús i Sahara-eyðimörkinni.” — Að lokum, — eruð þið bjart- sýnir á framtiðina? Björn: „Já, við bindum miklar vonir við samstarf okkar og Rolands eins og fram kom hér áðan. Við höfum núna undan- farna daga verið aö gera prufu- upptökur i Hljóðrita og vonum aö þar komi okkur að gagni við að fá góðan samning. Það má gjarna koma fram að okkur likar mjög vel hérna og gætum vel hugsað okkur að gera Island að höfuðbækistöðvum okk- ar. Við bræðurnir erum jú allir islenskir rikisborgarar og svo er mjög gott aö prófa sig áfram hérna við að finna hvernig íólki likar iögin okkar þvi það er mjög gagnrýnið. Það veit hvað þaö vill.” —PP ^Skallinn, -þaócr staðurínn Ótal tegundir af ís. Gamaldags ís, shake og banana-split. Mjólkurís meó súkkulaöi og hnetum. Ummm Gamaldags ís Lækjargötu 8 Reykjavikurvegi 60 Hf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.