Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 4
4 „Jú ég er alltaf taugaslappur fyrsta kvöldið” — segir Ragnar og tvistigur ibúningsherberginu. „Þó að búið sé að æfa þetta, getur allt rúllað út i sandinn. Það verður að keyra þetta i nokkur skipti til að slipa það til.” Ragnar vippar sér íþróttamanns- lega úr skyrtunni og um herbergið fljúga buxur, vesti, brækur og skór. Þeir félagamir i hljómsveitinni eru að gera sig klára fyrir kvöldið. Þarna em gamalkunnug andlit úr tónlistar- og skemmtanalifinu: Jón „bassi” Sigurðsson, Árni Scheving, Andrés Ingólfsson, Stefán Jóhannsson og Ey- þór Stefánsson. Þuriður nýtur þeirra forréttinda að hafa sér búningsherbergi enda eini kvenpeningurinn i hópnum. Frammi á gangi liggur ómar Ragnarsson á divani útkeyrður að þvi er virðist en hann er nýkominn fljúgandi beint frá Hornströndum, þar sem hann hefur unnið að gerð sjónvarpsþáttar. Bessi tottar pipuna sina, sólbrúnn og af- slappaður, — greinilega öllu vanur i þessum bransa. Helgarblaðið hefur brugðið sér á bak við tjöldin á Sumargleði Ragnars Bjamasonar og félaga. Ætlunin er að taka skemmtunina aftan frá, —ef svo má að orði komast, þ.e. að i stað hefðbundinna lýsinga frá sjónarhóli samkomugesta skyggnumst við á bak við tjöldin og fylgjumst með þvi sem þar er að gerast. „Glæsileg kona, Þuriður” Ragnar hefur augljóslega áhyggjur út af mætingunni: „Þetta er einn erfiöasti staöur- inn. Fólk er aö „búsa” heima hjá sér og mætir svo eftir dúk og disk. betta er aö tinast inn allt kvöldiö og sumir eru þá ekki beint i formi til aö sitja þegjandi og njóta þess sem fram fer á sviðinu.” Ómar hefur sprottið á fætur og er oröinn eins og hann á aö sér, fjallhress og sprækur: „Já, þetta er alltaf svona á þessum stóru þéttbýlissvæöum. Þú heföir átt aö koma meö okkur á einhvern minni staöinn úti á landi. Þar er þetta allt annaö eins og t.d. á Fáskrúösfirði. Þar er stemningin svoleiöis, aö þaö er eins og allt ætli niöur aö keyra.” Nú er allt klárt fyrir opnunarat- riöiö og Þuriöur er komin fram á gang i ljósbláum siöum kjól. — „Glæsileg kona Þuriöur” er sam- dóma álit allra viöstaddra a.m.k. ef ráöa má i svip manna. Ragnar kikir fram i sal og er enn aö býsn- ast yfir óstundvisi Suöurnesja- manna. Ofan á þaö bætist að hann finnur ekki skóna sína. Menn eru þó fúröu afslappaöir miöaö viö aöstæður og ég hef á orði aö rólegheitin á bak viö séu I mótsögn viö þaö sem ég hafði gert mér i hugarlund fyrirfram. — „Viö byrgjum þetta bara inni i okkur”, segir Þuriöur og þar meö er ekki rætt meira um tauga- sleppu enda ástæöulaust. Jón bassi er aö rökræöa viö ljósmyndarann um nýjungar á sviöi ljósmyndatækni og Ómar og Bessi bera saman bækur sinar um niöurrööun á dagskránni. Hinir slappa af, nema Ragnar sem er farinn eina feröina enn til aö athuga meö mætinguna. Brún- in er mun léttari þegar hann kem- ur til baka: „Jæja, þetta er aö glæöast. Strákar viö skulum spila i korter og svo byrjum viö.” —- Jón Ágústsson framkvæmda- stjóri og bilstjóri Sumargleöinnar skýtur inn kollinum og hug- hreystir menn meö þvi aö búiö sé aö selja yfir 200 miöa. Ragnar hressist A eftir opnunarlaginu kynnir Ragnar hljómsveitarlimi meö viöeigandi fyndni sem orkar tvi- mælis en samkomugestir kunna þessu vel. Siöan kynnir hann Ómar og Bessa en hljómsveitin kemur á bak viö og býr sig undir næsta atriði. Ragnar hressist meö hverri minútunni sem liöur af augljósum ástæöum þegar litiö er fram i sal. Ómar er nú aö syngja braginn um kaupsýslumanninn sem vildi ganga I Hvöt en konurnar i þvi ágæta félagi vildu ekki nýja með/lim. A bak viö fljúga léttar meldingar á milli manna og allt viröist ganga stórslysalaust fyrir sig. Hópurinn er enda vel sam- stilltur og flestir hafa reynt þetta áöur. — „Viö Ómar erum búnir aö vera saman i þessu i 10 ár”, segir Ragnar. „Fyrst meö Sjálfstæöis- flokknum og svo núna siðustu sex sumur meö Sumargleöina. betta er þriöja sumariö hansBessa meö Laugardagur 8. júli 1978 VISIR SmiiíífaeiírfDd'Sö [&i & m ^ Sytnn)®(r<g)D(i'§>D fli & m == StmtnnKaKrfD@Sd i>i & S Þeir félagar gera sig klára fyrir kvöldiö. Þuriöur og Bessiaö tjaldabaki. Hún máiar sig en hann litur yfir handritið. „Fljótur aö smella af áöur en ég Ragnar kikir fram I sal og eftir svipnum aö dæma er hann ekki of fer ur buxunum”. ánægöur meö mætinguna. S® & m bm®irf)D®i)D iJ & m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.