Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 08.07.1978, Blaðsíða 7
7 VÍSIR Laugardagur 8. júli 1978 í Harlem, þar sem við bjuggum, var ekkert galleri starfandi sem að okkar dómi sýndi nútima- myndlist. Þótt tveir íslendingar stæöu aö Galleri Lóu vildum við forðast að gera það að sér- islensku gallerii i Hollandi, þótt við heföum áhuga á að kynna þar islenska myndlist og það væri þáttur i rekstri gallerisins. Ég álit nútimamyndlist það sem hefur komið fram á seinustu árum og það sem er aö gerast núna. Til að sýna i Galleri Lóu höfum við valið myndlistamenn frá mörgum löndum, myndlistamenn sem við teljum að séu að fást við nútima- myndlist. 1 Hollandi hefur þetta galleri unnið sér orð sem eitt af bestu galleriunum þar, sem sýna nútimamyndlist á alþjóðlegum grundvelli. Þaö hefur ekki verið siöur lærdómsrikt aö reka þetta galleri en að stunda skólann. 1 tengslum við það hef ég hitt og kynnst myndlistarmönnum sem ég hefði ekki kynnst i skólanum. Hvaða lslendingar hafa sýnt i Galleri Lóu? Þeir Niels Hafstein og Helgi Þorgils Friðjónsson, en næsta vetur munu þrir íslendingar sýna þar. I fyrravetur rákum við Kristinn Harðarson galleriið þar sem Kees og Helgi fluttu frá Harlem. Hvernig borg er Harlem? íbúarnir eru næstum jafnmarg- ir og Islendingar en þó er and- rúmsloftið frekar eins og i þorpi en borg, sem sagt rólegt og þægi- legt. Maður sótti mikið til Amsterdam þar sem flest galleri- in eru og fjörugast myndlistarlif- ið. Ég álit mikilvægt að kynnast þjóðlifi þess lands sem dvalið er i vegna þess að við mismunandi aðstæöur skapast mismunandi sjónarmið sem hollt er að kynn- ast. Það fréttist hingað heim á klak- ann að þú hefðir sýnt i Appel, þvi gallerii sem af mörgum er álitið besta galleri i Norður-Evrópu. Stjórnandi Appel bauð mér að performera þar i vor. Appel er eitt af fáum gallerium sem eru sérhæfö i að sýna performansa. Þar eru framkvæmdir frá einum og upp i þrjá performansa á viku. Þetta galleri er styrkt fjárhags- lega af Amsterdamborg. Hvað sýndir þú? Það er nærri ógjörningur aö út- skýra myndverk i orðum og út- skýringunni er ætiö hætt við aö gefa ranga hugmynd um mynd- verkið. Ég nefni þetta verk sem ég flutti i Appel „Performance fyrir tvo”. Ég fékk Flavio Pons, sem,einnig fæst við performansa, til að aðstoða mig við flutninginn. Ein af fjórum klukkum 1 seriu. Allar fjaila þær um tima. A þess- ari klukku er imynd sólarinnar á þeim visi sem hægar gengur en imynd jaröarinnar á þeim sem hraðar gengur. Það er nauösynlegt í þessum performans að hvorugur flytj- anda skilji móðurmál hins, en Flavio er frá Braziliu. Hvað fæst þú við i myndlist? Ég geri objecta og performansa. Ég reyni alltaf að velja þá aðferð sem mér finnst best og eðlilegust fyrir þá hug- mynd sem ég vil túlka. Hvernig skýrir þú hvað performance er? Mér finnst ekkert íslenskt orð ná nógu vel yfir þetta hugtak og þvi nota ég alþjóðlega oröið „performance”. Uppáhaldsút- skýring min á performance er að það sé myndverk þar sem timi og hreyfing séu tekin inn i myndina. I upphafi máluðu menn á hellis- veggi og siðan hnoðuðu þeir eða skröpuðu myndir, og allt fram á okkar tima hafa þetta verið einu viöurkenndu formin á myndlist, þ.e. málverk og skúlptúr. í performance eru fleiri viddir teknar með. En það er ekki hægt að útskýra myndverk frekar en Frá performancCjSem gerður var í Gallerf Súm I maf 1975. Stuttu fyrir opnun samsýningarinnar var Rúrf hjúpuð gifsi siöan sat hún hreyfingarlaus á stól eins og myndastytta á opnuninni og gestir skoðuðu hana eins og hvert annað verk á sýningunni. Eftir um það bil 40 mlnútur stóð hún upp, leit Ikringum sig og gekk sfðan út. ljóð. Ut frá bókmenntafræöileg- um formúlum er hægt að útskýra ljóð, en þó er ljóðið ætið annaö og meira en útskýringarnar. Ég hef oröið vör við að almenn- ingi finnst oft vanta úrskýringar á nýlistarverkum og segist ekki skilja verkin án útskýringa. Fólk almennt hefur alist upp við að lita á myndverk sem skreytingu en ekki sem þróað form til að tjá hugsun. Til aö skilja myndverk þarf umhugsun alveg eins og þegar menn lesa ljóð eða sögur. Sumir segja „þetta gæti ég nii lfka...” þegar þeir sjá performance fluttan. Ja, hver getur ekki útskýrt að- dráttaraflið núna? Það er sitt hvað að hugsa upp eða hafa eftir. Það fólk semminnst þekkir til, tek ur einstrengingslegasta afstöðu til nýlistar. Það er eðlilegt við- bragð mannsins aö óttast hið óþekkta. Ég get ekki sagt að ég hafi undan neinu aö kvarta i þess- um efnum. Það sema á viö i öllum greinum visinda og lista og það er langt frá þvi að vera einkamál myndlistar hve almenningur fylgist lftið með þróuninni. Er almenningur áhugasamari um nýlist i Hollandi en á tslandi? Það get ég ekki sagt, en hins vegar fylgjast stjórnvöld og gagnrýnendur mun betur með þar en hér. Hvað er það sem þú ert að fást viö I verkum þinum? Við lifið og tilveruna og skilning á henni. I verkunum túlka ég skoðanir minar og það er áhorf- andans að ákveða hvort hann er sammála eða ekki. i fyrrasumar varst þú ásamt fjórum öðrum með sýningu .i kjallara Norræna hússins. Hvað sýndir þú þar? Ég var með 16 verk, þar af tvo performance. Annar þeirra var á þá leið að á veggnum var texti: ,,AÐ GANGA MEÐ GRASIÐ I SKÓNUM ” og skýringartexti: „Tilraun til að komast i snertingu við jöröina”. A meðan á sýning- unni stóð gekk ég nokkura tima dag hvern berfætt i sandölum með gras i þeim. (Hér á síðunni eru myndir og texti sem eru frá hínum performancinum). Eru viöbrögð áhorfenda ekki oft hluti af performancinum? Þau geta veriö það, þvi fólk kemst i nána snertingu við verk- ið. Það er ekki hægt að skipu- leggja viðbrögð fólks og ég er reiðubúin að taka þvi i verkum minum. Fólk býr ætið að sinni fyrri reynslu og það er eðlilegt að viðbrögð fari nokkuö eftir henni. Oft eru teknar ljósmyndir af performöncum og þær siðan sýndar einar og sér, með eða án texta. Er þessi documentation ekki oft sköpun annars verks en hins upphaflega? Hún getur oft skapaö hliðar- verk við aðalverkið sem er performansinn. Ég minnist sliks verks sem þú sýndir f Norræna húsinu I fyrra- sumar. Sá performance var fram- kvæmdur á bar i Harlem haustið ’76. Ég fór ásamt nokkrum vinum minum á nálægan bar, máluð i andliti sem ég annars ekki geri. 1 fyrstu málaði ég mig á heföbund- inn hátt en breytti smám saman út af og jók málninguna. Ég fór i gegnum litaskalan og notaði gula, rauða, græna og fjólubláa máln- ingu. Hver voru viðbrögð áhorfenda? Hollendingar eru nú viömóts- þýðir og frjálslyndir. Ég fékk augnagotur og spurningar. T.d. spurði mig stúlka siðasta kvöldið hvers vegna ég málaöi mig svona. Ég sagðist vera aö reyna að láta mig lita betur út. Hún var sjálf mikið máluð, með blálakk- aðar neglur eins og ég. Þegar ég spurði hana þvi hún væri svo mál- uð var svarið að henni liöi ekki vel ómálaöri, finndist hún ekki full- klædd ef hún væri ekki máluö, og ekki vera hún sjálf. Hvers vegna, gat hún ekki skýrt. Við hvað ertu að fást núna? Ég er að fást við verkefni ásamt tveim öðrum myndlista- mönnum. Þaðer hópverkefni sem felur i sér samstarf okkar, nemenda og kennara viö skóla nokkurn. Markmiðið er að nemendur kynnist umhverfis- skreytingu á þann hátt að þeir vinni að skreytingu skólans og umhverfi hans. Annars á ég ýmsum verkefnum ólokið i Hollandi og liklega sýni ég þar næsta vetur. Þar aö auki er talsvert starf viö hiö nýstofnaða Nýlistasafn. ASHBÆ MELCHIOR MEGAS Nú er Megas klæddur og kominn á ról með snilldarverk íslenskrar tónlistarsögu. UNDRAHATTURINN Asi í Bæ syngur eigin Ijóð og lög í útsetningum Karls Sighvatssonar. Frábær sveifluplata. OSKUBUSKA Bráðskemmtileg hljómplata með lögum úr leiksýningu Þjóðleikhússins. Smellnir textar Þórarins Eldjárns við tónlist Sigurðar Rúnars SILFURGRÆNT ILMVATN Lifandi og frumleg plata með Melchior Óvenjuleg tónlist nýrrar kynslóðar. Bræóraborgarstíg 16 Pósthólf294 Sími 12923-19156

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.