Vísir - 07.10.1978, Page 3

Vísir - 07.10.1978, Page 3
vism Laugardagur 7. október 1978 3 Lokun fyrir rafmagn á Suðurnesjum: Bitnar jafnt á rétt- látum sem ranglátum ,,Ég vona i lengstu lög að það þurfi ekki að loka fyrir rafmagnið. Þetta er óþægilegt að gerð i alla staði. Hún kemur illa niður á fólki og bitnar jafnt á rétt- látum og ranglátum”, sagði Bent Thorsteins- son þegar hann var spurður um erfiðleika rafmagnsveitna á Suðurnesjum. „Ef þetta yrði gert, þá lið- ur húsmóðirin sem kannski hef- ur alltaf staðið i skilum fyrir vanskil frystihússins eða fisk- iðjuversins, eða hvaö það nú er sem er aðalskuldarinn, sem kemur i veg fyrir að rafveitan geti staðið i skilum. Þvi þetta er eins og hver önnur keðja. Ef rafveitanfær ekki greitt hjá sin- um, þá getur hún ekki borgað okkur og ef við fáum ekki borg- að hjá þeim, getum við ekki staöiö iskilum viö Landsvirkjun þetta er endalaus keðja. Varðandi það hvort erfiðleik- ar væru viðar en á þessu svæði og hvort áður hefði verið gripið til þessara ráðstafana, sagði Bent, að slæmur fjárhagur væri mest áberandi hjá rafveitum á suðvesturhorninu. Áður hefði verið hótað lokun og hefði það verið á þessu sama svæði og að minnsta kosti einu sinni hefði maður veriðlagðuraf stað til að loka, þegar gripið var til ein- hverra ráða. „Þeir hafaveriðansislæmirá þessu svæði, en það stafar nú kannski af þvi að erfiðleikar fiskiðnaðarins eru einna mestir á þessu svæði”, sagði Bent. J.M. ISLAND A-ÞÝSKA- LAND í DAG Landsleikur tslendinga og A-Þjóðverja sem leikinn var i knattspyrnu á miðviku- dagskvöldið verður sýndur i heild i Sjónvarpinu i dag kl. 14.00. Leiknum lauk eins og kun - ugt er með sigri Þjóðverj- anna 3:1. Einar Haugen prófessor. „Norskir londnemar í Ameríku fyrr og nú" Fyrirlestur bondo- rísks prófessors Einar Haugen, prófessor flytur erindi i Norræna húsinu á þriðjudagskvöldið. Nefnist erindi hans Norskir landnemar i Ameriku fyrr og nú. Prófessorinn er fæddur i Bandarikjunum af norskum foreldrum. Hann hefur verið prófessor i norrænum málum og bókmenntum, fyrst við háskólann i Wisc- onsin og siðar við Harvard- háskóla. Hann hefur gefið út marg- ar bækur á ensku um norska tungu og norsk málefni og ennfremur hefur hann rann- sakað hinn mikla straum út- flytjenda frá Norðurlöndum til Ameriku, einkum málfar landnemanna og afkomenda þeirra. -BA- Flateyrarmálið: Köfnun af vö/dum kyrkingar Niðurstaða krufningar á liki stúlkunnar sem var myrt á Flateyri i fyrra mánuði liggur nd fyrir. Dánarorsök er köfnun af völdum kyrkingar. Stúlkan sem þarna lét lifið var 18 ára gömul en pilturinn sem réði henni bana er 19 ára, bæði úr Reykjavik. Pilturinn var úrskurðaður i allt að 90 daga gæsluvarðhald og gert aðsæta geðrannsókn. Samkvæmt upplýsingum Arnars Guðmunds- sonar deildarstjóra Rannsóknar- lögreglu rikisins liggur niður- staða geörannsóknar ekki fyrir. Lögreglurannsókn málsins er ekki aö fullu lokið. —SG BIIASYNIJVG Nýjungarnar leyna sér ekki Breytt útlit Liprari stýring Sparneytnari Betri aksturs- eiginleikar Hljóðlátari Betri bíll en í fyrra „Það kom í ljós í reynsluakstrinum að 1979-gerðin er ótrúlega miklu betri bíll en t.d. 1974-gerðin, og meira að segja talsvert betri bíll en 1978-gerðin“ ÓR — Vísir 2/9/1978 Við sýnum nýja og betri Volvo bíla í Volvosalnum: Laugardaginn 7. október kl.14—19 og sunnudaginn 8. október kl. 10—19 VOLVO 1979 Nýr bíll á góðu verði. VELTIR HF Suðurlandsbraut 16*Simi 35200

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.