Vísir - 30.11.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 30.11.1978, Blaðsíða 8
8 Peter Fonda og tertan Það hlýtur að vera skelfing skemmtilegt að henda tertum fram- an í fólk. Það er að minnsta kosti mikið gert í biómyndum og þarf ekki einu sinni biómynd til. Peter Fonda fékk eina góða tertu framan i sig á dögunum og myndin var tekin við það tæki- færi. Hann var að vinna við upptökur á nýjustu mynd sinni, Wanda Nevada. Hann hafði rétt lokið við að stjórna upptöku á siðasta atriði myndar- innar og því fannst liðinu sem fylgdi kvik- mynduninni tilvalið að slá botninn í allt með því að kasta framan ( hann einni vænni tertu. Og hún var látin f júka en Fonda hafði bara gaman af. Hann fer reyndar með hlutverk í þessari fyrrnefndu mvnd sinni. Fátt mun meira rætt I Ameriku en John Tra- volta og samband hans við konur. Hinn nýi Valentino er hann kallaður nú og margoft hefur verið smjattað á þvi að gæinn kæri sig aðeins um eldri konur. Hann er sjálfur ungur að árum,aðeins tuttugu og fjögurra ára. En á siðastliðnum mánuð- um hefur hann verið bendlaður við Marisu Berenson sem er 31 árs, Priscillu Presley.sem er 33 ára, Olivia Newton-John, sem er þrftug, og Marilu Henner, sem er tuttugu og sex ára. Síðasta nafnið er svo Liza Minelli sem er 32ja ára. öllu þessu hef ur verið visað á bug af aðstoðarmönnum og vinum goðsins og faðir hans Sam hefur blandast inn I málið og kveðst ekki skilja upp né niður I þessu öllu. Alltaf sé verið að bendla son hans við þessa konu eða aðra. „En ég held hann hafi ekki ennþá náð sér eftir að Diana Hyland dó", segir hann en hún var unnusta Travolta. Og fyrst við erum farin að tala um skegg, þá erallt (lagi að halda þvi áfram. Raymond Burr heitir karlinn á myndinni og er vel þekktur meðal ís- lenskra sjónvarps- áhorfenda. Hann lék nefnilega um áraraðir i myndaf lokkunum „Perry Mason" og „Ironside". Þar var hann óskeggjaður en hef ur nú tekið sig til og látið sér vaxa alskegg. Þegar þessi mynd var tekin af honum fyrir Umsjón: Edda stuttu hafðl hann ný- lokið við að koma f ram I sjónvarpsþættinum The Merv Griff in Show i ameriska sjón- varpinu. Andrésdóttir Fimmtudagur 23. nóvember 1978 vísm Þegar kvölda tók fóru Georg meö Tarsan á Kaffihúsiö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.