Vísir - 30.11.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 30.11.1978, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 30. nóvember 1978 VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfð Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. , úlafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón með Helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir.Edda Andrésdóttir, Glsli Baldur Garðarsson, Jónina AAichaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Stefán Kristjáns- son, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, AAagnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingarog skrifstofur: Stðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 8661). Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 866)1 7 linur Askriftargjald er kr. 2400.- á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 120 kr. eintakið Prentun Blaðaprent h/f. Hvers vegna gagnrýni? Nokkrum tíðindum þykir sæta hjá talsmönnum AÍ- þýðubandalagsins og Framsóknarflokksins, að höfð skuli í frammi gagnrýni á forystu Alþýðuflokksins vegna efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar. Látið er að því liggja, að þessar ádeilur innan frá og utan á Al- þýðuflokkinn stjórnist af löngunum til þess að endur- reisa viðreisnarstjórnarformið. Vísir hefur gagnrýnt forystumenn Alþýðuflokksins mjög harðlega fyrir að hverfa frá yfirlýstri stefnu sinni í efnahagsmálum. Ástæðan er ekki sú, að blaðið telji æskilegt að til stjórnarskipta komi nú, enda ekki sjáan- legt, að það Alþingi, sem nú situr, geti myndað meiri- hlutaríkisstjórn, er líklegt mætti telja að ráðist gæti að rótum efnahagsmeinsemdarinnar. Afstaða Vísis til aðgerða í efnahagsmálum hefur í engu breyst. Blaðið studdi febrúarráðstafanir fyrrver- andi ríkisstjórnar, þó að það haf i gagnrýnt, hversu seint var brugðist við. Fyrir síðustu kosningar tók Vísir undir ýmis meginatriði í efnahagsstefnu Alþýðuf lokksins, sem var í samræmi við margt af því sem fyrrverandi ríkis- stjórn hafði á stef nuskrá sinni, en kom ekki f ram á heilu kjörtímabili. Þegar Alþýðuflokkurinn kynnti síðan tillögur sínar í núverandi ríkisstjórn, taldi Vísir þær um margt skynsamlegar, þó að þær hafi ekki verið settar f ram af fullu raunsæi á þeim efnahagslegu aðstæðum, sem við stöndum frammi fyrir um þessar mundir. Á siðustu stundu hurfu forystumenn Alþýðuflokksins frá marg- yfirlýstri stefnu sinni í þessum efnum. Þetta gerðu forystumenn Alþýðuf lokksins þó að Ijóst hafi verið, að allir möguleikar voru á að koma henni í gegnum þingið. Alþýðuflokkurinn hefði hæglega getað samið við sjálfstæðismenn og þá framsóknarmenn, sem opinberlega höfðu lýst sams konar sjónarmiðum og Al- þýðuf lokkurinn, í þeim tilgangi aðgera þau að veruleika. En forystumenn Alþýðuflokksins kusu að fórna ábyrgri efnahagsstefnu fyrir aðra hagsmuni. Það er þessi afstaða sem kallað hefur á harða gagn- rýni. Með hliðsjón af því að meirihluti er á Alþingi fyrir þeirri stefnu, sem Alþýðuflokkurinn hefur fylgt, geta yfirlýsingar hans hér eftir ekki talist annað en hrein markleysa. Forystumenn Alþýðuflokksins meina ein- faldlega ekki það sem þeir segja og sýnast ekki hafa minnsta áhuga á að koma yfirlýstum stefnumálum sinum fram. Af þessum ástæðum sæta þeir nú harðri gagnrýni, Talsmenn Sjálfstæðisflokksins (með Morgunblaðið í broddi fylkingar) hafa einnig ratað í vegvillur i mál- f lutningi. Þeir hafa tekið upp heitið „kauprán" yf ir þær aðgerðir, sem nú hafa verið samþykktar. Þar er um að ræða eftiröpun frá stjórnarandstöðu A-f lokkanna í kjöl- far febrúarráðstafana fyrrverandi ríkisstjórnar. Sannleikurinn er þó sá, að hvorki febrúarlögin né 1. desemberlögin geta kallast kaupránslög. ( báðum tilvik- um er um að ræða tilraunir til þess að koma í veg f yrir að kaup sé í ríkari mæli en raun er á greitt með innistæðu- lausum ávísunum. Vísitöluskerðingin er ekki annað en viðleitni til þess að uppræta efnahagslega svikastarf- semi. Og það er til þess eins að villa mönnum sýn að kalla það kauprán, hvort sem það orð er haft innan gæsalappa eða ekki. „Ég tel að þaö hafi verið meginmistök að reka þann fleyg í raðir sveitarf élaganna sem raun varð á í stað þess að hvetja þau til að annast að fullu dreifingu raforku i landinu" sagði Aðalsteinn Guðjohnsen á vetrarfundi Sambands islenskra rafveitna. „Svo myndarlegt sem frum- kvæöi sveitarfélaganna var i upphafi rafvæöingar I landinu, var dugur sumra þeirra minni er á leiö og styrkur rikisins jókst meö lögum um Rafmagnsveitur rikisins 1942 og raforku-lögum 1946, þar sem rikinu var veittur einkaréttur tíl vatnsafslvirkj- ana, stærri en 100 hestöfl. Rafmagnsveitum rikisins hef- ur fariö vel úr hendi aö rafvæöa sveitir landsins, oft viö erfiöar aöstæöur. Mistökin voru þau aö framkvæmdaverkefniö, „raf- væöing strjálbýlisins” var ekki slitiö frá þvi rekstrarverkefni sem á eftir hlaut aö fylgja held- ur réöust Rafmagnsveitur ríkis- ins I annaö umfangsmikiö verk- efni, sem var uppbygging dreif- iveitna i þéttbýli, án nokkurrar skyldu til þess Afstaöa sveitarfélaga og sam- taka þeirra I dag veldir nokkr- um vonbrigöum. Skortur er á samstööu i þeirra rööum um aö dreifing raforku sé verkefni sveitarfélaga og eins aö rafveit- ur sveitarfélaga skuli samein- ast I stærri rekstrareiningar. Aöalsteinn Guöjohnsen ÞÖRF RÓTTÆKRA LAGSBREYTINGA Frá vetrarfundi Sambands Islenskra rafveitna Gripið til skyndifram- kvæmda Ofan á þennan veikleika I af- stööu og frumkvæöi sveitar- félaganna bætast svo óskipulagöar aögeröir rikis- valdsins. Rannsóknarstarfsemi er illa skipulögö þannig aö hvergi, utan Landsvirkjunar- svæöisins, er nægilega vel staö- iö aö virkjunarrannsóknum til þess, aö ráöast megi i hag- kvæmar virkjanir á réttum tima. Og séu sllkar virkjanir nægilega undirbúnar, svo sem var viö Laxá, tekst ekki aö ná samkomulagi viö þröng hags- munasamtök. Þegar vaxandi orkunotkun, sem sumpart er til oröin vegna rangrar stefnu I húshitunarmálum, krefst aö- geröa, er gripiö til skyndi- framkvæmda: annars vegar stórvirkjunar án nauösynlegra rannsókna — hins vegar linu- bygginga til tengingar viö eina orkuveitusvæöiö þar sem fyrirhyggju hefur veriö gætt i virkjunarundirbúningi. Ekkert skynsamlega rekiö fyrirtæki heföi fengist til aö reisa þessi mannvirki. Þvl varö rikiö sjálft aö annast framkvæmdir, enda þurftí til nær 100% lántöku. Hitunarstefna sú, sem rekin hefúr veriö, er byggö á þvi aö um nýtingu innlendra orkugjafa sé aö ræöa. Jarövarmi er I raun mun „innlendari” orkugjafi en vatnsorka, þegar meginnotkun- in er fólgin i hitun. En jarövarmaleit hefur of lengi oröiö aö vfkja fyrir blindri raf- hitunarstefnu. Og afleiöingin er bygging jarövarma-raforku- vers og fjölda dísilstööva, m.a. til aö fullnægja rafhitunarþörf, ekki sist á Austurlandi. Lagöar eru hömlur á eölilegar veröhækkanir raforku meö þeirri afleiöingu, aö dreifikerfin veröa ófullkomin og rafveitur eru þvingaöar til lántöku. Sýnt hefur veriö fram á meö óyggj- andi rökum, aö raforkuverö þeirra rafveitna er nú oröiö hærra en þaö væri, ef veröhækk- anir heföu veriö eölilegar, en lántökum foröaö. Meöal annars gildir þetta um Rafmagnsveitu Reykjavikur, en verö frá þeirri rafveitu hefur bein áhrif á framfærsluvisitölu. Skattlagning á raforku er hærri hér á landi en annarstaöar, til dæmis á Noröurlöndum. Verölag á raforku i smásölu hérlendis er fyllilega sambæri- legt viö verölag á Noröurlönd- um ef skattlagning er frá talin, og heildsöluverö er jafnvel lægra en á sumum Noröurlandanna. Þaö viröist vera augljóst aö timi er kominn til róttækra skipulagsbreytinga I Islenskum orkuiönaöi — meö þaö aö markmiöi aö tryggja næga orku af viöunandi gæöum og viö sem lægstu veröi til allra not-. enda” sagöi Aöalsteinn Guöjohnsen. —JM ' Afskipti rikisvaldsins Þá er rétt aö vlkja aö afskipt- um rikisvaldsins af orkuveröi. Veröjöfnunargjaldiö, sem á sln- um tíma var sett til aö bæta tlmabundinn f járhagsvanda Rafmagnsveitna rikisins, er lagt á allar sveitarfélagaraf- veitur án tillits til aöstööu þeirra. Þetta er óréttlátur skattur, lagöur I hundraöstölu á smásöluverö raforku, og kemur þvl þyngst niöur á þeim, sem hæst hafa raforkuverö fyrir. Lög um þetta hafa verið endur- nýjuö frá ári til árs — en gjaldiö ieysir nú aöeins litiö brot af fjárvöntun Rafmagnsveitna rikisins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.