Vísir - 30.11.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 30.11.1978, Blaðsíða 5
vism Fimmtudagur 30. nóvember 1978 „Stœrsta verkefni okkar er bygging íbúða fyrir aldroðo" — segir Ágústa Þorkelsdóttir ú Refsstað Agústa Þorkelsdóttir á Refsstað sést hér i ræðustól. Mynd: JA ,,Við höfum nýlokið við stærsta verkefni kvenfélagsins til þessa og það er bygging fbúða fyrir aldraða,” sagði Agústa Þorkelsdóttir á Refsstað I Vopnafjarðarhreppi en hún er formaður kvenfélagsins Lindar- innar. t kauptúninu er starfandi annað kvenfélag sem heitir Kvenfélag Vopnafjarðar. „Þaðvar fhitt inn i IbUðirnar i mars en þær eru 6 talsins. Fjór- ar eru einstaklingsibUöir en hin- ar tvær eru ætlaðar hjónum. Býggingin tók um 1 1/2 ár. Við fengum 20% af Utlögðum kostaaöi greidd hjá Bygg- ingarsjóöi aldraðra samkvæmt reikningum. HUsnæðismála- stofnunin lánaði siðan út á hverja ibUð. Bæði kvenfélögin höfðu safnaö i þetta verkefni I 11 ár. Viö áttum um 1 milljón er fram- kvæmdir hófust. Verðbólgan hafði leikið sjóði okkar grátt, þvi við höfðum ætiö lagt fé i banka. Framlög kvenfélaganna og gjafir námu hins vegar 6-7 milljónum er heildardæmið var gert upp. Sjóðir okkar eru hins vegar á þrotum eftir þetta stóra verk- efni. Aðalfjáröflunarleiðin hefúr verið basar sem venjulega er haldinn fyrir jólin, þar bjóðum við upp á ýmislegt góögæti,þar á meöal lax Ur Hofsá. Viö höfum einnig aflað tekna með þvi aö rækta kartöflur og selja i fjáröflunarskyni.” Aöspurö sagði AgUsta aö Lindin hefði veriðstofnuö 1921, en kvenfélag Vopnafjarðar hins vegar um aldamótin.” Upphaflega var Lindin stofnuð sem deild út úr kvenfélaginu á Vopnafirði sem varð fljótlega sjálfstæö. „Astæðurnar eru fyrst og fremst erfiðar samgöngur. Ég get nefnt sem dæmi aö við erum svo til alveg innilokuð núna, ófæröin er svo mikil. Kvenfélögin hafa alltaf haft eitthvert samstarf og haldiö sameiginlegan fúnd einu sinni á ári. Viö teljum hins vegar að samgönguörðugleikar og mis- munandi atvinnuhættir á þess- um stöðum geri það að verkum að æskilegrasé að hafa sitthvort kvenfélagið i sveitinni og kauptúninu.’.’ —BA Tankvœðing byrjuð í sveitinni — rœtt við Friðrik Sigurjónsson hreppsstjóra Vopnafjarðarhrepps „Þaðer mjög mikið byggt hér miðað við að ibúar eru ekki fleiri,en sveitin ogkauptúnið eru einn hreppur. lbúar 1. desember f fyrra voru 867 alls, þar af 257 i sveitinni,” sagöi Friðrik Sigur- jónsson hreppstjóri í Vopna- fjarðarhreppi, Noröur Múla- sýslu. „Við erum með slldarverk- smiðju hér á Vopnafiröi. Þaö gekk allvel með rekstur hennar i fyrra en það viröist vera dauf- ara Utlit með þetta nUna. Hér er yfirdrifin atvinna en hins vegar er litið um að að- komufólk komi hér I vinnu. Við erum með einn skuttogara, Bretting(sem er um 460 lestir. Það er i þaö minnsta að vera aðeins með eitt skip. Hér er einnig trilluUtgerð og smærri bátar. Þaö var gert mikiö átak i hafnarmálunum i fyrra. Undan- farið hafa veriö lagöar leiðslur fyrir rafmagn á bryggjunni. 1 sumar var lagt töluvert af oliumöl á göturnar. Þaö munu vera um 70% allra gatna I kaup- tUninu sem hafa fengið oHumöl. 1 sveitinni eru 45 býli i byggð. Þar er aö byrja tankvæðing. Sveitin býr yfir miklum radctunarmöguleikum bæöi á landi og I veiöiám. Þar eru þr jár veiöiár. 1 Hofsá veiddust á siðast liðnu sumri 1334 laxar. 1 Vesturdalsá veiddust 500 laxar og I Selá veiddist 1391 lax. 1 án- um eru laxarnir að meðaltali um 4 1/2-5 kiló.” —BA „Fyrsti visir að léttum iðnaði" — segir Una Einarsdótfir Saumastofunni Hrund „Þessi saumastofa er fyrsti vfeirinn að léttum iðnaði hér I Vopnafirði”, sagði Una Einars- dóttir sem er framkvæmda- stjóri Saumastofunnar Hrund- ar. Hún kvaðst jafnframt vera verkstjóri yfir framleiðslunni, en þess má geta að Una hefur verið ihreppsnefndinni frá 1974. „Þaö er rúmt ár slðan stofnað var hlutafélag til að koma þess- ari saumastofu af stað. Viö hóf- um hins vegar ekki framleiöslu fyrren I mai. Við vinnum hér Ur ofoum og prjónuðum ullardUk fyrir Alafoss og Sambandið. Stærstu hluthafarnir eru sveit- arfélagiö og kaupfélagið”. Aöspurö sagöi Una aö 10 kon- ur ynnu hálfsdagsstarf, en tvær væru i fullri vinnu. Starfræksla saumastofunnar hefði boöiö konunum upp á aukna mögu- leikatil vinnuutan heimilis. Að- ur heföi tæpast verið um annaö að ræða en vinna I fiski eða verslunum. „Það hefur gengiö vel með framleiðsluna sjálfa og hUn hef- ur staðist ströngustu gæöakröf- ur. Það eru hins vegar töluverö- ir fjárhagslegir örðugleikar. Við fleytum okkur með greiösluvixlum frá Alafossi og Sambandinu, en siöan eru bankaútibúin ekki redöubúin að kaupa þá af okkur. Samgöngur eru einnig mikl- um erfiöleikum háðar. Vopna- fjörður er einangraöur yfir vetrarmánuðina. Miklar endur- bætur hafa verið geröar á flug- veHinum, þótt hann standist ekki ströngustu kröfur. Það er oft á tfðum unntað fljúga hingaö þótt ófært sé á nágrannavöllun- um. Við notum bilferðir yfir sum- ariðtH að koma framleiöslunni. Þaö er hins vegar mjög erfitt að treysta á skipin. Við getum þurft að senda vörur fyrst til Reykjavikur, þótt endastöðin sé Akureyri. Það er þvi ekki, um annað að ræða en stóla á flugið þó það sé afskaplega dýrt”. —BA— STYRKIÐ ÍSLENSKAN IÐNAÐ! Höfum fengið úrval af ódýrum veggsamstceðum, | borðstofuborðum og stólum. Gjörið svo vel og lítið inn ^ til okkar og skoðið hið mikla húsgagnaúrval. ITRESMIÐJAN VERSUÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST k 06 KJÖRIN BEST- ^ ^ » P ■ ■ GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR. LAUGAVEGI 166 SÍMAR 22229 22222 HVERFISGÖTU 32. OPIÐ A LAUGARDÖGUM KL. 10-12. mussur - margar geróir, Úrval af blússum og skyrtum - Húfu- treflarnir vinsœlu í mörgum litum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.