Vísir


Vísir - 08.02.1979, Qupperneq 2

Vísir - 08.02.1979, Qupperneq 2
c í Reykjavik ------v----- J Hvaða skoðun hefur þú á skattastefnu rikisstjórn- arinnar? Haraldur Blöndal, lögfræöingur: Þetta er skattpiningarstefna. Heildarskattheimtan er 45% af þjóöartekjunum og þaö nálgast hreina eignaupptöku Einar Gunnar Einarsson, kennari: öll aukagjöld eru óeöli- leg. Reksturinn á aö vera þannig aö hann skili peningum fyrir út- gjöldum. Viö ættum aö taka eignarskattalöggjöf Bandarikj- anna okkur til fyrirmyndar. Auöunn Gestsson, blaöasali: Mér finnst hún ágæt. Mér finnst gott aö borga mikla skatta, ég hef ekkert annaö viö peningana aö gera. Guömundur Magnússon, lager- maöur: Mér list aö mestu leyti vel á hana, þvi þeir sem breiöust hafa bökin greiöa sem mest, þótt nú veröi raunin eins og alltaf aö viö smælingjarnir greiöum mest. Borgþór Magnússon, verkamaöur: Viö borgum allt of mikla skatta, þaö eitt er vist. Fimmtudagur 8. febrúar 1979 VÍSIR Nokkur hinna,,gleymdu barna” f Lyngási asamt leiðbeinanda sinum. Þau eru að mála og sýndu mikil tilþrif. Visismynd: JA HIN GLEYMDU iORN „ÞjCöfélagiö hefur gleymt vangefnum börnum. Þaö er ekki reiknaö meö þeim i skólakerfinu og enginn vinnustaöur er til viö þeirra hafi, þegar þau veröa eldri. Vangefin börn eru þvi „hin gleymdu börn”, „sagöi Hrefna Haraldsdóttir, for- stööukona dagehimilisins Lyngáss. Þessa dagana er söfnun i gangi fyrir hin gleymdu börn 79”. Þaö er diskótekiö Óðal sem stendur fyrir henni I samráöi við Styrktarfélag vangefinna. Söfnunin stendur I sambandi viö heimsmetstilraun plötusnúöar- ins Mickie Gee, en einnig verður öllum ágóöa af diskóhátiöinni i Háskólabiói á laugardaginn varið til söfnunarinnar. „Mér skilst aö stefnt sé aö þvi að safna 5 milljónum króna á þennan hátt. Ég á ekki von á, aö við verðum i teljandi vandræð- um meö að nota þessa f jármuni, verkefnin eru óteljandi mörg. T.d. vantar okkur tilfinnanlega ýmis þjálfunartæki, bæöi leik- tæki og tæki til likamsþjálfunar. Þá viljum við gjarnan kaupa húsgögn og gera þannig vist- legra hjá krökkunum”, sagöi Hrefna. A dagheimilinu, Lyngási, sem hefur vangefin börn til dagvist- unar, er 41 krakki á aldrinum 3- 16ára. Heimiliö hefur verið rek- ið siðan 1961 en siðustu árin hef- ur það verið rekið bæöi sem dagheimili og skóli. „Þetta er eina heimiliö á landinu fyrir vangefin börn, sem rekið er sem dagvistunar- heimili. Viö viljum, aö krakkarnir geti veriö sem mest heima eins og önnur börn, enda er það þeim eölilegast. Skólinn, sem viö höfum rekið samhliöa, er einnig eini skólinn sinnar teg- undar á landinu. En nú hefur menntamálaráðuneytiö ákveöið að byggja skólahús viö dag- heimilið hér”. Þess má geta, að talið er aö um 2% landsmanna þurfi á slikri séraðstoö að halda. ,,Ég tel, að menn séu loksins að opna augun fyrir þessu vandamáli núna. Hingaö til viröist þaö hafa veriö stefnan aö fela börnin og telja sjálfum sér svo trú um að ekkert vandamál sé fyrir hendi. Ég held aö þessi hugsunar- háttur sé að breytast. Unga fólkið virðist vera mun opnara fyrir þessu en eldri kynslóöin. Það skilur, að vangefið fólk er til, og það hefur sama rétt og sömu þarfir og við hin. Ég vil sérstaklega þakka þvi fólki, sem lagt hefur hönd á plóginn við þessa söfnun. Viö hlökkum mikið til hér á Lyngási að nota þessa peninga I þágu krakkanna, þannig aö hægt veröi að búa betur aö þeim hér,” sagði Hrefna Haraldsdótt- , ir. —ATA' ÚTIGÖNGUSTÉTT KOMIN UNDIR ÞAK Hús blaðamanna hefur veriö opnaö viö Siöumúla, og var haldiö upp á opnunina meö sangría og ostaréttum, svo eitthvaö hefur stéttinni hrakaö frá timum brennivlnsviötala og sextán tlma vinnudags. Litur út fyrir aö stéttin sé meira farin aö huga aö aurum slnum en þvl sóunarfulla fréttallfi, sem einkenndi stéttina upp úr 1950. Enda hefur árangurinn orðiö eftir þvl. Stéttin á nú þak yfir höfuöiö i fyrsta sinn og greiddi fyrir þaö yfir tvo tugi milljóna, sem svo aö segja lágu á lausu I sjóöum félagsins, aö undan- skildum lifeyrissjóöi, sem ekki er meö i þessum kaupum. Ætli hann geri ekki út á rlkistryggöu skuldabréfin. Blaöamannafélag tslands sem taliö er áttatiu og eins árs, hefur veriö stofnað af fáum mönnum. Fyrstu ár þess mun starfiö hafa veriö eitthvaö á reiki, og svo mikið er vist aö ekki á félagiö gögn frá allri ævi sinni. t upphafi mun blaöa- mannafélagiö hafa veriö skipaö ritstjórum, enda var ekki marg- mennt á blööum fyrir aldamót og fyrstu þrjá tugi aldarinnar. Auk þess hefur alltaf veriö eitthvaö um þaö, aö þeir sem skrifuöu mikiö I blöö væru ekki i félaginu. Svo var komiö slöla árs 1922 aö ástæöa þótti til aö endurreisa Blaðamannafélag lslands. Þaö hefur kannski veriö búiö aö vera dautt lengi. En þeir sem endurreistu voru Ólafur Friöriksson, Tryggvi Þórhallsson, Þorsteinn Glsla- son, Jakob Möller, Jón Björns- son, Skúli Skúlason, Baldur Sveinsson og Erlendur Erlends- son. Slöan 1922 hefur Blaöamanna- félagiö átt samfellda sögu, og þess vegna vill maöur hallast aö þvl aö fyrrgreindir menn hafi veriö hinir raunverulegu stofn- endur. Mynd af þeim er m.a. birt I öldinni okkar, og væri ástæöa til aö fyrir félagiö aö grafa upp og ætla henni stóran og veglegan staö undir þaki sinu. Blaöamannaféiag tslands er I dag einskonar kaupstreitufélag, sem semur um vinnutima og laun. Framkvæmdastjórar blaöa og eigendur þeirra leggja mikiö upp úr þvi aö hafa sem flesta nýliöa viö störf til aö þurfa ekki aö borga eins mikið kaup. Þetta hefur leitt til þess, aö þótt alltaf starfi viss kjarni fólks viö blaöamennsku, er mikiö fok af fólki inn og út um dyrnar, sem veikir stéttina til hagsbóta fyrir stjórnarfar og athafnasemi I landi, sem þolir engar fréttir. Þá er blaöa- mennska 1 timavinnu einskonar átöppuö súrmjólk, sem gragur illa úr flöskunni. Metnaöur og prinsipp vilja fara forgöröum viö sllkar aöstæöur, enda hefur glaumdót landsins oröiö frétt- næmara en góöu hófi gegnlr. Blöö eru farin aö veita menningarverölaun hvaö þá annað, alveg eins og slikur mannametingur og prump og gervimennska eigi aö geta komiö I staö fréttaflutnings. Réttur almennings til upplýs- ingar er ótvlræöur. Blöö stjórnmálaflokka hafa þvi þokaö I annaö sæti, sem ábyrgur fréttamiðill. Siödegisblööin hafa aftur á móti átt I erfiöleikum meö aö halda viriingu sinni, einkum vegna skorts á fylgni viö atriöi sem þau taka upp á arma slna. Blaöamennska er nefnilega ekki eingöngu frétta- flutningur, heldur Hka um- hyggja og ástúö þegar best læt- ur. Og blöö, sem hafa ekki tíma eöa pláss til aö sýna slíka sjálf- stæöa umhyggju, eiga stööugt á hættu aö hljóta sama mat og gleðikonur. Meö sama hætti má segja aö flokksblööin séu eins- konar eldhúsmellur. En stétt sem hefur eignast þak yfir höfuöiö eignast vonandi llka metnaö. Og hvenær sem örlar á stéttarmetnaði I starfi gleðjast gömul augu þeirra, sem spuröu hvorki um vinnu- tima eöa laun heldur frétta- heiöur og framgang góöra mála. Svarthöföi

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.