Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 8. febrúar 1979 LÍF OG LIST LÍF OG LIST L(F OG LIST LÍF OG LIST LIF OG LIST Grease. Háskólabió. Bandarisk. Árgerð 1978. Aðalhlutverkin: John Travolta, Olivia Newton-John. Handrit: Allan Carr, byggt á söngleik eftir Jim Jacobs og Warren Casey. Leikstjóri: Randal Kleiser. HÁSKÓLABÍÓ: GREASE ★★ + Háskólabió sýnir um þessar mundir nýlega söng- og dansmynd, sem litiö hefur fariö fyrir í blööum og timaritum. Myndin lýsir félagslífi nemenda I bandariskum menntaskóla á fyrstu ár- um sjötta áratugsins. Aöalhlutverkin leika breska popp-söngkonan Olivia Newton-John og litt þekktur bandariskur leikari, John Travolta, en hann er bróöir söngvar- ans Joey Travolta sem gerir þaö gott á vissum stööum I Ameriku. Sumir muna ef til vill eftir John úr annarri mynd, „Satur- day Night Fever”, sem Háskólabió sýndi i vetur. t Bandarikjunum er hann talinn með efnilegustu skemmtikröfum. Myndin heitir Grease og er byggö á söngleik eftir Jim Jacobs og Warren Casey, sem sýnd- ur var á Broadway viö miklar vinsældir fyrir nokkrum árum og er kannski enn. Þar er greint frá ástum Sandy, sætustu stelpunnar I skól- anum, og Danny, sætasta stráks i skólanum. Þau fella hugi saman i fjörunni, en leiöir skilja. Þau hittast þó aftur og eftir allrahanda vesen fella þau aftur sömu hugi saman. Og I þaö skiptiö endanlega. Söguþráöurinn skipar reyndar ekki stóran sess i myndinni. Tónlistin og dansinn ræöur rikjum og margt af þvi er sniöug- lega gert. Veit ég til aö sum laganna úr myndinni eru t.d. farin aö heyrast I útvarpi, eins og „Sumar- nætur” og „Þú ert sá sem ég vil”. Aðalleikararnir eru einnig ágætir dansar- ar og fylla næstum út i fótsporin sem Ginger Rogers og Fred Astaire skildu eftir sig á árunum. Nokkurskonar Sæmi og Didda Ameriku. Grease er fyrsta kvik- mynd hins þrituga leik- stjóra Randal Kleisers. Eftir aö hafa lokið há- skólagráðu i kvikmynd- um hóf hann störf hjá Universal og geröi þar marga góöa hluti i sjón- varpi. Og svo kom Robert Stigwood og bauö gull og græna skóga fyrir aö gera Grease. Svolltirn byrj- endabrag má reyndar sjá á myndinni. Vegna þess hve lítiö er i rauninni spunnið I handritiö riöur mikiö á myndin sé keyrö i gegn á fullu, aö alltaf sé heilmikiö aö gerast á tjaldinu og aö áhorfand- inn fái ekki tækifæri til að spá i alla vitleysuna. Þaö á aö vera fjör i bió og Guöjón Arngrims- son skrifar siðan bara búiö spil. t Grease er þetta gert meö dálitlum rembingi stundum. Þaö er auðvelt aö láta þessa mynd fara i taug- arnar á sér. Og hún stenst reyndar engan saman- burö viö aöra mynd um svipaö efni, American Graffity. En hvaö um það, það má lika vel hafa gaman af þessu. Þetta er mynd sem var gerö til aö græöa á henni og það hefur tekist. Sumpart vegna fagmennsku i aug- lýsingadeildinni en einnig vegna þess aö fólki hefur viöast hvar þótt gaman aö myndinni. —GA Kvikmyndir „Líftaug íslenskra miðaldasöngva" — Sinfóníuhljómsveitin frumflytur verk eftir dr. Hallgrím Helgason A hljómleikum Sin- fóniuhljómsveitar tslands I kvöld veröur frumflutt nýtt tónverk eftir Hall- grim Helgason. Þaö nefn- ist Helgistef, tilbrigöi og fúga um gamalt islenskt stef, safnaöarlag frá fyrstu siöbótartimum, sem birtist i Hólabókinni 1589 viö textann Uppris- inn er Kristur. Verkið var samiö 1976 að tilstuölan Tónmennta- sjóðs Rikisútvarpsins. Höfundur segir um verk- iö: „Stefið er eitt af eftir- lætislögum kristinna safnaða viöa um lönd enn I dag, og I Islenskri sálmabók er það enn sungiö viö þýöingu Helga Hálfdánarsonar á ljóöi Lúthers „I dauöans bönd- um Drottinn lá”. Lagiö stafar frá 11. öld og er eignaö Wipo frá Búrgúndiu, sem var hirö- kapellán Friöriks II. keis- ara. Er þetta ein af hinum vinsælu sekvenzium al- þýöunnar, fagnaöarsöng- ur, páskahátiöar vegna upprisu Krists. 1 niu tilbrigöum er varpaö frá ýmsum hliöum ljósi á þetta vin- sæl a lag er endurspeglar þá rósemi og festu ásamt óbrotinni en sterkri lag- ferö sem sameiginleg er mörgum islenskum söngvum miöalda. En meö henni býr innileg oft þó hálfdulin gleöi sem lætur ekkert næmt eyra ósnortiö. Tilgangur verks er aö opna innsýn aö kjarna þess tóntaks, sem er lif- taug islenskra miöalda- söngva — þó án allrar einhliöa fornmennta- dýrkunar. Hér skiptast á þættir alvöru og gaman- semi, ihygli og gáska. Fjörleg hrynjandi fæöir af sér dansgleði jafnvel i gervi samstigra fimmunda Islensks tvi- söngs. Til þess aö endurleysa þann lifskraft sem ein- kennir þennan almúgans söng er valiö þaö form, kóraltilbrigöi og tvistefja fúga, sem mestar kröfur gerir og vandasamast er: þar sem öll hljóöfæri, hvert eitt á sinn hátt eiga sjálfstæöan þátt sinn i sambyggingu og fagnandi samfélagi stefjanna þvi Dr. Hallgrimur — niu til- brigöi um eitt af eftir- lætislögum kristinna safnaöa að sameiginlegur fögn- uöur er máttugast afl allra samtaka”. Hljómsveitar- stjóri frá Kiel Hljómsveitarstjóri á þessum tónleikum er Walte Gillessen og ein- leikari Hermann Bau- mann.Gillesen er fæddur i Köln áriö 1941. Hann stundaöi tónlistarnám viö tónlistarháskólann i Köln og hjá Franco Ferrara viö tónlistarskólann I Róm. í tvö ár var hann stjórnandi viö Borgar- leikhúsiö i Bonn, einnig var hann listrænn stjórn- andi viö leikhúsiö I Ulm og aöalstjórnandi tón- leika Borgarsinfóniu- hljómsveitarinnar i Ulm. Hann hefur veriö aö- stoöarhljómsveitarstjóri Herberts von Karajan i Berlin og Salzburg og stjórnað m.a. FIl- harmóniusveitunum I Berlin, New York og Munchen. Siöan 1976 hefur hann verið tón- listarstjóri i borginni Kiel. Bókelskir Kópavogsbúar Starfsemi bókasafns Kópavogs var blómleg siöastliöiö ár. Samtals keyptu 2050 manns skirteini bókasafnsins á árinu, þar af 1476 12 ára og eldri, en 574 11 ára og yngri en I heild er þaö aukning um 340 frá árinu 1977. Alls bættust viö safniö 3640 bækur, þar meö eru taldar þýskar og ameriskar bókagjafir. Samtals voru lánaöar af af 748 til eldri bæjarbúa I safninu 87.632 bækur, þar Hamraborg I, þetta þýöir Martin Berkofsky með píanótónleika ó Norðurlandi Pianóleikarinn, Martin Berkofsky, sem hefur haldiö tónleika viöa um Evrópu sföastliöinn mánuö dvelur nú hér á landi. Hann mun halda tónleika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar i Borgarbiói laugardaginn 10. febrúar klukkan 17 og daginn eftir mun hann leika á Sauöár- króki klukkan 16, á vegum Tónlistarskólans og Tón- listarfélagsins þar. Martin Berkofsky mun einnig leika I útvarpi og leiöbeina á viku pianónámskeiöi viö Tónlistarskólann á Akur- eyri. A tónleikunum flytur hann verk eftir Schubert, Debussy, Hovhannes og List. Fyrir tveimur árum hlaut Mártin heiöursverö- laun viö Yale háskólann, en þaö er útnefning sem lista- Martin Berkofsky menn eins og Menuhin, Isaac Stern,og Andre Watts hafa áöur hlotiö. Hann hefur leikiö inn á plötur meö Sinfóniuhljómsveit Lundúna og einnig Berlin- ar. —JM aö hver Kópavogsbúi hafi fengið 6.7 bækur aö láni aö jafnaöi. Starfsmenn safnsins eru nú 10 talsins, en þar af nokkrir ekki i fullu starfi. Húsnæöisþrengsli há mjög allri starfsemi safnsins, en bráöabirgöa húsnæöi hefur nú fengist i Fannborg. 1 fyrra voru liðin 25 ár frá stofnun safnsins og var þess minnst meö kaffisam- sæti 15. mars. Þrátt fyrir þrengsli hefur safniö rekið upp þá ný- breytni að hafa á föstudög- um kl. 11-12 sögustundir fyrir börn á aldrinum 3-6 ára. Sagöar eru sögur, teikn- aö, litað, og lesiö og hafa yngstu bókasafnsnotendur kunnað vel við þessa starf- semi. —ÞF Miðar ó Dizzy renna út Miöar á hljómleika jazzmeistarans Dizzy Gillespie I Háskólabiói renna út. Um miðjan dag I gær voru aðeins eftir miöar á um fimm efstu bekkina I saln- um. Það fer þvi hver aö verða siöastur aö krækja sér i aögang aö þessum einu tónleik- um Dizzy og félaga á tslandi að þessu sinni, en miðasala fer fram i Fáikanum, Lauga- vegi. Svo troöa þau upp i Háskóiabiói á sunnudagskvöldiö. —AÞ HF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST ”*1" " .........1........................................... .......-...... —■■■■■■■■. ■ ■ ........................................ r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.