Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 6
( P—!■■■■— Hraustleg vörn Sautján ára stúlka sneri vörn upp i sökn og stakk nauögara til bana meöhans eigin hnifi. Hann haföi þrifiö til stúlkunnar og dregiö hana inn I húsasund I Brookiyn I New York, þar sem hann kom fram vilja sfnum viö hana. Eftir á reyndi hann aö leggja til hennar nieö hnifi, en stúlkan varöist hraustlega, og náöi aö snúa hnlfinn úr hendi árásar- mannsins. t átökunum stakk hún manninn i hátsinn og dró þaö sár hann til bana, áöur en læknishjálp barst. Hess lifír af fangaverðina Breski fangavöröurinn, sem gætt hefur Rudoifs Hess i 32 ár, er iátinn — nokkrum dögum, áöur en hann skyldi á eftirlaun. Wally Chishoim var aöal- fangavöröur Breta viö Spandau- fangelsiö. Hann lést af hjarta- slagi 79 ára oröinn. Hann var elsti vöröurinn viö fangelsiö, sem Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Sovétrikin hafa rekiö i sameiningu til þess aö hýsa striösglæpamcnn nasista. Chisholm kom til Spandau 1947, en þar voru þá i gæslu auk Hess sex aörir nasistar. Hess, sem nú er nær 85 ára, hefur veriö eini fanginn siöan 1966. 1 Spandau eru 600 fangaklefar. Listaverkaþjófar Austur-þýska iögreglan hefur komiö upp um flokk listaverka- þjófa, sem athöfnuöu sig frá Vestur-Berlin og höföu á prjón- unum ráöageröir um rán úr söfnum I Alþýöulýöveidinu, en góssinu ætluöu þeir aö smygla vestur yfir. ADN-fréttastofan segir, aö nokkrir hafi veriö handsamaöir. Fannst hjá þeim mikiö af inn- brotshútbúnaöi og vopnum. Þjófaflokkurinn er grunaöur um aö hafa staöiö aö þjófnaöi úr safni i Lubbenau i april 1977, en listgripirnir fundust síöar I Hol- landi og var þeim skilaö austur ýfir. Þeir stálu i janúar 1977 tiu máiverkum, sem metin voru á meira en 150 miiljónir króna, en málverkin hölöu veriö varöveitt i Sanssouci-höllinni I Potsdam. / Skóstœrðir staðlaðar Samþykktur hefur veriö al- þjóölegur staöall á skóstæröum, sem taka mun i gildi I október 1980. Alþjóöleg stofnun, sem fjallar um staöla I um 80 lönd- um, gekkst fyrir þessu á fundi I Genf. Segir hún, aö skóstæröar- staöallinn veröi kallaöur „mondopoint” og grundvallast á lengd fótarins I milllmetrum mæld. Sprenging í myllu Mikil sprenging lagöi I rúst hveitimyllu I höfninni I Bremen á þriöjudagskvöld. Sautján voru fluttir alvarlega slasaölr á sjúkrahús, en tólf starfsmanna myllunnar var saknaö. Slökkviliösmenn sögöu, aö kviknaö haföi I eldfimu hveiti- dufti, sem safnast haföi fyrir I loftinu, og eyöilögöust auk myll- unnar, slió og nærliggjandí bygging. Flóð í Brazilíu Óskapleg fóö hafa veriö 1 BraziIIu aö undanförnu, og hafa þau kostaö aö minnsta kosti 200 mannsiif, auk þess aö svipta um 160 þúsund manns heimilum sinum. Fjöldi bæja er rafmagns- og gasiaus, en flugherinn flytur matvæli og sjúkragögn þangaö, sem ncyöin er stærst. Stórátak hefur veriö gert til nroTgun Fimmtudagur 8. febrúar 1979 VISLR Menn bera ekki lengur traust til sœnskra elli- heimila eftir morðin í Málmey Fjöldamoröin viö Eystra Elli- heimiliö I Málmey leiöa til vlö- tækrar endurskipuiagningar á sænskri sjúkrahúsastjórn og starfsskilyröum viö elliheimilin. Játning hins átján ára gamia sjúkraiiöa á 27 moröum og 12 morötilraunum hefur grafiö svo undan trausti á slikurn stofnun- um, aö llöa mun á löngu, áöur en þaö veröur endurheimt. I eftirmálum þessa hryllings beinist athyglin fyrst og fremst aö mannaráöningum sjúkrahúsa og elliheimila og þvi sambandsleysi sem er milli stjórnunaraðila og viöeigandi ráöamanna. Allir eru á einu máli um, aö þaö sé regin- hneyksli hvernig að málum hafi verið staðiö. Hver ber ábyrgðina? Félagsmálastjórnin hefur fylgst náiö meö eftirgrennslan lögreglunnar i málinu, en þaö veröur þó ekki fyrr en niðurstöður málsrannsóknarinnar liggja endanlega fyrir, sem afstaða veröur tekin til þess hvort draga eigi hlutaðeigandi aöila til ábyrgðar. Sjúkraliöinn ungi hefur verið úrskurðaður til þess að sæta geö- rannsókn sem hefst núna I vik- unni. Fæst þá væntanlega úr þvi skorið, hvort hann er sakhæfur eöa ekki. En eins og menn minn- ast af fréttum frá' Málmey gaf hann þá skýringu á geröum sin- um, að hann heföi ekki þolað að horfa upp á vesalings gamla fólk- ið heyja sitt helstriö og viljaö hjálpa þvi aö komast I eiliföina. Búið að vara við pilti Það vakti mikla eftirtekt i mál- inu, að annar starfsmaöur við elliheimiliö taldi sig hafa varaö stjórnendur þess viö piltinum. Enn meiri eftirtekt vakti þó hitt, þegar I ljós kom, að hann hafði áður starfað við annað elliheimili og hlaut þau meðmæli þaðan að hann væri alls óhæfur til þess að starfa við slíka stofnun. Þrátt fyrir það var honum útvegaður starfi af opinberri vinnumiðlun við Eystra Elliheimilið og það án þess að elliheimilisstjórninni væri gert viðvart um umsögn fyrri at- vinnurekanda hans. Henni var einfaldlega stungið ofan I skúffu, án þess að vera nokkur gaumur gefin. Stjórnleysi Þá hefur þaö ekki reynst bein- linis álitsaukandi fyrir sjúkra- húsyfirvöld aðlögreglan hefur við rannsókn málsins rekist marg- sinnis á, að upplýsingar frá þeim eru mjög á reiki. Hefur hinn handtekni þá reynst henni miklu áreiðanlegri heimild og margoft leiðrétt vitlausar upplýsingar sjúkrahússtjórnarinnar um starfið á elliheimilum. Eftir að uppvist varð að hann hafði starfað við elliheimili áður varð lögreglan aö fara yfir skýrslur um dauðsföll þar, en ekkert hefur fundist sem bent gæti til þess, að það væri ekki allt með felldu. Enda ber hann sjálfur á móti þvi og hefur lögreglan til- hneigingu til þess að leggja trúnað á framburð piltsins I þvi efni. Allt annað sem hann hefur sagt hefur verið staðfest rétt, þótt sumt af þvi — eins og áður segir — hafi stundum stangast á við upplýsingar atvinnurekenda. Þvi er slegið föstu núna að hann hefði aldrei verið ráðinn á Eystra Elliheimilinu ef elliheimilis- stjórninni hefði verið kunnugt um meðmæli fyrri atvinnurekanda piltsins. Staðreyndin mun þó vera sú að ráðningarstofa þess opin- bera tekur litið tillit til slikra um- sagna eða fyrri meðmæla og sjúkrahússtjórnirnar hafa þegið orðalaust þá starfskrafta sem ráðningarstofan sendir þeim. Bitnar á ungu fólki Ein af augljósum afleiðingum þessa máls þykir verða sú, að andstaða risi upp gegn ráðningu ungs atvinnulaus fólks til slíkra stofnana ef það hefur ekki hlotið skölun eða reynslu áður. Frá október I fyrra til 12. janú- ar I ár dóu alls 37 vistmenn deildarinnar, sem pilturinn starfaði við. Rannsókn-hefur leitt I ljós að einungis tiu þeirra dóu með eðlilegum hætti. Það er þó álit sérfróðra, að margir þeirra 27, sem pilturinn stytti aldur, hafi ekki átt langt eftir ólifað. Alvar- legast þykir-mönnum, að piltur- inn skyldi óáreittur geta farið slnu fram f heila þrjá mánuði. Þykir skýringarinnar á þvl að leita I skorti á læknum og sér- hæfðu hjúkrunarliði við elli- heimilisdeildina. Sami skortur háir raunar öllum sllkum stofnunum I Svlþjóð. þess að bólusetja Ibúa I noröur- og miðhiuta landsins gegn taugaveiki vegna mengunar drykkjarvatns. Verndun Akrópólis Fornar myndastyttur, sem enn standa á Akrópólishæö i Aþenu, verða nú senn fjarlægð- ar. Veröur þeim komið fyrlr innan dyra I safni. Dimitrios Nianias, menn- ingarmálaráðherra, skýrði frá þvi á blaðamannafundi nýveriö, að veltt hefði verið 25 milljón dröchmum (um 220 milljónum kr.) til þess aö bjarga söguleg- um minjum frá útblásturs- mengun bifreiöa. Sérstök nefnd, sem sett var tll þess að bjarga Akrópólis, hefur lagt fram fjögurra ára áætlun um viðhald Erech-hofanna, sem helguö voru Aþenu, Póseidon og Seifi. Vinnupallur utan á Aþenu-hof- inu vegna viögerðar. Nianias ráðherra sagði, að jómfrúarkariatiðurnar sex á Aþenu-hofinu yröu fjarlægöar, en afsteypur settar upp I stað- inn. Loftmengun I Aþenu og slæm veður hafa spillt þessum minj- um meir á siöustu tuttugu ár- um, en yfir allan hinn tlmann, 25 aldir, frá þvl að þau voru gerö. Skemmdarverk á járnbrautum Maöur nokkur hefur verið dæmdur I V-Þýskalandi fyrir að vinna spellvirki á hraðlestinni, Kaupmannahöfn-Róm, I fjár- kúgunarskyni. Hann lagði fyrir sig fjárkúgun, þegar verslun hans meö hitabeltisfiska gaf ekki arö. A tveim árum hafði hann unnið skemmdarverk á aöai- járnbrautum milli V-Þýska- lands og Sviss, og tókst loks að setja Itöslku hraölestina út af teinunum I október 1977 með þeim afleiðingum, að tólf slös- uðust. Járnbrautarfélögum hafði boristbréf, undirrituð „monsjör X”, þar sem krafist var 100.000 marka, en greiðslur voru aldrei inntar af hendi. Mengun ltalskur prófessor segir, að fundist hafi I flskum, veiddum við stendur Adrlahafsins, tifalt meira kvikasilfur en mönnum er taliö hollt aö leggja sér til munns. Þykir þetta benda til þess, að mengun Miöjarðarhafsins fari enn i vöxt. Kvikasilfursmagniö mældist nú mikið meira en I svipuðum rannsóknum 1973.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.