Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 24

Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 24
t- Fimmtudagur 8. febrúar 1979 síminnerðóól] Meöferöarheimiliö viö Kleifarveg. Meðfferðarheimilið lagt niður: „Starfið hér ber árangur" — segir Halla Jónsdéttir, ffor- stöðukona Meðfferðar- heimilísins við Kleifarveg ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Benedikt Gröndal um Frihafnarmálið: Marqt sem barff ffrekari athuqwn „Mér þótti þaö alveg augljóst af skýrslunni frá lögreglustjóraembættinu, aö máliö þyrfti aö athuga frekar. Þvf var þaö sent þegar i staö til rfkissak- sóknara”, sagöi Benedikt Gröndal utanrfkisráö- herra i samtali viö Visi í morgun, þegar hann var inntur eftir Frihafnar- málinu. „Ég tel það eðlilega og rétta meöferð aö senda málið til rikissaksóknara. Það hefur komið margt fram við rannsókn máls- ins, sem ég tel að réttir aðilar i dómskerfinu fjalli um ”, sagði utanrikisráö- herra. Utanrikisráðuneytiö, sem er æðsta vald á Keflavikurflugvelli, fól lögreglustjóraembættinu á staðnum rannsókn málsins á sinum tima. Henni er nýlega lokið og málið nú hjá rikissak- sóknara. Þrir möguleikar eru á málsmeðferð hjá rikis- saksóknara. Hann getur óskað eftir frekari rannsókn á málinu I heild, eða einhverjum hluta þess. Hann getur ákveðiö málshöföun gegn einhverjum aðila, eða einhverjum aðilum. Einnig geta úrslit orðið þau, að hann láti málið niður falla, ef tilefni er ekki talið nægilegt. —KP. „Við munum berjast á móti þessu, þvi það er tvi- mælalaust þörf fyrir þetta heimili og við teljum að starfið hérna beri árangur”, sagði Halla Jónsdóttir, sem veitir for- stööu Meðferðarheimili viö Kleifarveg, þegar Visir bar undir hana ummæli Björgvins Guðmundssonar borgarráðsmanns I Visi i gær, aö I sparnaðartillög- um borgarstjórnarinnar væri gert ráð fyrir að leggja niður Meðferöar- heimiliö. —JM Erfitt að byrja aftur — eff Útideildin verður lögð niður núna" segir Hinrik Bjarnason, fform. Æskulýðsróðs „Varðandi útideildina þá er mér auövitaö tnikiö hryggðarefni aö þessi sam- eiginlega deild Félags- málastofnunar og Æsku- lýösráös veröi lögö niöur”, sagöi Hinrik Bjarnason, formaöur Æskulýösráös. „Að minu viti er hún komin yfir sinn tilrauna- hjalla og þaö er ævinlega erfitt aö koma slikri starf- semi af stað og þarf að byrja alveg upp á nýtt, ef þráðurinn er tekinn upp eftir að hafa sijtnað. Björgvin talar um að Tóna- bær verði ekki starfræktur i vetur. í tillögum Æsku- lýðsráðs um framtið Tóna- bæjar fólst, að honum væri breytt I félagsmiöstöð. Ef I þær framkvæmdir væri ráöist, þá kæmi þaö af sjálfu sér aö ekki væri um mikla starfrækslu I Tónabæ að ræða á árinu vegna þeirrar breytingar, sem þar þyrfti að gera, þannig aö ég veit ekki hvað þarna er átt við”. „Ekki sœmandi" — segir Kristfn Ottesen fforstöðukona Mœðra • heimilisins um þó hugmynd að leggja heimilið niður „Mér finnst þaö afar slæm ráöstöfun aö leggja Mæöraheimiiiö niöur og engan veginn sæmandi”, sagöi Kristin Ottesen, for- stööukona Mæöraheimilis- „Þaö er nauösynlegt aö svona stofnun sé til og ef lltiö er af konum hér þá er það bara gleöilegt þvi það bendir til aö allt sé i góöu lagi”. —JM borgardómi Þaö er kannski ekkert nýtt aö máli sé frestað i Borgardómi Reykjavikur. En þaö sem teist til tföinda er aö dómari i málinu og báöir lögmenn aöila eru kon- ur, reyndar var þetta I fyrsta sinn, sem svona staöa kom upp i borgardómi. Dómarinn er Auöur Þorbergs- dóttir, en lögmenn eru Lára Júliusdóttir (t.h.), fulltrúi Jóns E. Ragnarssonar, og Birna Hreiöarsdóttir, fulltrúi Ragnars Aöalsteinssonar. Visismynd G.V.A. „EKKI STADID VID SAMNINGA" tegir Konráð Jéhannsson, oddviti á Þérshöfn „Þaö hefur valdiö okk- ur miklum vonbrigöum aö það hefur ekki veriö staöiö viö samkomulagiö sem viö geröum viö Tog- skip h.f. á Siglufiröi”, sagöi Konráö Jóhannsson oddviti á Þórshöfn I sam- tali viö Visi. „Þaö var samið viö þá aö annar skuttogari þeirra, Dagný SI, landaði hérna á tlmabilinu nóv- ember til mars,en siöan hefur hún aöeins landað hér tvisvar sinnum. Við vitum til þess að hún hef- ur landað annars staöar a.m.k. fjórum sinnum frá þvi i nóvember”, sagði Konráö. Konráö sagöi að á siö- asta ári hefði Togskip h.f. keypt nýjan skuttogara, Sigurey, en það átti Dagnýju fyrir. Þorsk- veiðileyfi sem Dagný hafði hefði verið flutt yfir á Sigureyna. Nýtt þorsk- veiðileyfi hedöi siðan fengist I sjávarútvegs- ráðuneytinu fyrir Dagnýju gegn þvi aö þeir aðstoðuðu Hraðfrystistöð Þórshafnar með hrá- efnisöflun. I samningum væri á- kvæði um að Sigurey gæti landað I Þórshöfn I staö Dagnýjar. en Konráð sagði að til þess hefði aldrei komið. Undanfarið hefur veriö stopul vinna i frystihús- inu á Þórshöfn og sagði Konráð að þeir teldu sig illa svikna af þessu sam- komulagi,sérstaklega þar sem þeir vissu til þess að Dagný væri aö sigla með afla tilBretlands. — KS Jarðskjálfti I Grfmsey: Raskaði ekki svefn- rónni „Ég veit aöeins um einn mann, sem fann fyrir skjálftanum. Flestir aörir voru sofnaöir og svefnró okkar var ekki raskað”, sagöi Bjarni Magnússon, hreppstjóri I Grimsey, I samtali viö VIsi. Nokkrir jarðskjálftar uröu I Grimsey I fyrrinótt og voru upptök þeirra nokkra kilómetra frá eynni. Þetta voru fremur litlir skjálftar en nokkuö margir. Bjarni sagði að siðustu tvö árin heföi fólk I Grims- ey fundið nokkuð oft land- skjálfta, en þar sem upp- tökin væru svo skammt frá eynni, fylgdi þeim litill titringur. Þeir fyndust fremur sem létt högg. Stærsti jarðskjálftinn i fyrrinótt mældist 3,2 stig á Richterkvarða. —SJ Enginn vill Silfurtunglið Ekkert Noröurland- anna vildi fá Silfurtungiiö til sýningar, og var lengd myndarinnur nefnd sem ástæöa aö sögn Péturs Guðfinnssonar, fram- kvæmdastjóra sjónvarps, Þetta kom fram á fundi dagskrárstjóra sjónvarpsstöðva á Norðurlöndunum, sem haldinn var I Reykjavik I siðustu viku, þar sem fjallað var um skipti á norrænu sjónvarpsefni. Silfurtunglið var eina islenska efnið, sem boöið var á þessum fundi. Miklar vonir höfðu ver- ið bundnar við að fá efni frá Norðurlöndum I skipt- um fyrir myndina, en af þvi verður sem sagt ekkert. —ÞF Flugmannaverkfallið: Litið flogið innanlands Veruleg röskun veröur á innanlandsflugi i dag vegna verkfalls flugmanna Flugfélags tslands. Flug, sem fellur niöur i dag, er flug til Egilsstaða, Norðfjarðar og Vest- mannaeyja. Einnig. fellur niöur flug til London og til Kaupmannahafnar og Oslóar. A morgun veröur ekki flogiö til Sauðárkróks, Húsavikur og Akureyrar. Þá fellur niður flug til Glasgow og Kaupmanna- hafnar. — ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.