Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 11
11 VÍSIR Fimmtudagur 8. febrúar 1979 Sigurbur stendur hreykinn viö gripinn. Aö vfsu á eftir að setja afturvenginn á, en hann er aðalvengur flugvélarinnar. Þegar myndin var tekin var aðeins nokkurra daga vinna eftir viö að fullgera venginn. Visismyndir: ATÁ „FLUGVÉLIN KOSTAR OKKUR TÆPLEGA TVÆR MILLJÓNIR" — Rœtt við Sigurð Benediktsson, sem er ásomt félaga sínum að Ijúka smíði óvanalegrar flugvélar sem skrúfan er að aftan, gætu steinar skotist i hana og eyöilagt. Einnig er lendingarhraðinn mik- ill, vegna þess hvað vængirnir eru litlir, svo hún þarf sæmilega langa velli. Það á nú eftir að koma i ljós, hvort viö getum ekki lent á góð- um, malbikuöum völlum, en þaö er útséð um það, að viö getum skroppið i sveitina, lent i hlað- varpanum, og fengið okkur pönnukökur með rjóma”. — Hvað tekur langan tima að smiða þessa vél? „Samkæmt upplýsingum Rut- ans, á að taka 800 manntlma að smlöa hana, en okkur hefur þaö tekið helmingi lengri tima. Við höfum lika vandað okkur mikið, sennilega meira en búist er við. Enda erum við spenntir að sjá hvort við náum ekki meiri hraða út úr henni en gert er ráð fyrir. Við hófum smiðina um pásk- ana ’77 svo ef áætlunin stenst hef- ur smiöin tekiö úákvæmlega tvö ár”. Ein önnur i Evrópu. — Hvenær kom þessi vél fyrst á markaðinn? „Hún kom fyrst á markaðinn árið ’76 og hefur reynst mjög vel. Nú eru um 100 sllkar vélar komn- ar i loftiö, langflestar i Banda- rikjunum, en þær eru til frá Astraliu til Islands. Aö visu er að- eins ein á hvorum stað, og is- lenska vélin, okkar vél, er ekki komin I loftið ennþá. Eina vélin af þessari gerð, sem enn hefur flogið i Evrópu, er I Þýskalandi. Ef heppnin verður okkur hliöholl, verður okkar vél númer tvö 1 Ev- rópu.” — Flugeiginleikar? „Þeir eiga að vera mjög góðir. Þegar Ruten hannaöi vélina, setti hann sér að búa til vél, sem hægt væri að fljuga sæmilega hratt og að hægt væri að fljúga henni i miklu uppstreymi. Þetta tókst. Hún er einnig mjög góð i roki, þvi vængirnir eru litlir og taka þvi lit- ið af ókyrröinni. Þetta kemur sem fyrrsegir niður á lendingunni, en vélin þarf 600-1000 feta langa lendingarbraut (180-300 metr- ar)”. Kostar 1,9 milljónir — Kostnaður? „Við tókum þaö saman i gamni hvað þetta hefur kostað okkur. Við höfum keypt efniviöinn á mis- munandi gengi og til að fá út ná- kvæma tölu, þyrfti að yfirfæra allt á núverandi gengi. En i bein- hörðum peningum hefur fyrir- tækið kostað okkur 1,9 milljónir. Þá er allt meötalið tæki, vél og allt. Aðalvandamálið er það, að ekk- ert hefur veriö til hér heima og þess vegna allt verið pantað frá utlöndum. Úti gengur maður bara inn I búð og biður um hlutinn og fær hann afhentan i gjafapakkn- ingum en hér getur maöur litið annað fengið en rándýrt ket og enn dýrara smér.” — Hvaöa efni notið þið við smiðina? „Frauðplast, trefjagler og epoxiö. Allir hlutar vélarinnar eru skornir út I frauðplast, og siðan er sett trefjagler utan á frauðiö, lag á lag ofan. Þetta þykir sumum ekki traust byggingarefni, en staðreyndin er sú, að þetta er jafnsterkt og stál, gefur bara meira eftir. Viö höfum unnið þetta allt á kvöldin og um helgar. Þvi miður eru ekki allir, sem geta eytt kvöldum sinum i tómstundavinn- una, þvi hér vinna menn alla daga og flest kvöld til að koma upp húsi. Svo þegar um hægist þá er komiö aö kransæöastiflunni. Viö Þorbjörn erum hins vegar búnir að koma upp húsi og fjöl- skyldu, þannig að þetta hefur gengiö. Við smiðum þessa vél til þess að geta flogið henni, ekki bara smiðarinnar vegna. Samt höfum við haft mikla ánægju af smiðinni og viö þekkjum vélina út og inn. Ef eitthvað bilar verður þvi ekk- ert mál aö gera viö hana. Svo ein sigild lokaspurning: — Eruö þið spenntir að reyna vélina? „Já, við erum óneitanlega orðnir spenntir. Við höfum verið tvo vetur að smiða vélina, svo annaö væri óeðlilegt. Við erum ekki hvaö sist spenntir að sjá, hvort viö náum meiri hraða, en Þetta er mynd af „Vari Viggen” og er hún heldur stærri en vél Siguröar og Þorbjarnar en lagið það sama. Er blaðamaður heimsótti fiugvélasmiðina fyrir tæpu ári sfðan var ekki komiö mikið lag á fiugvélina. Hér heldur Sigurður á afturhjóla- stellinu. gefinn er upp. Ef þaö tekst, hefur nákvæmnin viö smiðina veriö mikil, meiri en gert er ráð fyrir”, sagði Sigurður Benediktsson. Til gamans má geta þess, aö vélin er sparneytin. Eyðslan fer náttúrulega eftir afli, en viö eðli- legar aöstæður notar hún um 5 litra af bensíhi á 100 kilómetra”. - ATA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.