Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 8. febrúar 1979 9 Bréf ritari vill láta framleiöa vopn hérlendis/ og síöar meir e.t.v. aö framleiöa þau til útflutnings. FRAMLEiÐUM VOPN OG SELJUM Örn Ásmundsson hringdi: Af hverju komum viB Is- lendingar okkur ekki upp skot- færaverksmiðju? Með góðri verksmiðju gætum við framleitt öll þau vopn, sem við þurfum að nota á innan- landsmarkaði. Þar með myndi mikill gjaldeyrir sparast. Seinna meir gætum við hafið útflutning á skotvopnum, i smá- um stll fyrst, en svo stigaukandi útflutning. Ég hef aldrei heyrt um neinn, sem ekki græddi á vopnaútflutningi. Og viö þurfum ekki að hræðast það, að hentug- ur markaður finnist ekki. Þaö væri til dæmis alveg tilvaliö aö flytja vopn til Arabalandanna. Þulir og lesorar ríkisfiölmiðlanna Bréfritari hlustar mikiO á útvarp og er ekki ánægður með allt sem hann heyrir. VisismyndrÞG Við eigum og njótum tveggja opinberra fjölmiðla, sem hafa dálitla sérstööu, Rikisútvarp — hljóð- og sjónvarp. Sérstaða þessara fjölmiðla er að fáir fjöl- miðlar geta miðlað njótendum betra og sannara efni ef rétt og skynsamlega er á haldið, en hafa einnig ótakmarkaða mögu- leika til að dreifa ósönnum, spillandi og niðrandi heimildum, ef stjórnkraftar eru ekki vel á veröi um val og flutn- ingsform efnisins. Það er svo, að ekki hafa aliir sama smekk fyrir efni sem flutt er, og t.d. hef ég sem hlustandi einurð i mér til að toka fyrir ef mér likar ekki efnið, en þó held ég að ég loki oftar fyrir vegna þess að mér fellur ekki flutn- ingur þulanna eða lesaranna, það er t.d. ekki langt siðan maður einn las hvatningar- kvæði eftir Einar Benediktsson og annað eftir Hannes Hafstein, — mikil hörmung var að heyra, — auðheyrt var að maðurinn hafði ekki hugmynd um hvað hann var að lesa, lagði ekki skilning i eina einustu ljóðlinu. Sá eða sú, sem ætlar að lesa ljóð meistaranna fyrir aðra þarf nauðsynlega að bera skyn á hvað hann er að lesa. Haft er eftir einum okkar bestu listunn- endum og mikilvirkustu lyfti- stöngum ótalins fjölda lista- manna um áratuga skeið eftir- farandi: „Það þarf tima til að kynnast list. Ég fór til dæmis ekki að hafa gaman af kvæðum Einars Benediktssonar fyrr en ég var búinn að lesa þau i mörg ár. — ” Þvi miöur eru of mikil brögð að þvi, að til upplestra og til þularstarfa hjá hljóðvarpi og reyndar sjónvarpi einnig, veljist fólk er framkvæmir lestur og þul i eins konar skiln- ingslausum „æðibunulestri” á „akkorðshraða”, sem kemur fáum að gagni, en það var þó meiningin. Mig langar að fá svar frá for- ráöakröftum nefndra opinberra fjölmiðlaum eftirfarandi: Hvað er gert til þessað velja góða þuli til starfa við hljóð- og sjónvarp? Kveikjan aö þessum linum er sú, að ég var einn af mörgum hlustendum að „Að kvöldi dags” nú næstliðinn sunnudag, er Atli, hinn ungi, las hugleið- ingu, með svo mikilli prýöi að margir prestiærðir, er að venju koma á skerminn i nefndum þætti, ættu að taka hinn unga svein sér til fyrirmyndar, þó ekki væri i öðru en að lesa faðir- vorið mærðarlaust og skil- merkilega. Ein rödd heyrist ekki svo sjaldan við lestur fréttaauka, sérlega áheyrilegur flutningur og skilmerkilega saminn. Kven- rödd ein heyrist oft í veður- fregnalestri ,mjög svo þægileg og málhrein, slikar raddir mundi ekki vera lýti aö hafa fleiri bæði i hljóð- og s jónvarpi, og vel á minnst ekki hvaö sist þar, þó margar séu góðar en hinar lélegu of áberandi. Nóg aö sinni. Reykjavik 5.2.1979. Asgeir Asgeirsson (0658-3458). til skemmtana og fundahalda Höfum til ráöstöfunar 2 sali 100—300 manna, til funda- og skemmtanahalds, einnig til bingó og spilakvölda. Opiö daglega alla daga aöra en sunnudaga frá kl. 8.30—6.00 aö kvöldi. Framreiöum rétti dagsins ásamt öllum tegundum grillrétta. Útbúum mat fyrir mötuneyti, einnig heitan og kaldan veislumat, brauö og snittur. Sendum heim ef óskaö er. Pantið í síma 86880 og 85090. VAGNHÖFDA 11 fíEYKJAVÍK SÍMAfí 86880 og 85090 HÓTEL VARÐB0RG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Gó6 gistiherbergi Verð frá kr.: 5.000-9.200 Morgunverður Hádegisverður Kvöldverður Næg bilastæði Er i hjarta bæjarins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.