Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 3
VÍSIR Fimmtudagur 8. febrúar 1979 2 Miklir erfiðleikar ó Landspítala vegna þrengsla: NYBYGGINGAFÍÐ YtKIB OG SITT í GFÐDCIID ,,Við erum búnir að knýja á um lausn með fundum og grein- argerðum en án árangurs. Þvi telur læknaráð það skyldu sina að vekja athygli á vandamálum Landspitalans opinberlega, en i sjö ár hefur nýbyggingafé hans verið tekið og sett i byggingu geðdeildarinnar”, sagði Grétar ólafsson formaður læknaráðs Landspitalans á fundi ráðsins með fréttamönnum i gær. A fundinum voru reifuð hús- næðisvandræði spitalans og einnig var farið með fréttamenn um nokkrar deildir spitalans sem búa við hvað þrengstan kost. Er nú svo komið að alvar- leg vandamál steðja að sér- hæfS*i þjónustu Landspitalans og mörgum þáttum hennar stefnt i voða vegna húsnæðis- skorts, að sögn læknaráðs. Ekki var unnt að skoða hina umdeildu geðdeildarbyggingu sem reist hefur verið á lóð Landspitalans. Læknaráð hafði fengið leyfi til að sýna frétta- mönnum húsið en það leyfi var siðan afturkallað af Páli Sigurðssyni formanni stjórnar- nefndar rikisspitalanna. Geðdeildin A fundinum með læknaráði og i greinargerð sem það tók sam- an um þessi mál kom fram með- al annars eftirfarandi. Arið 1971 i ráðherratið Magnúsar Kjartanssonar var ákveðið að byggja sérstakt geð- deiidarhús á Landspitalalóð ut- an við byggingaáætlun spital- ans. Talið var að um 670 sjúkra- rúm vantaði fyrir geðsjúka og skyldi lausn þessa vanda hafa algjöran forgang. Skipuð var sérstök bygginganefnd sem i samvinnu við húsameistara rik- isins hannaði 12 þúsund fer- metra hús fyrir 120 s júklinga og 24 dagsjúklinga og göngudeild. Byggingu sérstaks geðdeildar- húss var á sinum tima harðlega mótmælt af læknaráði Land- spitalans, Læknafélagi Islands oglæknadeild Háskólans, ásamt fleiri aðilum. Mótmælin voru fyrst og fremst vegna griðarlegrar stærðar hússins svo og að það var tekiðútúr byggingaráætlun Landspitalans og myndi tefja hana um ófyrirsjáanlega fram- tið. Einnig var talið að þörf fyrir geðsjúkrarúm væri ýkt. Svör ráðamanna voru að sér- stök fjárveiting yrði til geð- deiidarinnar og aðrar fram- kvæmdir þvi ekki tefjast. Raun- in hefur hins vegar orðið sú, að allt nýbyggingarf jármagn Landspitalans hefur frá 1972 runnið til geðdeildarhússins. Þegar stærð geðdeildarinnar var ákveðin var ekki gerð nein raunveruleg könnun til að meta raunverulega þörf á sjúkrarými fyrir geðsjúka. Þess í stað voru notaðir sænskir og finnskir staðlar, en samkvæmt þeim þyrfti 957 rými miðað við 220 þúsund ibúa eða 4.3 á þúsund ibúa. Stærð geðdeildarhússins var meðal annars ákveðin á þessum forsendum. Landlæknisembættið samdi greinargerð árið 1976 um þessi mál og leiddi að því rök að þeir erlendu staðlar sem notaöir voru eigi alls ekki við hér. Það er álit landlæknis að þörf Is- lendinga fyrir geðsjúkrarúm sé svipuð og til dæmis i Noregi og Bretlandi eða 1.5 — 1.8 rúm á þúsund ibúa, ef göngudeildar- þjónusta nær að þróast eölilega. Núverandi fjöldi rúma fyrir geðsjúka hér er um eða yfir 1,8 á þúsund ibúa. Rými fyrir hvert sjúkrarúm á geðdeild er 3-5 sinnum meira en i Landspitalabyggingunni eða öðrum sjúkrahúsum á Reykja- vikursvæðinu. Með ofangreint i' huga og si- vaxandi erfiðleikaá Landspital- anum vegna þrengsla þótti ekki óeðlilegt að spitaiinn fengi eitt- hvað af öllu plássi geðdeildar- hússins. Aðeins hefur þó fengist loforð fyrir hluta göngudeildar- rýmis tíl nota fyrir spitalann. Landspitalinn Landspitalinn er stærsti spítali landsins með 508 rúm og eru reknar þar allar sérgreinar læknisfræðinnar, nema heila- skurðlækningar, augnlækningar og hjartaskurðlækningar. A spitalanum er veitt margs kon- ar sérhæfð læknisþjónusta fyrir landið i heild, sem ekki er veitt á öðrum sjúkrahúsum landsins. Þar má nefna gervinýra, bæklunarlækningar, hjarta- þræðing, isotóparannsóknir, sérhæfðar hormónamælingar, geðlæknisþjónusta fyrir börn og þannig mætti lengi telja. Land- sjátalinn er ennfremur aðal kennsluspitali fýrir heiibrigði- stéttir. Um ástandið á einstök- um deildum spitalans kom með- al annars fram eftirfarandi. A biðlista bæklunarlækninga- deildar eru nú 573 sjúklingar þar af 145 sem biða eftir að láta skipta um mjaðmarliði og er biðtimi þeirra tvö til þrjú ár. A biðlistum vegna almennra skurðlækninga, brjósthols- skurðlækninga og lýtalækninga erunú700sjúklingar. Ibygging- aráætlun fýrir Landspitalann er gert ráð fyrir skurðstofuálmu norðan við aðalálmu og á hún einnig að hýsa röntgendeild er býr mjög þröngt. Þessi álma áttiaðhafa forgang ásamtálmu fyrir rannsóknardeildir. Engar framkvæmdir hafnar vegna for- gangs geðdeildar. Geislalækningar við krabba- meinifærastmjög i vöxt ogeinu geislalækningatæki landsins eru á Landspitalanum. A geisla- deild voru 6.500 heimsóknir sjúklinga á siðasta ári. Deildin hefur engin viðtalsherbergi og enga aðstöðu fyrir lækna eða annað starfsfólk. sjúkra á nokkurn hátt. Það væri hins vegar ekki hægt aö sjá, að vandajnál geðsjúklinga i dag værumeirien þeirra sjúklinga- hópa, sem liða fýrir húsnæðis- skort Landspitalans. —SG Frá fundi læknaráðs Landspltalans með fréttamönnum I gær. (Ljósm JA) Fimm nýrnavélar til að halda lifi i fólki með ónýt nýru eru til á spitalanum en aðeins fjórar i notkun þar sem ekki er pláss fyrir fleiri. Astandið er þannig á deildinni að heilbrigðiseftirlitið hefur lagt til að henni verði lok- að. Lyfjabúrið er 40 fermetrar að stærð, en það þjónar öllum spitalanum. Þarna vinna fimm manns og ekki hægt að panta lyfjabirgðir nema til fárra daga i senn. Göngudeild er starfrækt i 180 fermetra plássi og þangað eru um 20 þúsund sjúklingakomur árlega. Endurhæfingadeild er i alltof litlu og óhentugu húsnæði ogrými vantarfyrir iðjuþjálfun einstaklingsmeðferð og æfingar barna. Samnýting Hér hefúr verið stiklað stórt við að lýsa þeim vandamálum sem rikja á Landspitalanum. A sinum tima var gerður samn- ingur milli læknaráðs Land- spitala og Kleppspitala um verulega samnýtingu á þjón- usturými og göngudeildarrými geðdeildar. Læknaráð Land- spitalans telur forsendur þessa samnings brostnar og telur nauðsynlegt að það húsnæði geðdeildar sem enn er ófrá- gengið verði tekið til mun meiri samnýtingar eða sérnýtíngar fyrir spitalann, en gert var ráð fyrir i upphafi, þar til önnur lausn hefur fundist á húsnæðis- skorti Landspitalans. Eina varanlega lausnin sé hins vegar að hef ja framkvæmd byggingaráætlunar spitalans frá 1972. A fundinum með fréttamönnum tóku læknarnir skýrt fram, að þeir væru ekki á móti góðri aðhlynningu geð- mmmw hm kakú Stjórn Sambands Islenskra raf- veitna (SIR) hefur mótmælt „framlengingu svonefnds verð- jöfnunargjalds á raforku, og ekki sist fyrirhugaðri hækkun þess úr 13% 119%”, að þvi er segir I frétt frá SIR. 1 stjórnarsamþykktinni segir að „leysa beri fjárhagsvanda Rafmagnsveitna ríkisins á annan hátt, m.a. með beinum framlög- um úr rikissjóði” eins og stjórn Rafmagnsveitnanna hefur lagt til. 1 ályktuninni er bent á, að mörg raforkufyrirtæki önnur eigi viö fjárhagsvanda aö etja. Þeir Kristján Jónsson og Haf- steinn Davlðsson tóku fram á stjórnarfundinum, að þeir treystu sér ekki til að mótmæla verðjöfn- unargjaldinu á meðan ekki kæmu til aðrar lausnir á fjárhagsvanda Rafmagnsveitnanna og Orkubús Vestfjarða. Gísli Jónsson og Co.: Sýning fyrir bílamálara A sýningunni eru margar gerðir af rykgrimum, slopp- ar, pappir, limbönd, slipi- rokkar, skifur, ofnar til þurrkunar, sandblásarar, sprautukönnur, handverk- færiýmiss konar, bilalökk og grunnefni. Sýningin er jafnframt opin öllum sem vinna I rykmett- uðu lofti. Sýningin var opnuð föstudaginn 2. febrúar og stendur til 16. febrúar alla virka daga frá kl. 8.30 til 5.30. SÍR mótmœlir hœkkun verðjöfnunargjalds

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.