Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 7
VlSIR Fimmtudagur 8. febrúar 1979 Umsjón Guðmundur Pétursson jííuthk' Þessi mynd var tekin á flugvelli i Atlanta i morgun, og sést hvernig flugvélin sest á stélið undan þungan- um af Isingunni, en þar rikti hið versta vetrarveOur I gær og I nótt. Snjóbylur f USA Versta hriöarveöur vetrarins gekk yfir noröausturhluta Banda- rikjanna i gær og lamaöi sam- göngur jafnt i lofti sem á iandi. Verslanir og skólar neyddust til þess aö loka fyrr en eöiilega. Þrettán sentimetra þykkur snjór féll i Washington, og siö- degis voru komnir fimm senti- metrar i New York, en banda- riska veðurstofan spáði þvi, að snjólagið yrði tuttugu sentimetra þykkt i New York, áður en stytti upp. Flugvellir i Washington lokuð- ust vegna hriðarinnar. Ýmsir stærstu flugvellir i norðaustur hluta landsins héldust þó opnir, en allt flug milli N.Y. og Washington og N.Y. og Boston féll niður. öngþveiti myndaðist á vegum i umferðinni, þar sem ökumenn urðu að hægja á sér og fara með hraða snigilsins. Það fékk þó ekki afstýrt þvi, að urmull af árekstr- um varð i hálkunni um allar götur og vegi, allt frá Virginiu og til suðurhluta Nýja Englands. Það var einkennileg tilviljun, en þessa snjókomu gerði ná- kvæmalega einu ári og einum degi eftir að snjóþyngslin miklu byrjuðu i fyrra, en þann sjötta febrúar 1978 féll 60 sentimetra þykkt snjólag i norðausturhluta Bandarikjanna og lamaði nær allt athafnalif þar um slóðir. Er flugherinn á bandi œðstaprests- ins, Khomeiny? Búist er viö þvi, aö ein milljón manna aö minnsta kosti muni taka þátt i kröfugöngum i Teheran, höfuöborg Irans, I dag til þess aö sýna stuöning sinn við Khomeiny æöstaprest og ráöa- gerðir hans um aö gera Iran aö múhammeösku lýöveldi. Stuðningsmenn Khomeiny sögðust vænta þess, að nokkur hundruð foringjar og dátar úr flugher Irans mundu taka þátt i göngunum. En Abbas Gharabaghi, hers- höfðingi og æðstráðandi hersins i fjarveru keisarans, varaði i gær- kvöldi hermenn við þvi að skipta sér af stjórnmálum. Sagði hann, að þeir skyldu styðja stjórnar- skrána og rikisstjórn dr. Shapur Bakhtiars. Bakthiar forsætisráðherra ætlar að efna til blaðamanna- fundar i dag á sama tima, sem göngufólk ætlaði að hópast saman til útifundar. Hann hefur gefið hernum fyrirmæli um að láta gönguna afskiptalausa, nema að komi til uppþota. — Herstjórnin i Teheran tilkynnti að mjög strangt yrði tekið á þvi, ef múgurinn léti ekki i friði opinberar byggingar eða öryggisverði. Yfirlýsing Gharabaghi hers- höfðingja þykir útiloka, að herinn ali á byltingaráformum til að brjóta upp þráteflisstöðuna I stjórnmálum Irans. En um 80 óþekktir foringjar i flughernum gengu fylktu liöi til aðalstöðva Khomeiny i Teheran I gær undir borða, sem bar áletrunina: „Flugher irans vill múhammeðskt lýðveldi”. fr Venus raflýst? Venus, skærasta plánetan i öllu sóikerfinu, kann aö vera raflýst af stööugum leiftrum eldinga, eft- ir þvi sem bandariskir geimvis- indamenn segja. Þetta kemurfram iskýrslum af niðurstöðum siðustu gervihnattarannsókna á Venusi, en stjarnfræðingarnir segjast ekki vera komnir að endanlegri niðurstöðu varðandi þessa skýr- ingu. Þó halda þeir, að eldingar gætu verið skýringin á birtunni, sem stafar af þessum næsta nágranna jarðarinnar. Eldri skýringar lutu að þvi, að hún gæti stafað af brennisteins- bruna i andrúmslofti Venusar. „Við höfum að visu ekki sannanir fyrir þvi, að þarna séu eldingar, en radióhljóðmerki, sem okkur berast, gefa það til kynna,” sagði Fred Scarf, einn þessara geimvisindamanna á blaðamannafundi I gær. Þegar bornar eru saman athug- anir Sovétmanna og Bandarlkja- manna virðist sem þær stundir komi, að birtan sé stöðug eins og rafljós — nefnilega frá eldingum. Upplýsingar þessar hafa borist frá fjórum gervihnöttum, sem „Frumherji Venus 11” flutti til Venusar. Meðan sjálft móður- skipið brann upp I gufuhvolfi Ven- usar, lentu þessir fjórir smærri gervihnettirá yfirborði plánetunn- ar og sendu þaðan upplýsingar til jarðar. Flip Wilson lögsóttur Málaferli fyrrverandi sambýliskonu Lee Mar- vins hafa hleypt mikilli skriðu af stað, og nýj- asta innleggið er að 27 ára aðstoðarstúlka tannlænis hefur nú krafið grinkarlinn Flip Wilson um helming eigna hans. Breska rokkstjarnan, Peter Frampton, leikarinn Nick Nolte og rokksöngvarinn Alice Cooper, hafa allir verið sóttir að lögum af fyrrverandi sambýliskonum sin- um, sem krefjast helmings tekna þeirra þann tima, er þau bjuggu saman. Kayatana Harrison segist hafa búið með Flip Wiison (45 ára), sem kunnur er af sjónvarpsþátt- um slnum, frá janúar 1974 fram I desember 1977. Kefst hún helm- ings eigna Wilsons, en það telur lögmaður hennar, að láti nærri einni milljón dollara I hennar hlut. Ungfrúin segir, að þau hafi komið sameiginlegum tekjum þeirra í fasteign sem hafa svo orðið eftir I eigu Wilsons, þegar þau slitu sambúð. Ungfrú Harrison, sem krafið hefur Wilson um heiming eigna hans. Hún segist hafa aliö önn fyrir börnum hans fjórum þau árin, sem þau bjuggu saman. <> Seladráp Tvenn umhverfis verndar- samtök hafa sakaö Kanada um aö leyfa alltof háa veiöikvóta I drápi á selum, og þá sérstak- iega þeim, sem kallaöir eru hörpuselir. The Worid Wildlife Fund og systursamtök þess IUCH hafa látiö I ljósi áhyggjur af þvf, aö árleg veiöi 180 þúsund kópa Kanada gangi of nærri þessum dýra- stofni. Talsmenn samtakanna sögöu nýiega, aö þelr fögnuöu yfir- lýstri stefnu Kanada um aö stuðia aö fjölgun hörpusela, en kváöust ekki sjá, hvernig þessi veiöikvóti samrýmdist þeirri stefnu. Rán á flutninga- bílum Fimm grimuklæddir og vopn- aöir menn rændu vöruflutninga- bilum, sem fluttu skiöi og fjall- gönguskó, varning, sem metinn er á nokkur hundruö þúsund doiiara. ökumenn bilanna tveggja sögöust hafa numið staöar vegna bilunar, þegar þeir voru staddír skammt frá Montebell- una á Noröur-italiu. Bar aö þcim litinn sendibil, sem staldr- aði viö, meðan þeir luku viö- geröinni. Þá stigu ræningjarnir út úr sendibilnum, og neyddu öku- mennina inn I hann. Atta klukkustundum siöar var þeim varpaö út skammt frá Milanó. Flutningabilarnir fundust siöar tómir. Wayne sagður á batavegi Kvikmyndaleikarinn, John Wayne, liggur enn á sjúkrahúsi, eftir aö maginn var numinn brottiir honum fyrir 25'dögum. Hitt segja þeir ekki, hvenær hann muni útskrifast. En fyrlr tiu dögum sögöu læknar hans, aö hann mundi yfirgefa sjúkra- húsiö eftir viku. Lega hans áfram á spitalanum hefur vakiö grun um, aö liðan hans hafi hrakaö. Hinn 71 árs gamli kúreka- ieikari lagöist á skuröarboröiö 12. janúar tii aögeröar á gall- blöörunnl, en læknarnir fundu krabbamein i maganum, sem var fjarlægöur, aliur eins og hann lagöi sig. Fyrir fjórtán árum var tekinn burt hiuti af vinstra lunga Wayne vegna krabbameins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.