Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 10

Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 8. febrúar 1979 Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davlð Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri" erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón með Heluarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson,Oli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós- myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Ölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Slmar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 86611 7 llnur. Askrift er kr. 2500 á mánuöi innanlands. Verð I lausasölu kr. 125 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f Nauðsyn víðtœkari Fríhafnarrannsóknar „Þetta er tóm della og algjörlega rangt hjá ykkur" sagði Ólafur Thordersen, fríhafnarstjóri, í viðtali við Vísi, þegar bornar voru í haust undir hann fréttir blaðs- ins um meint misferli hjá stofnuninni, þar sem fram kom grunur um að áfengi og sælgæti hefði verið selt á hærra verði en verðskrár sögðu til um. Fríhafnarstjór- inn bætti við „Ég vil eindregið mótmæla því að þetta sé rétt." Lögreglurannsókn hefur nú leitt í Ijós, að fréttir Vísis um þetta mál voru réttar og ekki er nóg með að játningar allmargra manna liggi fyrir um aukagjaldið heldur er misferlið staðfest í bókhaldsgögnum Fríhafnarinnar. Þar kemur f ram að vörur úr Fríhöfninni í f lugvélar Arn- arflugs hafa verið seldar með aukaálagi en ekki sam- kvæmt verðskrá. Það er því orðið Ijóst, að ákveðin áfengistegund var seld með 25 senta álagi umf ram verðskrá og verð á ýms- um tegundum sælgætis var hækkað verulega við sölu umfram skráð verð. Þeir hefðu betur látið vera að skrif a utanríkisráðherra bréfið í nóvember, fríhafnarstarfsmennirnir 30, þar sem þeir sögðu að vörur hefðu ekki samkvæmt þeirra bestu vitund verið seldar vísvitandi á of háu verði. í þvi stóð einnig: „væntum vér þess, að rannsóknin hreinsi oss af þessum áburði og jafnframt, að hinn „trausti" heim- ildarmaður Vísis komi fram í dagsljósið." f tilefni þessa bréfs sagði Vísir í forystugrein 10. nóvember 1978: „Alvörurannsókn á þessu máli og öðru, sem afvega hefur farið í Fríhöfninni, getur aldrei hreinsað alla starfsmenn stofnunarinnar, — þótt hinir saklausu yrðu hreinsaðir af þeim grun, sem nú hefur fallið á þá." Það hefur sýnt sig að ekki eru allir saklausir í sam- bandi við misferlið varðandi aukagjöldin á vínið og sæl- gætið, en þótt rannsókn lögreglustjóraembættisins á Kef lavíkurf lugvelli sé lokið, er ekki þar með sagt að öll kurl séu komin til grafar. Gögn rannsóknarinnar eru nú komin til ríkissaksóknara og það er hans að taka ákvörð- un um framhald málsins. Miðað við takmörk þeirrar rannsóknar, sem þegar hefur farið fram, virðist óhjákvæmilegt að láta fara fram framhaldsrannsókn bæði varðandi þau atriði, sem rannsóknardómarinn á Kef lavíkurf lugvelli einskorðaði sig við og ýmislegt annað sem athugavert hef ur verið við starfsemi þessa stóra ríkisfyrirtækis. Utanríkisráðherra fól lögreglustjóranum á Kefla- víkurflugvelli rannsókn Fríhafnarmálsins, en eftir að henni lauk sendi ráðherra gögnin til ríkissaksóknara. í stað þess að senda málið aftur til yfirvalda á Kefla- víkurf lugvelli er því liklegtog eðlilegt að ríkissaksóknari feli Rannsóknarlögreglu ríkisins framhaldsrannsókn málsins og lögð verði áhersla á að svið rannsóknarinnar verði víkkað, þvi að Ijóster að um alvarlegt misferli hef- ur verið að ræða varðandi rekstur og f jármál Fríhaf nar- innar undanfarin ár. Meðal þeirra spurninga, sem þarf að fá svör við eru þessar: „Hverjir báru ábyrgð á því að aukagjald var lagt ofan á vörur Fríhaf narinnar?" „Hver voru tengslin milli rýrnunar vörubirgðanna í Fríhöfninni og auka- álagsins, sem starfsmenn settu á ákveðnar vörutegund- ir?" og „Hvað varð um það fé sem viðskiptavinir greiddu óafvitandi umfram það verð, sem þeir áttu að greiða samkvæmt gjaldskrá fyrirtækisins?" Siguröur Benediktsson og Þorbjörn Sigurgeirsson viö flugvéiina. Afturhluti véiarinnar vfsar aö okkur en þar eiga skrúfan og afturvængurinn eftir aö koma. „Hún verður tilbúin um páskana og fer í loftið einhvern tfma í aprfl, ef allt fer samkæmt áætlun", sagði Sigurður Benediktsson, verkfræðingur. Hann er ásamt Þorbirni Sigurgeirssyni, prófessor, aö smiða flugvél í húsnæði Svifflugfélags Reykjavík- ur f Nauthólsvik. Flugvél þessi er tveggjasæta og ólik öörum litlum flugvélum I út- liti. Hún er hönnuö af sænsk-ætt- uöum Bandarikjamanni, Burt Rutan, og er kölluö „Vari Eze” „Rutan kallaöi vélina þessu nafni, vegna þess aö þaö er auö- velt aö smiöa hana”, sagöi Siguröur. „Sænsku orrustuþoturnar, Viggen, eru meö litla framvængi og stóra afturvængi eins og vélar Rutans, og stærsta vélin, sem hann hefur hannaö, heitir „Vari Viggen”. Þessi vél okkar er mjög lltil, vænghafiö er 6,60 metrar og samanlagöur vængflötur fram- og afturvængja er aöeins 6 fermetr- ar, sem er helmingi minni en á litlu Cessnunni og rúmlega þaö. Hámarkshraöi Cessnunnar er um 180 km á klst. meö 100 hestafla vél, en hámarkaðshraöi okkar vélar veröur rúmlega 300 km. á klst. meö aðeins 85 hestafla vél”. Aö sögn Siguröar, næst þessi mikli hraöi m.a. vegna þess, hversu létt vélin er. Þyngd henn- ar er aöeins 275 kg og flugþunginn er 455 kg. Flugþol vélarinnar er allt aö 6 timum og flugsviöiö er 1400 km. Enn eitt, sem gerir vél þessa ó- lika öörum flugvélum er, aö hreyfillinn er aö aftan. „Þaö er straumfræöilega betra að hafa hreyfilinn aö aftan, þvi þá blæs skrúfan hvergi á flugvélina og þvi verður mótstaöan minni”, sagöi Siguröur, en hann er læröur flugvélaverkfræöingur. Þarf malbikaða braut. „Þaö er eini gallinn viö þessa vél, að hún þarf góöa flugvelli, helst malbikaöa, Þaö er vegna þess, hve litil hjólin eru. Svo lendir hún á afturhjólunum og þar Siguröur kominn I flugstjórasætiö. Mælarnir eru enn ekki komnir I stjórnboröiö en þess veröur nú ekki langt að biöa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.