Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 23

Vísir - 08.02.1979, Blaðsíða 23
VÍSIR Fimmtudagur 8. febrúar 1979 Söfnuðu 34 milljónum „Getum bœtt okkur upp minni þorskveiði" — segir Aðalsteinn Sigurðsson fiskifrœðingur og bendir ó að skarkolastofninn sé hólfnýttur ,,Við ættum að geta að nokkru bætt okkur upp minni þorskveiði með þvi að auka skarkolaveiðarnar. Núna er skarkolastofn- inn ekki nema hálfnýtt- ur,” sagði Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræð- ingur i samtali við Visi. Hann sagði að ástæðan fyrir slæmri nýtingu skarkolans væri tviþætt. Annars vegar væri rót- gróin andúð á dragnótaveiðum, sem þó væri byggð á misskiln- ingi, og hins vegarörðugleikar á vinnslu sem hæfir góðum markaði. „Við getum ekki verið þekkt fyrir aö nota ekki svona stofn fyllilega,” segir Aðalsteinn Sigurðsson. Vísismynd: JA Faxaflóa ætti að opna Samkvæmt lögum er F.axaflói lokaður fyrir dragnót og botn- vörpu. „Ég tel hiklaustaðhleypa eigi dragnót i Faxaflóann,” sagði Aðalsteinn. „Þetta er ósköp meinlaust veiðarfæri þegar það er rétt notað og það eru fá veið- arfæri sem vernda eins þorsk- inn ogdragnótmeð nógu stórum möskvum. Þegar ég byr jaði að starfa hjá Hafrannsóknastofnuninni fyrir aldarfjórðungi var 90 mm möskvastærð leyfileg. Siðan 1976 hefur möskvastærðin verið takmörkuð við 170 mm i pokan- um og 135 mm i öðrum hlutum vörpunnar. Nú hefur Fiski- félagið og Hafrannsóknastofn- unin mælt með þvi að möskvar allrar vörpunnar verði 170 mm og ég geri ráð fyrir að það nái fram að ganga. Því hefur veriö haldið fram, að möskvar dragnótar leggist saman i drætti, en það á ekki við rök, að styðjast. Þvert á móti hefur verið sannað með neðan- s já var 1 j ósm y ndum að möskvamir haldast opnir.” Tilraunir með flök- unarvélar Aðalsteinn kvaðst telja, að erfiðleikar í markaðsöflun fyrir skarkola, væru fyrst og fremst vegna þess að hingað til hefur hann verið fluttur Ut heilfrystur eða isaður. Það yrði til þess að fiskurinn væri frystur tvisvar, þar sem hann seldist helst ekki öðru visi en flakaður. Á siðasta hausti var hafin tilraun með notkun flökunarvél- ar fyrir skarkola i Keflavik og ef framhaldverður á þeim tilraun- um ætti að vera hægt að auka mjög sölumöguleika á skarkola, sérstaklega i Bretlandi. Fiskæti eyðist litið Gagnrýni á dragnót hefúr einnig beinst að þvi að hún eyöileggi botngróöur og þar með æti fiska. Aðalsteinn sagði hins vegar að tilraunir heföu sýnt, að ekki væri ástæða til aö óttast um botndýrin fyrir drag- nótinni. Það sýndi lika það magn botndýra þar sem tog- veiðar hefður verið stundaðar áratugum saman, svo sem i Norðursjó. Aðrar þjóðir koma til ,,Við getum ekki verið þekkt fyrir að nota ekki svona stofn fyllilega,” sagði Aðalsteinn. „Auk þess megum við búast við þvi að fá ekki að sitja einir um hálfnýtta stofna. Ef gengið veröur frá hafréttarsáttmála með ákvæði um rétt strand- þjóða til að nýta sin mið, þá verður þeim sennilega gert skylt að leyfa öðrum þjóðum að nýta illa nytta stofna. Eg held að Islendingum þætti ekki gott að fá til dæmis Breta upp að ströndinni til að nýta skarkolann, sem þeim þótti sár- ast að sleppa þegar við færðum landhelgina út. Það er lika hætt við að aðrar fisktegundir fylgi eitthvað með.” —SJ Þessi neöansjávarmynd, sem Jóhannes Briem tók, sýnir stærö möskvanna og hvernig þeir haldast opnir i drætti. í landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar hafa nú safnast alls 34,3 milljónir króna og er þó ekki allt komið inn, sem lofað hefur verið. Þessu fé verður variö til að- stoðar við það fólk, sem mest liður af matarskorti i þróunar- löndunum. Einkum verður lögð áhersla á að halda áfram þvl starfi sem hafið var á siðasta ári f Súdan. 1 þvi sambandi er i athugun hvort hagkvæmt sé að kaupa afurðir hér á landi. Söfnuninni er ekki lokið og er tekið viö framlögum til hjálpar- starfsins áfram á giróreikning stofnunarinnar númer 20005. —SJ ....................i3 Hérumbil Sigga var aö sækja um vinnu og lagöi skjöl sin fyrir vinnuveitandann. ,,Ég sé aö þú ert fædd utan hjónbands”. ,,Já, aö vissu marki”, svaraöi Sigga, „pabbi var giftur en mamma ekki”. Ólafur 1 Andstaðan • Þaö vakti nokkra athygli i sjón varpsþættinum um skattamálin á þriöjudags- kvöld, að Sighvatur Björg- § vinsson virtist eiga litið O óuppgert viö Matthias A. © Mathiesen, fyrrverandi © fjármálaráöherra. ® Hann beindi máli sinu nær ® eingöngu til ólafs Ragnars ^ Grimssonar, og horföi fast á ^ hann meðan hann geröi grein ^ fyrir þvi aö Alþýöuflokkur- 0 inn væri mjög óánægöur meö 0 stefnuna i efnahagsmáium. Kvaö svo rammt aö ® þessu að undir lokin gat • stjórnandinn ekki oröa bund- X ist og sagði eitthvaö á þá leiö 2 að, „Þú horfir bara alltaf á Jólaf”. 0 Þetta er dálitiö einkenn- • andi fyrir pólitikina þessa • dagana, stjórnarflokkarnir ®deila miklu grimmilegar ®innbyrðis en viö stjórnar- ®andstöðuna. a Þetta er auövitað nokkuð ^dapurleg einkunn fyrir • stjórnina. En kannske enn ttdapurlegri fyrir Sjálfstæðis- ©fiokkinn. Það hlýtur aö vera ®ömurlegt aö vera svo máttvana I andstööunni að andstæaingarnir nenna ekki að rifast viö hann. Til Reykvíkinga „Veistu hvernig á aö bjarga Reykvlkingi frá drukknun?” „Nei ” Gott.” Listamanna- laun Þaö hefur alltaf veriö rifist dálitiö eftir aö úthlutunar- nefnd listamannalauna hefur skilaö frá sér. Siöasta úthlut- un er þar engin undantekn- ing. Nú hefur hinsvegar oröiö nokkur breyting á. Hingaötii hafa menn oröiö óskaplega vondir ef þeir fengu ekki neitt. Nú rísa menn upp hver af öörum til aö skila aftur laununum. Kannski er þaö vegna gagnrýninnar, en svo viröist sem nefndinhafi hrúgaö öll- um sem henni gátu mögulega dottiö I hug, i lista- mannalaunaflokk. Arangurinn, eöa kannski. öllu heldur afleiöingin er sú aö þaö kemur svo litiö i hlut hvers aö mönnum finnst varla ómaksins vert aö taka viö. . —ÓT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.