Vísir - 27.02.1979, Page 10
10
Útgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davlfi Gufimundsson
Ritstjórar: úlafur Ragnarsson
Hörður Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónina
Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli
Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor-
valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd-
ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Oskar Haf-
steinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og sKrifstofur:
Sifiumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreifisla: Stakkholti 2-4 simi 86611.
Ritstjórn: Slöumúla 14 simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 2500 á mánuði
innanlands. Verfi i
lausasölu kr. 125 eintakifi.
Prentun Blafiaprent h/f
Vinnwm skipulega að
erkwsparnaði
Svo virðist sem (síendingar séu nú almennt að vakna
til vitundar um að hægt sé að spara orku með skynsam-
legu móti. Orkusparnaður hef ur lítið átt upp á pallborðið
hjá þessari velferðarþjóð undanfarin ár, jafnvel þótt
olía hafi hækkað og sömuleiðis aðrir orkugjafar.
Aðrar þjóðir hafa fyrir löngu gert ítarlegar áætlanir
um það, hvernig þær hyggjast spara orku í framtíðinni
og jafnframt hvernig þær ætla að verða sjálfum sér
nægar um orku og eldsneyti, en slíkt eigum við eftir að
gera.
Sú litla viðleitni, sem hefur verið höfð í frammi til
orkusparnaðar hér á landi, hef ur verið að frumkvæði á-
hugamanna, og þá ekki sist kennara og nemenda í Vél-
skóla Islands. Þeir gerðu f yrir nokkrum árum gangskör
að því að breyta vélum skipa þannig að hægt væri að nota
á þær svartoliu í stað gasolíu og jafnframt gengu þeir í
hús og stilltu olíukeynditæki fyrir fólk með mjög góðum
árangri.
Þetta frumkvæði áhugamanna vakti stjórnvöld í síð-
ustu olíukreppu og varð til þess að haldið var námskeið
f yrir stillingamenn víðs vegar að af landinu. Þótt ýmsir
væru í fyrstu vantrúaðir á notkun svartolíu í skipum,
hefur þeim skipum sem nota það eldsenyti sífellt f jölg-
að.
Aukin virkjun jarðhita síðustu ár hefur orðiðtil þess að
við erum ekki eins háðir olíu til húshitunar og við vorum,
en þó eru ákveðnir landshlutar, þar sem lítil von eru um
jarðhita, illa settir að þessu leyti. Olíuhækkanir erlendis
og hrikalegar álögur ríkissjóðs á olíuverðið verða nú til
þess að hitunarkostnaður þeirra, sem búa á köldu
svæðunum, eykst um verulegar upphæðir, eða á þriðja
hundrað þúsund á ári hjá hverri vísitöluf jölskyldu.
Það er þvi mikið í húfi, að hægt sé að lækka þennan
kostnað, til dæmis með stillingu kynditækjanna en mun
árangusríkari yrði á hinn bóginn sú leið, sem bent var á i
forystugrein Vísis i gær, það er að stjórnvöld skæru niður
allar álagningarprósentur sínar á olíuverðið og semdu
við Sovétmenn og Portúgali, sem við kaupum nú olíu af,
um að innkaupsverð okkar á olíu f rá þeim breytist í sam-
ræmi við breytingar á raunverulegu heimsmarkaðs-
verði, en sveiflist ekki eftir dagprísum á olíumarkaðn-
um i Rotterdam. Sömuleiðis þyrfti að leita eftir samn-
ingum um kaup á olíuvörum frá öðrum löndum.
En við megum ekki einblína á olíunotkunina varðandi
kynditæki og skip. Bensínnotkunin er lika dýr þáttur i
orkuinnf lutningu okkar og því er brýnt að horfa til f ram-
tíðarinnar varðandi aðra orkugjafa. Koma þarf í fram-
kvæmd athyglisverðum hugmyndum um framleiðslu á
metanoli hér á landi, sem hægt yrði að blanda í bensín,
þannig að smáttog smátt mætti draga úr bensíninnf lutn-
ingnum.
Mögulega notkun rafmagns til þess að knýja sam-
göngutæki verður að kanna af alvöru og gera tilraunir
með slíkt hér á landi.
Jafnframt þessu þarf að leggja áherslu á orkusparn-
að með ýmsu móti, ekki síst með stillingu ýmissa véla og
tækja, reglulegum kynditækjastillingum, stillingu og
eftirliti með bílvélum, breytingum eða hagkvæmari nýt-
ingu skipavéla og skipulegum sparnaði rafmagns á
heimilum og á vinnustöðum.
Það gildir óvíða betur en á þessu sviði, að margt smátt
gerir eitt stórt, og hver prósenta sem sparast til dæmis í
olíu- og bensínnotkun þýðir milljónatuga sparnað fyrir
þjóðarbúið í heild.
Þriöjudagur 27. febrúar 1979
VÍSIR
Einbeitnin leynir sér ekki á svip dansaranna
Þó nýju dansarnirséu spennandi, standa gömlu dansarnir alltaf fyrir sfnu.
...Fyrst er tvistaö niður f góif og siðan teygöar upp hendurnar...