Vísir - 14.03.1979, Síða 9
Miðvikudagur 14. mars 1979
Frá frumsýningunni: Bréfritari færir þakkir þeim sem stóðu að frumsýningu
á óperunni Pagliacci.
íslensk ópera hafi
þökk fyrir framtakið
Einn á háa C-i hringdi:
„Mig langar til að koma á
framfæri þakklæti til þeirra
sem stóðu að og fluttu óperuna
Pagliacci i Háskólabió á sunnu-
dagskvöldið.
Ég ætla ekki að leggja dóm á
frammistöðu einstakra söngv-
ara, það verður gert af þar til
kvöddum listdómendum. Hins
vegar get ég ekki orða bundist
yfir þessu lofsverða framtaki að
koma þessari óperu á laggirnar.
Þetta er búið að vera draum-
ur margra söngvara og unn-
endur óperunnar að hægt verði
að sjá a.m.k. eina óperu á ári á
sviði hér á landi. Nú þer þessi
draumur orðinn að veruleika
(ég er svo bjartsýnn á fram-
haldið)
Það sem vekur athygli er að
það er einstaklingsframtakið
sem hefur hrundið þessu i fram-
kvæmd en rikisrekin leikhús
hafa ekki séð sóma sinn i þvi aö
sinna þessu listformi. Sem sagt-
íslensk ópera hafi þökk fyrir”.
Misnolkun mótmœlt
Jónas Kristjánsson ritstjóri
Dagblaðsins hefur óskað eftir
þvi að Visir birti afrit af bréfi
sem hann hefur ritað Náttúru-
lækningafélagi Reykjavikur.
Bréfið er svohljóðandi:
Náttúrulækningafélag Reykja-
vikur
c/o framkvæmdastjórinn
Laugavegi 20 b
Reykjavik
A aðalfundi NLFR tók ég eftir
þvi, að i algeru leyfisleysi var
nafn, sem gat verið mitt, á mið-
um, er dreiftvar i anddyrinu. 1
framhaldi af fundinum var mér
sagt, að nafn mitt yrði sett á
prentaðan kjörseðil i fulltrúa-
ráðskosningum á framhaldsað-
alfundi.
Bað ég Egil Ferdinandsson,
sem flutti mér þessa fregn,
koma þeim skilaboðum til
stjórnarformanns NLFR, að ég
yrði ekki i neinum kringum-
stæðum i sliku framboði.
Þrem dögum siðar hringdi
Marinó Stefánsson, stjórnar-
formaður NLFR, til min og
sagði, að skilaboð þessi hefðu
borizt of seint. Kvaðst ég þá
mundu mótmæla þessari endur-
tekinni misnotkun á nafni minu
að mér forspurðum.
Geri ég það hér með þessu
bréfi.
Jónas Kristjánsson
Afrit af bréfi þessu eru send
Dagblaðinu og Visi vegna vill-
andi ummæla i lesendabréfum
um aðild mína að flokkadrátt-
um i NLFR. Visa ég til leiðara i
Dagblaðinu 7. mars, þar sem
fram kemur, að ég hef ekki dá-
læti á neinum fylkingum i þessu
félagi. JK
BERNHOFTSTORFAN
Húsin hrörna meðan beðiö er eftir að tekin sé ákvörðun um afdrif þeirra.
Borgin fœr boltann
HB hringdi:
„Nú er Bernhöftstorfan kom-
in ennþá á dagsskrá. Heldur
hefurhenni blessaðri farið aftur
frá þvi siðast var deilt um til-
verurétt hennar.
Rikið hefur gefið boltann frá
sér og nú á Reykjavikurborg
næsta leik. Ætlar hún að þiggja
kofana og fúaspýturnar og
planta þeim niður i Arbæ eða
ætlar hún að þvo hendur sinar af
öllum afskiptum af málinu og
láta rikinu það eftir.
Hvað sem segja má um það
hvorteigiað varðveita þessi hús
i upprunalegri gerð á uppruna-
legum stað læt ég liggja milli
hluta. Hins vegar er ótækt að
láta árin liða eitt af öðru án þess
að nokkur ákvörðun er tekin.
Á meðan grotna húsin niður
ogaðlokumer ekkert eftir til að
varðveita. Ef til vill er það til-
gangur þeirra sem draga það á
langinn að taka ákvörðun um
afdrif húsanna”.
OPID
KL. 9-9
Allar skreytingar unnar af
fagmönnum.
Najg bilattaaSi a.m.k. ó kvoldin
BIDMfcAVLXriR
II \l \ \KS| K l I I siu
Bifreiðaeigendur
Ath. að við höfum varahluti í hemla, i ailar
gerðir amerískra bifreiða á mjög hagstæðu
verði, vegna sérsamninga við amerískar
verk'smtðjur, sem framleiða aðeins hemla-
hluti. Vinsamlega gerið verðsamanburð.
STILLING HF.“ '
Sendum gegn póstkröfu 31340-82740.
smáŒuglýsingar
«86611
Að gera við brotna nögi,
eða lengja stutta nögl,
tekur aðeins tíu mínútur.
Fœst í snyrtivöruverslunum.
STEFÁN JÓHANNSSON HF.
SÍMI 27655
TÆKNINÝJUNG