Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIGGJA ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykja- víkurborgar árin 2002–2004 var af- greidd á löngum fundi borgar- stjórnar í fyrrakvöld sem stóð fram á nótt. Tillaga sjálfstæðis- manna í minnihluta borgarstjórnar þess efnis að fresta afgreiðslu áætlunarinnar var felld þar sem inn í hana vantaði kostnað við gerð kjarasamninga við leik- og grunn- skólakennara. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lagði fram bókun fyr- ir hönd meirihlutans þar sem segir m.a. að engin rök hafi verið fyrir því að fresta áætluninni. Hún sé leiðbeinandi í eðli sínu en ekki skuldbindandi með sama hætti og fjárhagsáætlun. Í áætluninni sé skýrt tekið fram að úthlutun fjár- hagsramma, sem verður í apríl eða maí, geti forsendur breyst og þar með fjárhæðin vegna þeirra kjara- samninga sem nú eru í burðarliðn- um. „Þeir samningar munu bæði hafa áhrif á tekna- og útgjaldahlið áætlunarinnar, en ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu mikil þau áhrif munu verða, enda hafa kjara- samningar ýmist ekki verið sam- þykktir eða gerðir. Það eru því engin rök fyrir því að fresta áætl- uninni enda beinlínis gert ráð fyrir því í sveitastjórnarlögum að 3ja ára áætlunin sé samþykkt innan mánaðar frá samþykkt fjárhags- áætlunar. Þá er rétt að geta þess að þær forsendur sem Reykjavík- urborg miðar við eru í engu frá- brugðnar þeim forsendum sem aðrar sveitar- og bæjarstjórnir miða við í sínum 3ja ára áætl- unum,“ segir ennfremur í bókun R-listans um málið. Útgjaldaauki hátt í 2 millj- arðar vegna kjarasamninga Við kynningu á áætluninni upp- lýsti borgarstjóri að villa hefði komið fram á tekjuhlið vegna hol- ræsagjalds árið 2004. Gjaldið var áætlað of hátt, eða 925 milljónir króna, en átti að vera 765 milljónir kr. Óskaði borgarstjóri eftir því að þessi leiðrétting yrði færð inn í áætlunina. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn, sagði á fundi borgarstjórn- ar að áætlunin væri í raun mark- laust plagg. Ástæða væri til að staldra við ef 3ja ára áætlun ætti að sýna raunsanna mynd af stöðu borgarinnar miðað við þær upplýs- ingar sem lægju fyrir við af- greiðslu hennar. Inga Jóna sagði að nýgerðir kjarasamningar gætu aukið launalið fræðslumála borg- arinnar um 28% til ársins 2004. Útgjöldin vegna samninga grunn- skólakennara gætu aukist um 1.200 milljónir króna og með launahækkun til leikskólakennara upp á 400–500 milljónir gæti út- gjaldaaukinn numið hátt í 2 millj- örðum króna. Inga Jóna sagði útilokað annað en að fresta afgreiðslu 3ja ára áætlunarinnar. Ef það yrði ekki gert þyrfi meirihlutinn í borgar- stjórn að draga til baka þá meg- instefnu í áætluninni að lækka skuldir borgarsjóðs á tímabilinu um 2,6 milljóna króna. Það mark- mið næðist ekki nema með nið- urskurði í ákveðnum málaflokkum eða hækkun skatttekna. Ingibjörg Sólrún lýsti yfir furðu sinni á tillögu minnihlutans um frestun áætlunarinnar. Hún bæri vott um litla fyrirhyggju sjálfstæð- ismanna og slík tillaga hefði átt að koma fyrr fram og þá t.d. í borg- arráði. Þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar afgreidd við síðari umræðu í borgarstjórn Ekki reiknað með kostnaði af kjarasamningum UMFANGSMIKIL rannsókn á sýkingum og sýkla- lyfjaónæmi hjá íslenskum börnum er nú nýhafin og stendur næstu þrjú árin. Rannsóknin er hluti af evrópskri fjölstöðva rannsókn sem auk Íslands fer fram í Svíþjóð, Frakklandi, Portúgal og Ísrael. Evr- ópusambandið hefur veitt tæplega 150 milljóna króna styrk til rannsóknarinnar, þar af 36,5 millj- ónir til íslenska hlutans. Markmið rannsóknarinnar er að finna bestu og áhrifaríkustu leiðirnar til að draga úr sýkingum og sýklalyfjaónæmi hjá börnum. Einkum miðast rann- sóknin að því að draga úr ónæmi pneumókokka- bakteríunnar, en hún er algegnasta orsök eyrna- bólgu, skútabólgu og lungnabólgu og ein algengasta orsök heilahimnubólgu. Ónæmi baktería, þ.á m. pneumókokka, fer hratt vaxandi um allan heim og hafa fjölónæmir stofnar sem ónæmir eru fyrir nán- ast öllum sýklalyfjum komið fram. Þessir stofnar hafa m.a. náð fótfestu á Íslandi. Mun erfiðaðra og kostnaðarsamara er að meðhöndla sýkingar af völdum fjölónæmra sýkla heldur en næmra og því brýnt að stemma stigu við útbreiðslu þeirra. Eftir því sem ónæmi við sýklalyfjum eykst, fækkar með- ferðarúrræðum þar sem þróun nýrra lyfja tekur mun lengri tíma en þróun nýrra baktería. Rannsóknin á Íslandi er samvinnuverkefni Land- spítala – háskólasjúkrahúss, leikskólanna og Heilsugæslunnar í Kópavogi og Hafnarfirði. Stjórnendur hennar eru prófessor Karl G. Krist- insson sýklafræðingur, Þórólfur Guðnason barna- læknir og prófessor Jóhann Ág. Sigurðsson heim- ilislæknir. Landlæknir hefur jafnframt lýst yfir stuðningi við verkefnið og sagði á blaðamannafundi til kynningar verkefninu að rannsóknin sneri ekki aðeins að einstaklingum heldur lýðheilsu og al- mannaheill. Karl sagði markmið rannsóknarinnar einnig að draga úr sýkingingartíðninni sjálfri og þá sérstaklega á leikskólanum þar sem svo stór hluti barna ver tímanum. Hann benti á að um 90% ís- lenskra barna væru á leikskólum og að sýkingar væru almennt algengar hjá börnum hér á landi. Sýklalyfjaónæmi var mest 20% á Íslandi árið 1993 og er mun algengara hér en á hinum Norðurlönd- unum og t.d. helmingi meira hér en í Danmörku. Með markvissum aðgerðum lækna og viðhorfs- breytingu almennings hefur svo aftur dregið úr ónæmi hérlendis og sagði Karl að hægt væri að gera enn betur með rannsókn sem þessari. Íslend- ingar standa að sögn Karls vel að vígi á miðað við Bandaríkin þar sem sýklalyfjaónæmi er um 40% og í Suðaustur-Asíu þar sem ónæmið er allt að 80% en að sögn landlæknis hefur verið sýnt fram á mjög sterk tengsl milli notkunar sýklalyfja og tilurð sýklalyfjaónæmis. 1.600 leikskólabörn taka þátt í rannsókninni Rannsóknin er einstök að því leyti að hún er fyrsta fjölstöðva rannsóknin á áhrifum íhlutandi að- gerða þar sem áhrifin eru metin með notkun við- miðunarhóps. Ætlunin er að fá 1.600 leikskólabörn í rannsóknina, 800 í Kópavogi og 800 í Hafnarfirði. Börnin í öðru hvoru bæjarfélaginu verða í tilrauna- hóp þar sem beitt verður íhlutandi aðgerðum, en börnin í hinu bæjarfélaginu verða í samanburðar- hópi. Eftir að aflað hefur verið upplýsts samþykkis foreldra verða teknar nefkoksræktanir, til að leita að ónæmum pneumókokkum, frá viðkomandi börn- um á 6 til 8 mánaða fresti í þrjú ár. Á sama tíma verður fylgst með sýkingartíðni og sýklalyfjanotk- un barnanna með aðstoð spurningalista og dagbóka sem foreldrar fylla út og skrá niður veikindi barna sinna og hvaða sýklalyf þau eru sett á. Á leikskólum þeirra barna sem eru í tilraunahóp verður aukin áhersla lögð á sýkingavarnir s.s. handþvotta og hreinlætisaðgerðir, og læknar þeirra munu gæta aðhalds í sýklalyfjanotkun og breyta skömmtun til- tekinna sýklalyfja. Heilsugæslan í báðum bæjar- félögum gefur svo upp upplýsingar um sýkingar og sýklalyfjaávísanir hjá öllum börnum auk þess sem leitað verður til lyfjaverslana um heildarsölu sýkla- lyfja. Þess ber að geta að upplýsingarnar eru í engu tengdar persónunum heldur aðeins fjölda og magni sýkinga og sýklalyfja. Þórólfur sagði rannsóknina auk þess geta leitt til að hægt verði að sjá hvort unnt sé að minnka tíðni annarra pesta s.s. kvefs og niðurgangs með sömu íhlutandi aðgerðum. Með því að tengja rannsóknina öðrum löndum er hægt að reikna út vægi mismunandi þátta sem eru valdir að sýkingum og sýklalyfjaónæmi. Ópersónu- greinanleg gögn verða svo send til Portúgals, þar sem sambærileg rannsókn fer fram, þar sem áætluð verða áhrifin af sérhverri íhlutandi aðgerð. Rann- sóknin hefur hlotið samþykki tölvunefndar og vís- indasiðanefndar. Þó að rannsóknin taki þrjú ár eru að sögn læknanna líkur á að hún skili árangri fyrr þar sem upplýsingar berast stöðugt yfir rannsóknartímann og hugsanlegt að niðurstöður liggi jafnvel fyrir inn- an tveggja ára. Fjölþjóðleg rannsókn á sýkingum og sýklalyfjaónæmi hjá börnum ýtt úr vör 1.600 leikskólabörn taka þátt í rannsókninni Morgunblaðið/Þorkell FÉLAGAR í Veðurklúbbnum á Dalbæ í Dalvíkurbyggð telja að ekki sé mikilla breytinga að vænta í veðri nú í febrúar. Þeir álíta að ekki muni snjóa mikið, en gera hins vegar ráð fyrir að kaldara verði en verið hefur. Spá sína byggja þeir einkum á góðum draumum undanfarnar nætur. Nokkrir klúbbfélagar eru sammála Páli Bergþórssyni veðurfræðingi sem spáði því að næstu fjögur til fimm árin yrði veðrið gott og hlýtt. Vitanlega muni inn á milli koma kaflar sem minni okkur á hvar við eig- um heima. Telja félagarnir að eitthvað muni snjóa, en samt ekki fyrr en upp úr 23. febrúar á nýju tungli eða jafnvel í mars. Þá nefna þeir í febrúarspá sinni að líklegt sé að hvassviðri gangi yfir landið í þessum mánuði, dagarnir 8. til 9. febrúar og 21. til 23. febrúar eru þar nefndir til sögunnar. Verði umrætt hvassviðri við fyrri dagsetn- inguna megi gera ráð fyrir að það verði án snjókomu. Félagarnir benda á að veður á Pétursmessu sem er 22. febrúar hafi áhrif á hvernig veðrið verði næstu 40 daga þar á eftir. Um það er kveðið svo: Ef Pétur í feikn og frosti særir ferna tíu með sér færir vorið víst óvíða nærir, verða sauðir ei frjóbærir. Þá vitna þeir einnig til gam- alla spakmæla um góuna sem byrjar 18. febrúar, en þau eru: Grimmur skyldi góudagur hinn fyrsti, annar og hinn þriðji, þá mun góa góð verða. Ef hún góa öll er góð, öldin má það muna, þá mun harpa, hennar jóð herða veðráttuna. Loks nefna klúbbfélagar að líklegt sé að framhald verði á skjálftum í Vatnajökli og þeir jafnvel stærri en sá sem síðast kom. Febrúarspá Veð- urklúbbsins á Dalbæ í Dalvíkurbyggð Áfram gott veður, lítill snjór en eitthvað kaldara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.