Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ KAUPFÉLAGSHÚSIÐ í Mosfellsbæ er að öðlast nýtt líf því þangað eru hand- verksmenn bæjarins að flytja og ætla þar að selja listmuni sína og koma upp vinnuað- stöðu. „Við sameinumst í þessu til að styðja hvert ann- að og hafa félagsskap hvert af öðru,“ sagði Hulda Guð- mundsdóttir, formaður Félags handverkshóps Mos- fellsbæjar og nágrennis. „Það verður voðalega gaman hjá okkur. Við erum full af áhuga og það verður gaman að móta þetta verkefni.“ 41 félagi er í Félagi hand- verkshóps Mosfellsbæjar og nágrennis og Hulda, sem er glerlistakona, upphafsmaður að stofnun félagsins, sem fengið hefur húsaleigustyrk frá bæjarsjóði til að koma upp aðstöðu í húsinu. Ætla að halda námskeið Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að hugsunin væri sú að handverksfólkið mundi þarna hafa muni sína til sölu og einnig væri stefnt að því að koma upp vinnuað- stöðu þannig að handverks- menn yrðu að störfum innan um viðskiptavinina. „Svo ætlum við að halda hér nám- skeið,“ sagði Hulda. Í félaginu eru margskonar handverks- og listamenn, sem samhliða öðrum störfum stunda m.a. tréskurð, gler- list, málun, leirlist, hanna, prjóna og sauma barnaföt og prjónles, vinna úr perlum, sauma perlusaum, svo og járnsmiður og rennismiður, sem munu m.a. taka að sér að skreyta handverkshúsið að utan. Um þrír fjórðu félagsmanna eru konur og þótt langflestir séu búsettir í Mosfellsbæ eru nokkrir úr nágrannasveitarfélögum á Stór-Mosfellsbæjarsvæðinu enda er félagið kennt við bæ- inn og nágrenni hans. Hulda sagði að fyrst um sinn yrði einungis gallerí á staðnum en smám saman yrði vinnuaðstöðunni bætt við og þangað mundu félags- menn koma eftir því sem að- stæður og tími leyfðu en margir þeirra hafa jafn- framt góða aðstöðu á heimili sínu og vinna þar en munu a.m.k. nota sér söluaðstöð- una á staðnum. Galleríið var opnað í gær en formleg opn- un verður þegar húsið er fullbúið. Beint við þjóðveginn Hulda sagði að aðdrag- andinn að stofnun félagsins og síðan þessarar aðstöðu hefði verið sá að hún komst í kynni við aðstandendur sams konar hóps handverksfólks í Sandgerði. „Þar er okkar fyrirmynd að þessu,“ sagði hún. Hús Kaupfélags Kjal- arnesþings í Mosfellsbæ, þar sem nú er verslun 11-11 og áður einnig veisluþjónusta, er þekkt í augum vegfarenda um Vesturlandsveg en húsið blasir við frá gamla þjóðveg- inum. Morgunblaðið/Jim Smart Handverkskonurnar María Eggertsdóttir, Hulda Guðmundsdóttir og Kristín Þórmundsdóttir undirbjuggu opnun hand- verksgallerísins í Mosfellsbæ í gær. Handverksmenn í Mosfellsbæ sameinast um gallerí með vinnuaðstöðu Nýtt líf í kaupfélagshúsið Mosfellsbær MOSFELLSBÆR varð í gær annað í röð íslenskra sveitarfélaga til að setja sér markmið um sjálfbæra þró- un. Í því felst að sjálfbær þróun og hugmyndafræði Staðardagskrár 21 verða höfð að leiðarljósi í rekstri, þróun og uppbyggingu bæj- arfélagsins. Markmiðið gerir ráð fyrir að stuðlað verði að þátttöku bæjarbúa, í því sem að mál- efnum sveitarfélagsins snýr. Þýðing fyrir íbúa Að sögn Jóhönnu B. Magn- úsdóttur verkefnisstjóra verða bæjarbúar fyrst varir við áhrif samþykktarinnar með því að hvatt verður til stofnunar hverfasamtaka þar sem íbúar geta sameinast um að hafa áhrif í sínu umhverfi. Einnig verður lögð áhersla á samvinnu við skóla og leik- skóla og ýtt úr vör verkefni í því skyni að efla hlut barna í ákvarðanatöku um það sem varðar málefni samfélagsins. Þá segir Jóhanna að áhrif samþykktarinnar muni m.a. birtast í nýjum markmiðum varðandi gerð gönguleiða, stefnu í sorpmálum og jafn- réttismálum og aukinni um- hverfisfræðslu í skólunum. Bæjarbúar í Mosfellsbæ tóku margir þátt í hópavinnu vegna Staðardagskrár 21 og á grundvelli hópanna voru unnin drög að skýrslu, sem markmiðin sem bæjarstjórn hefur nú samþykkt byggjast á. Í bókun bæjarstjórnar segir að hún samþykki jafn- framt Ólafsvíkuryfirlýsing- una um sjálfbæra þróun. Árlega verði unnin fram- kvæmdaáætlun í tengslum við fjárhagsáætlun bæjarins, þar sem leiðir að markmiðum um sjálfbæra þróun verða út- færðar. „Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að unnið verði að því að gerð verði umhverf- isskýrsla ár hvert, sem sýni árangur og yfirlit yfir um- hverfismál í sveitarfélaginu,“ segir ennfremur. Snæfellsbær varð fyrst sveitarfélaga á Íslandi til þess að setja sér markmið af þessu tagi í anda Staðardag- skrár 21. Bæjarstjórn stuðlar að sjálfbærri þróun Mosfellsbær ÞEIRRI tillögu borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins að bílastæðasjóður borgarinnar ræði við hafnaryfirvöld um möguleika á 270 nýjum bíla- stæðum á þaki Faxaskála við Reykjavíkurhöfn var vísað til borgarráðs á fundi borgar- stjórnar með öllum greiddum atkvæðum. Á fundinum varð talsverð umræða um málefni miðborgarinnar sem tók lung- ann af fundinum. Bregðast þarf við með skjótum hætti Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, sagði að bregð- ast þyrfti við bílastæðavand- anum í miðborginni með skjótum hætti. Fjölga þyrfti bílastæðum þannig að miðborgin gæti varist þeirri auknu sam- keppni sem hún fengi nú frá öðrum svæðum, einkum Smáralindinni í Kópavogi. Ekki væri eftir neinu að bíða að nota plássið sem væri á Faxaskála. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri sagði það sjálf- sagt mál að skoða þessa tillögu og lagði til að vísa henni til borgarráðs. Bílastæði á Faxa- skála gætu einkum nýst þeim sem störfuðu í miðborginni en Ingibjörg efaðist um að fram- kvæmdirnar borguðu sig. Deilt um frétt í Morgunblaðinu Eins og fyrr segir voru mál- efni miðborgarinnar mikið til umræðu í borgarstjórn og hart deilt. Meðal þess sem kom til umræðu var frétt í Morgunblaðinu á fimmtudag þar sem rætt var við hár- snyrtimeistara sem meðal annars vegna óánægju sinnar með þróun mála í miðborg- inni, aðallega lokun Hafnar- strætis í annan endann og bílastæðavanda, flutti hár- snyrtistofu sína út á Seltjarn- arnes. Borgarfulltrúar R- listans sökuðu Sjálfstæðis- flokkinn um að hafa komið fréttinni á framfæri við Morg- unblaðið og töldu flutning einnar hársnyrtistofu hafa fengið óeðlilega mikið pláss í blaðinu. Júlíus Vífill Ingvars- son, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, vísaði þessum ásökunum á bug og gagnrýndi R-listann fyrir að viðurkenna ekki vanda miðborgarinnar og ráðast þess í stað að ein- stökum þjónustuaðilum sem hefðu fengið sig sadda á ástandinu Bílastæðamál rædd í borgarstjórn Reykjavíkur Þak Faxaskála gæti rúmað 270 bíla Miðborg HREPPSNEFND Bessa- staðahrepps hefur samþykkt að fara þess á leit við sam- vinnunefnd um svæðisskipu- lag á höfuðborgarsvæðinu að nefndin láti taka saman í greinargerð hugmyndir og skipulagstengdar upplýsingar sem fram hafa verið settar um flugvöll á Lönguskerjum og Hólma í Skerjafirði sem nefndin telur að hafa mundi afgerandi áhrif á byggð í ná- lægum sveitarfélögum. Nefndin telur gögn þessi nauðsynleg til að hægt sé að meta hvort þetta flugvallar- svæði gæti talist viðunandi. „Hreppsnefnd telur mikil- vægt, að ef fyrirliggjandi hug- myndir um flugvöll á Löngu- skerjum eiga í tengslum við svæðisskipulagið eða í kjölfar afgreiðslu þess að fá skipu- lagslega og stjórnsýslulega meðferð hreppsyfirvalda í Bessastaðahreppi, verði hug- myndirnar ásamt skipulags- legum fylgigögnum að liggja fyrir í aðgengilegri greinar- gerð, m.a. vegna byggðar og náttúru aðliggjandi sveitar- félaga,“ segir í einróma sam- þykkt nefndarinnar. „Að mati hreppsnefndar Bessastaðahrepps myndi flutningur Reykjavíkurflug- vallar út á Löngusker og Hólma og þar með að hluta til inn fyrir lögsagnarmörk Bessastaðahrepps hafa afger- andi áhrif á framtíðarskipulag höfuðborgarsvæðisins, um- hverfi og yfirbragð byggðar í aðliggjandi sveitarfélögum og því sé mikilvægt að umrædd gögn verði tekin saman á þessu stigi svæðisskipulags- ins,“ segir ennfremur. Í greinargerð með tillög- unni kemur fram að í kjölfar afgreiðslu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins þurfi að taka aðalskipulagsáætlanir sveitarfélaganna átta sem að svæðisskipulaginu standa, þar á meðal Bessastaða- hrepps, til endurskoðunar. Því sé mikilvægt að fyrir liggi greinargerð um hugmyndir og „skipulagstengdar upplýs- ingar“ varðandi flugvöll á Lönguskerjum og Hólma í Skerjafirði. „Sú umræða um flugvallar- mál, sem átt hefur sér stað að undanförnu í tengslum við svæðisskipulag höfuðborgar- svæðisins, bendir til þess að Löngusker í Skerjafirði kunni á komandi árum að koma til álita sem stæði undir innan- lands- eða millilandaflugvöll. Því er mikilvægt, að við vinnu svæðisskipulags höfuðborgar- svæðisins nú komi fram skýr afstaða ráðgjafa samvinnu- nefndar í flugvallarmálum til þess hvernig staðsetning flug- vallar í Skerjafirði stendur í raun í samanburði við aðra kynnta valkosti innanlands- flugvallar. Einnig er mjög mikilvægt fyrir sveitarstjórn- ir þeirra sveitarfélaga sem að svæðisskipulaginu standa, að fyrir liggi áhrif flugumferðar að og frá flugvelli í Skerjafirði á aðliggjandi byggðir, svo að þær geti metið hvort þetta flugvallarstæði geti talist ásættanleg, vegna þeirrar byggðar sem fyrir er á svæð- inu, segir í greinargerðinni. Hreppsnefnd vegna flugvallar- hugmyndar á Lönguskerjum Hefði afger- andi áhrif á nærliggjandi sveitarfélög Bessastaðahreppur Reykjavíkurborg hefur nú til skoðunar hugmyndir um að taka lýsingarmál í miðborg- inni til endurskoðunar, m.a. á þann hátt að í stað ljósastaura verði notast við kastara sem festir eru á gafla húsa. Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri sagði í sam- tali við Morgunblaðið að tals- vert hefði verið gagnrýnt að lýsing í miðborginni væri ekki nægileg og að engin stefna hefði verið mótuð um lýsingu. Erlendur sérfræðingur hefði bent á að úr Bakarabrekk- unni mætti sjá 11–14 mismun- andi tegundir lýsingar og nauðsynlegt væri að skapa heildstæða lýsingu í Kvosinni, m.a. með því að nota í stað hefðbundinna ljósastaura kastara, sem eru hengdir á hús og gefa góða birtu niður á göturnar. „Þetta er algengt erlendis og við munum skoða þetta,“ sagði gatnamálastjóri. Hann sagði að unnið væri að málinu í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og væri verið að afla upplýsinga, huga að ráð- gjöf og fleira. Kastarar í stað ljósastaura? Miðborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.