Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ytri aðstæður hafa áhrif á draum- inn líkt og tunglið á sjávarföll. Áhrif af mataræði, drykkju, bíó eða gönguferðum ýta á myndgerð draumsins líkt og aðrar upplifanir eða reynsla. Myndirnar eru oft kunnuglegar þegar við vöknum og þess vegna fleygjum við þeim oftar en ekki í minnistómið án frekari skoðunar. En ytra útlit segir ekki allt um drauminn eða innviði hans og því ættu menn að huga sinn draum áður en stokkið er út í dag- inn. Á dögunum henti ég mér þreyttum fyrir framan skjáinn að horfa á franska glæpamynd um ok- urlánara og dráp hans á skuldurum sem ekki greiddu. Í myndinni komu fram stór og voldug hús, bílar og eitt fórnarlamba sem lenti í bruna og var sýnt á sjúkrahúsi skaðbrunnið í framan svo andlitið var eitt kjötstykki. Þegar ég sofn- aði að mynd lokinni dreymdi mig að ég kom akandi að stóru gulleitu húsi með dumbrauðum glugga- körmum og hurðum. Ég horfði á húsið og skyndilega brast bílskúrs- hurðin með látum og splundraðist í allar áttir en út úr brakinu gekk maður með hest sér við hlið og voru báðir rauðir á skinn. Þegar ég vaknaði þótti mér draumurinn skrýtinn en hugsaði um leið til myndarinnar kvöldið áður og aug- ljósra tengsla þarna á milli og taldi því lítið mark í draumnum. Þegar frá leið og morgunverkum var lok- ið skaust draumurinn aftur upp á hvelfingu hugans með skilaboð um að hann hefði merkingu óháða myndinni frá kvöldinu áður þótt hann nýtti sér myndefni þaðan í söguna. Hann sagðist vera að lýsa mér (gulleita húsið) og hömdu orkuflæði (dumbrauðu gluggarnir og hurðirnar) og að útbrot rauða mannsins og hestsins (orka) úr bíl- skúrshurðinni væri sönnun þess að ég myndi ná árangri í viðleitni minni að losna úr yfirvigt og slöppu ámigkomulagi enda nýbyrj- aður (með herkjum) að toga og ýta í tæki á einni af mörgum líkams- ræktarstöðvum landsins. Draumur frá „Rúnu“ Mig dreymdi að ég væri á leið heim eftir annasaman dag, rosalega þreytt. Ég hafði eitthvað verið að stússast, m.a. hafði ég farið með bílinn okkar hjónanna í þrif, sótti hann svo aftur og þá hafði mað- urinn sem þreif bílinn verið búinn að leggja honum á bílasölu sem hann átti. Ég varð hálfreið og sagðist ekkert hafa hug á að selja bílinn. Svo fór ég að sækja mann- inn minn, hitti hann á einhverri bensínstöð íklæddan síðum dökk- um frakka, virtist vera mikill gæi, heilsandi dömu á rauðum sportbíl. Ég varð eitthvað pirruð og spurði hvort hann væri að koma með mér eða ekki. Hann svaraði því játandi, og ég fór þá út í bíl og beið eftir honum og mér fannst vera mikið rok. Varð mér litið á hendurnar á mér og sá þá að allir hringarnir mínir (þ.e. giftingarhringur og þrír aðrir gullhringar með steinum) voru alveg dottnir í sundur, þeir voru uppeyddir og héngu saman á nánast engu. Einnig nýtt gullúr sem ég fékk í jólagjöf, það vantaði stóran part í gullólina og það hékk saman á einhverjum ósýnilegum spottum. Við þetta vaknaði ég. Það vill svo til að maðurinn minn hefur gefið mér alla þessa hringa ásamt úrinu en ég veit ekki hvort það hef- ur eitthvað að segja. Mig hefur oft dreymt fyrir atburðum og finnst mér eins og þessi draumur boði ekkert gott en kem samt ekki fyrir mig hvað það gæti verið. Ráðning Þegar draumar eru skoðaðir er gott að eiga reynslusjóð að sækja í til skilnings á merkingu táknanna sem birtast. Þar er muni, fólk, liti, tíðaranda, dýr, hús og sitthvað fleira að hafa sem tína má í púslið „að ráða draum“. Sögu- og ferða- bækur, uppsláttarrit, listaverka- og hönnunarbækur, myndbönd og Draumur um vilja DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson Hvenær verður teinn að öxli? Svar: Setjum sem svo að það sem greini teina og öxla í sundur sé sver- leikinn, teinar eru mjóir en öxlar sverari. Hugsum okkur nú að við höf- um fyrir framan okkur 100 stál- sívalninga, sá mjósti er 1 cm í þver- mál, sá næsti um 4 mm sverari og svo koll af kolli þangað til við komum að þeim síðasta sem er þá um 5 cm í þvermál. Nú getum við spurt eftir- farandi spurningar: „Hvaða sívaln- ingur er sverasti teinninn og hver er mjósti öxullinn?“ Ef við getum svar- að þessari spurningu höfum við svar við því hvenær teinn verður að öxli. Vandinn er hins vegar sá að það virð- ist ekki vera rétt að segja til dæmis um sívalning 30 að hann sé sverasti teinninn frekar en sívalningur 31, og raunar virðist alveg sama hvaða sí- valning við köllum sverasta teininn, það virðist jafnrétt að segja að sá næsti við hliðina sé sverasti teinninn. Þetta er vandamál vegna þess að það getur bara einn teinn verið sverasti teinninn. Sömu sögu er að segja ef við spyrjum hvaða sívalningur sé mjósti öxullinn. Það er enginn einn sem er mjósti öxullinn frekar en sá við hliðina. Nú er vinsælast meðal heimspekinga að líta svo á að vanda- mál eins og þetta sýni að orð eins og „teinn“ og „öxull“ hafi einungis óljósa merkingu. Orðin hafa merk- ingu vegna þess að til eru sívalningar sem eru augljóslega teinar og aðrir sem eru augljóslega ekki teinar. Og sömu sögu er að segja um öxla. Aftur á móti er merkingin óljós þar sem ekki eru skýrt afmörkuð skil milli þess hvað orðið „teinn“ á við um og hvað orðið „öxull“ á við um. Hug- myndin bak við þessa afstöðu er tví- þætt: (i) Orð hljóti merkingu sína af háttalagi fólks og þá einkum því hvernig fólk notar tungumálið; (ii) hins vegar sé ekkert í háttum Íslend- inga (þar sem „teinn“ og „öxull“ eru orð í íslensku) sem segir til um að einn sívalningur skuli vera sverasti teinninn en sá næsti skuli vera mjósti öxullinn. Því er svo stundum bætt við að það væri kraftaverki líkast ef merkingin væri ekki óljós í þessum skilningi. Hvernig mætti það vera að Íslendingarværu svo grandvarir í notkun sinni á orði eins og „teinn“ að einn stálsívalningur væri rétt- nefndur teinn en annar sívalningur, kannski ekki nema 1 mm sverari, væri ekki teinn? Ólafur Páll Jónsson, doktorsnemi í heim- speki við Massachusetts Institute of Technology. Er alveg öruggt að vöðvar af skepnu með riðu séu ekki sýktir? Geta menn borið sjúk- dóminn sín á milli? Svar: Þótt margt sé á huldu um smitandi riðusjúkdóma er nokkuð vitað um smitleiðir þeirra. Hefur sú vitneskja dugað til þess að hægt sé að hefta útbreiðslu sumra þeirra. Út- breiðsla kuru á Papúa í Nýju-Gíneu var stöðvuð 1956 með því að fá inn- fædda til að hætta mannáti í tengslum við greftrunarsiði. Svo liðu margir áratugir frá því að smitleiðin var rofin þar til sjúkdómurinn hvarf vegna þess hve meðgöngutími hans er langur. Eftir að kúariðan upp- götvaðist í Bretlandi á miðjum 9. ára- tug 20. aldar hættu Bretar árið 1988 að fóðra jórturdýr á kjöt- og bein- mjöli sem unnið var úr dýrahræjum jórturdýra. Ári síðar var lagt bann við því að ákveðnar nautgripaafurðir, sem talið var að gætu verið meng- aðar af skaðlegum príónum, kæmust í fæðu manna. Þessar afurðir eru heili, mæna, hóstarkirtill, hálseitlar, milta og innyfli. Meðgöngutími kúa- riðu er langur. Því var Bretum ljóst að kúariðan myndi færast í vöxt fyrstu árin eftir að smitleiðin var rof- in áður en draga myndi úr fjölda til- fella. Þessar aðgerðir hafa síðan skil- að þeim árangri sem vænst var því að stórlega hefur dregið úr kúa- riðunni þar í landi á undanförnum ár- um. Af árangri aðgerða gegn þessum tveim sjúkdómum má draga mikils- verðar faraldsfræðilegar ályktanir. Riða virðist hvorki smitast frá móður til barns (kuru) né frá kú til kálfs (kúariða). Því má álykta sem svo að fósturvísar nautgripa beri ekki með sérsmit. Ekki hefur tekist að sýkja dýr með því að fóðra þau á hreinum vöðvum sem ekki hafa í sér vef frá miðtaugakerfi og rannsóknir benda heldur ekki til þess að sæði nauta beri í sér smit. Ekki er heldur ástæða til að ætla að öll venjuleg um- gengni við riðusýkta einstaklinga leiði til smitunar. Þótt ekki hafi verið sýnt fram á tilteknar smitleiðir er erfitt að útiloka þær, einkum þar sem um tiltölulega nýja sjúkdóma er að ræða sem hvergi nærri eru full- rannsakaðir. Dæmi eru um að flutn- ingur á hornhimnu augans og heila- himnu milli manna til ígræðslu, ígræðsla heilarita og heilaskurð- aðgerðir með menguðum áhöldum hafi valdið smiti af völdum creutz- feldt-jakob-sjúkdómsins (CJS). Einnig hefur vaxtarhormón unnið úr heilum látinna manna valdið slíku smiti. Núorðið eru slík hormón fram- leidd með erfðatækni og valda ekki lengur smiti.Engar vísbendingar eru til um það að CJS smitist með blóð- gjöf. Bretar hafa fylgst náið með því frá 1997 hvort mannariða hafi smit- ast með blóðgjöf þar í landi. Hingað til er vitað um 12 manns sem hafa fengið blóð frá fólki með mannariðu en enginn blóðþeganna hefur sýkst. Einn þeirra sem fengið hefur manna- riðu hefur fengið blóðgjöf en enginn sem gaf honum blóð hefur greinst með sjúkdóminn. Kúa- og mannariða eru hins vegar nýir sjúkdómar og gera má ráð fyrir að mannariðan eigi eftir að aukast til muna og verða mun algengari en venjulegur CJS vegna fjölda þeirra sem þegar eru smitaðir. Í framtíðinni er því nauð- synlegt að stunda nákvæma smitgát við læknisaðgerðir. Þótt engar vís- bendingar hafi enn þá komið fram sem benda til þess að mannariða geti smitast með blóðgjöf er á þessu stigi málsins ekki hægt að útiloka slíkt. Þótt ekki sé vitað til þess að blóð- gjafir valdi smiti hafa margar þjóðir farið þá leið að banna blóðgjafir frá þeim sem hafa dvalist í Bretlandi í meira en 6 mánuði á árunum 1980- 1996 eða að nota frá þeim einungis blóð sem er laust við hvít blóðkorn. Þetta eru erfiðar ákvarðanir sem menn standa þarna frammi fyrir þar sem annars vegar þarf að taka tillit til hagsmuna þeirra sem nauðsyn- lega þurfa á blóðgjöf að halda og hins vegar fræðilegs möguleika á því að blóðgjöf geti borið með sér smit. Af- urðir nautgripa hafa meðal annars verið notaðar í lyfjaiðnaði. Þess hef- ur verið gætt frá því snemma á síð- asta áratug að nota ekki slíkar afurð- ir í þessum iðnaði frá löndum þar sem kúariða hefur greinst. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. Vísindavefur Háskóla Íslands Hvenær verður teinn að öxli? Undanfarna viku hafa birst á Vísinda- vefnum svör um eftirfarandi efni: Hvort allt krabbamein sé lífshættulegt, hvernig mannslíkaminn vinnur úr sykri, fjölda sela við Ísland, hvort notkun táknmáls komi í veg fyrir gigt í höndum, jojoba-olíu, forsjá barns sem fætt er utan sambúðar, lavalampa, fjölda marka í kílógrammi, lofthitun, lögmæti auglýs- ingaflutnings inni í miðjum dagskrárlið í sjónvarpi, svefn hákarla og hvala, skynminni, fyrstu Ólympíuleika fatlaðra, ýmislegt um út- breiðslu kúariðu og creutzfeldt-jakob-sjúkdómsins, snjókorn, lög og reglugerðir og veirusýkingar sem smitast með matvælum. Slóð vefsetursins er http://www.visindavefur.hi.is. VÍSINDI Glúkósi – þrúgusykur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.