Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 35 Karim Frick verður einnig með viðtalstíma mánudaginn 5. febrúar á skrifstofu Vistaskipta & Náms milli kl. 9:00 og 12:00 eða eftir samkomulagi. Vistaskipti & Nám, Lækjargötu 4, 101 Reykjavík. Sími: 562 23 62, info@vistaskipti.is Upplýsingar fást einnig hjá Maria Baks á aðalskrifstofu okkar: IHTTI, P.O. Box, 4006 Basel, Sviss. Sími: +41 61 312 30 94. Fax: +41 61 312 60 35. Netfang: headoffice@ihtti.ch IHTTI School of Hotel Management, Neuchâtel, Sviss Upplýsingatækni og hótelstjórnun Nám í Sviss ➦ Upplýsingatækni og hótelstjórnun. ➦ BA gráða í alþj. hótelstjórn og ferðaþjónusturekstri. * ➦ 1 árs framhaldsnám að loknu BA (post-graduate diploma) * BA gráða viðurkennd af Bournemouth University, Bretlandi Kynningarfundur í Reykjavík Hr. Karim Frick, stjórnandi IHTTI, heldur kynningarfund á Hótel Loftleiðum sunnudaginn 4. febrúar 2001 kl. 16.00 ww w. ho te lca re er .c h MAÐUR getur gefið börnunum margar dósir af spínati og mjólk í lítratali í þeirri von að þau verði stór og sterk en samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rann- sóknar getur verið að örlög bein- anna og vöðvanna í börnunum séu ráðin löngu áður en þau fá fyrsta mjólkursopann. Rannsókn á 143 einstaklingum á áttræðisaldri leiddi í ljós að fæðingarþyngd var í jákvæðu hlutfalli við þyngd, beinþéttni og vöðvamassa á fullorðinsárum án tillits til reykinga, áfengisneyslu eða kalsíumneyslu. Þessar niðurstöður eru „frek- ari vísbendingar um að vöxtur beina og vöðva kunni að vera ákvarðaður af arfgengum þátt- um og/eða umhverfisþáttum“ fyrir fæðingu, að því er vís- indamenn greina frá í janúar- hefti Journal of Clinical Endocr- inology and Metabolism. „Þau gögn sem við höfum benda til þess að huga skuli að því að bæta heilbrigði móður, einkum og sér í lagi á með- göngu, til að virkni beinagrind- arvöðva verði sem best hjá síðari kynslóðum,“ segir dr. Cyrus Coo- per sem vann að rannsókninni. Ekki voru mikil tengsl á milli fæðingarþyngdar og líkamsfitu síðar á ævinni. Samkvæmt Dr. Catharine R. Gale við sjúkrahúsið í South- ampton í Bretlandi, sem stjórnaði rannsókninni, benda niðurstöð- urnar til þess að efnaskipta- og hormónakerfin séu forrituð í móðurkviði og virðast segja fyrir um þroska fitu og vöðva. Segir Cooper að um 25% af mismun- inum á vöðvamassa hjá fólki á aldrinum 60 til 70 ára, sem tók þátt í rannsókninni, megi rekja til mismunandi fæðingarþyngdar. Þetta eru umdeild atriði en nokkrar rannsóknir hafa leitt í ljós að börn sem eru létt við eins árs aldur hafa fremur óþétt bein á fullorðinsárum og að smávaxin börn vaxa ekki mikið á barns- aldri og eru í meiri hættu á að mjaðmargrindarbrotna síðar á ævinni. Og börn sem fæðast fyrir tímann virðast hafa smærri og óþéttari bein er þau nálgast ung- lingsár. Vöðvar og bein „forrituð“ fyrir fæðingu New York. Reuters. TENGLAR ..................................................... Journal of Clinical Endocrinology and Metabolism:http://jcem.endojourn- als.org. MIKIÐ álag í starfi eða einkalífi get- ur ekki einungis rænt menn svefni. Slík streita getur aukinheldur stuðlað beinlínis að veikindum með ýmsum hætti. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að álag, eða það sem menn nefna „stress“ í daglegu tali, getur haft margvísleg neikvæð áhrif á heilsuna, t.a.m. tafið fyrir því að sár grói og jafnvel dregið úr virkni bólusetning- ar. Sú staðreynd að slíkar rannsóknir fara nú fram víða um heim sýnir breytta afstöðu hinnar vísindalegu hugsunar til streitu á allra síðustu ár- um. Viðtekin hugsun víkur „Þar til nýlega höfnuðu læknar og vísindamenn þeim möguleika að stress gæti beinlínis gert menn veika,“ segir dr. Esther Sternberg sem vinnur við Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna. Þar fer hún fyrir hópi vísindamanna sem rannsakar hvern- ig hormón í heila þ. á m. þau sem lík- aminn gefur frá sér í formi viðbragða við streitu hafa áhrif á sjúkdóma. Sternberg segir að nú gefist vís- indamönnum kostur á að mæla hvernig hormón sem taka við sér þeg- ar viðkomandi er undir álagi virka á ónæmiskerfið. Þetta hafi ekki verið unnt fyrir aðeins örfáum árum. Sternberg hefur nýlokið við ritun bókar um efnið sem nefnist „Innra jafnvægi:Vísindi tengsla heilsu og til- finninga“ (á frummálinu:„The Bal- ance Within: The Science Connecting Health and Emotion“) en þar kemur fram að atburðir sem valda streitu geri að verkum að líkaminn losi margvísleg hormón og önnur efni sem m.a. hafi í för með sér aukinn hjartslátt, aukna athyglisgáfu og skarpari sjón. „En ef streitunni er viðhaldið og viðkomandi hefur ekki stjórn á henni eða dregur áhrif hennar á langinn losna þessi hormón og efni áfram úr kirtlum og taugum en taka þá að hafa gagnstæð áhrif. Í stað þess að kalla fram tiltekið atferli og árvekni í skamma stund verða viðbrögðin þveröfug,“ segir hún. Nýverið hafa fjölmargar rannsókn- ir verið birtar sem beinast að þessum tengslum og leitt hafa í ljós beint samband á milli streitu og líkamlegra veikinda. Þetta á m.a. við um:  Sykursýki í fullorðnum. Rann- sókn sem gerð var við Vrije-háskól- ann í Amsterdam í Hollandi leiddi í ljós að fólk sem hafði að minnsta kosti þrívegis staðið frammi fyrir atburð- um sem gjörbreyttu lífi þess t.a.m. andláti maka eða fjárhagsvandræð- um var 60% líklegra til að þjást af sykursýki af gerð II en þeir jafnaldr- ar þess sem ekki höfðu orðið fyrir slíku álagi.  Minnisröskun. Vísindamenn í Sviss gáfu fólki töflur til að auka magn kortisóls í blóði en það er horm- ón sem líkaminn framleiðir sem við- brögð við streitu. Því fólki sem tók lyfið gekk verr á minnisprófi sem lagt var fyrir það en þeim sem notað höfðu lyfleysu.  Flensu. Rannsókn sem gerð var við ríkisháskólann í Ohio í Bandaríkj- unum sýndi fram á marktæk tengsl á milli álags í starfi og virkni bólusetn- ingar við inflúensu. Þátt tók fólk á aldrinum 53 til 89 ára sem var undir álagi sökum þess að það tók þátt í umönnun sjúklinga með heilabilun.  Sár. Rannsókn sem einnig var gerð við ríkisháskólann í Ohio leiddi í ljós að magn græðandi efna sem ónæmiskerfið fær líkamann til að gefa frá sér var minna hjá konum sem voru undir álagi. Sár þeirra voru 24% lengur að gróa en hjá samanburðar- hópi. Þær konur sem þátt tóku í rann- sókninni fengu allar eins blöðrur á handlegginn. Helmingur þeirra kom nærri umönnun skyldmenna sem þjáðust af alzheimer- sjúkdómi en hinn ekki. Að jafnaði voru sár þeirra níu dögum lengur að gróa til fulln- ustu. Streita fer vaxandi Dr. Paul J. Rosch, sem er forstöðu- maður Bandarísku streiturannsókn- arstofnunarinnar (e. American Insti- tute of Stress), bætir við að fleiri rannsóknir hafi leitt í ljós að streita tengist hjartasjúkdómum og spennu og geti jafnframt orðið til þess að við- komandi eigi frekar á hættu að fá ýmsa aðra sjúkdóma allt frá kvefpest til alnæmis. Dr. Rosch segir það valda áhyggj- um að svo virðist sem streita fari vax- andi. „Fólk hefur ekki nógan tíma og hefur ekki viðunandi stjórn á lífi sínu,“ segir hann. „Allt of margir eru að krefjast allt of mikils af viðkom- andi á sama tíma og ýmislegt það sem áður dró úr streitu eins og t.d. stuðn- ingur fjölskyldu þekkist ekki í sama mæli og áður.“ Streita getur haft marg- vísleg áhrif á heilsuna Slökunin er mjög mikilvæg því stressið getur drepið. Allt þar til nýlega höfn- uðu flestir læknar og vísindamenn því að streita gæti beinlínis stuðlað að líkamlegum veikindum. Nú er al- mennt viðurkennt að álag geti haft víðtæk neikvæð áhrif á heilsu viðkomandi og þau áhrif koma vísast mörgum á óvart. TENGLAR ..................................................... American Institute of Stress: www.stress.org. New York Times Syndicate. ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.