Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAMKEPPNISRÁÐ ákvað ígær að afturkalla fyrriákvörðun sína frá 17. des-ember 1999 um að hafast ekki að vegna yfirtöku Grænmetis ehf. á fyrirtækinu Ágæti hf. Ráðið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Búnaðarbankinn, Sölufélag garð- yrkjumanna og Grænmeti ehf. hafi vísvitandi veitt rangar og villandi upplýsingar um kaupin og því hafi ákvörðunin frá árinu 1999 byggst á röngum forsendum. Samkeppnis- stofnun hefur sent lögregluyfirvöld- um kæru vegna málsins, en röng skýrslugjöf til samkeppnisyfirvalda varðar refsingu samkvæmt ákvæð- um hegningarlaga. Fulltrúar hinna kærðu mótmæla allir ásökununum. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem samkeppnisyfirvöld hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna samkeppn- ismála og einnig mun þetta vera í fyrsta sinn sem samkeppnisráð aft- urkallar fyrri ákvörðun sína. Í fréttatilkynningu sem sam- keppnisráð sendi frá sér í gær vegna málsins kemur fram að ráðið telji upplýst að kaup Grænmetis á Ágæti, sem annast innflutning og heildsöludreifingu á grænmeti og ávöxtum, hafi í raun verið gerð að frumkvæði og fyrir reikning og áhættu Sölufélagsins, en samkvæmt upplýsingum sem ráðið hafi fengið árið 1999 hefði Sölufélagið ekki á nokkurn hátt verið talið viðriðið kaupin. Hvergi getið um aðild Sölu- félagsins að kaupunum Málavextir eru þeir að í ákvörðun samkeppnisráðs 17. desember 1999 var fjallað um kaup Grænmeti á meirihluta hlutafjár í Ágæti af Bún- aðarbankanum. „Bankinn hafði upphaflega keypt bréfin fyrir tilstuðlan Sölufélags garðyrkjumanna (SFG), með það í huga að endurselja þau SFG,“ segir í fréttatilkynningu samkeppnisráðs. „Af þessu varð þó ekki, en í staðinn keypti Grænmeti bréfin. Í ljósi þess- arar forsögu málsins beindu sam- keppnisyfirvöld á sínum tíma fyrir- spurnum til framkvæmdastjóra Grænmetis, Þórhalls Bjarnasonar, sem er fyrrverandi stjórnarmaður í SFG, og einnig til Búnaðarbankans og Bananasölunnar hf., en SFG er tengt því fyrirtæki. Voru þessir að- ilar sérstaklega spurðir um það hvort önnur fyrirtæki á grænmet- ismarkaði hefðu á einhvern hátt komið að viðskiptum með hlutabréf- in. Í svörum aðilanna var hvergi get- ið um að SFG hefði á nokkurn hátt komið að kaupunum. Á grundvelli þessara upplýsinga taldi samkeppnisráð ekki ástæðu til aðgerða vegna kaupanna, þar sem engir keppinautar Ágætis á markaði tengdust félaginu í gegnum þau. Á þessum tíma hafði fyrirtækið Græn- meti enga starfsemi með höndum. Rúmu ári eftir að þessi viðskipti áttu sér stað keypti fyrirtækið Ban- anar, sem er tengt SFG, hlutabréfin í Ágæti af Grænmeti. Af þessari ástæðu, sem og vegna þess að aðilar á markaði höfðu fullyrt við sam- keppnisyfirvöld að SFG hefði staðið að baki fyrri viðskiptum, var ákveð- ið að kanna frekar aðdraganda kaupa Grænmetis á bréfunum á árinu 1999.“ Sölufélagið fjármagnaði kaup Grænmetis á Ágæti Samkvæmt tilkynningu sam- keppnisráðs tilgreindi Grænmeti á sínum tíma að verðbréfamiðlunin Vaxta ehf. hefði veitt félaginu lán til hlutabréfakaupanna. Þegar Sam- keppnisstofnunin hefði leitaði upp- lýsinga hjá Vöxtu um lán þetta hefði komið fram, að Vaxta hefði ekki lán- að féð heldur aðeins verið milli- gönguaðili. Í kjölfarið ritaði Sam- keppnisstofnun Vöxtu bréf hinn 5. janúar sl. þar sem skorað var á fyr- irtækið, með vísan til upplýsinga- skyldu 39. gr. samkeppnislaga, að greina frá nafni og kennitölu þess aðila, sem lánaði fé til kaupa Græn- metis á hlutabréfunum í Ágæti. Jafnframt var gerð krafa um af- hendingu afrita af öllum gögnum, sem væru í vörslu Vöxtu og tengd- ust umræddri fjármögnun. Vaxta, sem er fjölskyldufyrirtæki í eigu ættingja Þórhalls Bjarnason- ar, framkvæmdastjóra Grænmetis, neitaði að upplýsa um raunveruleg- an lánveitanda og hinn 11. janúar sl. kærðu forsvarsmenn fyrirtæksins ákvörðun Samkeppnistofnunar til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Kröfðust þeir þess að ák yrði felld úr gildi og að þar fyrirtækinu óskylt að lá keppnisstofnun umræddar ingar í té. Samkeppnis krafðist þess hins vegar kærða ákvörðun yrði Áfrýjunarnefndin staðfest un Samkeppnisstofnunar í sínum og samkvæmt þv Vaxta að veita samkeppnis um upplýsingar um fjármö Þrátt fyrir þennan úrsku lagðar hafi verið 200 þúsu dagsektir á Vöxtu til að kn að fyrirtækið léti upplýsin hendi hefur fyrirtækið n veita þær. Í tilkynningu sa isráðs segir að nú hafi hi verið upplýst að fjármagn anna hafi komið frá Sölufél Kaupverðið millifæ af reikningi Söluféla „Eftir að núverandi málsins hófst upplýsti bankinn að örfáum dögu kaup Grænmetis á Ágætisb hefði Sölufélaginu verið vei fjárfestingar og hagræ rekstri.“ Daginn eftir að afgreitt var kaupverð hlu Ágæti millifært af reiknin Búnaðarbankanum yfir á reikning Vöxtu. Þetta hafð ekki upplýst á sínum tíma tilkynningunni. Samkeppnisstofnun kærir Búnaðarbankann Taldir hafa veit upplýsingar um Samkeppnisráð hefur lagt fyrir Sam- keppnisstofnun að hefja á ný rannsókn á sölunni á Ágæti hf. til Grænmetis ehf. árið 1999. Ráðið telur að Sölufélag garðyrkju- manna hafi lengi viljað eignast Ágæti en óttast að það stangaðist á við samkeppn- islög. Því hafi Sölufélagið fjármagnað kaup Grænmetis á Ágæti og þannig náð yfirráð- um yfir fyrirtækinu. Sölufélag garðyrkjumannahefur sent frá sér eftirfar-andi fréttatilkynningu: „Í tilefni af ákvörðun samkeppnis- ráðs á fundi sínum í dag varðandi málefni Sölufélags garðyrkju- manna skal eftirfarandi tekið fram: Samkeppnisstofnun hefur allt frá því á miðju ári 1999 verið fullkunnugt um að forsvarsmenn Sölufélags garðyrkjumanna svf. höfðu og hafa enn í hyggju að beita sér fyrir stofnun nýrrar ávaxta- og grænmetisdreifingarmiðstöðvar á grunni Ágætis hf., Banana efh. og Sölufélags garðyrkjumanna, þar sem móðurfélagið yrði Eignar- haldsfélagið Fengur hf., en slíkt er að mati forsvarsmanna félaganna forsenda þess að unnt sé að lækka enn frekar en orðið er heild- söluverð þessara vörutegunda hér á landi. Það er því rangt sem kem- ur fram í ákvörðun samkeppnis- ráðs í dag nr. 3/2001 að forsvars- menn Sölufélags garðyrkjumanna svf., eða félaga því tengdu, hafi veitt Samkeppnisstofnun rangar upplýsingar í nóvember 1999, er ráðið tók ákvörðun sína í máli Grænmetis ehf. og Ágætis hf. eins og byggt er á í áðurgreindri ákvörðun. Skal í því sambandi sér- staklega vísað til meðfylgjandi bréfs, sem sent var Samkeppn- isstofnun 23. nóvember 1999.“ Bréfið hefur Morgunblaðið undir höndum og er í því vísað í tvo samninga Sölufélagsins við Búnaðarbankann, sem tók að sér að kaupa fyrir hönd Sölufélagsins alla fala hluti í Ágæti hf. Sam- kvæmt 3. gr. samning- anna skuldbatt Sölu- félagið sig til þess að kaupa þessa hluti af Bún- aðarbankanum. Þar kem- ur einnig fram að und- irbúningur að sameiningu félaga tengdu félagi garðyrkjumanna ha verið hafinn er Samkeppn sendi bréfi til Sölufélags g yrkjumanna og Ágætis 5. á 1999. Áður en endanleg gö legið fyrir, sem kynna átti keppnisstofnun á grundve keppnislaga, hafi Samkepp stofnun hafið aðgerðir sína Bananasölunni, Sölufélagi yrkjumanna og Ágæti með hinn 24. september 1999. Sigurður G. Guðjónsson maður Sölufélags garðyrk Sigurður G. Guðjónsson, lö Aldrei in d ætlan VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR METNAÐUR Í KRABBA- MEINSRANNSÓKNUM Hafið er víðtækt samstarfum rannsóknir á brjósta-krabbameini hjá Íslenska brjóstakrabbameinshópnum, sem samanstendur af læknum á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, Urði, Verðandi, Skuld og Krabbameinsfélagi Íslands. Nýt- ur verkefnið stuðnings Samhjálp- ar kvenna, sem er stuðningshópur við konur, sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. Ætlunin er að rannsaka sex þúsund manns á þremur árum og verður sam- kvæmt áætlun varið nokkrum tugum milljóna króna til verkefn- isins. Fyrri hluta þessa verkefnis er nú lokið og er sá síðari að hefj- ast. Brjóstakrabbamein er algeng- asta krabbameinið, sem konur fá. Karlar fá reyndar einnig brjósta- krabba, en meinið er 100 sinnum algengara í konum. Yfirleitt myndast krabbameinið um það leyti, sem konur komast á breyt- ingaskeiðið, og greinast þrjú til- felli af fjórum eftir að þær ná fimmtugsaldri. Tíðni brjósta- krabbameins er mest í löndum þar sem lífslíkur eru mestar, í Norður-Ameríku og Vestur-Evr- ópu. Margt er ekki vitað um ástæð- urnar fyrir brjóstakrabbameini, en ljóst er að það má rekja til bæði umhverfis- og erfðaþátta. Stökkbreytingar í genum, sem nefnd hafa verið HER2, BRCA1, BRCA2 og p53 hafa verið tengd brjóstakrabbameini og geta þess- ar breytingar ýmist gengið í erfð- ir eða verið áunnar. Verkefnið var kynnt á þriðju- dag og að sögn Jórunnar Erlu Eyfjörð, sem stýrir rannsókninni á vegum Krabbameinsfélagsins, verður haldið áfram að rannsaka samspil umhverfis og erfða: „Við munum skoða hvaða þættir geta verndað konur, sérstaklega þær, sem bera stökkbreytingu í BRCA- geni, sem eykur líkur á brjósta- krabbameini. Verða athugaðir þættir eins og fæðingar, blæðing- ar, reykingar, áfengisneysla, hreyfing og fleira.“ Rannsóknir Krabbameins- félagsins á brjóstakrabbameini hafa þegar vakið alþjóðlega at- hygli og er það fagnaðarefni að ís- lenskir vísindamenn skuli nú fá tækifæri til þess að setja aukinn kraft í rannsóknir á þessum skæða sjúkdómi. Orð Kristbjarg- ar Þórhallsdóttur, forsvarsmanns Samhjálpar kvenna, þegar hún var beðin um að skýra hvers vegna hópurinn styddi verkefnið, segja sína sögu: „Við viljum leggja okkar af mörkum í því að styðja og efla rannsóknir á þess- um algenga sjúkdómi því okkur finnst ógnvekjandi þessi sívax- andi fjöldi kvenna, sem greinist á hverju ári.“ Núlifandi Íslendingar, sem fengið hafa brjóstakrabbamein, eru 1.400. Verður þeim öllum boð- ið að taka þátt í rannsókninni og munu rannsóknaraðilarnir þrír samnýta gögn. Lækning á krabbameini hefur reynst vandfundin, þótt miklar breytingar og örar framfarir hafi orðið á meðferð. Vitaskuld er ekki hægt að binda of miklar vonir við eitt rannsóknarverkefni, en það er góðs viti hvað margir munu leggja þekkingu sína saman til að ná árangri í þessu verkefni. Íslendingar standa nú á einskonar krossgötum hvað varðar stofnun þjóðgarða. Ákveðið hefur verið að stofnaður verði sérstakur þjóðgarður á Snæfellsnesi og á síðastliðnu ári ákvað ríkisstjórnin að stofna sérstakan þjóðgarð um Vatnajökul, sem yrði eins konar útvíkkun á þjóðgarðinum í Skafta- felli, sem verið hefur við lýði í nokkra áratugi. Næsta ár, árið 2002, er samkvæmt ákvörðun Sameinuðu þjóðanna „ár fjalla“ og í því sambandi hefur verið rætt um að stofnun stærsta þjóðgarðs Evrópu, Vatnajökulsþjóðgarðs, yrði sérstakt framlag Íslands til þess árs. Flestir Íslendingar, sem komið hafa í þjóðgarðinn í Skaftafelli, gera sér grein fyrir hrikalegri náttúrufegurð garðsins, sem út- víkkaður yrði langstærsti þjóð- garður Evrópu og einstæður í ver- öldinni bæði vegna náttúrunnar sjálfrar og einnig með tilliti til sögu þess fólks, sem byggt hefur þetta svæði frá landnámi. Þar er að finna einstakt samspil eldvirkni og jökla, sem ná hámarki sínu í gosum undir jökli og jökulhlaup- um. Stofnun þjóðgarðs um Vatnajök- ul og Skaftafell er aðgerð, sem fólk í þessum byggðum lítur mjög björtum augum og í brjósti þess er ákveðin bjartsýni um að þjóð- garðurinn auki atvinnumöguleika á svæðinu í ferðaþjónustu í sam- bandi við garðinn og sitthvað fleira. M.a. hefur verið talað um stofnun sérstaks jöklasafns í þessu sambandi. Menn sjá í framtíðinni ennfrem- ur að unnt verði að stækka Vatna- jökulsþjóðgarðinn, m.a. til norð- urs og vesturs. Til að byrja með verður hann gamli Skaftafells- garðurinn og síðan jökulhettan að jökuljaðri, en menn bera þá von í brjósti að til framtíðar verði einn- ig unnt að láta garðinn ná til Kverkfjalla og Lakagígasvæðisins, en allt eru þetta einstæð friðlönd, sem myndu falla vel inn í þennan þjóðgarð, sem eins og áður sagði yrði einstakur í sinni röð. Land í mótun og sífelldri umsköpun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.