Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hvað gerir maður ekki fyrir foringjann og fósturjörðina? Heimspeki og skáldsögur Myndin af heiminum FÉLAG áhugamannaum heimspekistendur fyrir mál- þingi í dag klukkan 16 til 18 í Kaffileikhúsinu. Þar mun Pétur Gunnarsson rithöfundur ræða almennt um heimspeki og skáld- sögur, einkum út frá nýj- ustu skáldsögu sinni: Myndinni af heiminum. Þá munu Jón Karl Helga- son, Jón Ólafsson og Úlf- hildur Dagsdóttir taka til máls um efnið heimspeki og skáldsögur og umræð- ur verða. Pétur Gunnars- son var spurður hvað hann ætlaði spjalla um nánar til tekið? „Ég er að hugsa um að velta fyrir mér heims- myndinni og hvernig er í pottinn búið með hana á okkar dögum.“ – Hvernig horfir sú heims- mynd við þér? „Mér hefur orðið starsýnast á það að heimsmyndin hefur stundum verið „meðfærilegri“ en hún er í dag – meira á manna meðfæri heldur en á okkar tím- um. Það er ekki laust við að mað- ur horfi með nokkurri öfund til þeirra tíma þegar einstaklingur- inn gat haft það á tilfinningunni að hann hefði í fullu tré við heim- inn og myndina af heiminum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta var og í dag er heims- myndin orðin svo flókin að það er ekki á færi neins eins manns að grípa yfir hana alla. Hvað er þá til ráða? Eigum við að afsala okk- ur þeim möguleika að skilja heiminn? Eigum við að misskilja hann eða skilja hann til hálfs? Síðan bætist við að heims- myndin fyrr á tímum var alltaf á færi einhverra voldugra stofn- ana, t.d. stóð kirkjan á miðöldum fyrir heimsmyndinni og hafði hönd í bagga með henni. Kirkjan hélt sinni heimsmynd af miklu afli að fólki. Á okkar tímum hefur það verið ríkisvaldið sem með sínum stofnunum, skólakerfi og fjölmiðlum hefur staðið fyrir heimsmynd. Nú er hins vegar svo komið að maður hefur á tilfinningunni að enginn einn aðili standi fyrir einni og samhæfðri heimsmynd og það held ég að helgist m.a. af því að á okkar tímum og á okkar menningarsvæði skiptir ekki lengur neinu máli hvernig heim- urinn horfir við okkur, vegna þess að það er einfaldlega bara markaðurinn sem málið snýst um og honum er nákvæmlega sama um það í hvaða stellingum við stöndum. Það er ekki lengur neinn sem hefur sérstakan áhuga á einhverri sérstakri heimssýn, lífssýn, ákveðinni fjölskyldugerð eða sambýlisháttum. – Hvað skiptir þá máli? „Það sem skiptir mestu máli er að hafa nógu mikið af virkum neytendum. Í þessu andrúmslofti held ég að það verði nærtækt að hver og einn finni til vanlíðun- ar andspænis þessu ástandi og jafnvel af vanefnum reyni að koma einhverju viti í veröldina og sitt líf. Reyni að skapa sér mynd af heiminum. Það er í þessu samhengi sem skáldsaga og heimspeki fallast í faðma. Það er að segja mærin á milli skáld- sögu og heimspeki. Þau hafa til- hneigingu til að hverfa. Þannig að heimspekin flæðir inn í skáld- skapinn og hann aftur inn í heim- spekina. Það er sennilega ekki tilviljun að þær bækur sem menn hafa lesið með hvað mestri áfergju á síðustu árum eru bæk- ur eins og Saga tímans eftir Stephen Hawking og Ár var alda eftir Steven Weinberg. Þetta eru tilraunir vísinda- manna til þess að setja niður heimsmyndina eins og hún horfir við vísindunum í dag og þær bækur eru lesnar af skáldsögu- legri áfergju.“ – Er skáldsagan þá orðin til- raun til að skilja heiminn út frá vísindalegu sjónarmiði? „Ekki út frá vísindalegu sjón- armiði beint, heldur er þar reynt að skilja heiminn á forsendum skáldskaparins, með aðferðum og meðulum skáldsögunnar. Ég ætla í framhaldi af þessum hug- leiðingum að fjalla um skáldsögu mína: Myndin af heiminum, til- urð hennar og aðferð.“ – Hvað viltu segja um tilurð hennar? „Þar reyni ég að láta eins og ekkert sé og samsama mig að- ferð miðaldamanna: Að segja söguna alla; byrja á sköpun heimsins og rekja svo söguna áfram til okkar tíma. Það má kannski spyrja hvers konar for- herðing og fífldirfska það sé að gera slíkt, en þá ber þess að geta að bókin er líka tilraun til að framkalla heimsmynd einstak- lingsins, þ.e. þessa mynd af heiminum sem hver einasti mað- ur hlýtur að búa sér til – án þess að hún þurfi endilega að vera kórrétt. Síðan má ekki gleyma því að heimurinn byrjar upp á nýtt með hverjum nýjum einstaklingi og heimurinn byrjar upp á nýtt á hverjum einasta degi. Myndin af heiminum er í og með tilraun til þess að glæða lífi fyr- irbæri sem að hefur dagað uppi í viðurkenndum sannindum – fyr- irbæri eins og landnám Íslands, kristnitöku, Njálu... Myndin af heiminum er einhvers konar löngun til þess að endurheimta eða endurskapa árdagsins ljóma.“ Pétur Gunnarsson  Pétur Gunnarsson fæddist 15. júní 1947 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1968 og stund- aði nám í bókmenntum og heim- speki í Frakklandi á árunum 1968 til 1976. Síðan hefur hann unnið að ritstörfum og hafa kom- ið út eftir hann átta skáldsögur og fjölmargt annað efni svo sem ljóð, greinar og þýðingar. Pétur er kvæntur Hrafnhildi Ragn- arsdóttur, prófessor í uppeld- issálarfræði við Kennaraháskóla Íslands, og eiga þau tvo syni. Löngun til að endurskapa ár- dagsins ljóma HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ís- lenska ríkið til að greiða manni skaðabætur vegna dráttar sem varð á læknismeðferð hans á St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði árið 1995. Hér- aðsdómur hafði áður sýknað ríkið, siðamáladeild læknaráðs taldi einn- ig að læknar hefðu annast manninn af vandvirkni, en meirihluti lækna- ráðs taldi að ekki hefði verið staðið tilhlýðilega að læknismeðferð hans. Maðurinn, sem var rúmlega sjö- tugur að aldri, var þjáður af miklum bakverkjum og var lagður inn á sjúkrahús. Eftir tvær sjúkrahúsleg- ur og ítrekaðar tilraunir lækna til að greina ástand hans leiddi rannsókn í ljós að ígerð í brjóstholi hefði breiðst inn í mænugang og valdið lömun í báðum fótum. Hæstiréttur segir ekki efni til að ætla, að rann- sóknir sem maðurinn gekkst undir hafi ekki verið nauðsynlegar og markvissar og nokkurn tíma hafi þurft til að sinna þeim. Á hinn bóg- inn yrði að telja ljóst, að frá febrú- arlokum og eigi síðar en eftir tölvu- sneiðmyndatöku 3. mars 1995 hafi verið fram kominn svo ákveðinn grunur um ígerð í brjóstholi, að frekari aðgerða hafi verið þörf. Þó hafi ekki verið tekin ákvörðun um aðgerð fyrr en 7. mars og hún síðan dregist til 14. mars, m.a. vegna fjar- veru læknis, þótt Hæstiréttur bendi á að drátturinn hafi ekki verið skýrður til hlítar. Maðurinn lagði áherslu á að hann teldi læknum hafa orðið á mistök, en ekki að um vítavert og saknæmt gá- leysi hafi verið að ræða. Landlæknir beindi máli mannsins til læknaráðs, þar sem þriggja manna siðamála- deild taldi lækna hafa annast hann af vandvirkni og beitt þeim aðgerð- um sem þeir töldu réttar á hverjum tíma, en fimm manna meirihluti læknaráðs var þessu ósammála. Hæstiréttur sagði að maðurinn hefði sýnt fram á að mikil líkindi væru fyrir því að með markvissari meðferð hefði farið á annan veg en raun varð á. Ríkið var því dæmt til að greiða honum um 2 milljónir króna, með 2% vöxtum frá 14. mars árið 1995 og dráttarvöxtum frá 10. janúar 1998. Skaðabætur vegna dráttar á læknismeðferð SIGRÍÐUR Elefsen, líffræð- ingur á Rannsóknastofu Há- skólans í veirufræði, segir að búið sé að greina þá inflúensu sem borist hefur til landsins. Niðurstaðan sé sú að inflú- ensan líkist því bóluefni sem notað hefur verið að undan- förnu og bóluefnið sé því virk vörn gegn sjúkdómnum. Sigríður sagði að nokkur sýni hefðu komið til rann- sóknar í lok desember og byrjun janúar og rannsókn hefði leitt í ljós að þau væru af A-stofni. Að undanförnu hefðu nokkur ný sýni borist til rannsóknar frá sjúklingum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Rannsókn á þeim hefði leitt í ljós að þau væru af B-stofni. Rannsóknin hefði jafnframt leitt í ljós að sýnin líktust bóluefninu og þess vegna væru litlar líkur á að þeir sem hefðu verið bólusettir veiktust af inflúensu. Hafa greint A- og B- inflúensu Vegaframkvæmdum við Vatnaheið- arveg á Snæfellsnesi miðar vel áfram. Veðurblíðan í vetur hefur gert það að verkum að vinna hefur aldrei stöðvast. Búið er að leggja all- an veginn en mikil vinna eftir við að hækka hann, ganga frá köntum og leggja síðan slitlag á hann. Ragnar Þór Steingrímsson og Árni S. Magnússon eru að vinna við að sprengja klappir sem standa upp úr veginum og meðfram honum. Að þeirra sögn ganga framkvæmdir mjög vel, veðráttan hefur verið ein- stök, frostkafli á tímabili en það frost er nánast aftur farið úr jörðu. Eng- inn snjór hefur komið í vetur en hann er helsti óvinur vegagerðarmanna, því ef hann lendir á milli laga í und- irlagi vega er hann lengi að fara úr og getur valdið skemmdum þegar umferð er hafin á veginum. Vinnuflokkurinn er þessa dagana að vinna að svokölluðum Dalsflóa á sunnanverðu Snæfellsnesi og miðar vel áfram. Morgunblaðið/Daníel Hansen Ragnar Þór Steingrímsson og Árni S. Magnússon, vegagerðarmenn. Vel miðar á Vatnaheiði Eyja- og Miklaholtshreppi. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.