Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 45 ✝ Haukur HersirMagnússon fæddist í Keflavík 8. desember 1927 og ólst þar upp. Hann lést 27. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Páll Magnús Pálsson, f. 16. nóvember 1891, fórst með mb. Huldu 21. janúar 1932, skipstjóri og útgerð- armaður í Keflavík, og k.h. Guðríður Ingibjörg Jónsdóttir, f. 13. október 1891, d. 18. desember 1945, húsmóðir. Bróðir Hauks var Haraldur Krist- inn Magnússon, f. 11. ágúst 1914, d. 26. desember 1985, rafvirki og verkstjóri í Keflavík, kvæntur Sig- rúnu Ingólfsdóttur og eignuðust þau þrjú börn. Haukur kvæntist hinn 31. des- ember 1953 Þorgerði Þorbjörns- vélvirki hjá Beiti, kvæntur Önnu Hlöðversdóttur og eiga þau þrjár dætur. Haukur fór fjórtán ára til sjós og var sjö vertíðir nánast eingöngu á aflabátnum Guðfinni KE 132 auk þess sem hann starfaði í landi fyrir sömu útgerð. Hann tók meirabif- reiðapróf 1947 og hóf þá leigubif- reiðaakstur í Keflavík. Hann var einn af stofnendum Aðalstöðvar- innar 1948 og var stjórnarformað- ur hennar í tuttugu og sex ár. Þá var hann stöðvarstjóri Aðalstöðv- arinnar 1953–73. Haukur hóf síðan störf hjá Ís- lenskum aðalverktökum á Kefla- víkurflugvelli og var verkstjóri þar 1974–97 er hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Haukur var einn af stofnendum Golfklúbbs Suður- nesja 1964, sat í stjórn klúbbsins um árabil og var formaður hans í þrjú ár. Haukur æfði knattspyrnu með UMFK og keppti sem mark- maður með aðalliði ungmenna- félagsins í sjö sumur. Þá tefldi hann töluvert á skákmótum og var skákmeistari Suðurnesja 1946. Útför Hauks fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. dóttur, f. í Höfnum 8. febrúar 1930. For- eldrar hennar voru Þorbjörn Benedikts- son, útgerðarmaður, skipstjóri og vélstjóri á Kirkjubóli í Höfnum, og Magnea Friðriks- dóttir, húsmóðir. Börn Hauks og Þorgerðar; Guðríður, f. 9. nóvem- ber 1949, afgreiðslu- maður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, gift Aðalsteini Guðbergs- syni, bifvélavirkja, og eiga þau þrjú börn; Magnea, f. 4. ágúst 1951, vaktstjóri hjá Íslenskum markaði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, og á hún tvo syni; Vilborg Þórunn, f. 21. júní 1953, lögfræðingur í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, gift Borgþóri Arngrímssyni, fréttamanni hjá Sjónvarpinu, og eiga þau einn son; Magnús Hersir, Þegar ég hitti Hauk Magnússon í fyrsta skipti held ég að hvorugan okkar hafi grunað að það væri upp- haf þrjátíu ára kynna. Þetta var í árslok 1970 og ég held að okkur hafi báðum verið eins farið: Litist miðl- ungi vel á það sem við sáum. Hann yfirheyrði mig, síðhærðan og skeggj- aðan, um ættir og uppruna og mér fannst hann líkastur gömlum ráðrík- um hershöfðingja (hann var þá 43 ára). Fljótlega eftir þetta urðu kynni okkar nánari þegar ég og Vilborg Þórunn, dóttir þeirrra Hauks og Gerðu, rugluðum saman reytum okkar. Þau hjónin heimsóttu okkur til Lundúna stuttu eftir að við hófum búskap þar 1973 og þótt þau segðu ekki margt held ég að þeim hafi ekki þótt mikið til búskaparins koma. Eft- ir að við fluttum heim þremur árum síðar og settumst að í Hafnarfirði urðu samskiptin meiri og ég kynntist þeim hjónum betur. Þau heimsóttu okkur oft og með okkur Hauki tókst ágæt vinátta. Hann hafði ungur þurft að takast á við lífið og það mót- aði skoðanir hans að ýmsu leyti. Við deildum stundum á árum áður um gildi og nauðsyn menntunar, honum fannst meiru skipta að sjá sér far- borða og vera engum háður fjár- hagslega en að ganga menntaveginn og lét mann óspart heyra þessa skoð- un sína. Á síðari árum breyttist þessi afstaða hans og ég hef sjaldan séð hann montnari en á útskriftardegi Vilborgar frá Háskóla Íslands. Snemma tók ég ég eftir því að tengdapabbi var mjög ættrækinn og fygldist vel með ættmennum sínum. Um langt árabil heimsótti hann með reglulegu millibili fjölmörg skyld- menni, ekki síst af eldri kynslóð, ræddi málin og þáði kaffi. Oft voru þessar heimsóknir stuttar en glöddu þá sem í hlut áttu. Haukur hafði mikla ánægju af að blanda geði við fólk og tók þátt í ýmsum félagsstörf- um, hann var meðlimur í Lyons- klúbbi Keflavíkur í áratugi, einn stofnenda Golfklúbbs Suðurnesja 1964 og stundaði golfið af miklu kappi um margra ára skeið, tefldi mikið um árabil og varð skákmeist- ari Suðurnesja 1946. Hann hafði un- un af að spila og stundaði það all- mikið á seinni árum, bæði félagsvist og bridge. Hann var eins og nútím- inn kallar það „félagsvera“. Engan hef ég þekkt sem bjó jafn vel að skótaui og Haukur gerði og vart verður tölu komið á höfuðfötin í eigu hans. Þetta var partur af því að hann var pjattaður eins og sagt er og var ætíð hreinn og snyrtilegur til fara. Snyrtimennska hans náði líka til ökutækja, hann hefur á þeim ár- um sem ég hef þekkt hann átt fleiri bifreiðir en tölu verður á komið og lagði mikið upp úr því að vera á góð- um og hreinum bílum. Sumarbústað- ur þeirra hjóna við Álftavatn (þar hafa þau dvalið flestar helgar á sumrin frá 1964) ber öll merki snyrtimennskunnar, utan dyra sem innan. Þar var sífellt verið að mála og snurfusa og vart leið það sumar að ekki væri málað allt utandyra, að minnsta kosti eina umferð. Haukur ól allan sinn aldur í Kefla- vík, hann fylgdist grannt með því sem fram fór í bænum og var ætíð stoltur af heimabyggð sinni þótt ekki væri hann jafnhrifinn af öllu því sem ráðamenn höfðust að, til dæmis í skipulagsmálum. Hann hafði gaman af að rifja upp liðna tíð og segja sög- ur af fólki og atburðum frá sínum yngri árum og tók þá gjarna í nefið í hlutfalli við framvindu sögunnar hverju sinni, en tóbaksdósin var fylgifiskur hans í áratugi. Hann hafði ekki hvað síst gaman af að rifja upp stofnun og fyrstu ár Aðalstöðvarinn- ar en hann var einn stofnenda henn- ar og framkvæmdastjóri í meira en tvo áratugi. Tengdapabbi talaði stundum um hve erfitt það hlyti að vera að verða ósjálfbjarga og utan við veröldina, eins og hann orðaði það. Svo er for- sjóninni fyrir að þakka að slíkt varð ekki hlutskipti hans. Við leiðarlok minnist ég allra okk- ar samverustunda með tregabland- inni hlýju. Borgþór Arngrímsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Barnabörn og barnabarnabörn. Vegir skiptast – Allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitins lönd. Einum lífið arma breiðir öðrum dauðinn réttir hönd. Svo kvað þjóðskáldið Einar Bene- diktsson. Mér varð hugsað til þessara ljóð- lína, þegar mér voru sögð þau tíð- indi, að góðvinur minn um hálfa öld, Haukur H. Magnússon, væri látinn. Þá var ekki liðin nema hálf vika frá því eg talaði síðast við hann. Dauðinn rétti honum sannarlega snögglega hönd. Haukur var kornungur drengur, þegar faðir hans, sem var aflasæll skipstjóri á eigin báti, drukknaði, er bátur hans fórst með allri áhöfn á leið frá Reykjavík til Keflavíkur, í allsögulegri ferð á þeim tíma. Móð- irin stóð þá ein uppi með Hauk korn- ungan og annan son rétti kominn yfir fermingu. Auðvitað hafa þetta verið erfiðleikatímar fyrir fjölskylduna á kreppuárunum. En dugnaður, spar- semi og nægjusemi voru einkenni þessara ára, og allt bjargaðist á besta veg. Haukur fór ungur að bjarga sér, og bjó áfram með móður sinni eftir að eldri bróðirinn hafði stofnað heimili. Eins og títt var um börn í sjávarplássum á þessum árum var hann í fiskvinnu á sumrin, og strax eftir fermingu fór hann að vinna við bát á vertíðum, lengst af sem land- maður, og hann átti því láni að fagna, að báturinn var einn aflasælasti bát- urinn í Keflavík þessi ár. Í þessu skiprúmi var hann svo fram undir tvítugt. Og hann sagði oft með stolti, að hann hefði aldrei tekið út nokkurn eyri af hlut sínum yfir vertíðina, átt hlutinn óskertan í vertíðarlok. En um tvítugt hafði honum líka safnast svo fé, að hann gat keypt sér splunkunýja ameríska fólksbifreið. Og upp úr því hóf hann leiguakstur, sem átti eftir að verða, ásamt ýmsum umsvifum á því sviði, starf hans lungann úr starfsævi hans. Þegar Haukur var aðeins 21 árs að aldri, þá hafði hann forustu um að stofna með 11 öðrum bifreiðastjór- um nýja leigubifreiðastöð hér í bæ, Aðalstöðina hf., og varð hann þegar formaður stjórnar og forsvarsmaður þess fyrirtækis og gegndi þessum störfum í um 30 ár. Og það varð einmitt á þessum vettvangi, sem eg kynntist Hauki og vinátta okkar hófst. Eg hafði að vísu vitað af honum áður: þegar hann var markvörður í knattspyrnuliði UMFK við góðan orðstír. Og einnig man eg eftir honum hjá Skákfélagi Keflavíkur, en hann varð skákmeist- ari Keflavíkur og Suðurnesjameist- ari kornungur. Þá íþrótt lagði hann alltof snemma á hilluna. En bæði í knattspyrnunni og við skákborðið kom fljótlega í ljós hið mikla keppnisskap hjá honum. Að láta helst aldrei í minni pokann, og þá aldrei fyrr en í fulla hnefana. Þessi skapeinkenni fylgdu honum alla tíð, en án þess þó að beita brögð- um eða ódrengilegum aðferðum. Viljinn til að sigra dreif hann áfram. Það var einmitt árið 1952 að Haukur kom að máli við mig og spurði hvort eg myndi ekki vilja taka að mér bókhald og fjárreiður fyrir hið unga félag þeirra, Aðalstöðina. Eg hafði þá nýlega sett á stofn lög- fræðistofu og fasteignasölu, og fannst mér þetta ágætis búbót. En hér hófst samstarf okkar Hauks, sem entist í 22 ár, eða þar til eg hvarf til annarra starfa. Lengst af var um algjört aukastarf hjá mér að ræða, en jókst mjög er á leið. Á þetta samstarf okkar féll aldrei skuggi, alltaf komumst við að sameiginlegri niðurstöðu um hvað gera skyldi og hvernig, þótt skoðanir væru um sumt skiptar. Haukur var bráðlátur, vildi umsvifalaust ráðast í hlutina, oftast á réttum forsendum, en eg vildi íhuga og ekki flana að neinu. En þegar upp var staðið var þetta ágæt- is blanda. Aðalstöðin varð í höndum Hauks að stórfyrirtæki, sem varð þekkt víða um land. Bifreiðum stöðvarinn- ar fjölgaði sífellt og urðu yfir 40 þeg- ar flest var – og lagði Haukur ætíð ríka áherslu á, að þær væru sem allra nýlegastar, vel búnar og vel hirtar. Þær skyldu ávallt verða besta auglýsing fyrirtækisins. Reksturinn hófst að sjálfsögðu nánast upp úr engu, og byrjaði í litlum skúr niðri á sjávarbakkanum. En fyrirtækinu óx skjótlega fiskur um hrygg, nóg var af bjartsýni og at- hafnaþori. Og aðeins sjö árum eftir stofnun stöðvarinnar var ráðist í miklar byggingarframkvæmdir á besta stað í bænum, við aðalgötu bæjarins, á því starfsvæði, sem reksturinn er enn. Það var gæfa hins unga félags að fá umboðssamning við Olíufélagið hf., Essó, og var verslun með vörur þess félags bakbeinið í rekstri og vel- gengni stöðvarinnar. Samstarfið við Olíufélagið var einnig bakhjarlinn í uppbyggingunni, og náði Haukur ætíð afar hagstæðum samningum við það félag. En þegar kom að byggingu stór- hýsis við Hafnargötu 86 kom babb í bátinn. Allskyns leyfa var þörf. Fjár- hagsráð skyldi standa vörð gegn of miklum fjárfestingum. En þegar allt var að fara í strand og ekkert leyfi skyldi veitt nema fyrir lágreistu einnar hæðar húsi, þá var ekki um annað að ræða en leita á æðstu staði. Ólafur Thors kippti málinu í lið með einu símtali. Fyrirtækið óx, auk aðal stöðvar- hússins var reist smurstöð og dekkjaverkstæði, og veitingasalur var útbúinn á efri hæð hússins – Að- alver, sem starfaði um árabil og naut mikilla vinsælda. Loks var reist sér- stakt hús fyrir bensín- og olíusöluna og dekkja- og bifreiðavarahluta- verslun. Þetta voru sem sagt óhemju mikil umsvif, bæði í uppbyggingu húsakosts og sívaxandi fjölbreyti- legra viðskipta. Í öllu þessu reyndi mikið á Hauk, og sýndi hann ávallt óhemju dugnað og útsjónarsemi. Hann var sívakandi í störfum fyrir félagið og þá var ekki alltaf unnið eftir klukkunni. Á til þess að gera örfáum árum gerði hann ásamt félögum sínum á stöð- inni Aðalstöðina að einu stærsta og traustasta fyrirtækinu hér í bæ, þar sem hvað flest starfsfólk vann. En þó Haukur hefði sannarlega í nógu að snúast, þá átti hann einhvern veginn alltaf nægan tíma til þess að aðstoða félaga sína á stöðinni, ef þeir þurftu aðstoðar við um sín mál, og eg veit að margur bílstjórinn átti Hauki margt gott upp að unna á þessum árum. Bifreiðastöðin var opin allan sólar- hringinn, og um langt árabil þjónaði hún slökkviliði bæjarins með útkalls- þjónustu. Var þetta merkileg örygg- isþjónusta fyrir bæjarbúa og lagði Haukur ríka áherslu á, að þessi þjón- usta væri innt af hendi á traustan og öruggan hátt. Haukur gat verið harður í horn að taka. Hann var bæði þéttur á velli og þéttur í lund. Og hann gat verið þrár. Honum varð erfiðlega hnikað þegar ákvörðun hafði verið tekin. Og þegar keppnisskapið bættist við, þá voru meiri líkur en hitt á því að hann hefði sitt fram í viðskiptum og samning- um. En aldrei fannst mér hann eig- inlega ósanngjarn, og aldrei beitti hann vísvitandi rangindum. Ódreng- skapur var ekki til í hans huga, og ávallt rétti hann hjálparhönd þegar þess var þörf, og þá sama hver átti í hlut. Allt samstarf mitt við Hauk var með ágætum. Það var gaman að vinna með honum fyrir Aðalstöðina á þessum uppgangsárum, og margt hefði eg getað af Hauki lært. En um- fram allt stendur upp úr að í Hauki eignaðist eg ævilangan og traustan vin, sem aldrei hefur brugðist mér. Og eg held jafnvel að hann hafi oftar en ekki gefið mér atkvæði sitt, kannske alltaf, þótt hann hafi innst inni haft aðra pólitíska sýn en eg. Þetta getur þó hafa verið óskhyggja mín – eg bað hann aldrei um að kjósa mig og eg spurði hann þess aldrei. Mér fannst það tortryggni í garð góðs vinar að hafa orð á slíku. Og aldrei hefði mér dottið í hug, að gera tilraun til þess að hafa áhrif á stjórn- málaskoðun Hauks. Haukur var tryggur, sannur vinur vina sinna, en hann hefur ugglaust verið óþægur ljár í þúfu þeirra, sem sýndu honum óvinskap eða ódreng- skap. Haukur var stálminnugur allt til hins síðasta, og hann var fróður um sögu bæjarins, það fólk og þá at- vinnuhætti, sem settu svip á æskuár hans, og það var honum ætíð kært að rifja upp þann tíma. Við hjón eigum fjölmargar góðar minningar frá samverustundum með þeim hjónum Hauki og Gerðu í hart- nær hálfa öld. Frá ferðalögum með þeim bæði hér á landi og á ferðum til útlanda. Þetta eru stundir sem ekki gleymast, en verða þó ekki tíundaðar hér. Nú þegar leiðir skiljast, þá sökn- um við sannarlega vinar í stað. Það verður tómlegra við eldhúsborðið hjá okkur á sunnudagsmorgnum, en minningar ylja okkur um hjartaræt- ur. Við og fjölskylda okkar sendum Gerðu, kærri vinkonu okkar, og börnum þeirra Hauks og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Huggunarorð liggja ekki létt á tungu, en sannarlega hryggj- umst við og söknum með ykkur. Við biðjum Guð allsherjar að veita ykkur styrk í sorg ykkar, en Hauki vini okkar óskum við góðrar heimkomu á land eilífðarinnar. Halldís og Tómas. Það er undarleg tilfinning sem hríslast um mann þegar síminn hringir snemma morguns og röddin í honum færir andlátsfregn um ein- stakling sem manni hefur þótt vænt um í áratugi. Við, sem komin erum í seinni hálf- leik æviskeiðsins, megum alltaf eiga von á því að vinir og samferðamenn heltist úr lestinni og leggi upp í lang- ferðina miklu og slíti samvistum a.m.k. um sinn. Okkur bregður þó alltaf við og stundum tekur það nokkurn tíma að átta sig á þessum viðskilnaði. Frammi fyrir dómi og kalli dauð- ans standa allir jafnir. Þau sannindi urðu mér enn einu sinni ljós þegar frændi minn, Hauk- ur Magnússon, lést 27. jan. sl. Þegar ég bjó í foreldrahúsum minnist ég þess að þeir bræður Haukur og Haraldur komu oftast tvisvar í viku í heimsókn til foreldra minna. Faðir þeirra, Magnús, var elsti bróðir föður míns. Þeir áttu saman mótorbátinn Huldu, en í jan. 1932 fórst Hulda með allri áhöfn en Magnús var skipstjóri. Þá stóðu þeir bræður uppi föðurlausir á barns- aldri. Föðurmissirinn í æsku setti sinn svip á heimilið, Guðríður móðir þeirra stjórnaði af festu og ósérhlífni og henni tókst að koma bræðrunum til manns. Ef til vill litu þeir á föður minn sem sinn nánasta ættingja og það var örugglega gagnkvæmt. Ég minnist þess að flest var borið undir pabba minn og hann fylgdist með flestu sem þeir bræður tóku sér fyrir hendur. Þegar Haukur eignað- ist nýja bíla kom hann ávallt við á Garðavegi 4 og farið var í bíltúr og bílarnir hans Hauks voru margir og oftast þeir glæsilegustu í Keflavík. Pabbi dó fyrir 32 árum, en Haukur hélt sömu tryggðinni við móður mína með heimsóknum og vinskap. Heimili Gerðu og Hauks bar þess vitni að samstilling, eindrægni og gagnkvæm virðing ríkti á heimilinu. Börnum sínum var Haukur góður faðir og lét sér mjög annt um velferð þeirra svo og barnabarnanna. Við hjónin sendum Gerðu, börnum og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur. Við vitum að ástvinamissirinn er sár, það er hins vegar mikil gæfa að eiga við leiðarlok góðar endurminn- ingar. Ég er viss um að þar finnast margir sólargeislar sem verma á komandi árum. Guð blessi sporin og minningarn- ar. Fari minn gamli vinur og frændi vel og hafi hann þökk fyrir samfylgd- ina og tryggðina. Páll Jónsson. HAUKUR HERSIR MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.