Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 37 tónlist er nokkuð af því sem gagn- legt er að hafa við höndina ef grúsk- að er í draumum. Sem dæmi kemur fyrir í Laxdælu merkur draumur um hringa sem týnast eða brotna sem merki um að konan sem átti þá, Guðrún Ósvífursdóttir, eignist menn og missi þá. Í draumnum eru einnig höfuðföt sömu merkingar. Hest- vagnar, bílar og lestir eiga sér tákn- ræna hefð sem orku- og hreyfiafl, bæði í vöku og svefni. Litir eiga sér langa merkingarsögu sem hefst meðal frummanna líkt og sjá má í hellum í Frakklandi og á klettum í Ástralíu. Þar er rauði liturinn ígildi orkunnar, kraftsins sem skapar og setur hreyfingu á hlutina, fútt í lífið. Úr og klukkur tengjast tímanum og málmar spegla sig sjálfa líkt og gull speglar verðmæti. Hér hef ég tínt upp úr söguskjóðunni nokkur helstu táknin úr draumi þínum sem er við- vörunardraumur og nú er bara að púsla myndunum saman í skýra heildstæða mynd. Í fyrsta hluta draumsins ertu þreytt á leið heim og ferð með bílinn í þrif en honum er lagt á sölu, það gefur í skyn að þú sért orðin þreytt á ýmsu í kring um þig en einnig eitt- hvað slöpp og hirðulaus um eigið sjálf. Framhaldið sýnir svo hugs- anlegt ferli þegar hjón, tveir ein- staklingar, fjarlægjast eftir langar samvistir vegna: þreytu, pirrings eða þeim finnst þau ekki ganga í augu hvors annars lengur, nú eða grái fiðringurinn sé mættur. Draum- urinn lýsir þeim erfiðleikum (hring- arnir) sem eru í sambandi ykkar og þeirri stöðu (gullúrið og ólin sem hangir saman á ósýnilegum spott- um) sem þú ert að koma þér í. En það eru einmitt spottarnir og ósýni- legu þræðirnir sem gefa í skyn að sambandið hafi gliðnað vegna van- rækslu frekar en ástleysis og því sé vel hægt að spinna nýjan sterkan og sýnilegan þráð í gjöfult samband en það krefst átaka (rokið) og þar sem þú játtir því að bíða í bílnum ertu væntanlega nú þegar byrjuð að spinna þann þráð.  Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingar- degi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is. Hvernig vinnur líkaminn úr þrúgusykri í samanburði við hvítan sykur? Svar: Þrúgusykur og hvítur sykur eru kolvetni. Þrúgusykur er einsykr- an glúkósi og hvítur sykur er tví- sykran súkrósi sem samanstendur af einsykrunum glúkósa og frúktósa. Meltingarensím sundra kolvetnum í fæðu í einsykrur áður en kolvetnin eru frásoguð úr meltingarveginum og flutt í blóðrásina. Þar sem þrúgu- sykur er einsykra þarf ekkert að brjóta hann niður, hann frásogast úr meltingarveginum og fer beint út í blóðið. Eftir að þrúgusykur er kom- inn inn í blóðrásina er talað um blóð- sykur. Styrkur blóðsykurs hækkar fljótlega eftir neyslu á þrúgusykri. Líkaminn bregst við þessari hækkun á blóðsykri með því að brisið gefur frá sér hormónið insúlín. Insúlín gegnir því mikilvæga hlutverki að senda boð til frumna í vefjum og líf- færum um aðtaka upp sykur úr blóð- inu og við það lækkar styrkur blóð- sykursins. Þegar styrkur blóðsykurs lækkar hættir brisið að seytla insúl- íni út í blóðið ogstyrkur þess lækkar. Það er mjög mikilvægt fyrir eðlilega starfsemi líkamans að styrk blóðsyk- urs sé haldið innan ákveðinna marka. Áður en hvítur sykur eða súkrósi er frásogaður úr meltingarveginum klýfurmeltingarensímið sem nefnist súkrasi súkrósann í einsykrurnar glúkósa ogfrúktósa. Glúkósahlutinn frásogast eins og greint er frá að of- an. Frúktósi, sem frásogast úr melt- ingarvegi, hefur ekki strax áhrif á styrk blóðsykurs eins og glúkósi. Fyrst fer frúktósi til lifrarinnar og er þar meðal annars ummyndaður í glúkósa sem birtist þá sem sykur í blóði. Þetta ferli tekur lengri tíma og áhrifin á styrk blóðsykurs verða ekki eins mikil og þegar þrúgusykur er borðaður. Ef líkaminn getur ekki unnið al- mennilega úr sykri verður blóðsyk- urinn of hár. Efnaskiptasjúkdóm- urinn sykursýki einkennist af of háum blóðsykri og honum fylgja ýmsir alvarlegir kvillar svo sem nýrnaskemmdir og blinda og sjúk- dómurinn getur leitt til dauða. Einn- ig eru hjarta- og æðasjúkdómar meðal annars taldir vera fylgikvillar sykursýki. Tíðni hinnar svokölluðu insúlínóháðu sykursýki eða syk- ursýki af tegund 2 er há meðal aldr- aðra og hefur farið ört vaxandi meðal yngra fólks, bæði hér á landi og ann- ars staðar í heiminum. Insúlínóháð sykursýki er meðal annars talin stafa af því að frumur verða ónæmar fyrir insúlíni og afleiðingin er skert upp- taka glúkósa inn í frumur. Fyrir sextán árum birtust niðurstöður rannsóknar sem sýndu að næmi frumna fyrir insúlíni jókst, og þar með upptaka blóðsykurs inn í frum- ur, þegar aldraðir og ungir ein- staklingar höfðu stundað reglulega líkamshreyfingu í eina viku. Fjórum árum síðar birtust niðurstöður rann- sóknar þar sem sýnt var fram á að blóðsykur einstaklings með insúl- ínóháða sykursýki lækkaði eftir reglulega líkamshreyfingu í eina viku. Frumur miðtaugakerfisins, þar með talin heilinn og mænan, og rauð blóðkorn hafa þá sérstöðu að vera háð orku frá blóðsykri til eðlilegrar starfsemi. Einstaklingur sem er í ná- munda við kjörþyngd sína og hreyfir sig reglulega nýtir bæði þrúgusykur (glúkósa) og hvítan sykur (glúkósa og frúktósa) sem orkugjafa. Ein- staklingur sem er of feitur og hreyfir sig lítið þarf ekki á mikilli orku úr næringarefnum að halda og þá er lík- legt að þrúgusykurinn oghvíti syk- urinn stuðli enn meir að uppsöfnun fitu í líkamanum, þar sem umfram- neysla á sykri verður að fitu. Guðrún V. Skúladóttir, lífefnafræðingur Súkrósi – hvítur sykur. Reuters Starfsmenn hollenskrar stofnunar taka sýni úr kýrhaus á dögunum vegna rannsóknar á riðuveiki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.