Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 10
Ekki ástæða til á fót stjórnlaga Þ að að fela almennum dómstól- um að dæma um stjórnskipu- legt gildi laga, að fela það sér- stökum stjórnlagadómstólum eða hafa stjórnlagaráð eru þrjár mismunandi leiðir til að tryggja að ekki sé gengið á stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna. Þær byggjast á ólíkum hefðum og hugmyndum og hafa allar sína kosti og galla,“ segir Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur sem stundar doktors- nám við Virginíuháskóla í Charlottesville í Bandaríkjunum. Ragnhildur fjallar í doktors- verkefni sínu um úrskurðarvald um stjórn- skipulegt gildi laga. „Hefðin hér á landi og í þeim löndum sem við eigum mest sameiginlegt með í stjórnskipunar- rétti, Danmörku og Noregi, er að fela þetta al- mennum dómstólum. Þessu fyrirkomulagi var komið á í þessum löndum áður en stjórnlaga- dómstólar voru settir á fót annars staðar í Evr- ópu. Hér, eins og annars staðar þar sem almennir dómstólar dæma um þetta atriði, er aðeins dæmt um gildi laga í tilteknum dómsmálum þar sem einhver sem hagsmuna á að gæta, á aðild að málinu, ber því við að lögin stangist á við stjórn- arskrá. Þannig er almennt ekki hægt að fá úr- lausn dómstóla um það fyrirfram hvort lög sam- rýmist stjórnarskránni né heldur er hægt að fá dóm um það óháð tilteknum aðstæðum – spurn- ingin verður alltaf að koma upp í tengslum við ákveðna hagsmuni í dómsmáli en ekki abstrakt. Þá er staðan sú, að Hæstiréttur og aðrir dóm- stólar fella ekki lög úr gildi þó þeir telji þau stangast á við stjórnarskrána,“ segir hún. Ragnhildur segir þessu öðruvísi farið þar sem stjórnlagadómstólum hefur verið komið á fót. „Slíkir dómstólar eru mismunandi eftir ríkjum, en oftast getur tiltekinn fjöldi þingmanna eða ákveðnir embættismenn skotið lögum til dóm- stólsins um leið og þau hafa verið samþykkt og þá er metið hvort þau samrýmist stjórnar- skránni almennt, án þess að unnt sé að byggja á áhrifum þeirra í tilteknum tilvikum. Það getur verið gagnlegt að fá álit á því strax hvort lög samrýmist stjórnarskránni en á móti kemur að áhrif laga eru ekki alltaf fyrirsjáanleg. Lög sem virðast samrýmanleg stjórnarskrá þegar þau eru skoðuð afstætt geta í reynd eða eins og þeim er beitt í einstökum tilvikum stangast á við stjórnarskrána. Þess vegna hefur sú leið sums staðar verið farin að heimila einnig að stjórn- lagadómstólar meti stjórnskipulegt gildi laga eftir að lögin taka gildi. Framkvæmdin er þá víðast þannig, að byggi aðili dómsmáls á því að lög stangist á við stjórnarskrá vísar dómarinn í málinu þeirri spurningu til stjórnlagadómstóls- ins sem tekur afstöðu til hennar áður en aðal- málið heldur áfram. Þannig er hægt að fá dóm um hvort lög sem hafa tekið gildi samrýmist stjórnarskrá en þetta hefur þann ókost að máls- meðferðin verður erfiðari og tekur mun lengri tíma og fyrirsjáanlegar tafir á aðalmálinu geta leitt til þess að fólk hiki við að halda því fram að lög stangist á við stjórnarskrá. Í sumum ríkjum getur fólk leitað beint til stjórnlagadómstólsins og þá er mismunandi hversu miklar kröfur eru gerðar um aðild. Sums staðar eru gerðar svip- aðar kröfur og fyrir dómstólum hér en þar sem lengst er gengið getur hver sem er óskað dóms stjórnlagadómstólsins um hvaða lög sem er án þess að hafa sérstaka hagsmuni af því að fá úr- lausn um gildi þeirra. Komist stjórnlagadóm- stólar að þeirri niðurstöðu að lög samrýmist ekki stjórnarskránni er algengast að þeir lýsi þau ógild,“ segir Ragnhildur ennfremur. Réttindavernd betur komin hjá almennum dómstólum? Að sögn hennar er skipað með öðrum hætti í sérstaka stjórnlagadómstóla en almenna dóm- stóla. „Þeir eru víðast hvar í nánari tengslum við stjórnmálaflokka og löggjafarvaldið. Þetta, ásamt því að það er kveðið á um stjórnlagadóm- stólana og hlutverk þeirra í stjórnarskrá, leiðir til þess að síður verður efast um að það sé í sam- ræmi við lýðræðishugmyndir að dómstólar geti vikið til hliðar vilja þingsins, sem er kosið. Á hinn bóginn má benda á að í þeim málum sem hér um ræðir er spurningin hvort löggjafarvald- ið hafi gengið á réttindi manna og náin tengsl stjórnlagadómstóls við löggjafarvaldið og stjórnmálaflokkana geta þess vegna leitt til þess að vernd réttinda sé betur komin hjá al- mennum, óhlutdrægum dómstólum,“ segir hún. „Í almennri umræðu undanfarið hefur ekki síst verið rætt um það að dómar Hæstaréttar séu óljósir og að þá þurfi að túlka. Þetta eru vandkvæði sem koma ekki síður upp þar sem eru starfræktir stjórnlagadómstólar. Það er ljóst að stjórnarskrárbreytingu þyrfti til að hvort heldur er færa úrskurðarvald um stjórn- skipulegt gildi laga til sérstaks stjórnlagadóm- stóls eða til að kveða á um að aðeins ætti að meta samræmi laga og stjórnarskrár í sérstöku stjórnlagaráði áður en lögin koma til fram- kvæmda,“ segir Ragnhildur. Ekki ástæða til að færa þetta vald til stjórnlagadómstóls „Mín skoðun er sú, að það sé hvorki ástæða til né æskilegt að færa þetta vald frá almennum dómstólum til sérstaks stjórnlagaráðs eða að fela það sérstökum stjórnlagadómstól,“ segir Ragnhildur. „Fyrst og fremst tel ég að það fyr- irkomulag sem við höfum tryggi jafn vel og stjórnlagadómstólar að ekki sé gengið á réttindi fólks. Að auki er hefð hér fyrir því að fela þetta almennum dómstólum og loks gæti ný stofnun til að fjalla um tiltölulega fá mál orðið dýr. Telji fólk að breytinga sé þörf er hægt að gera þær innan þess ramma sem við höfum. Miðað við umræðuna undanfarna daga má t.d. benda á að hægt væri að gera ýmsar ráðstafanir til að tryggja frekar að lög frá Alþingi séu vel unnin og samrýmist stjórnarskránni. Meðal annars mætti hugsa sér einhvers konar stjórnlagaráð eða nefnd innan þingsins sem færi yfir laga- frumvörp að þessu leyti án þess að hróflað væri við úrskurðarvaldi dómstóla eftir að lögin hafa tekið gildi. Þá má benda á að sums staðar, t.d. í 83. gr. norsku stjórnarskrárinnar og í stjórn- arskrám ýmsum ríkja Bandaríkjanna, er að finna heimildir til þess að þingið óski álits Hæstaréttar á lögfræðilegum efnum. Þessari heimild hefur hins vegar afar sjaldan verið beitt í Noregi, m.a. af ótta við að það valdi vanhæfi hæstaréttar og Mannréttindadómstóll Evrópu hefur talið að réttmætur vafi geti leikið á óhlut- drægni þeirra dómara sem gefa álit um stjórn- skipulegt gildi draga að reglugerð þegar sama spurning kemur fyrir dóminn. Sama ætti vænt- anlega við um álit á lagafrumvörpum,“ segir Ragnhildur. „Eins og einnig hefur komið fram undanfarið væri hægt að gera ýmsar breytingar á reglum um Hæstarétt. T.d. mætti, að norskri fyrir- mynd, kveða á um það í almennum lögum að all- ir dómarar taki þátt í meðferð máls þegar a.m.k. tveir dómarar í deild vilja byggja dóm á því að lög stangist á við stjórnarskrá. Einnig mætti hugsa sér að allir dómarar rétt- arins dæmdu í málum þar sem byggt væri á því að lög samrýmdust ekki stjórnarskránni. Þá væri unnt að rýmka aðildarreglur til að stuðla að því að dómsúrlausn fáist um grundvallarat- riði en það gerði t.d. Hæstiréttur Danmerkur er hann tók til meðferðar mál nokkurra almennra borgara um það hvort Maastricht-samningur- inn samrýmdist dönsku stjórnarskránni. Þá væri hægt að setja reglur um það að sam- tökum, hinu opinbera eða öðrum sem hagsmuna eiga að gæta en eru ekki aðilar að dómsmáli þar sem stjórnskipulegt gildi laga er dregið í efa væri gert kleift að koma að gögnum eða rökum í málinu,“ segir Ragnhildur að lokum. Lagaráð veiti ráðgjöf um stjórnskipulegt gildi frumvarpa „Ég tel að það sé ástæða til þess að menn velti því fyrir sér hvort hægt er að ganga úr skugga um stjórnskipulegt gildi laga, annaðhvort áður en frumvarp er samþykkt, eða þá strax eftir að lög hafa verið samþykkt, til dæmis áður en þau taka gildi,“ segir Eiríkur Tómasson, lagapró- fessor við HÍ. „Mér sýnist að það sé hægt að koma við slíku fyrirframeftirliti, þ.e. áður en frumvarp hefur Við́mælendur Morgunblaðsins Öryrkjadómurinn hefur vakið miklar umræður um hvernig skorið er úr um stjórnarskrárgildi laga. Ómar Friðriksson bar þessi mál undir lögfræðinga sem segja ýmsar leiðir færar til að auka og bæta stjórnarskráreftirlit, m.a. með sérstöku lagaráði á Alþingi sem veiti ráðgefandi álit um frumvörp eða að heimilt verði að bera undir Hæstarétt hvort frumvörp eða nýsamþykkt lög samrýmast stjórn- arskrá. Þeir eru á einu máli um að ekki sé þörf á stofnun sérstaks stjórnlagadómstóls hér á landi. Davíð Þór Björgvins- son lagaprófessor. „...ekki gefa mér það fyrirfram að saman- burður við aðra leiði til þess að við þurfum að breyta einhverju, eða að Hæstiréttur hafi beitt þessu valdi á óeðlilegan hátt ...“ Eiríkur Tómasson lagaprófessor. „... menn velti því fyrir sér hvort hægt er að ganga úr skugga um stjórn- skipulegt gildi laga, annaðhvort áður en frumvarp er samþykkt, eða þá strax eftir að lög hafa verið samþykkt...“ Oddný Mjöll Arnar- dóttir lögfræðingur, stundar doktorsnám á sviði mannrétt- inda. „Ég sé ekki að stjórnskipunardóm- stóll myndi breyta miklu efnislega um endurskoðunarvald- ið...“ Páll Hreinsson, lagaprófessor og formaður stjórnar Persónuverndar. „Umboðsmaður Alþingis hefur miklu oftar bent á meinbugi á íslenskum lögum en t.d. hinn danski kollegi hans.“ Skúli Magnússon, lektor við lagadeild HÍ. „Hægt er að deila um nánast hverja ein- ustu lagasetningu Alþingis á grundvelli jafnræðisreglunnar enda hefur jafnræðis- hugtakið aldrei verið ágreiningslaust ...“ Ragnhildur Helga- dóttir lögfræðingur, stundar doktorsnám í Bandaríkjunum. „Fyrst og fremst tel ég að það fyrirkomulag sem við höfum tryggi jafn vel og stjórnlaga- dómstólar að ekki sé gengið á réttindi fólks.“ Páll Þórhallsson, lögfræðingur hjá Evrópuráðinu. „Annar möguleiki sem þarfnast skoðunar væri sá að stofna sérstaka stjórn- lagadeild innan Hæsta- réttar sem sérhæfði sig í álitamálum er varða stjórnarskrána.“ FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.