Morgunblaðið - 16.02.2001, Page 1

Morgunblaðið - 16.02.2001, Page 1
39. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 16. FEBRÚAR 2001 Frumsýnd í dag! Mel Gibson Helen Hunt EHUD Barak, starfandi forsætisráðherra Ísraels, og Ariel Sharon náðu í gær samkomulagi til bráða- birgða um samsteypustjórn Verkamannaflokksins og Likud, hægriflokks Sharons. Hinn síðarnefndi sigraði nýverið er kosið var til embættis forsætis- ráðherra og bauð hann þá Barak embætti varn- armálaráðherra í samsteypustjórn. Í tilkynningu frá skrifstofu Baraks í gærkvöldi sagði að ráð- herrann vonaði að hann myndi geta skýrt forystu flokksins frá endanlegu samkomulagi eftir helgi. „Myndun stjórnarinnar byggist á því að eining náist um stefnuyfirlýsingu hennar og þann ágrein- ing sem enn er eftir að brúa á því sviði,“ sagði heimildarmaður sem ekki vildi láta nafns síns get- ið. Hann sagði að Barak og Sharon hefðu verið sammála um að Verkamannaflokkurinn tæki að sér ráðuneyti varnarmála og utanríkismála. Ísr- aelska útvarpið sagði að hvor flokkur fengi sjö ráð- herraembætti en er Barak varð forsætisráðherra 1999 fjölgaði hann embættunum úr 18 í 23 þrátt fyrir hörð andmæli þeirra sem sögðu að um bruðl væri að ræða er ekki ætti sér heldur stoð í lögum. Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráðherra og flokksbróðir Baraks, hefur mælt með því að flokk- arnir tveir gangi saman í ríkisstjórn og sagst vera reiðubúinn að gegna embætti í henni. Peres er friðarverðlaunahafi Nóbels og var talinn einn af helstu höfundum Óslóarsamninganna um frið við Palestínumenn. Sharon er öflugasti talsmaður harðlínumanna í Ísrael sem vilja ekki slaka til í viðræðum við Palestínumenn og hefur hann lýst fyrirlitningu sinni á Óslóarsamningunum. Takist Sharon að mynda samsteypustjórn með Verkamannaflokknum tryggir hann að ríkis- stjórnin fái starfhæfan þingmeirihluta sem stjórn- málaskýrendur telja að reynast myndi erfitt ef hann yrði að leita til ýmissa smáflokka. Mikil sorg og reiði ríkir meðal almennings í Ísrael í kjölfar þess að palestínskur bílstjóri ók rútu inn í hóp af fólki á biðstöð í Tel Aviv á þriðju- dag. Átta manns fórust og fór útförin fram í gær. Stjórnvöld bönnuðu alla umferð til og frá svæðum Palestínumanna vegna atburðarins. Hermenn skutu í gær til bana vopnaðan Palestínumann í landnemabyggð gyðinga, Kfar Darom á Gaza. Maðurinn var félagi í öryggissveitum stjórnar Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna. Ephraim Sneh, aðstoðarforsætisráðherra Ísr- aels, varaði við því að gripið yrði til hefndarað- gerða. „Það er ekki til nein hernaðarleg lausn, að- eins samningalausn,“ sagði hann. Barak og Sharon semja um samsteypustjórn Jerúsalem. AFP, AP. Reuters Ehud Barak (t.v.) og Ariel Sharon á skrifstofu hins síðarnefnda í Tel Aviv í gær. BANDARÍSKA alríkislögreglan (FBI) og alríkissaksóknari í New York hafa hafið rannsókn á því hvort annarlegar ástæður hafi legið að baki sakaruppgjöf sem Bill Clint- on veitti kaupsýslumanninum Marc Rich á síðasta degi sínum í forseta- embætti. Rich er landflótta vegna ákæru um skattsvik og býr í Sviss. Alríkissaksóknarinn Mary Jo White staðfesti í yfirlýsingu í gær að rannsakað yrði hvort náðun Rich bryti í bága við alríkislög. Ekki voru gefnar frekari upplýsingar um rannsóknina, en AP-fréttastofan hafði eftir heimildarmönnum að kannað yrði hvort Rich hefði greitt fyrir sakaruppgjöfina með einhverj- um hætti. Komið hefur fram að fyrrverandi eiginkona kaupsýslumannsins, Den- ise Rich, hefur lagt fram mikið fé í kosningasjóði demókrata, þ.á m. í sjóð Hillary Clinton. Þá mun Denise Rich hafa í fyrra sent Clinton-hjón- unum húsgögn að andvirði 7.375 dollara, eða um 640.000 króna, fyrir nýtt hús þeirra í New York. Í yfirlýsingu sem Bill Clinton sendi frá sér á miðvikudagskvöld vísaði hann því á bug að óeðlilega hefði verið staðið að sakaruppgjöf Rich. „Ég tók ákvörðun um að náða Marc Rich á grundvelli þess sem ég taldi rétt að gera,“ segir í yfirlýsing- unni. „Ásakanir um að óeðlilegir þættir, á borð við fjáröflun fyrir [Demókrataflokkinn] eða bókasafn mitt, hafi haft áhrif á ákvörðunina eiga ekki við nein rök að styðjast. Ég mun með glöðu geði aðstoða við rannsókn málsins.“ Alríkislögreglan og saksóknari í Bandaríkjunum Opinber rannsókn á sakaruppgjöf Rich New York, Washington. AFP, AP.  Sakaður um/27 BIBLÍUHETJAN Samson, sem fyrir 3.000 árum braut niður hof og eitt sinn felldi þúsund Filistea hjálp- arlaust með asnakjálka að vopni, var þjáður af geðsjúkdómi sem birt- ist í andfélagslegri hegðun, að sögn taugasérfræðings í Kaliforníu. Sérfræðingurinn Eric Altschuler fullyrðir að lýsing Gamla testament- isins á manninum sé eins og ná- kvæm greining á ákveðnum geð- sjúkdómi. Einkennin séu meðal annars slæm óþekkt á æskuárunum, ósannsögli, kæruleysi og skortur á hæfileikum til að laga sig að sam- félaginu. Samson hafi t.d. verið afar kærulaus er hann sagði Dalílu, sem hafði þrisvar reynt að myrða hann, að líkamskraftarnir tengdust síðu hárinu. Dalíla klippti þá lokkana af Samson. Samson geðsjúkur? London. The Daily Telegraph. STJÓRN Serbíu lofaði í gær að framselja stríðsglæpadómstól Sam- einuðu þjóðanna í Haag meinta stríðsglæpamenn frá Bosníu og Króatíu, sem ekki eru með júgó- slavneskan ríkisborgararétt, eða vísa þeim úr landi. Talið er að nokkrir af forystumönnum Bosníu- Serba, þeirra á meðal Ratko Mladic hershöfðingi, dvelji í Serbíu, en ekki er vitað hvort þeir eru með borgararétt í Júgóslavíu, sam- bandsríki Serba og Svartfellinga. Serbneska stjórnin hefur ekki í hyggju að framselja Slobodan Milo- sevic, fyrrverandi forseta Júgó- slavíu. Stuðningsmenn Milosevic og Mladic komu saman í Podgorica í Svartfjallalandi í gær til að mót- mæla viðræðum þarlendra stjórn- valda við Carla Del Ponte, saksókn- ara stríðsglæpadómstólsins. Styðja Milosevic Reuters STUÐNINGUR við Framfaraflokk- inn norska mældist 6% minni eða 17,1% í fyrstu skoðanakönnun sem gerð var eftir nauðganahneykslið sem nú skekur flokkinn. Hefur hann misst nær helminginn af stuðningnum sem hann hafði meðal kvenna. Verka- mannaflokkur Jens Stoltenbergs for- sætisráðherra bætir við sig, hefur 32,3% og einnig Hægriflokkurinn sem á ný er orðinn næststærsti flokk- ur landsins og fær 18,5%. „Þetta kemur ekki á óvart,“ segir aðalritari Framfaraflokksins, Geir Mo. „Við höfðum gert ráð fyrir ein- hverju af þessu tagi.“ Lögreglan rannsakar nú ásakanir um að alls níu manns, þar af tveir karlar, hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu ráðamanna í Fram- faraflokknum. Sautján ára stúlka sem sagðist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu Terjes Søviksnes, fyrrverandi varaformanns flokksins, hefur ekki fullyrt að hann hafi beinlínis nauðgað sér, að sögn lögmanns stúlkunnar, Roars Vegsunds. Hann segir enn- fremur að stúlkan muni að sínu ráði bíða með að ákveða þar til eftir helgina hvort hún kæri Søviksnes. „Það er mikill léttir að þetta skuli koma fram eftir allar stóru fyrirsagn- irnar í blöðunum síðustu dagana,“ segir Søviksnes. Minnkandi fylgi í könnunum Ósló. Morgunblaðið. Norski Framfaraflokkurinn  Stefna Bush/28  Kosningasigur /35

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.