Morgunblaðið - 16.02.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.02.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Forsmekkur að bikar- úrslitaleiknum / B3 Guðjón valinn knatt- spyrnustjóri vikunnar / B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag  Á FÖSTUDÖGUM ALLT bendir nú til þess að veruleg röskun verði á flugi til og frá landinu þá daga sem verkfall flugumferðar- stjóra mun standa yfir, að sögn Guð- jóns Arngrímssonar upplýsingafull- trúa Flugleiða. Samkvæmt áætlun verða 52 flug á vegum Flugleiða 20. og 21. febrúar nk., auk 6 fraktfluga. Bókaðir farþegar eru tæplega 5.000, þar af um 2.000 sem eru á leið yfir hafið með viðkomu í Keflavík og um 3.000 á leið til eða frá landinu. Að sögn Guðjóns mun verkfallið einnig hafa áhrif 22. febrúar þar sem ein- hvern tíma tekur að vinna upp tafir vegna verkfallsdaganna. Þann dag eru áætluð 26 flug og má búast við töfum í mörgum þeirra. Guðjón segir áætlun Flugleiða byggjast á því að margar vélar komi inn á nánast sama tíma, standi hér við í um klukkustund og fari síðan í loftið aftur. Skylda stjórnvalda að tryggja samgöngur til og frá landinu „Það sem virðist blasa við er að hér geti ekki komið nema ein vél á klukkutíma, er okkur sagt, og það þýðir í raun að þetta kerfi hrynur. Og við vitum í rauninni ekkert hversu mikið við getum flogið. Við getum því ekki tryggt neitt þessa tvo daga, ef til verkfalls kem- ur. Við munum reyna eins og hægt er, en af þessum ástæðum viljum við hvetja fólk til þess að breyta um flug og færa sig frá þessum dögum, þá sem það geta.“ Guðjón segir að Flugleiðir hafi lagt á það áherslu að hagsmunir Ís- lendinga, íslenskrar ferðaþjónustu og íslenskra ferðamanna hafi alger- an forgang. Það hljóti að vera frum- skylda yfirvalda að tryggja með öll- um tiltækum ráðum að samgöngur til og frá landinu leggist ekki af, eins og nú stefnir í. „Þeir hagsmunir hljóta að vega þyngra heldur en yfirflugið, sem þó er auðvitað mikilvægt að haldist. En við bendum á að fyrir Flugleiðir og farþega til og frá landinu er þetta hreinlega stöðvun, en fyrir félögin sem fljúga innan flugsvæðisins er það lykkja á leið þeirra að fara suður fyrir sem kostar kannski 10 upp í 40 mínútna töf.“ Verkfall hjá flugumferðarstjórum gæti raskað ferðum þúsunda farþega Hætta á að flug lamist ÞJÓNUSTUDEILD Vega- gerðarinnar hefur sett upp tvo hraðamæla sem sýna ökumönn- um ökuhraðann á ljósaskilti. Annar var settur upp í Hrafna- gili í Eyja- firði en hinn við Reykja- nesbraut. Mælarnir safna jafnframt upplýsingum um ökuhraða. „Þetta er fyrst og fremst til að vekja athygli ökumanna á þeim hraða sem þeir aka á,“ segir Nicolai Jónasson, deildar- stjóri hjá þjónustudeild Vega- gerðarinnar. Í Hrafnagili var settur upp hraðamælir þann 19. janúar en ljósaskiltið var hulið fyrstu dag- ana. Í Hrafnagili er hámarks- hraði 50 km/klst. Nicolai segir að sá sem ók hraðast hafi verið á um 130 km/klst og algengur hraði hafi verið um 60 km/klst. Þó væru þó nokkrir sem ækju á yfir 100 km hraða og margir á bilinu 80-100 km/klst. Hraðamælir var einnig sett- ur upp á Strandarheiði við Reykjanesbraut. Nicolai segir að þar hefði hann orðið var við að menn hægðu ferðina eftir að hafa séð hversu hratt þeir ækju. PÓSTMANNAFÉLAG Íslands hefur undirritað nýjan kjara- samning við Íslandspóst og er það fyrsta aðildarfélag BSRB til að semja. Kjarasamningurinn felur í sér 20,5% hækkun á samningstímanum en hann gild- ir til ársloka 2004. Samningur- inn er afturvirkur og gildir frá 1. janúar 2001. Í samningnum eru verðlagsþróunarákvæði og er hægt að segja upp launaliðnum árið 2002 og 2003 gefi verð- lagsþróun tilefni til þess. Þuríður Einarsdóttir, for- maður Póstmannafélags Ís- lands, sagðist vera sæmilega sátt við þennan samning. Upp- hafshækkunin væri um 9%, en þeir sem væru á lægstu töxtun- um fengju eins launaflokks hækkun strax. Aðrir félags- menn fengju launaflokkshækk- un síðar. Auk þess hefði verið samið um einn orlofsdag til við- bótar, greiðslu í séreignarsjóð og aukinn veikindarétt. Þuríður sagði að byrjunarlaun póst- manna fyrstu þrjá mánuðina yrðu með þessum samningi um 93.000 kr. á mánuði. Samningurinn er að fara í allsherjaratkvæðagreiðslu í félaginu, en stefnt er að því að talningu ljúki 5. mars. Samning- urinn nær til um 1.350 póst- manna. Póstmenn semja Ökuhraði sýndur á ljósaskilti NÝTT OG glæsilegt raungreinahús Menntaskólans í Reykjavík var formlega tekið í notkun í gær. Hús- ið, sem var gefið skólanum til minningar um Elísabetu Sveins- dóttur á 150 ára afmæli skólans ár- ið 1997, hefur nú verið endurnýjað hátt og lágt og gjörbreytir öllum aðstæðum til raungreinakennslu og tilrauna. Ragnheiður Torfadóttir rektor þakkaði Birni Bjarnasyni mennta- málaráðherra ötulan stuðning við uppbyggingu skólans en árið 1996 skipaði menntamálaráðherra byggingarnefnd fyrir skólann og var henni falið að meta húsnæð- isþörf skólans, setja fram tillögur um nýbyggingar, framkvæmdaröð og áætla kostnað við þær. Skólinn hefur hingað til búið við þröngan húsakost og má nefna að síðasta nýbygging skólans var tekin í notk- un 1965. Þar sem náttúrufræði- og eðl- isfræðideildir skólans eru fjöl- mennastar þótti við hæfi að raun- greinahúsið, sem stendur á horni Þingholtsstrætis og Bókhlöðustígs, og tengibygging þess við Casa Nova yrði valin fyrsti áfangi verk- efnis um uppbyggingu og þegar ráðist í framkvæmdir. Húsið er nú fullbúið nýjum, fullkomnum tækj- um og verkleg kennsla hafin. Helgi Hjálmarsson og Lena Helgadóttir arkitektar hönnuðu breytingar á húsinu og nýju við- bygginguna sem eru hluti af heild- arhugmynd þeirra um uppbygg- ingu á skólasvæðinu þar sem heilt menntaskólaþorp mun taka á sig mynd á næstu árum. Ágúst Þór Jónsson, verkefnisstjóri uppbygg- ingar skólans, sagði þennan fyrsta áfanga menntaskólaþorpsins skemmtilega framkvæmd sem hefði fengið farsælan endi en næstu skref væru ekki síður mik- ilvæg þar sem nú væri unnið að deiliskipulagi fyrir alla lóð Mennta- skólans og mætti vænta töluverðra breytinga á húsakosti skólans, m.a. yrði Casa Christi rifið og Casa Nova algjörlega endurhannað. Menntamálaráðherra sagði ljóst að hér væri verið að búa góða um- gjörð um mikilvægt skólastarf og enn skyldi haldið áfram. Elsta hús skólans, aðalbyggingin, er orðið ríflega 150 ára og sagði ráðherra brýnt að í ár yrði sjónum og fjár- munum beint að því að gera upp „Gamla húsið“ nú þegar 150 ár eru frá því Þjóðfundurinn var haldinn á Sal skólans. Lýsti ráðherra yfir vilja sínum um að slíkt yrði gert og sagði að á næstu vikum yrði tekin ákvörðun um framkvæmdir í sam- starfi við húsafriðunarnefnd. „Menntaskólinn í Reykjavík á sér langa sögu og rætur hans standa djúpt, samt er hann ætíð jafn ungur og fólkið, sem hér er hverju sinni, og tækin sem því eru fengin til að kenna og læra. Hvað varðar raun- greinakennslu, rannsóknir og til- raunir er Menntaskólinn í Reykja- vík nýr skóli í dag,“ sagði rektor og kvaðst fagna þessum langþráða áfanga. Nýtt raungreinahús Menntaskólans í Reykjavík tekið í notkun í gær Gjörbreytir allri raungreina- kennslu og aðstöðu til tilrauna Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnheiður Torfadóttir, Rut Ingólfsdóttir og Björn Bjarnason kynntu sér tilraunir stúdentsefn- anna Erlings Jóhanns Brynjólfs- sonar og Sveins Orra Snæland með straumvog. Á innfelldu myndinni eru tveir MR-ingar við tilraunastörf í eðlisfræði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.