Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HVATNINGARÁTAK var kynnt í gær sem miðar að því að fjölga kven- nemendum í verk-, tækni- og tölvun- arfræðinámi á háskólastigi. Liður í átakinu er að alls 40 konur, sem ýmist hafa lokið eða stunda nám í þessum greinum, munu frá 20. febrúar til 15. mars nk. heimsækja alla framhalds- skóla landsins og kynna nám og störf í tæknigreinum. Átakið er hluti af víðtæku jafnrétt- isátaki til tveggja ára, Konur til for- ystu og jafnara námsval kynjanna, sem er á vegum Háskóla Íslands og Jafnréttisstofu, í samstarfi við for- sætisráðuneytið, félagsmálaráðu- neytið, iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið, menntamálaráðuneytið, Eimskip, Gallup-Ráðgarð, Lands- virkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, Félag íslenskra framhaldsskóla og Stúdentaráð Háskóla Íslands. Sér- stakir samstarfsaðilar hvatningar- átaksins eru Hagsmunafélag um efl- ingu verk- og tæknifræðimenntunar á háskólastigi, Flugfélag Íslands, sem veitir þátttakendum í átakinu helm- ingsafslátt á flugi, og verkfræðistof- urnar Línuhönnun og Hnit. Meginmarkmið hvatningarátaks- ins er að fjölga konum í þessum grein- um en hlutfall kvenna í þeim í dag er í kringum 20%. Hefur hlutfallið þó hækkað á undanförnum árum, var t.d. 11% í verkfræði fyrir áratug, en betur má ef duga skal, segja aðstandendur átaksins. Í framhaldsskólum er átakinu að- allega beint til stúlkna, en kynningar, bæði í skólum og fyrirtækjum, eru einnig opnar strákum sem áhuga hafa. Meginhugsunin að baki átakinu er að kvennemendur og útskrifaðar konur í verk- og tæknifræði og tölv- unarfræði verði yngri kvennemend- um í framhaldsskólum hvatning til að velja fögin sem námsbraut á efri stig- um menntunar sinnar. Auk heimsókna kvenna í fram- haldsskóla munu nokkur fyrirtæki bjóða kvennemendum framhaldsskól- anna í heimsókn þar sem kynnt verð- ur vinnuumhverfi og starfssvið tækni- menntaðs starfsfólks þeirra. Meðal þessara fyrirtækja eru Eimskip, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavík- ur, Verkfræðistofan Línuhönnun, Skýrr, Marel og Hugvit. Næsta sumar verða síðan haldin sumarnámskeið í sama tilgangi, m.a. námskeið fyrir stelpur úr grunnskól- um þar sem kennarar og fagfólk munu kynna nám og störf í upplýs- ingatækniiðnaði, verk- og tæknifræði. Bæði kynin komi að mótun og uppbyggingu Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fylgdi átakinu úr hlaði á fundi með blaðamönnum í gær, ásamt nokkrum aðstandendum átaksins. Hún sagði ástæðu þess að ráðuneytið tók þátt í átakinu vera fyrst og fremst þá að fá tækifæri til að hvetja fleiri stúlkur til náms í grein- um upplýsingatækninnar og að auka hlut kvenna í atvinnurekstri. Stuðn- ingur við átakið myndi treysta stöðu íslensks atvinnu- og efnahagslífs. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundi ráðherra var Sigríður Þorgeirs- dóttir, formaður jafnréttisnefndar Háskólans. Hún sagði að konum í um- ræddum greinum hefði ekki fjölgað í samanburði við heildarfjölgun kvenna í háskólanámi. Hún sagði að fæð Átak til að fjölga konum í verk-, tækni- og tölvunarfræðinámi á háskólastigi Konur sækja alla fram- haldsskóla landsins heim Morgunblaðið/Jim Smart Valgerður Sverrisdóttir kynnti átakið. Henni á hægri hönd eru Sigríður Þorgeirsdóttir, Kolbrún Reinholds- dóttir, Margrét Edda Ragnarsdóttir, Ólafur Jón Arnbjörnsson og Margrét Óskarsdóttir frá Landsvirkjun. kvenna í þessum greinum gæti aukið kynjamisrétti í framtíðinni og leitt til enn frekari efnahagslegs mismunun- ar á milli kynjanna, verði ekkert að gert. Sigríður sagði það einnig ljóst að fæð kvenna í vísindasamfélaginu kæmi vísindum ekki til góða og ógn- aði gæðamarkmiðum þeirra. Skortur á fyrirmyndum Í máli Valdimars K. Jónssonar, deildarforseta verkfræðideildar Há- skólans, kom fram að næsta haust ætti að bæta við námi í efnaverkfræði og hugbúnaðarverkfræði. Hann sagði það markmið deildarinnar að ná a.m.k. 40% hlutfalli kvenna í verk- fræðinni fyrir árið 2005. Kolbrún Reinholdsdóttir, formaður kvennanefndar Verkfræðingafélags- ins, benti á þá staðreynd að þrátt fyrir um 20% hlutfall kvenna í verkfræði- námi væri hlutfall kvenna með starfs- leyfi sem verkfræðingar aðeins um 7%. Hún sagði átakið mjög mikilvægt þar sem konur skorti fyrirmyndir í at- vinnulífinu, þær væru lítt sjáanlegar þrátt fyrir að vera víða að störfum. Ólafur Jón Arnbjörnsson, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja og fulltrúi Félags framhaldsskóla í átakinu, sagði það um langan tíma hafa verið áhugamál framhaldsskól- anna að jafna val nemenda eftir kynj- um. Markmiðið væri að fjölga konum í sem flestum námsgreinum. Ólafur sagði misjafna kynjaskiptingu ekki eina vandamál skólanna, hann benti á að erlendir skólar væru farnir að sækjast eftir íslenskum stúdentum í meira mæli en áður. Við værum að missa námsmenn úr landi sem væri alvarlegt mál sem allir hagsmunaaðil- ar þyrftu að taka á. Fulltrúi kvennemenda á blaða- mannafundinum, Margrét Edda Ragnarsdóttir, sem nemur rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Ís- lands, lýsti yfir mikilli ánægju sinni með átakið. Hún sagði ekki þörf vera á þar sem til þessa hefði borið á brott- falli kvenna úr verkfræði eftir fyrsta árið. Hún sagðist vera í hópi 11 kvenna á fyrsta ári sem hittist reglu- lega til að hvetja hverja aðra til dáða. Á blaðamannafundinum var upplýst að erlendir háskólar stæðu margir hverjir frammi fyrir sama vanda, skorti á konum í verk-, tækni- og tölv- unarfræðum. Jafnréttisátakið innan Háskólans mun ekki aðeins snúast um hlut kvenna. Meðal annarra verkefna er að auka á hlut karlkynsnemenda í hjúkrunarfræði við skólann. HÆSTIRÉTTUR hefur sýkn- að mann af ákæru vegna ölv- unaraksturs. Hæstiréttur seg- ir, að þótt haft sé eftir manninum í lögregluskýrslu að hann hafi neytt áfengis fyr- ir umferðaróhappið sem hann lenti í, sé ekki hægt að byggja sakfellingu á þeirri skýrslu nema önnur atriði styðji þann framburð í verulegum atrið- um. Maðurinn ók bifreið sinni utan í vegg Hvalfjarðarganga og skemmdist hún mikið. Hann lét hvorki lögreglu né vaktmenn við göngin vita, heldur fékk far með fólki sem kom þar að og fór heim á Akranes. Klukkustund síðar hafði maðurinn samband við lög- reglu og sagðist hafa ekið bíln- um. Við handtöku reyndist maðurinn nokkuð ölvaður. Lögreglumenn sögðu hann hafa staðfest við yfirheyrslu að hann hefði ekki neytt áfengis eftir óhappið og í lög- regluskýrslu sagðist hann hafa drukkið nokkru áður en hann ók bíl sínum utan í. Fyrir dómi sagðist maðurinn hins vegar ekki hafa neytt áfengis fyrir óhapp, en fengið sér vodka og bjór eftir það, þar sem sér hafi verið mjög brugðið. Ekki óyggjandi gögn Héraðsdómur Vesturlands dæmdi manninn í 3 mánaða fangelsi og svipti hann öku- réttindum í 6 mánuði. Hæsti- réttur segir hins vegar að sak- felling mannsins verði ekki reist á því, sem skráð hafi ver- ið eftir honum í lögreglu- skýrslu, nema önnur atriði styðji þann framburð í veru- legum atriðum. Ekki breyti neinu þar um þótt þeir lög- reglumenn, sem í hlut áttu, hafi fyrir dómi skýrt frá sam- tölum sínum við manninn og framburði hans við skýrslu- töku hjá lögreglu. Þótt frá- sögn mannsins sé lítt trúverð- ug teljist ekki liggja fyrir óyggjandi gögn um að hann hafi neytt áfengis fyrir óhapp- ið og að hann hafi ekki neytt áfengis eftir óhappið og fram til þess tíma er hann var hand- tekinn. Ekki hægt að sakfella eftir lögreglu- skýrslu FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ í fíknivörnum hefur gefið út ítarlegt upplýsingarit, sem ber heitið Fíkniefni og for- varnir, handbók fyrir heimili og skóla, þar sem fjallað er um ávana- og fíkniefni á heildstæðan hátt. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra tók við fyrsta eintaki bók- arinnar í gær í Þjóðmenningarhúsi, en til stendur að dreifa ritinu víða, m.a. til allra fermingarbarna á land- inu. Í bókinni, sem er 320 bls. fjalla 30 höfundar um um fíkniefni og for- varnir frá sjónarhóli læknisfræð- innar, lyfjafræði, sálfræði, uppeld- isfræði, félagsfræði, heimspeki löggæslu og tollgæslu. Bókin er sniðin að þörfum skóla, fræðslu- stofnana, gagnasafna, foreldra og heimila. Í ritinu er að finna flest það sem snýr að viðbrögðum samfélags- ins við neyslu fíkniefna. Nær ótakmarkað notagildi „Notagildið er nær ótakmarkað, enda er bókin þannig uppbyggð að hún er auðveld aflestrar,“ segir Árni Einarsson, framkvæmda- stjóri Fræðslumiðstöðvar í fíknivör- un og annar tveggja ritstjóra bók- arinnar. „Þannig ætti hver sem er að geta sótt sér fræðslu í bókina. Hún er líka þannig uppbyggð að hún nýt- ist fólki sem gagnasafn, efnisyfirlitið er mjög vel útfært, þannig að bókin á að geta nýst vel þeim sem eru að vinna við fræðslu í skólum. Bókinni er líka ætlað að nýtast foreldrum við uppeldi, enda er sérstakur kafli í henni um fjölskylduna.“ Meðritsjóri Árna var Guðni R. Björnsson og í ritnefnd sátu Aldís Yngvadóttir, Hafrún Friðriksdóttir, Ólafur Steingrímsson og Þorsteinn Njálsson. Teikningar eru eftir Önnu Gunnlaugsdóttur. Bókin var prentuð í Odda. Oddfellowreglan á Íslandi, for- varnarsjóður, tóbaksvarnarnefnd, menntamála- og fjármálaráðuneyti styrktu útgáfu bókarinnar fjárhags- lega og var fyrir vikið hægt að senda hana öllum grunnskólum og bóka- söfnum í landinu þeim að kostn- aðarlausu. Handbók um fíkniefni og forvarnir kynnt í gær Morgunblaðið/Jim Smart Ritstjórar handbókarinnar um fíkniefni og forvarnir, Árni Einarsson og Guðni R. Björnsson. Á milli þeirra er Aldís Yngvadóttir úr ritnefnd. Fjallað um ávana- og fíkni- efni á heildstæðan hátt INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, segir að ekkert í lögfræðiáliti Páls Hreinssonar lagaprófessors um niðurstöðu flug- vallarkosningar, komi á óvart. Nán- ar tilgreint segir Páll Hreinsson að kosning um það hvort flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni geti ekki orðið bindandi fyrir borg- aryfirvöld í framtíðinni eftir að nú- verandi kjörtímabili lýkur. „Það liggur alveg ljóst fyrir að ákvæði um bindinguna ná til núver- andi sveitarstjórnar og við erum að binda hendur okkar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum,“ segir Ingi- björg Sólrún. „Ef þessi skilyrði eru uppfyllt munum við vinna í sam- ræmi við þau og ganga annars veg- ar frá svæðisskipulagi, sem tekur mið af því og hins vegar aðalskipu- lagi. Eftir atkvæðagreiðsluna [17. mars] munu ákveðnir hlutir eiga sér stað sem binda fleiri og fleiri þætti þessa máls. Ég tel ólíklegt að nokkur meirihluti í Reykjavík myndi treysta sér til að ákveða að virða að vettugi ákvörðun sem skot- ið hefur verið til borgarbúa." Ekkert kem- ur á óvart í lögfræði- álitinu Borgarstjóri um álit Páls Hreinssonar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.