Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR
14 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
„Stórbrotnar geðsveiflur“
„...bráðskemmtileg en vekur eigi
að síður til umhugsunar“
- Halldóra Friðjónsdóttir, DV.
„...áhrifarík sýning“
„Áleitið efni, vel skrifaður texti,
góður leikur og vönduð umgjörð“
- Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðið.
Næstu sýningar:
Boðið er upp á mat á góðu verði fyrir sýningu.
Háaloft - geðveikur svartur gamanleikur.
Frábærir dómar segja það sem segja þarf um sýninguna:
Höfundur og leikari: Vala Þórsdóttir
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir
Hluti af einleikjaröð Kaffileikhússins „Í öðrum heimi“
Laugardaginn 17.febrúar
Þriðjudaginn 20.febrúar
Sunnudaginn 25.febrúar
Föstudaginn 2.mars
Þriðjudaginn 6.mars
STÓR HÓPUR belgískra mennta-
skólanema heimsótti á miðvikudag
forseta Íslands og fékk að skoða
sig um á Bessastöðum. Krakkarnir
eru í vikulangri Íslandsheimsókn
sem er liður í nemendaskiptum
skólans þeirra, Koninlijk Athen-
eum Laken, og Menntaskólans við
Hamrahlíð.
Belgarnir dvelja hjá fjölskyldum
íslensku nemendanna og sækja
saman tíma í menntaskólanum.
Auk þessa hafa krakkarnir farið í
skoðunarferðir og heimsótt fjölda
safna og stofnana. M.a. hefur verið
farið að Gullfossi og Geysi og að
Þingvöllum. Nemendur skólanna
hafa unnið að kynningu um skólana
sína, menningu, borgarlíf, náttúru
og sögu hvorrar þjóðar fyrir sig.
Lokaverkefni þeirra fólst svo í upp-
setningu heimasíðu þar sem er m.a.
að finna þessar upplýsingar.
Sérstakur áfangi var stofnaður í
kringum verkefnið í MH og eru
átján nemendur skráðir á hann. Ís-
lenski hópurinn fer svo til Belgíu í
vikutíma í mars þar sem stofnanir
Evrópusambandsins verða m.a.
skoðaðar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ólafur Ragnar átti gott spjall við Belgana sem kunnu vel að meta gestrisni forsetans.
Heimsóttu Bessastaði
„EFTIR því sem ég
best veit er allt með
kyrrum kjörum milli
landanna,“ segir hann
með breskan kímni-
glampa í augum. En
þótt engin séu átökin
er þó í mörg horn að
líta fyrir nýjan bresk-
an sendiherra á Ís-
landi, John Culver,
sem nýtekinn er við
embætti. Hann hefur
ekki aðeins áhuga á
verslun milli landanna
heldur ekki síður á
menningarsambandi
þeirra. Hann hafði þegar heyrt af
blómstrandi menningarlífi Reykja-
víkur, sem hann segist hlakka til að
kynnast af eigin raun. Til Íslands
hafði hann ekki komið áður, en
heyrt margt af landi og þjóð.
Culver gekk í utanríkisþjón-
ustuna árið 1968, fyrsta starf hans
erlendis var að fara á milli sendi-
ráða í Suður-Ameríku, en síðan hef-
ur hann verið í Moskvu, La Paz,
Róm og Dhaka áður en hann varð
sendiherra í Managua árin 1992–
1997, aðalræðismaður í Napólí og
nú síðast um hríð í Róm til þessað
undirbúa Ítalíuheimsókn Elísabet-
ar Bretadrottningar á í fyrra.
Verslunarsambönd
efst á lista
Daginn sem hann var tekinn tali í
einu af fundarherbergjunum í tröll-
aukinni byggingu breska utanrík-
isráðuneytisins var Culver nýbúinn
að hitta fulltrúa úr verslunarnefnd
frá Stoke, sem nýlega var á Íslandi.
„Verslunarsamband landanna er
efst á blaði. Bretland er besti
markaður Íslendinga og Ísland er
góður markaður fyrir okkur
Breta,“ segir Culver.
Hann bætir við að flokkað eftir
stærð sé Ísland nr. 65 á lista yfir
mikilvægustu markaði Breta, sem
sé reyndar með ólíkindum miðað
við stærð landsins,
„og megi svo lengi
haldast“, bætir hann
við.
„Það er engin ein
grein, sem sker sig úr
hvað varðar verslun
við Ísland,“ segir
Culver. „Ísland er
góður alhliða markað-
ur. Landið er auðugt
og svo virðist sem þeir
sem bjóða þar góðar
vörur á viðunandi
verði geti átt góð
skipti við landið.“ Og
ekkert bendir til að
áhuginn á þessum litla, en öfluga,
markaði sé að minnka í bresku við-
skiptalífi, því Culver segist hafa
heyrt af ýmsum, sem séu að þreifa
þar fyrir sér. Áhuginn sé einnig
gagnkvæmur og Íslendingar fjár-
festi í Bretlandi og í breskum fyr-
irtækjum.
Hann veit að sjálfsögðu að fót-
boltafélagið í Stoke er í eigu Íslend-
inga og segir að þessi íslensku ítök
á staðnum hafi ýtt undir og marg-
faldað áhugann á Íslandi. „Ítökin
hafa einnig ýtt undir viðskipti við
Ísland og skapað grundvöll, sem
ekki var til þarna áður,“ segir Cul-
ver og er greinilega fullur hrifn-
ingar á þessum óvænta afrakstri
fótboltaáhuga landa sinna.
Menningarborgin fékk
athygli sem gæti nýst
Culver hefur mikinn áhuga á list-
um og hefur greinilega gert sér far
um að kynnast lista- og menningar-
lífi á þeim stöðum sem hann hefur
búið á. Einnig á því sviði sér hann
fyrir sér að ýmislegt megi rækta í
samskiptum Bretlands og Íslands.
„Bæði löndin eru áhugasöm um
listir og menningu og eiga sameig-
inlegan áhuga á samskiptum á því
sviði. Menningarborgin Reykjavík
hefur dregið að sér athygli og ég
efast ekki um að á þeim grunni
megi byggja frekar, líka eftir að
menningarárinu lýkur,“ segir Culv-
er.
British Council styður ekki
breskt menningarframtak á Ís-
landi, en Culver segir að þrátt fyrir
það megi víða finna sjóði til þess. Í
fyrra sá sendiráðið um komu Lond-
on Mozart Players til Íslands. „Í ár
vonumst við til að geta stuðlað að
tónleikahaldi í sumar og ég hefði
sannarlega áhuga á að sjá hvernig
mætti liðka fyrir komu breskra
listamanna hingað.“ Gríðarlegur Ís-
landsáhugi í Bretlandi undanfarin
ár hefur ekki farið framhjá Culver,
sem segir að sams konar áhuga á
Íslandi gæti einnig á Ítalíu.
Sjálfur hefur hann lengi haft
áhuga á norðurslóðum. Vínlands-
sögurnar vöktu á sínum tíma áhuga
hans, honum þykja landafundir
norrænna manna fyrir vestan haf
áhugaverðir og að Leifur heppni
skuli hafa verið þar á undan öðrum.
Njálu las hann nýlega og Atóm-
stöðina einnig. Það er því sendi-
herra sem er með á nótunum sem
nú tekur til starfa á Íslandi.
Frá Róm til
Reykjavíkur
Viðskipti og menning eru helstu áhugamál
Johns Culvers, sem um þessar mundir er að
taka við sem breskur sendiherra á Íslandi,
eins og Sigrún Davíðsdóttir komst að þegar
hún ræddi við hann í London.
ÞRÍTUGUR karlmaður var
dæmdur í tveggja mánaða
fangelsi í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær fyrir að aka ölv-
aður og keyra á kyrrstæðan
bíl. Atvikið átti sér stað í mið-
borg Reykjavíkur í apríl í
fyrra.
Maðurinn játaði skýlaust
brot sitt en auk þess að vera
dæmdur í óskilorðsbundið
fangelsi var honum gert að
greiða allan sakarkostnað.
Frá árinu 1985 hefur mað-
urinn hlotið alls 10 refsidóma
og gengist undir 9 sættir fyrir
skjalafals, umferðarlagabrot,
þjófnað, tilraun til þjófnaðar,
fjársvik, húsbrot, fíkniefna-
lagabrot og nytjastuld. Þá hef-
ur hann gengist undir sekt-
argreiðslu vegna líkamsárásar,
þjófnaðar, áfengislagabrots,
umferðarlagabrots og fíkni-
efnalagabrots. Maðurinn var
sviptur ökurétti ævilangt frá í
júní 1996. Hefur hann fjórum
sinnum áður gerst sekur um
brot af því tagi sem hann var
dæmdur fyrir í morgun og því
þótti hæfileg refsing nú
tveggja mánaða fangelsi.
Fangelsi
fyrir ölv-
unarakstur
LOSUN gróðurhúsalofttegunda á
Íslandi árið 1999 var 3.410 þúsund
tonn af koldíoxíðígildum og jókst
hún um 9,5% frá 1998 þegar hún var
3.114 tonn. Losun gróðurhúsaloft-
tegunda á Íslandi hefur aukist um
14% frá 1990.
Þetta kemur fram á vefsíðu Holl-
ustuverndar ríkisins og segir að
aukninguna megi einkum rekja til
þriggja þátta: Framleiðsluaukning-
ar í stóriðju, meiri nýtingar jarð-
varma og aukinnar losunar frá bílum
og tækjum. Á heimasíðu Hollustu-
verndar segir að áhrif lofthjúps jarð-
ar á hitastig, sem almennt eru nefnd
gróðurhúsaáhrif, þýði að meðalhiti
jarðar sé +15 gráður í stað –18
gráða. „Gróðurhúsaáhrifin eru nauð-
synleg forsenda lífs, eins og við
þekkjum það, en aukning þessara
áhrifa, m.a. vegna mikillar losunar
gróðurhúsalofttegunda af manna
völdum, kynni að valda hitaaukningu
og hættulegri röskun á veðurfari og
vistkerfi jarðarinnar.“
Einnig segir að losun gróðurhúsa-
lofttegunda af manna völdum hafi
aukist frá því iðnvæðing hófst. Auk-
inn styrkur lofttegunda sem mest
hafa verið losaðar, koldíoxíðs, met-
ans og hláturgass, valdi auknum
gróðurhúsaáhrifum sem leitt geti til
loftslagsbreytinga.
Losun gróður-
húsalofttegunda
jókst um 9,5%