Morgunblaðið - 16.02.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.02.2001, Qupperneq 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á FÉLAGSFUNDI í Félagi um Listaháskóla Íslands í fyrrakvöld, þar sem framtíð- arskipan Listaháskóla Ís- lands og húsnæðismál hans voru rædd, kom fram að yf- irgnæfandi meirihluti fundar- manna taldi Kvosina í Reykja- vík, þ.e.a.s. Zimsenreitinn, sem afmarkast af Geirsgötu, Lækjargötu, Hafnarstræti og Pósthússtræti, áhugaverðasta kostinn fyrir nýbyggingu Listaháskólans og Miklatún þar á eftir. Að sögn Kristins E. Hrafnssonar, sem situr í stjórn Listaháskólans fyrir hönd Félags um Listaháskóla Íslands, voru umræður á fundinum mjög öflugar og náðu allt fram undir miðnætti. Kvað hann menn helst vilja Listaháskólann í Kvosina, í hjarta miðborgarinnar, en vit- að að það væri í rauninni kost- ur sem búið væri að afgreiða út af borðinu, því borgaryfir- völd hefðu aðrar hugmyndir um ráðstöfun þeirrar lóðar. Því hefði meirihluti fundar- manna stutt það, að unnið yrði að því að koma skólanum á Miklatún. Fyrir stjórn Listaháskólans lægi formlegt erindi frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, þar sem hún leitar eftir áhuga stjórnar Listaháskólans á því að láta skoða málið nánar, með það í huga að leggja það fyrir nefndir og ráð borgar- innar. Það bréf væri í raun svar við erindi stjórnar Listaháskóla Íslands til borg- arinnar, um að hún bjóði ein- hvern raunverulegan kost. Nýbygging eini raunhæfi kosturinn Eftir að Hjálmar H. Ragn- arsson rektor hafði kynnt áform um nýjar deildir innan skólans; tónlistardeild og hönnunardeild, reifaði Krist- inn E. Hrafnsson þær tillögur sem uppi eru um framtíðar- staðsetningu skólans. Byggði hann erindið á skýrslu Björns Stefáns Hallssonar hjá arki- tektastofunni O’Donnell, Wicklund, Pigozzi and Peter- son Architechts Inc. í Chic- ago, um húsnæðismál Listaháskólans, sem unnin var fyrir stjórn Listaháskól- ans í ágúst í fyrra og viðbót í febrúar á þessu ári. Í máli hans kom fram, að alls hefðu OWP&P kannað 16 eldri byggingar og staðsetningar- kosti sem borgarskipulagið í Reykjavík hefði lagt fram og Hafnarfjarðarhugmyndina að auki. Skýrsluhöfundur kemst að því, að nýbygging sé eini raunhæfi kosturinn fyrir skól- ann, óháð staðsetningu og því kæmu eldri byggingar ekki til greina. Augljóst væri að vanda þyfti til staðsetningar skólans því hún geti haft veruleg áhrif á hvernig starfsemi hans muni þróast. Í staðarvali hans muni einnig ráðast að nokkru hversu ríkulega lista- og menningarlíf borgarinnar, og þjóðarinnar, muni verða styrkur af starfsemi skólans. Markmið skólans og vænting- ar hvað varðar tengsl við menningarlíf landsins væru þýðingarmikil atriði að þessu leyti og nauðsynlegt að hafa þau í huga. Þá væru góð tengsl nauðsynleg við aðrar menningarstofnanir og ekki hvað síst við reynslumikla starfskrafta þeirra – leiklist- ardeildirnar við leikhúsin, tónlistardeildirnar við sinfón- íuhljómsveitina og aðra tón- listarstarfsemi og myndlistar- deildirnar við myndlistar- vettvang samfélagsins. Öðr- um lista- og menningar- stofnunum væri tvímælalaust styrkur af nálægð, þannig að samskipti væru ör, liðug og frá upphafi nánast sjálfgefin. Meirihluti lista- og menning- arstarfsemi væri umhverfis miðborg Reykjavíkur og þar væri umferð almennings jafn- framt mest og bestar líkur til að byggja upp opin samskipti við samfélagið almennt. Stað- setning Listaháskólans í góðri nálægð við miðborgina virtist því afskaplega mikilvæg til að ná sem mestri nálgun við fyrr- greind og vandlega mótuð markmið skólans, og senni- lega kjörkostur. Ef ekki reyndist þar lóð fyrir hendi væri hugsanlegt að athuga staðsetningu fyrir skólann innan fárra mínútna göngu- leiða frá þeim stöðum þar sem greiðar leiðir almennings- vagna skærust eða færu um og þar sem bílastæði væru auðfundin. Menningarlífi landsins væri að jöfnu nauðsyn á sjálfgefn- um og opnum tengslum við starfsemi skólans. Miðja þess sé í og umhverfis miðborg Reykjavíkur. Mikilvægi stað- setningar skólans sem næst miðborginni fyrir lista- og menningarlíf þjóðarinnar yrði því varla of vandlega undir- strikað. Fjallað nánar um þrjá kosti Eftir að hafa kynnt fundin- um umrædda staðsetningar- kosti, fór Kristinn nánar í saumana á þremur þeirra, Laugarnesvegi 91, Hafnar- firði og Miklatúni. Um húsið á Laugarnesvegi 91 sagði hann, að það væri í aðalatriðum stór rétthyrning- ur að lögun, í samræmi við þarfir þeirrar starfsemi sem byggingin væri hönnuð fyrir. Vegna þess væru möguleikar á fyrirkomulagi innan hennar í algerri andstöðu við fram- settar þarfir skólans. Hún væri þannig að lögun og gerð að óhjákvæmilegt væri að starfsemin yrði innhverf og ynni þannig frá upphafi gegn framangreindum markmiðum skólans. Laugarnesvegur 91 væri afar djúp bygging og því mjög erfitt að nýta dagsbirtu innan hennar og kostnaður vegna breytinga yrði veruleg- ur. Náttúruleg loftræsting væri að verulegu leyti útilok- uð og öll starfsemi skólans yrði nánast alltaf algerlega háð vélrænni lofræstingu. Landrými væri nægilegt, en dygði ekki til að breyta ímynd skólans og undirstrika sér- stöðu hans, vegna byggingar- innar sjálfrar. Jafnvel þó ná- lægð þeirrar lóðar væri álitin viðunandi frá miðbænum þá væri galli hennar sá, að á lóð- inni væri bygging sem gæti ekki uppfyllt markmið skól- ans hvað varðar starfsemi og byggingarleg gæði eða skap- að skólanum sérstöðu í sýni- legri ímynd. Aðlögun starf- semi skólans að byggingunni myndi hafa í för með sér al- varlegar málamiðlanir og til- slakanir hvað varðar markmið skólans, virkni starfseminnar og gæði húsakynna. Að auki virtist ekki mögulegt að rúma starfsemina innan byggingar- innar, miðað við skýrslur vinnuhópanna, en brúttó gólf- flötur væri 10.257 fm, en byggingarþörf hátt í 14.000 fm. Samanburður á kostnaði við innréttingu/endurbygg- ingu Laugarnesvegar 91 og nýbyggingar leiddi í ljós, að áætlað verðmæti húseignar- innar að viðbættum innrétt- ingarkostnaði væri um 1.489 milljónir króna, en nýbygging óháð staðsetningu kostaði aft- ur á móti 1.685 milljónir króna. Kostnaðarmismunur væri m.ö.o. 13%, en skýrslu- höfundur telur það óveruleg- an mun að lauslega könnuðu máli. Ef horft væri framhjá kostnaði, eða reiknað með að hann sé svipaður, þá væri augljóst að nýbygging væri alltaf betri kostur fyrir skól- ann, þar sem þá væri mögu- legt að skapa umgjörð sem uppfyllt gæti þarfir hans og þjónað markmiðum í einu og öllu, að gefinni réttri stað- setningu. Hvað Hafnarfjörð snertir, sagði Kristinn að skýrsla OWP&P fjallaði ekki um möguleikann á nýtingu eldri bygginga í Hafnarfirði, enda gætu þær ekki uppfyllt þarfir eða markmið skólans. Stað- setning í norðurhöfn Hafnar- fjarðar væri afar sérstök hvað varðar umhverfi og möguleika á sérstakri ímynd sem hugs- anlegt væri að tengja stað- setningunni að útliti til, en póstmódernísk tilbrigði, sem sett hefðu verið fram, væru óviðeigandi og samræmdust ekki möguleikum á íslenskri ímynd. Slík staðsetning myndi jafnframt vafalítið hafa sterk og sjálfgefin tengsl við kröftugt lista- og menningar- líf þess bæjarfélags og vera kærkominn aflgjafi að því leyti. Þar yrði skólinn hins- vegar tiltölulega einangraður frá helstu menningarstofnun- um landsins. Með staðsetn- ingu þar yrði trúlega örðugt að mynda og viðhalda góðum tengslum við þessar stofnanir og fá frá þeim þá orku sem skólanum er nauðsynleg og/ eða að geta auðveldlega gefið kraft til baka, sem áreiðan- lega er jafn mikilvægt. Þar mundi Listaháskólinn auk þess vera úr alfaraleið al- mennings, liðug og sterk sam- skipti að því leyti verða erfið og þar af leiðandi trúlega minni en æskilegt væri. Miklatún yrði nokkurs konar málamiðlun Um Miklatún segir í skýrsl- unni, að allt frá því Kjarvals- staðir hafi verið reistir hafi ímynd almennings af Mikla- túni verið tengd listum. Þó svæðið sé einnig notað til úti- vistar þá færi hún fram í snertingu við listsköpun, ann- arsvegar vegna höggmynda sem þar eru og hinsvegar vegna landslagsarkitektúrs svæðisins. Menningarleg og fagurfræðileg gildi séu m.ö.o. rótgróinn þáttur í umhverf- inu. Staðsetning Listaháskóla Íslands á Miklatúni gæti hug- mynda- og fagurfræðilega fallið vel inn í ímynd svæðisins og jafnframt orðið því mikil- vægur styrkur. Listaháskóli Íslands á þessum stað væri að þessu leyti kjörkostur fyrir borgina. Skólinn fengi með þessu móti sjálfkrafa ákveðna ímynd í tengslum við um- hverfi sitt, að því tilskildu að metnaður fyrir annarri um- gjörð hans sé reistur á þess- um skilningi. Væri rétt að þessu staðið væru líkur til að listaumhverfi og menningar- lífi borgarbúa yrði verulegur ávinningur af þeim fyrirsjáan- lega krafti sem fylgja mun skólanum í framtíðarmótun svæðisins. Miklatún sem valkostur væri þó málamiðlun, sem byggðist á því, að reynt hefði verið til þrautar með aðra mögulega valkosti nær mið- borginni, og að viðunandi væri að tengsl við lista- og menn- ingarlíf miðborgarinnar yrðu ekki eins sterk og þau annars væru ef skólinn væri í mið- borginni, þ.e.a.s. að nálægðin sé innan viðunandi marka. Í þriðja lagi er það mikilvæga atriði að aðstæður að öðru leyti séu góðar til uppbygg- ingar fyrir skólann, sbr. markmið hans. Miðað við staðsetningu utan eiginlegrar miðborgar væri Miklatún mjög vel aðgengilegt. Og að lokum segir þetta um Miklatúnið í skýrslunni: „Með hliðsjón af ofansögðu virðast í þessum valkosti felast mjög góðir möguleikar til að upp- fylla forsendur, markmið og byggingargæði fyrir skólann. Árangur að því leyti mun ein- ungis takmarkast af því hvernig staðið verði að und- irbúningi, stjórnun fram- kvæmfarinnar, fjármagni og hæfni og hugmyndaauðgi hönnuða skólans.“ Meirihluti fundarmanna í Félagi um Listaháskóla Íslands vill að skólinn verði á Miklatúni Miklatún er talið kjörkostur fyrir borgina og skólann Morgunblaðið/Jim SmartÁ félagsfundi Félags um Listaháskóla Íslands var fjölmenni og mikið rætt og lengi. Reykjavík                   ! "!        ! #  $% $ !& '()     ! *+,*( ,*( ,*- .+/-( 0+0'. 1(( *(( .(( .(+',/ %-1( 2+2./ *+2// .*+,,0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0                  &.*.,   /#    345 6  & &  .2 7 $8  &    9%  :;& 6  "=&"$>;  !  5   ?    >;8 & 6 &  &"  &$ =  "8  ;   "  % &  8    & 2.                 @   @ @ @ @               >         @ @ @     @     AB   &5BC    $ AB.+ AB   8     B  B8 !  C&     AB 5     B &$ D  3   & 8  B    DD C   B! DD  E3  B&$B   DDC  B 8    B! DD  # B$ 5   B8C "=+ F8 B&5  4B B   3  B 48    5 B    5      8 :C 5  <+   8  E8  +   B&5$8 3B + "  38 5   B + "  B +    6  3B& 3  8  B         E $B!  B& + + .+ 0+ *+ '+ -+ /+ 1+ ,+ 2+ .(+ ..+ .0+ .*+ .'+ .-+ ./+ .1+   !  "  #$ % & ' ()*+*  ; #  
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.