Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 17

Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 17
snjóleysi syðra en töluvert er um að gestir lengra að komnir sæki þá heim til að nýta þá aðstöðu sem þar er í boði. Þannig var hóp- ur Ármenninga í æfingabúðum á Dalvík nýlega, en í skíðaskálanum er pláss fyrir um 40 manns. Skál- inn er rétt við hlið skíðalyftunnar, þannig að menn geta nánast farið beint úr svefnpokanum á skíðin og upp í brekkurnar. Fólk úr ná- grannabyggðum sækir skíðasvæð- ið einnig í töluverðum mæli að að ræða töluverða fjölgun frá því árið á undan að sögn Sveins Torfasonar skíðaþjálfara. „Það er mikil vakning meðal krakkanna og það er mjög ánægjulegt,“ sagði Sveinn. Frekar lítill snjór er neðst í fjallinum en hægt hefur verið að ýta honum til og útbúa brautir. Aftur á móti er nægur snjór ofar í fjallinu og hefur færið verið ágætt síðustu daga. Dalvíkingar hafa notið góðs af SKÍÐASVÆÐI Dalvíkinga í Bögg- visstaðafjalli hefur verið opið í alls 68 daga og eru forráðamenn þess ánægðir með veturinn. Hægt var að opna svæðið 9. nóvember síðastliðinn sem er í fyrra lagi og allan desember var prýðilegt skíðafæri, en skíðamenn voru þá líkt og aðrir með hugann við und- irbúning jólanna og sóttu því svæðið ekki eins stíft og ella. Einar Hjörleifsson for- stöðumaður skíðasvæðisins sagði að mikill áhugi væri fyrir skíða- iðkun meðal heimamanna og þeir alla jafna duglegir að renna sér í brekkunum. Um 120 börn hafa í vetur verið í skipulegri kennslu og við æfingar í vetur og er um sögn Einars. Ólafsfirðingar hafa til dæmis stundað þar æfingar í um einn mánuð, en lítill snjór er á skíðasvæði þeirra. „Skíðum gegn vímu“ Nú um helgina stendur Lions- klúbbur Dalvíkur fyrir skíðamóti fyrir 8 ára börn og eldri, en þar er um að ræða árlegt mót sem haldið er undir kjörorðinu Skíð- um gegn vímu. Fleira er fram- undan í Böggvisstaðafjalli, því unglingameistaramót verður haldið þar um mánaðamótin mars-apríl og þá verður einnig á fyrstu dögum aprílmánaðar hald- ið þar FIS-mót í tengslum við Skíðamót Íslands. Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli hefur verið opið frá því í byrjun nóvember Einar Hjörleifsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, og Sveinn Torfason skíðaþjálfari með nokkrum nemendum úr Húsabakkaskóla; Sigurlaugu Hönnu, Atla Þór, Þórhildi Söru, Ara, Guðrúnu og Hrafnhildi Mörtu. Eins og sést er ekkert alltof mikill snjór í fjallinu. Vakning meðal barnanna sem þyrpast á skíði Morgunblaðið/Kristján Krakkarnir drifu sig í brekkuna og létu það ekki á sig fá þótt snjórinn væri af skornum skammti. AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 17 ÍSLENSKT LAMBAKJÖT ER EINSTÖK AFURÐ ÓMENGAÐRAR NÁTTÚRU OG VISTVÆNNA BÚSKAPARHÁTTA. NÁTTÚRULEG GÆÐI KJÖTSINS ERU VEL VARÐVEITT Í MATREIÐSLU MEÐ FERSKUM KRYDDJURTUM. RÓSMARÍN, BLÓÐBERG, FÁFNISGRAS, BASILIKUM, GRASLAUKUR, STEINSELJA OG SALVÍA ERU TILVALIN KRYDD SEM LAÐA FRAM BRAGÐGÆÐI KJÖTSINS. Tómat - basilsósa 3 mtsk. ferskt basil saxað kjöt af þremur tómötum skorið í teninga 1 mtsk. ólífuolía 1 shallottulaukur, fínt saxaður 2 - 3 geirar hvítlaukur, fínt saxaður 1 dl hvítvín (má vera óáfengt) 3 dl gott lambasoð salt og pipar úr kvörn 2 mtsk. smjör sósujafnari Léttsteikið laukinn í ólífuolíu, hellið víninu yfir og sjóðið niður um helming. Hellið soðinu yfir og sjóðið niður um 1/4. Setjið basil og tómata út í og kryddið með salti og pipar. Þykkið sósuna örlítið með jafnara og hrærið smjörinu rólega saman við. Uppskrift fyrir fjóra KRYDDJURTAHJÚPAÐ INNANLÆRI MEÐ TÓMAT-BASILSÓSU .Kryddhjúpur 1 búnt basilikum 1/2 búnt steinselja 2 - 3 hvítlauksgeirar 3 mtsk. ferskur parmesan, rifinn 1/2 dl ólífuolía 2-4 mtsk. brauðraspur salt og pipar úr kvörn Brúnið lambavöðvana á pönnu, kryddið með salti og pipar. Setjið allt hráefni í kryddhjúpinn í matarvinnsluvél og látið maukast vel. Þekjið kjötið með kryddhjúpnum og bakið í ofni við 180° í 13 - 15 mínútur. (65° á kjöthitamæli). 800 gr lamba- innanlæri (2 vöðvar) HREINLEIKI L G I UMHVERFISRÁÐ Akureyrar- bæjar staðfesti á fundi sínum í gærmorgun deiliskipulag á nýju byggingasvæði við Klettaborg. Bæjarstjórn mun fjalla um deili- skipulagið á fundi sínum í næstu viku og að því búnu verða lóðir á svæðinu auglýstar að sögn Vil- borgar Gunnarsdóttur formanns umhverfisráðs. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að verði 55 íbúðir, 19 einbýlis- hús og þá verða 36 íbúðir í tveggja hæða raðhúsum. Svæðið er norðan og vestan undir háum brekkum við Kringlumýri og Kotárgerði og er meginhluti þess fyrir mynni lítils dalverpis norður af Mýrarvegi. Finnur Birgisson arkitekt vann deiliskipulagið og í því er leitast við að móta byggðina þannig að hún falli eðlilega að landslagi og að væntanlegir íbúar fái notið þeirra kosta sem svæðið býr yfir, sem m.a. er einkar gott útsýni til norð- urs og nálægð við opin svæði sem bjóða upp á góða möguleika til úti- vistar. Umhverfisráð Akureyrarbæjar Deiliskipu- lag fyrir Klettaborg staðfest

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.