Morgunblaðið - 16.02.2001, Page 19
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 19
Selfossi - Nemendur Fjölbrauta-
skóla Suðurlands á haustönn 2000
voru útskrifaðir 9. febrúar síðast-
liðinn. Alls brautskráðust 46 nem-
endur, þar af 25 stúdentar. Athöfn-
in var fjölsótt að vanda. Alls voru
skráðir 765 nemendur í dagskóla,
53 þeirra hættu námi á önninni og
þar af 24 eftir að verkfall skall á.
Brottfall var heldur meira en und-
anfarin ár og er kennaraverkfalli
kennt um.
Í máli Örlygs Karlssonar aðstoð-
arskólameistara kom meðal annars
fram að nemendur hefðu staðist
79% eininganna sem þeir skráðu sig
í, ekki staðið 21% eininga sem er
heldur meira en áður. 21 nemendi
var skráður í öldungadeild skólans
og á Litla-Hrauni stunduðu 33 nem-
endur nám á önninni.
Nokkrir nemendur fengu bóka-
verðlaun við útskriftina fyrir fram-
úrskarandi námsárangur; Bjarn-
heiður Jónsdóttir í dönsku og
frönsku, Halldór Valur Pálsson í
sögu, Grétar Snorrason í fag-
greinum húsasmíði og iðnteikningu
byggingamanna, Haraldur Birgir
Arngrímsson í iðnteikningu bygg-
ingamanna og Gróa Valgerður
Ingimundardóttir í náttúrufræðum
en hún fékk einnig sérstaka við-
urkenningu skólanefndar fyrir
bestan heildarárangur og ástundun
í námi.
Morgunblaðið/Sig. Jónss.
46 nemendur braut-
skráðir á haustönn
Morgunblaðið/Sig. Jónss.
Gróa Valgerður Ingimundar-
dóttir fékk sérstaka viðurkenn-
ingu skólanefndar fyrir bestan
heildarárangur og ástundun.
Fjölmenni við útskrift Fjölbrautaskóla Suðurlands
HIÐ árlega grunnskólaskákmót
Vestmannaeyja fór fram 8. febrúar
sl. Í mótinu tóku þátt nemendur í
grunnskólum Vestmannaeyja,
þ.e.a.s. Hamarskóli og Barnaskóli
Vestmannaeyja. Þátttökurétt höfðu
allir nemendur frá 4. bekk og upp í
10. bekk.
Keppt var í tveimur flokkum,
yngri flokkur skipaður nemendum í
4.-7. bekk og eldri flokkur nemend-
um í 8.-10. bekk. Þátttaka var mjög
góð í yngri flokki þar sem 27 nem-
endur mættu til keppni en einungis 6
í þeim eldri.
Í yngri flokki var leikið eftir 7 um-
ferða Monrad-kerfi en hjá þeim eldri
kepptu allir við alla. Umhugsunar-
tími var 2x7 mín. hjá þeim yngri en
2x10 mín hjá þeim eldri. Keppni var
jöfn og spennandi hjá þeim yngri og
til að mynda voru 5 keppendur með 5
vinninga af 7 jafnir í 2.-6. sæti og
þurfti að grípa til stigaútreikninga til
að knýja fram sigurvegara.
Úrslit voru sem hér segir: Yngri
flokkur. 1. sæti Sæþór Örn Garðars-
son 7/7, 2. sæti Þórhallur Friðriks-
son 5/7 og í 3. sæti varð Haraldur
Pálsson 5/7. Í eldri flokki varð Björn
Ívar Karlsson í 1. sæti með 5 vinn-
inga af 5 mögulegum, 2. sæti Jón
Valgarð Gústafsson 4/5 og 3. sæti
Hlynur Guðjónsson 3/5. Þess má
geta að tveir efstu keppendur í
hverjum flokki unnu sér þátttöku-
rétt á sýslumótinu sem fer fram í
byrjun maí og er liður í Íslandsmóti.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Mikill fjöldi nemenda í yngri flokki tók þátt í grunnskólaskákmótinu.
Grunnskóla-
skákmót
í Vestmanna-
eyjum
Egilsstöðum - Danssýning nemenda
Egilsstaðaskóla var haldin í Vala-
skjálf í síðustu viku. Þar sýndu börn
og unglingar samkvæmisdansa fyrir
fullu húsi. Logi Vígþórsson dans-
kennari hefur síðustu sextán árin
komið einu sinni til tvisvar á ári frá
höfuðborginni til Egilsstaða og hald-
ið dansnámskeið fyrir þá nemendur
sem vilja læra sporin. Bæjaryfirvöld
hafa greitt fyrir þátttöku allra
barna úr 1. og 2. bekk á námskeiðin.
Logi kennir krökkunum aðallega
samkvæmisdansa og aðra létta
dansa sem þau hafa áhuga á. Hann
starfar nú sem danskennari hjá
Danssmiðjunni í Reykjavík og þjálf-
ar m.a. dansara sem keppa í alþjóð-
legum keppnum og eru í hópi 30
bestu samkvæmisdansara í heim-
inum í dag.
Dansað fyrir fullu húsi
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir