Morgunblaðið - 16.02.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.02.2001, Qupperneq 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 19 Selfossi - Nemendur Fjölbrauta- skóla Suðurlands á haustönn 2000 voru útskrifaðir 9. febrúar síðast- liðinn. Alls brautskráðust 46 nem- endur, þar af 25 stúdentar. Athöfn- in var fjölsótt að vanda. Alls voru skráðir 765 nemendur í dagskóla, 53 þeirra hættu námi á önninni og þar af 24 eftir að verkfall skall á. Brottfall var heldur meira en und- anfarin ár og er kennaraverkfalli kennt um. Í máli Örlygs Karlssonar aðstoð- arskólameistara kom meðal annars fram að nemendur hefðu staðist 79% eininganna sem þeir skráðu sig í, ekki staðið 21% eininga sem er heldur meira en áður. 21 nemendi var skráður í öldungadeild skólans og á Litla-Hrauni stunduðu 33 nem- endur nám á önninni. Nokkrir nemendur fengu bóka- verðlaun við útskriftina fyrir fram- úrskarandi námsárangur; Bjarn- heiður Jónsdóttir í dönsku og frönsku, Halldór Valur Pálsson í sögu, Grétar Snorrason í fag- greinum húsasmíði og iðnteikningu byggingamanna, Haraldur Birgir Arngrímsson í iðnteikningu bygg- ingamanna og Gróa Valgerður Ingimundardóttir í náttúrufræðum en hún fékk einnig sérstaka við- urkenningu skólanefndar fyrir bestan heildarárangur og ástundun í námi. Morgunblaðið/Sig. Jónss. 46 nemendur braut- skráðir á haustönn Morgunblaðið/Sig. Jónss. Gróa Valgerður Ingimundar- dóttir fékk sérstaka viðurkenn- ingu skólanefndar fyrir bestan heildarárangur og ástundun. Fjölmenni við útskrift Fjölbrautaskóla Suðurlands HIÐ árlega grunnskólaskákmót Vestmannaeyja fór fram 8. febrúar sl. Í mótinu tóku þátt nemendur í grunnskólum Vestmannaeyja, þ.e.a.s. Hamarskóli og Barnaskóli Vestmannaeyja. Þátttökurétt höfðu allir nemendur frá 4. bekk og upp í 10. bekk. Keppt var í tveimur flokkum, yngri flokkur skipaður nemendum í 4.-7. bekk og eldri flokkur nemend- um í 8.-10. bekk. Þátttaka var mjög góð í yngri flokki þar sem 27 nem- endur mættu til keppni en einungis 6 í þeim eldri. Í yngri flokki var leikið eftir 7 um- ferða Monrad-kerfi en hjá þeim eldri kepptu allir við alla. Umhugsunar- tími var 2x7 mín. hjá þeim yngri en 2x10 mín hjá þeim eldri. Keppni var jöfn og spennandi hjá þeim yngri og til að mynda voru 5 keppendur með 5 vinninga af 7 jafnir í 2.-6. sæti og þurfti að grípa til stigaútreikninga til að knýja fram sigurvegara. Úrslit voru sem hér segir: Yngri flokkur. 1. sæti Sæþór Örn Garðars- son 7/7, 2. sæti Þórhallur Friðriks- son 5/7 og í 3. sæti varð Haraldur Pálsson 5/7. Í eldri flokki varð Björn Ívar Karlsson í 1. sæti með 5 vinn- inga af 5 mögulegum, 2. sæti Jón Valgarð Gústafsson 4/5 og 3. sæti Hlynur Guðjónsson 3/5. Þess má geta að tveir efstu keppendur í hverjum flokki unnu sér þátttöku- rétt á sýslumótinu sem fer fram í byrjun maí og er liður í Íslandsmóti. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Mikill fjöldi nemenda í yngri flokki tók þátt í grunnskólaskákmótinu. Grunnskóla- skákmót í Vestmanna- eyjum Egilsstöðum - Danssýning nemenda Egilsstaðaskóla var haldin í Vala- skjálf í síðustu viku. Þar sýndu börn og unglingar samkvæmisdansa fyrir fullu húsi. Logi Vígþórsson dans- kennari hefur síðustu sextán árin komið einu sinni til tvisvar á ári frá höfuðborginni til Egilsstaða og hald- ið dansnámskeið fyrir þá nemendur sem vilja læra sporin. Bæjaryfirvöld hafa greitt fyrir þátttöku allra barna úr 1. og 2. bekk á námskeiðin. Logi kennir krökkunum aðallega samkvæmisdansa og aðra létta dansa sem þau hafa áhuga á. Hann starfar nú sem danskennari hjá Danssmiðjunni í Reykjavík og þjálf- ar m.a. dansara sem keppa í alþjóð- legum keppnum og eru í hópi 30 bestu samkvæmisdansara í heim- inum í dag. Dansað fyrir fullu húsi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.