Morgunblaðið - 16.02.2001, Page 22

Morgunblaðið - 16.02.2001, Page 22
gegnir. Það má færa rök fyrir því að flugvöll- urinn sé ágætlega staðsettur þar sem hann er nú,“ segir Smári. „Borgaryfirvöld verða að átta sig á því að Reykjavík er ekki einungis borg Reykvíkinga, hún gegnir hlutverki höfuðborgar allra landsmanna og nýtur þess svo sannarlega. Aldrei má gleyma því að höfuðborg hefur ákveðnar skyldur og mér finnst ansi margir Reykvíkingar gleyma þeim í þessu flugvallar- máli en einblína – blindaðir af stórborgar- draumi – á eigin hagsmuni í þrengsta skilningi,“ segir Smári Geirsson. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akur- eyri, segir að hafa verði í huga hlutverk Reykja- víkur sem höfuðborgar landsins þegar rætt er um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann sé við miðju stjórnsýslu og viðskipta í landinu, tengi- punktur allra innviða landsins. Telur hann ekki tímabært að færa flugvöllinn. Hann sé mikil- væg tenging milli landshluta og verði að finna aðrar leiðir til þess að sinna þessu þjónustu- hlutverki áður en ákvarðanir eru teknar um breytingar. „Ég er ekki tilbúinn að kyngja röskun á þessu mikilvæga samgöngumannvirki H UGMYNDIN um að flytja innanlandsflugið frá Reykja- vík til Keflavíkurflugvallar mætir harðri andstöðu á landsbyggðinni. „Reykjavík á að heita höfuðborg Íslands og hefur ákveðnar skyldur gagnvart landsbyggðinni,“ segir Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Hann heldur áfram: „Því miður hefur því ver- ið komið þannig fyrir að nánast öll höfuðstjórn- sýsla þessa lands er þarna niðurkomin og því verður að gera öðrum þegnum landsins kleift að hafa þokkalegt aðgengi að henni. Þar skiptir flugvöllurinn og staðsetning hans miklu máli. Við lítum svo á að mjög mikilvægt sé að hafa völlinn í borginni sjálfri.“ Segist Smári ekki vera hrifinn af hugmyndum borgaryfirvalda um glæsiframkvæmdir í Vatnsmýrinni þar sem rík- issjóði er ætlað að greiða kostnaðinn við upp- byggingu nýs flugvallar. „Ég hef ekki mikinn áhuga á draumum manna um glæsta miðborg en bendi á þjónustuhlutverkið sem höfuðborgin ef hún er ákveðin án þess að vita hvað á að taka við. Þær upplýsingar liggja ekki fyrir í dag. Málið allt ber þess vott að vera illa unnið, ef markmiðið hefur verið það að fá í það einhverja niðurstöðu sem sætt gæti sem flest sjónarmið. Ég leyfi mér að efast um að sá hafi verið til- gangurinn,“ segir Kristján Þór. Höfuðborgin eða höfuðborgarsvæðið? Fleiri viðmælendur vísa til höfuðborgarhlut- verks Reykjavíkur þegar flugvallarmálið ber á góma. Rétt er að taka fram að hvergi virðist skráð í lögum að Reykjavík sé höfuðborg lands- ins. Þess gerist ekki þörf því þar er opinbert stjórnsetur íslenska ríkisins og það gerir borg- ina að höfuðborg. Stjórnendur Reykjavíkurborgar líta til alls höfuðborgarsvæðisins þegar rætt er um höf- uðborgarhlutverkið. „Ég lít svo á að höfuðborg- arsvæðið hafi ákveðnum skyldum að gegna við landsbyggðina og tel að flugvöllur í Vatnsleysu- strandarhreppi, sunnan Hafnarfjarðar, geti fyllilega þjónað landsbyggðinni. Ég hefði meiri efasemdir um Keflavíkurflugvöll í því sam- bandi,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri. Árni Þór Sigurðsson, formaður skipu- lagsnefndar, segir: „Reykjavík hefur að sjálfsögðu skyldur við allt landið sem höfuðborg en þær skyldur snúast ekki einvörðungu um það hvort flugvöllur eigi að vera í miðborg Reykjavíkur. Höfuðborgin er að sjálfsögðu eitt atvinnu- og þjónustusvæði og það er alveg ljóst að notendur innanlandsflugvallarins eru ekki bara fólk sem býr í næsta nágrenni við hann eða á erindi þar. Ég geri hins vegar stóran grein- armun á því hvort fólk þarf að sækja flug suður fyrir Hafnarfjörð, í útjaðar höfuðborgarsvæð- isins, eða alla leið til Keflavíkur og tel skyldurn- ar meðal annars felast í því að umferðar- og samgöngumiðstöð innanlands sé á höfuðborg- arsvæðinu. Flugvöllur sunnan Hafnarfjarðar gæti uppfyllt þessar skyldur höfuðborgarinnar á viðunandi hátt. Á hinn bóginn veit ég að þeir sem koma hingað mikið og eru að sækja skóla, sjúkrahús og stjórnsýslu, finnst það vera mjög mikill kostur að hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni og ég skil það sjónarmið mjög vel.“ Ekki hægt að réttlæta kostnað við nýjan flugvöll Stjórnendur Flugfélags Íslands og Íslands- flugs, helstu flugrekendur innanlands, telja að aðeins sé um tvo kosti að ræða fyrir innanlands- flugið, halda því á Reykjavíkurflugvelli, að mestu í núverandi mynd, eða flytja það til Keflavíkur. Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, segir að bygging nýs flugvallar fyrir 6–10 milljarða króna í 20 mín- útna fjarlægð frá Reykjavík geti varla talist raunhæfur kostur. „Það hefur varla verið unnt að viðhalda núverandi aðstöðu vegna skorts á fjármagni og það hefur einnig komið skýrt fram hjá samgönguyfirvöldum að slíkt sé ekki á dag- skrá.“ Vekur hann athygli á ýmsum ókostum við flugvöll í landi Hvassahrauns og flugbraut- um úti í sjó. Allar þessar hugmyndir eru mjög kostnaðarsamar og þegar haft er í huga að af- koma fyrirtækja í innanlandsflugi hefur verið slæm þá liggur fyrir að fyrirtækin geta ekki tekið á sig auknar álögur vegna slíkra fram- kvæmda. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Ís- landsflugs, tekur mjög í sama streng. Segist ekki sjá að hægt sé að réttlæta kostnaðinn við að byggja upp nýjan flugvöll, fyrir sunnan Hafnarfjörð eða úti á Skerjafirði. Spyr hvort ekki komi upp sama staðan í Hafnarfirði og í Reykjavík, landið verði talið svo verðmætt byggingarland eftir tíu ár að völlurinn verði að víkja þar einnig. TENGIPUNKTUR LANDSINS ALLS Hugsanlegar breytingar á miðstöð innanlandsflugsins, sérstaklega ef hún verður flutt til Keflavíkurflugvallar, munu hafa mikil áhrif á að- gengi þeirra íbúa landsbyggðarinnar, sem treysta á innan- landsflugið, að miðstöð stjórnsýslu og þjónustu í höfuðborg- inni og lengja ferðatíma íbúa höfuðborgarsvæðisins sem nota innanlandsflugið. Flutningur til Keflavíkur myndi draga úr um- svifum innanlandsflugsins og hafa veruleg áhrif á þá atvinnu- starfsemi sem nú er á Reykjavíkurflugvelli, en staðsetning flugsins á öðrum velli á höfuðborgarsvæðinu hefði minni áhrif. Sjúkraflug myndi lengjast svo og viðbragðstími björg- unarsveita vegna náttúruhamfara. Helgi Bjarnason segir frá þessu í grein um mikilvægi innanlandsflugsins fyrir samgöng- ur við landsbyggðina, öryggismál og flugið sem atvinnugrein. Morgunblaðið/Árni Sæberg                 !"" "# " !"!$! " %" %   ()"$ % $%% !" %"$ % $%%         ! * % $+%" %   , * % $+%" "  !   #          ! * % $+%" %   , * % $+%" "  !   #  -""%     . / $  $ $       $ $  $ 0 22 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.