Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 27 Kvennahópur Samfylkingarinnar boðar til funda í Kaffileikhúsinu næstu laugardaga kl. 11:00 til 13:00 17. febrúar Konur í viðjum tekjutenginga Sæmundur Stefánsson, deildarstjóri í Tryggingastofnun, tekjutengingar lífeyris. Jóhanna Leopoldsdóttir fjallar um reynslu öryrkja í sambúð. Sigríður Jónsdóttir, félagsráðgjafi, fjallar um kjör aldraðra kvenna. Pallborðsumræður. Fundarstjóri: Ásta R. Jóhannesdóttir, alþingismaður. 24. febrúar Konur og starfsmenntun í atvinnulífinu Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík. „Frá skóla til atvinnulífs,“ Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, varaformaður Eflingar. Ný sóknarfæri í starfsmenntun. Pallborðsumræður. Fundarstjóri: Hólmfríður Sveinsdóttir, stjórnmálafræðingur. 17. mars Vændi á Íslandi Fjallað verður um lagaumhverfi hér og á hinum Norðurlöndunum. Frummælendur auglýstir síðar. Fundarstjóri: Guðrún Ögmundsdóttir, alþingismaður. Samfylkingin EITT af því sem Bill Clinton, fyrr- verandi Bandaríkjaforseti, er sak- aður um og nú veldur einna mestu fjaðrafoki vestra er að hann náðaði fjármálamanninn Marc Rich sem búsettur hefur verið í Sviss í 18 ár. Rich var á sínum tíma sakaður um gríðarleg skattsvik og annað fjár- málamisferli en flúði land 1983 til að þurfa ekki að koma fyrir dómara. Margt af því sem Rich hefur tekið sér fyrir hendur síðan þykir vera á gráu svæði laganna, að sögn viku- ritsins Time, en hann mun nú að sögn ritsins eiga a.m.k. þúsund milljónir dollara, 85 þúsund millj- ónir íslenskra króna. Ekki er ljóst hvort Rich er enn bandarískur ríkisborgari. Fyrri eig- inkona hans er Denise Rich, þekkt- ur dægurlagahöfundur í Bandaríkj- unum. Hefur hún einnig verið einn af þekktari liðsmönnum demókrata við fjáröflun, haldið veislur þar sem fólk hefur greitt hátt verð fyrir að- göngumiðann en hagnaður runnið í sjóði flokksins. Einnig er hún í góðu vinfengi við Clinton-hjónin. Sagður hafa aðstoðað Mossad Marc Rich hefur gefið mikið fé gegnum árin til ýmissa mannúðar- mála og sett á stofn sjóð sem styrkir listamenn og annað menningarfólk með verðlaunum fyrir óvenjuleg af- rek. Hann fékk 200 þekkta einstak- linga til að undirrita meðmælayfir- lýsingu sem send var Clinton í von um að hann yrði náðaður. En óljóst mun þó vera hvort allir hafi vitað hvernig ætlunin var að nota skjalið. Rich hefur góð sambönd í Ísrael og Ehud Barak, starfandi forsætis- ráðherra landsins, mun hafa verið meðal nokkurra heimsþekktra leið- toga sem hringdu í Clinton til að leggja inn gott orð fyrir Rich. Shabtai Shavit, sem var yfirmað- ur ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad í sjö ár til 1996, beitti sér einnig fyrir því að Rich yrði náð- aður. The Daily Telegraph hefur skýrt frá því að nánasti samstarfs- maður Rich í Ísrael, Avner Azoulay, hafi starfað fyrir Mossad í 30 ár áð- ur en hann hóf störf fyrir fjármála- manninn. Azoulay hefur staðfest opinber- lega að Rich hafi gegnt „mikilvægu hlutverki“ í aðgerðum Mossad til að hjálpa gyðingum að komast til Ísr- aels frá Eþíópíu á níunda áratugn- um og frá Jemen á síðasta áratug. Hann segir að Rich hafi notað við- skiptasambönd sín til að fá stjórn- völd í Jemen til að gera gyðingun- um kleift að fara til einhvers þriðja lands og þaðan til Ísraels. Hann hafi einnig notað viðskiptasambönd sín í Súdan til að aðstoða Mossad við að skipuleggja aðgerðir til að koma eþíópískum gyðingum til Ísraels. Azoulay mun hafa stjórnað ör- yggis- og njósnastarfsemi Rich áð- ur en hann var skipaður yfirmaður góðgerðastofnunar fjármálamanns- ins í Tel Aviv. Ísraelskir embætt- ismenn segjast hafa beitt sér fyrir náðuninni vegna fjárframlaga Rich til sjúkrahúsa, safna og háskóla í Ísrael. Líklegt er þó að upplýsing- arnar um tengsl hans við Mossad kyndi undir kröfunum um að Clint- on útskýri til hlítar hvers vegna hann náðaði fjármálamanninn. Þingnefndir í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort ákvörðun forset- ans hafi verið byggð á eðlilegum reglum og hefðum um slíkar náð- anir, sem forsetar veita á síðasta embættisdegi sínum. Margir af þekktustu leiðtogum demókrata hafa fordæmt ákvörðun Clintons. Joseph Biden, öldungadeildarþing- maður frá Delaware, sagðist halda að Clinton hefði verið „heiladauður“ þegar hann ákvað að náða Rich. Rich var einnig sakaður um að hafa átt viðskipti við Írana í trássi við viðskiptabann. En sá hluti ákæru á hendur honum var þó lát- inn falla niður vegna þess að ekki var talið að bandarískur dómstóll hefði lögsögu í því máli. Rich er sagður hafa óttast mjög fyrstu árin í útlegðinni að bandarískir leyni- þjónustumenn myndu ræna sér. Ekki er hægt að ákæra hann eftir svissneskum lögum fyrir meint af- brot hans í Bandaríkjunum. Notaleg útlegð í Sviss Denise Rich lét mikið fé af hendi rakna, líklega yfir milljón dollara, í kosningasjóði demókrata. Ekki þykir samt skipta minnstu að hún gaf rúmlega hundrað þúsund doll- ara, um 9 milljónir, í sjóð Hillary Rodham Clinton sem var kjörin öld- ungadeildarþingmaður fyrir New York í nóvember. Hún mun einnig hafa gefið mikið fé til stofnunar bókasafns sem kennt verður við Clinton en hefð er fyrir því að frá- farandi forseta sé reist slíkt minn- ismerki með samskotum. Marc Rich býr nú í glæsilegu húsi við Meggen í Sviss með mun yngri eiginkonu sinni. Hann er 66 ára gamall, fæddur í Belgíu en fluttist ungur að árum til Bandaríkjanna og haslaði sér að loknu námi völl í við- skiptum. Hann auðgaðist uppruna- lega á olíubraski þar sem hann þótti sýna mikla hugkvæmni en jafn- framt telja skattayfirvöld að hann hafi stundað stórfelld svik og hagn- ast þannig ólöglega um 48 milljónir dollara, yfir fjóra milljarða króna. Fjármálafyrirtæki sitt lét hann skrá í Zug, kantónu sem er þekkt fyrir óvenju lága skatta. Nú munu vera uppi hugmyndir þar um að hækka skatta og hótar Rich að flytja þá fyrirtæki sitt á brott. Er bent á að það verði ekkert vanda- mál þar sem hann þurfi fátt að ótt- ast eftir að hafa hlotið náðun vestra. AP Hús Marcs Rich í Meggen í Sviss. Hann flúði þangað fyrir 18 árum eftir að hafa verið sakaður um skattsvik. AP Bandaríski fjármálamaðurinn Marc Rich og eiginkona hans, Gisela. Sakaður um fjárglæfra og flúði land Washington, Zürich. AFP, AP, The Daily Telegraph. Bandaríski fjármálamaðurinn Marc Rich; umdeildur vinur demókrata sem Clinton náðaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.