Morgunblaðið - 16.02.2001, Side 29

Morgunblaðið - 16.02.2001, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 29 Full búð af nýjum vörum Fu l búð af nýju vöru Fu l búð af nýjum vörum l f j Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-15. Ótrúlegur markaður með ódýrar vörur... Rammar á kostnaðarverði, kvenfatnaður, vor/vetrarflíkur, leikföng, gjafavara, barnafatnaður, skór, ... á ótrúlega góðu verði Í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 NÝTT KOR TATÍMABIL Nú einnig heimilis- og raftæk jamarkað ur Skúlptúr í Gall- eríi Nema hvað ARNDÍS Gísladóttir opnar sýningu í Gallerí Nema hvað á Skólavörðustíg 22 í dag kl. 17. Arndís er á öðru ári í Listaháskólanum í skúlptúrdeild. „Ég ætla að að sýna 4 til 5 verk og eitt myndbandsverk. Verkin eiga það kannski sameiginlegt að þetta eru allt hlutir sem fólk gerir ekki en langar kannski samt til að gera og virka því kannski barnalegir í nokkr- um tilvikum,“ segir Arndís. Sýningin er opin frá kl. 14-18, laugardag, sunnudag og mánudag. Fyrirlestr- ar og nám- skeið í LHÍ JÓN Proppé, myndlistargagnrýnandi og sýningarstjóri, heldur fyrirlestur í LHÍ, Laugarnesvegi 91, nú á mánu- dag, kl. 20.30 í stofu 24. Jón fjallar um sérstöðu íslenskrar myndlistar og hvernig íslenskir myndlistarmenn vinna úr erlendum stíláhrifum. Hrafnkell Birgisson heldur fyrir- lestur í LHÍ, Skipholti 1, miðvikudag- inn 21. febrúar kl. 12.30 í stofu 113. Hrafnkell lauk nýverið námi í hönnun frá Listaháskólanum í Saarbrücken í Þýskalandi og vinnur nú að eigin hönnun. Í fyrirlestrinum fjallar hann um námstímann í Þýskalandi og hug- myndir sínar um hönnun. Námskeið um upplýsingaleit og notkun tölvupósts hefst í tölvuveri Listaháskóla Íslands, stofu 301, Skip- holti 1, mánudaginn 26. febrúar. Kennari er Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður. Námskeið í myndvinnsluforritinu „Painter“ hefst mánudaginn 5. mars. Kennari er Höskuldur Harri Gylfa- son myndlistarmaður og grafískur hönnuður. Kennt verður í tölvuveri Listahá- skóla Íslands, stofu 301, Skipholti 1. Kunnátta í Photoshop er nauðsyn- legur undanfari þessa námskeiðs. Hæfnispróf vegna Madame Butterfly HÆFNISPRÓF fyrir söngvara í óp- eruna Madame Butterfly eftir Pucc- ini sem Sinfóníuhljómsveit Íslands setur upp í febrúar árið 2002 verður í Háskólabíói laugardaginn 24. mars nk. Umsóknum skal skilað á skrifstofu hljómsveitarinnar fyrir 15. mars næstkomandi og veitir tónleikastjóri SÍ nánari upplýsingar. Nú í lok mars mun Sinfóníuhljóm- sveit Íslands setja upp óperuna Carmen í Laugardalshöll. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Abigail tekin til sýninga á ný SÝNINGAR á leikritinu Abigail heldur partí hefjast á ný í kvöld í Borgarleikhúsinu eftir stutt hlé vegna veikinda eins leikaranna í sýn- ingunni. Verkið er eftir breska höf- undinn Mike Leigh og var frumsýnt í Borgarleikhúsinu 2. nóvember sl. Leikarar eru Hjalti Rögnvaldsson, Sóley Elíasdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Harpa Árnadóttir. SÉ FJÖLDI flytjenda notaður sem mælikvarði, munu sinfóníutónleikarnir í Háskólabíói í gær, ásamt væntanlegum passíutón- leikum í Hallgrímskirkju nk. sunnu- dag, trúlega stærstu viðburðir ný- tónlistartvíæringsins Myrkra músíkdaga, sem hófst 5.2. og lýkur með einsöngstónleikum í Gerðubergi þ. 21.2. nk. Fjöldi tónleikagesta var aftur á móti ekki mikill; liðlega kvartsetinn salur, og vantaði bæði elzta og yngsta fólkið. Dagskráin var öll eftir íslenzka höfunda og gat stát- að af einum frumflutningi, þ.e. Víólu- konsert Kjartans Ólafssonar. „Earthsymphony“ eða Jarðarsin- fónía Úlfars Inga Haraldssonar var frumflutt af S.Í. 1997. Miðað við nafnið var verkið fremur stutt, um 15 mín., og í þrem þáttum, „Introdu- zione – Marziale“, „Cantabile“ og „Giocoso – Interludio – Pesante“. Nafnið var skv. umsögn höfundar í tónleikaskrá sprottið af tilurðarstað verksins, hinni jarðskjálftahrjáðu Kaliforníu, hvort sem glímuskjálfti Móður Jarðar í jarðeðlisfræðilegum skilningi hafi vakað fyrir höfundi frekar en krampaköst Loka undan snákseitrinu í fjarveru Sigynjar. Burtséð frá téðri umsögn vakti verk- ið þó lítil tektónísk hugmyndatengsl. Það kom eftir flestum öðrum mæli- stikum en Richter skalanum fyrir sem hið vandaðasta nútímaverk, ekki sízt hvað orkestrun varðar. Einkum voru friðsælli kaflar þátt- anna áhrifamiklir, m.a. fyrir fágaða hljómanotkun, sem í Cantabile þættinum framkallaði beinlínis exótíska Shangri-La stemmningu handan við fjöllin há. Hljóm- sveitin lék af samsvar- andi vandvirkni, og veitti ekki af, því hröð- ustu staðir voru býsna strembnir í samleik með iðandi fjölkóra- tækni er stundum gat minnt á Ives. Helzti mínusinn var fólginn í lokaþættinum, þar sem verkið fór að endurtaka sig til vanza, fyrir utan niðurlagið, sem kom dá- lítið upp úr þurru. Víólukonsert Kjartans Ólafssonar sem hér var frumfluttur með lág- fiðluleiðara hljómsveitarinnar, Helgu Þórarinsdóttur, í einleikshlut- verki, var saminn á 5 ára bili, 1995– 2000. Að sögn höfundar var þar beitt „algrímskum CALMUS-aðferðum sem meðhöndlaðir voru á hefðbund- inn hátt“[...]. Hvað nánar dylst bak við þau dularfullu orð, er vart á færi meðalhlustanda að meta. Þó hefur á undanförnum misserum komið fram, að Kjartan hefur hannað tölvuforrit sem manni skilst að geti aðstoðað við smíði tónverka – hvort sem það nú er með einskonar slembihugmynda- gjöf, úrvinnslu fruma og hryna, hvoru tveggja eða allt öðru. Mér vit- andi hefur þó enn ekki tekizt að upp- götva neinn vizkustein í þeim efnum, enda hlýtur lokavalið ávallt að lenda í höndum þess er á heldur. Því er trú- lega vart meira upp úr aðild forrits- ins leggjandi en sem e.k. útvíkkun venjulegra nótnaskriftarforrita, sem margir tónhöfundar nota nú þegar og skoða má sem nýjasta hlekk í eðli- legri framþróun verkfæra allt frá dögum fjaðurpennans. Undir öllum kringumstæðum skiptir útkoman enn sem komið er mestu máli, en að- ferðin minnstu – þó svo að á 3. fjórð- ungi 20. aldar hafi stundum litið út fyrir hið gangstæða meðan „konseptúalisminn“ reið húsum. Konsertinn var allviðamikið verk í breidd og lengd, eða um 23 mín. Hann byrjaði vel, og – sem virðist furðufágætt í framsækinni tónlist – fjaraði sérlega sannfærandi út á svipuðu „eterísku“ strengjasvifi og í innkomunni eftir einleikskadenzuna í síðasta fjórðungi. Þrátt fyrir að örl- aði á langdrægni í þeim næstsíðasta, naut verkið fjölda kontrastflata, ým- ist á líðandi nótum eða púlsrytmís- kum, og orkestrunin var víða hug- vitssöm. Einleiksvíóluparturinn var skrifaður við hæfi stórusystur fiðl- unnar, sem ber sinn harm í hljóði frekar en að flíka flugeldum, og með- leikur hljómsveitar var útfærður af viðeigandi gætni undir vökulli hand- leiðslu stjórnandans. Helga Þórar- insdóttir lék sitt vandasama hlutverk af stakri alúð og innileika, enda þótt atvinnusólisti hefði ugglaust getað verið hvassari í tjáningu. Þorkell Sigurbjörnsson átti fyrstu tvö verkin eftir hlé. „Gletscherlied“ eða Jökulljóð var samið 1998 að beiðni Vladimirs Ashkenazys í Berl- ín sem n.k. „systurverk“ Misturs frá 1972 er leikið var næst á eftir. Jökul- ljóðið frumflutti Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á Íslandi snemma árs í fyrra. Það reyndist stytzta verk kvöldsins, en jafnframt hið falleg- asta. Þorkell færist þar nær klið- mýkt hins tónala stíls en í hinu hálfu lengra Mistri, en er jafnframt orðinn lausari úr viðjum þrástefjatækn- innar en í eldri verkum sínum. Í þeim efnum mætti til samanburðar nærri því kalla Mistrið etýðu í ostinato, en þrátt fyrir mun stríðara tónmál var það borið uppi af jafnsterkum öræfa- tærleika og fyrra verkið, sem með pentatónískum stefjafrumum sínum verkaði á köflum allt að því kín- verskulegt. Hljómsveitin flutti þess- ar náttúruperlur af eftirminnilegri litadýrð og sveigjanleika. Síðasta atriði kvöldsins var „Reflections“ frá 1988 eftir Árna Eg- ilsson, sem dregið hefur úr hljóð- versspilamennsku á kontrabassa vestur í Kristþyrnisskógi hin síðari ár til að helga sig tónsmíðum. Verk- ið, sem er meðal hinna elztu á verka- skrá Árna, var fyrst flutt hér á landi fyrir um 9 árum. Enski titillinn gefur sem kunnugt er ýmsar vísbendingar – „Endur- skin“, „Hugleiðingar“ eða jafnvel „Minningar“. Má segja að flest hafi átt við í þessu á margan hátt skemmtilega og glæsilega orkestr- aða hljómsveitarverki, sem sauð og kraumaði af atorku við stundum all- kostuleg minni um hitt og þetta úr heimi 20. aldar fagurtónlistar al- mennt og kvikmyndatónlistar sér- staklega. Lá við á köflum að svifi fyr- ir manni titill á við „Myrkraverk í Chinatown“, en á móti taugatrekkj- andi spennuköflum vógu vissulega fjölmargir kliðfagrir kyrrðarstaðir. Þótt ávallt sé örðugt að spá um endingu til langframa, gaf verkið e.t.v. ekki ótvírætt hugboð um slíkt við fyrstu heyrn, enda kannski hætt við að sumt sem er til gamans gert eða sem hugleiðing um kunna staði úr yngri klassík gangi fyrr úr sér en vandþekkjanlegri og huglægari vinnubrögð. En hvað sem því líður var verkið a.m.k. auðtekið hér og nú, og áhrifamikið innan síns breiðtjald- aða kvikmyndastílramma. Þó að létu oft fremur kunnuglega í eyrum, voru hin fjölmörgu rytmísku tilþrif verks- ins engu að síður afar krefjandi fyrir hljómsveitina, en hér sá varla örðu á. Verkið var frá upphafi til enda leikið af smitandi gleði og lipurð undir dýnamískri stjórn Bernharðs Wilk- inson. Myrkraverk í Chinatown TÓNLIST H á s k ó l a b í ó Úlfar Ingi Haraldsson: Jarð- arsinfónía (1997). Kjartan Ólafsson: Víólukonsert (1995–2000 (frumfl.)). Þorkell Sigurbjörnsson: Jökulljóð (1998); Mistur (1972). Árni Eg- ilsson: Reflections (1988). Helga Þórarinsdóttir, víóla; Sinfón- íushljómsveit Íslands. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Fimmtu- daginn 15. febrúar kl. 19:30. MYRKIR MÚSÍKDAGAR Ríkarður Ö. Pálsson Bernharður Wilkinson Helga Þórarinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.