Morgunblaðið - 16.02.2001, Qupperneq 30
LISTIR
30 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BÓHEMÍAN í París 19. aldarvar samfélag húsþaka og háa-lofta. Þar var ekki gert ráð
fyrir híbýlum og þess vegna sluppu
íbúarnir, listamenn og spekúlantar,
við skatta og skyldur. Þeir lifðu lífi
sínu á annan og óvissari hátt en vel
stæðir borgarar undir sömu þökum,
notuðu ekki einu sinni sömu stiga í
húsunum og gengu oft inn til sín um
þakglugga. Jamie Hayes, leikstjóri
La Bohème hjá Íslensku óperunni,
útskýrir þetta þegar hann kemur nið-
ur af sviði eftir myndatöku með Tug-
an Sokhiev hljómsveitarstjóra.
Jamie segir sviðsmyndina vel
nýtta, kaffihús annars þáttar verði
tollhlið þess þriðja og þakíbúð fyrsta
og fjórða þáttar. Það þurfi svona
lausnir á litlu sviði án geymslu og
hann sé mjög sáttur við vinnuna með
íslensku hönnuðunum. „Ég er farinn
að venjast hópnum mínum í Bretlandi
og hefði fyrst hallast að því að hafa
hann með mér. Leikmynd, búningar
og lýsing er rammi leikstjórans og
auðvitað mikilvægt að allt komi heim
og saman. Hér hefur verið gaman að
kynnast nýjum hugmyndum og
lausnum, það er stóri kosturinn við að
fá fólk úr ýmsum áttum.“
Aðferð við uppröðun
Tugan hefur til dæmis með sér frá
Pétursborg aðferð við uppröðun tón-
listarfólksins. Hann nýtir hljómsveit-
argryfjuna á annan hátt en venjulega,
hefur strengi vinstra megin og blást-
urshljóðfæri hægra megin, til að fleiri
komist fyrir eða 53 í stað 40. „Á þenn-
an hátt þurfum við ekki heldur að láta
spila undan sviðinu og hljómsveitin er
ánægð,“ segir hann og bætir því við
að lærifaðir sinn hafi kynnst þessari
leið í Metropolitan í New York. „Þeir
kunna að auðvelda hlutina, Amerík-
anar,“ segir hann svo seinna í spjalli
okkar, en á þá reyndar við söngleiki
sem honum finnst vitanlega blikna í
samanburði við alvöru óperur.
„Þetta virkar líka vegna kórsins,“
segir nú Jamie eftir málhvíldina, „við
notum hann meira en ráðgert er í óp-
erunni, til að færa húsgögn svona
með söngnum, tengja senur og yfir-
leitt skapa tilfinningu um þetta sam-
félag bóhemanna. Því fylgdi ys á göt-
um og torgum og kórinn kemur vissri
hreyfingu á salinn. Þetta eru bæði
börn og fullorðnir sem blása meira lífi
í uppfærsluna og teygja sviðið til ef
svo má segja, meðal annars með því
að syngja á göngum og í salnum.
Þetta passar ágætlega í La Bohème,
þótt hún sé ekki skrifuð með kór
nema í öðrum þættinum og upphafi
þess þriðja.“
Í heimalandi sínu, Bretlandi, á
Jamie að baki tvær uppfærslur Bo-
hème, í leikhúsi Elísabetar drottning-
ar á suðurbakkanum í London og í
Clotner-óperunni. Sú síðarnefnda var
mun minni og reynslan af henni hefur
nýst honum nokkuð hér. Spurður um
tímasetningu sögunnar í þetta sinn
segir leikstjórinn að aldamótin 1900
hafi hentað vel af ýmsum ástæðum.
Þá hafi aðeins fá ár verið liðin frá
þeim tíma þegar Puccini samdi óp-
eruna, heillaður af lestri sögu Henry
Murgers frá 1851 um unga bóhema í
Frakklandi. Þótt sögusvið hennar sé
fyrri hluti 19. aldar sé þetta rökrétt
því ítölsk bóhemía hafi blómstrað síð-
ar en hin franska. Við bætist atriði
eins og búningar og aftur komi pláss
eða plássleysi til skoðunar – pils
kvenna um aldamótin hafi verið
minni umfangs en nokkrum áratug-
um fyrr – það muni strax miklu á sviði
Gamla bíós.
Ögrandi og forvitnilegt
„En almennt finnst mér hafa tals-
vert gildi að færa óperur til í tíma og
rúmi. Það er ögrandi og forvitnilegt
og þannig ganga sígild verk í end-
urnýjun lífdaga. Jafnframt er mjög
mikilvægt að setja áfram upp óperur
eftir bókinni, vera trúr því sem til var
ætlast upphaflega. Það hefur visst
menntunargildi, maður verður að
gera ráð fyrir alls konar áhorfendum,
öllum jafn réttháum. Einn veit sínu
viti og annar ekki og sama sýning hef-
ur gerólíka merkingu fyrir þá. Sjálfur
hef ég séð ógrynni af óperum, en man
þó eitt dæmi þar sem mig vantar
grunn: það er Spaðadrottning Tjæk-
ovskís, sem ég hef séð í þremur út-
gáfum en alltaf frekar framúrstefnu-
legum. Næst þarf ég að finna mér
almennilega klassíska uppsetningu á
henni. Svona er þetta, aðalmálið er að
setja upp góða sýningu, ekki hvort
hún er hefðbundin eða nýstárleg.“
Jamie hefur sett upp margar sýn-
ingar á ýmsum hátíðum og í meira
eða minna þekktum óperuhúsum.
Um Gamla bíó segir hann að svo lítið
svið henti betur fyrir 18. aldar óperur
eins og eftir Mozart eða Händel eða
þá nútímaverk eins og eftir Britten.
En allt skuli lagið hafa. Æfingatíminn
hafi líka verið sex vikur, stundum ná-
ist slíkt ekki, og það muni miklu að
hafa haft sviðið og allan mannskap
þennan tíma. Samstarf þeirra Tugans
hafi líka gengið ágætlega, þeir hafi
sporðrennt mörgum pitsum, ítalskir
eins og óperan, á kvöldin eftir æfing-
ar og náð því að tala saman svo hvor
skildi hinn. þetta sé lykilatriði og
þarna megi hrósa happi.
Þeir félagar höfðu einungis hist
stuttlega í tvígang í London í vetur til
að ræða væntanlegt samstarf við Ís-
lensku óperuna. En síðan í janúar-
byrjun hafa þeir mátt sitja og standa
saman allan daginn og oft fram á
kvöld til að búa til þá Bohème sem
frumsýna á í kvöld. Tugan tekur und-
ir orð leikstjórans um prýðilegt sam-
starf enda áhugasamur um dramað
eða það sem á sér stað á sviðinu.
„Þegar ég undirbý mig með nótur sé
ég atburðarásina fyrir mér líkt og ég
horfi á kvikmynd,“ segir hann. „Tón-
listin er aðalatriði óperunnar – allt
sem máli skiptir – en henni fylgir
saga, aðstæður, atburðir, fólk, tilfinn-
ingar, blæbrigði. það er sálarlegt
hvað manni finnst mikilvægast
dramatískt, en þó vil ég síður notast
við orðið túlkun varðandi tónlist. Tón-
listin er þarna. Óperan er þarna. Það
var tónskáldið sem túlkaði eitthvað
þegar það samdi verkið. Við hin fáum
það gefins til að gera það sem við get-
um. Tjækovskí skrifaði upp lýsingu
þess sem hann hugsaði og fann til
þegar hann samdi Symphony Path-
étique. Svo eyðilagði hann þetta. Til
þess að láta hverjum og einum eftir
sína skynjun.“
Ánægður með
Íslendingana
Tugan er að ljúka námi í hljóm-
sveitarstjórn við tónlistarháskólann í
Pétursborg í Rússlandi. Lærimeist-
ari hans þar var Ilya Musin, sem lést í
hárri elli í fyrra. Með náminu hefur
Tugan unnið með ungum söngvurum
við Kirov-óperuna, sótt fjölmörg
námskeið og stjórnað sinfóníuhljóm-
sveitum víða í heimalandinu. Hann
vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegri
keppni í fyrra og á fyrir höndum
verkefni í Bretlandi og Þýskalandi.
Hann kveðst ánægður með ís-
lenska tónlistarfólkið, bæði söngvara
og hljómsveit. „Mér finnst ég hafa
náð til þeirra,“ segir hann, „og það er
ég þakklátur fyrir. Söngvarar geta
átt það til að leiða stjórnandann mikið
til hjá sér og það er auðvitað alvarlegt
vandamál. Hérna í óperunni er ekki
svoleiðis rugl.
Almennt er uppfærsla óperu flókin
maskína með mannlegu gangverki
sem hikstar oft meðan verið er að
stilla það. Og veistu hvað? Satt að
segja er ég mest hissa á einu: þetta
gengur!“
Með helstu hlutverk í sýningunni
fara Auður Gunnarsdóttir, Kolbeinn
Jón Ketilsson, Þóra Einarsdóttir,
Bergþór Pálsson, Ólafur Kjartan Sig-
urðarson, Viðar Gunnarsson og Sig-
urður Skagfjörð Steingrímsson.
Morgunblaðið/Jim Smart
Götufólkið í La Bohème lætur fátt framhjá sér fara.
Bresk-rússnesk
sátt um bóhema-
líf á Íslandi
Morgunblaðið/Jim Smart
Glatt á hjalla. Kolbeinn Jón Ketilsson, Sigurður Skagfjörð Steingríms-
son, Viðar Gunnarsson og Bergþór Pálsson í hlutverkum sínum.
Íslenska óperan frum-
sýnir La Bohème eftir
Giacomo Puccini í kvöld.
Leikstjóri sýning-
arinnar og hljómsveit-
arstjóri eru báðir
útlendingar og eru hér
í fyrsta sinn. Þeir sögðu
Þórunni Þórsdóttur
að samstarfið hefði
gengið vel og vikurnar
í Gamla bíói verið
fullar af lausnum.
Morgunblaðið/Golli
Jamie Hayes leikstjóri og Tugan Sokhiev hljómsveitarstjóri.