Morgunblaðið - 16.02.2001, Page 32

Morgunblaðið - 16.02.2001, Page 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ 10% afslátt ur í febrúar Rúnaðir klefar með stálbotni Stærðir 82x82 - 82x92 - 92x92 Verð frá kr 54.370. Kantaðir klefar með stálbotni Stærðir 82x82 - 72x92 - 92x92 Verð frá kr. 42.000.  Sænskir gæðaklefar  Sterkbyggðir  Plast eða hert gler  Auðveldir í uppsetningu  Hringið og fáið sendan bækling Ármúla 21, sími 533 2020 PARAT Morgunblaðið/Golli Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari og Atli Guðlaugsson stjórnandi. NÝTT lag eftir söngstjórann, Atla Guðlaugsson, við ljóð eins kór- félaga, Höskuldar Þráinssonar, verður frumflutt á tónleikunum í kvöld. Heilræði nefnist það og er að sögn Atla hugleiðingar um aldamót í gamansömum dúr. Þá hefur Atli útsett hið þekkta einsöngslag Hamraborgina fyrir einsöngvara og karlakór og mun þetta vera í fyrsta sinn sem Gunnar Guðbjörnsson syngur það lag op- inberlega. „Mér hefur ekki þótt ég vera nógu raddmikill í hana fyrr en kannski einna helst núna. Þegar Atli stakk upp á þessu hugsaði ég með mér að nú væri sennilega kom- inn tími til að slá til og láta gossa. Hún liggur bara ágætlega, held ég,“ segir Gunnar og Atli tekur undir það, segist hafa gert útsetn- inguna sérstaklega með Gunnar í huga. Auk þess verða flutt ýmis sígild innlend og erlend lög í þekktum út- setningum fyrir karlakór og ein- söngvara og einnig lög sem ekki hafa heyrst áður í karlakórsútsetn- ingum. Undirleikari er Sigurður Marteinsson. Báðir láta þeir Atli og Gunnar mjög vel af Grafarvogs- kirkju. „Þetta er mikið hús og hljómar vel,“ segir Atli. Fimmtíu stjórnendur fyrstu mánuðina Sextugsafmælisár Karlakórsins Stefnis hefur verið viðburðaríkt og að sögn kunnugra er engin ellimörk á honum á að sjá. Á síðastliðnu sumri var kórinn tilnefndur „Bæj- arlistamaður Mosfellsbæjar“ og mun það vera í fyrsta sinn sem sá heiður er sýndur öðrum en ein- staklingi. Afmælistónleikar voru haldnir í júní síðastliðnum og þá var Kristinn Sigmundsson ein- söngvari með kórnum. Í desember hélt Stefnir jólatónleika ásamt Skólakór Mosfellsbæjar og tónleik- arnir með Gunnari marka eins og áður sagði endapunkt afmælishátíð- arhaldanna. Atli tók við stjórn kórsins fyrir rúmu ári, eftir að Lár- us Sveinsson sem stjórnað hafði kórnum í um aldarfjórðung lést langt um aldur fram. Fyrsta verk- efni hins nýja stjórnanda voru ein- mitt minningartónleikar um Lárus í febrúar. „Fyrstu mánuðina má al- veg segja að það hafi verið fimmtíu stjórnendur í kórnum en ég held að við séum búnir að ná þokkalega saman núna,“ segir Atli aðspurður hvernig það hafi verið að taka við stjórn kórsins við þessar aðstæður. „Það tekur auðvitað alltaf tíma, sér- staklega þegar kór er búinn að vera með sama stjórnandann lengi og þekkir hann út og inn,“ segir hann og bætir við að aðlögunin hafi gerst í rólegheitum. „Það þýddi ekkert að gera það með krafti og hnefa.“ Vilja fá þá stærstu og bestu „Menn dreymir auðvitað stóra drauma og vilja helst fá þá stærstu og bestu,“ segir Atli þegar hann er spurður hvernig það hafi komið til að Gunnar var fenginn til að syngja með Stefni. „Það var eiginlega í beinu framhaldi af tónleikunum með Kristni í vor að við ákváðum að tala við Gunnar,“ bætir hann við. Þar sem það féll ágætlega inn í skipulagið hjá Gunnari að koma á þessum tíma og taka þátt í tónleik- unum með Stefni ákvað hann að slá til. „Ég átti inni frí sem ég gat ekki tekið í sumar og gat því komið heim með alla fjölskylduna og gert úr þessu smáfrí í leiðinni,“ segir hann. Hingað kom Gunnar beint frá París, þar sem hann söng Vetr- arferð Schuberts í hljómsveitarút- setningu á sex tónleikum. „Það var alveg stórkostlega gaman. Ég hef varla upplifað aðrar eins móttökur, nema kannski hér heima á Íslandi. Það voru dálítið skiptar skoðanir um þessa hljómsveitarútfærslu en obbinn af áheyrendum var yfir sig hrifinn. Það kom mér reyndar á óvart að franskir tónleikagestir virtust ekki þekkja Vetrarferðina sérlega vel,“ segir Gunnar. Hann segir að útsetningin hafi verið nú- tímaleg á köflum og „hljóðeffektar“ óspart notaðir. „Það var til dæmis notaður sand- pappír á kubbum til að framkalla hljóð eins og í skíðum og vindvél til að framleiða gnauð í vindi,“ segir hann. Gunnar heldur aftur til Ber- línar strax á mánudag og fer þá að æfa fyrir Hollendinginn fljúgandi hjá Ríkisóperunni í Berlín, þar sem hann er fastráðinn. Gunnar syngur hlutverk stýrimannsins en þetta er ný uppfærsla á Hollendingnum og við stjórnvölinn er Daniel Barenbo- im. „Þarnæst er svo Falstaff, sem er náttúrulega ein af óperum óper- anna. Ég hef aldrei sungið í henni áður og þetta verður jafnframt mitt fyrsta bitastæða hlutverk í Verdi-óperu. Það verður gaman að fá að kljást við það,“ segir hann. Í sumar mun Gunnar syngja inn á tvo hljómdiska hjá TELDEC, meðal annars hlutverk stýrimanns- ins í Hollendingnum fljúgandi, sem áður var nefndur, og einnig syngur hann í Tannhäuser Wagners, þar sem Placido Domingo verður í aðal- hlutverki. Í sumar stendur enn- fremur til að Gunnar syngi í fyrsta skipti á Ítalíu, nánar tiltekið í Fen- eyjum. Tónleikarnir í Grafarvogskirkju í kvöld hefjast kl. 20.30 og á morgun, laugardag, kl. 16.30. Forsala að- göngumiða er í verslun Máls og menningar, Laugavegi 18. Gunnar Guðbjörnsson með Karlakórnum Stefni í Grafarvogskirkju Leggur í Hamra- borgina í fyrsta sinn Tónleikar Karlakórsins Stefnis í Grafarvogs- kirkju í kvöld og á morgun marka enda- punkt hátíðarhalda vegna sextugsafmælis kórsins. Einsöngvari á tónleikunum er tenórinn Gunnar Guðbjörnsson. Margrét Sveinbjörns- dóttir mælti sér mót við Gunnar og Atla Guð- laugsson, stjórnanda Stefnis, og komst að því að sá fyrrnefndi mun nú í fyrsta sinn spreyta sig á sjálfri Hamraborginni. Karlakórinn Stefnir heldur tónleika í Grafarvogskirkju í kvöld og á morgun. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi Listasafn Íslands Sýningunni Yfirsýn, verk þýska málarans Gerhards Richters, innsetningarverkið Glerregn, eftir Rúrí, og sýningu á verkum eftir Jón Stefánsson lýkur nú á sunnudag. Verk Richters eru ýmist fíg- úratíf eða abstrakt en flest verkin á sýningunni eru frá síð- ustu fjórum árum en hún er skipulögð af Institut für Aus- landsbeziehungen í Þýskalandi. Sýning á úrvali verka eftir Jón Stefánsson í eigu safnsins gefur gott yfirlit yfir listferil hans. Viðfangsefni Glerregns er tími og ógnir en verkið er ein af fyrstu innsetningunum sem sýnd var á Íslandi. Listasafn Ís- lands eignaðist verkið árið 1988 en sýnir það nú í fyrsta sinn. Listasafn Íslands er opið frá kl. 11–17, alla daga nema mánu- daga. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Sýningu Magnúsar Þorgríms- sonar á leirverkum lýkur nú á sunnudag. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14–16, er opið daglega frá kl. 10–18, laugardaga til 17 og sunnudaga kl. 14–17. Sýningum lýkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.